Dagblaðið - 19.05.1978, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978.
7
SveitarstjórnarkosningaríHvolhreppi:
ALUR A KOSNINGA-
ALDRI í FRAMBOÐ
Narfi til
Eskifjarðar
Togarinn Narfi hefur nú breytt
um nafn og heitir nú Jón Kjartans-
son. SU— 1II. og er orðinn eign
Kristins og Aðalsteins Jónssona,
athafnabræðra á Eskifirði.
Kaupverðið var 650 milljónir.
Togarinn var keyptur til þess að
stunda veiðar fyrir fiskimjölsverk
smiðjuna á Eskifirði. Lagði skipið
af stað á miðvikudagskvöld til
Færeyja á kolmunnaveiðar.
Skipstjóri er Þorsteinn Kristjáns-
son. 27 ára gamall Norðfirðingur.
Margl manna var á bryggjunni
á Eskifirði til þess að fagna
togaranum á þriðjudagskvöld.
Regína Thor/abj.
Óhlutbundin kosning verður til sveit
arstjórnar i Hvolhreppi þannig að i raun
eru allir á kjörskrá kjörgengir.
Kjósendur velja fimm nöfn sveitunga
sinna og skrifa þau á kjörseðilinn.
Að sögn Ólafs Sigfússonar oddvita
hefur þessi háttur lengi verið á hafður i
Hvolhrcppi og virðist lika vel því ef 20
menn óskuðu eftir listakosningu vrði að
halda listakosningu. en svo veröur ekki
nú frekar en vant er. Kosið verður 24.
júni.
I siðustu sveitarstjórnarkosningum
kom aðeins einn nýr inn í l'imm manna
hreppsnefndina. Ólöf Kristófersdóttir
húsmóðir. en aðrir í hreppsnefnd eru
Ólafur Sigfússon oddviti. Einar Árnason
rafvirkjameistari. Markús Runólfsson
bóndi ogGrétar Bjarnason fulltrúi.
Ibúar Hvolhrepps eru nú tæplega
700. þar al' liðlega 500 i þéttbýlinu á
Hvolsvelli. ibúum hel'ur fjölgað um nær
helming l'rá 1960. Ýmiss konar
þjónustustörf við sveitirnar i kring er
aðalatvinnuvegurinn en einnig er
nokkur iðnaður að þróast á staðnum.
Nú eru 3 km al' gatnakerfi þorpsins
lagöir varanlegu slitlagi og verður þeim
framkvæmdum haldiö áfram. Eitt efsta
mál á óskalistanum nú er að byggja þar
sundlaug.
G.S.
Sýning Myndlistaskólans um helgina:
SKÓUNN SENN HÚSNÆÐISLAUS
tmmi
Valgerður Bergsdóttir kennari með verk yngstu nemenda Myndiistaskólans.
Samvinnuferðirbjóða nýjungaríferðalögum:
Nú ferðast menn og
megrast um leið
Trúanlega hefur fólk ekki áður gert
sér Ijóst að utanlandsför þarf ekki
endilega að þýða meiri háttar megrunar-
kúr að ferðalagi loknu. Samvinnuferðir
og Landsýn efna til ýmissa nýjunga. Ein
þeirra heitir ..Ferðist og megrist", ferð til
heilsubótarstöðvar i Portoroz í
Júgóslaviu.
Portoroz er ein nýjunganna hjá Sam-
vinnuferðum og Landsýn en að öðru
leyti einbeita skrifstofurnar sér að
ferðum i sólina á C'osta del Sol á Spáni
og til irlands, en írland er einmitt að
eignast stóran aðdáendahóp hér á landi.
í sumar verður boðið upp á enskunám á
Írlandi og dvalið á völdum irskum
heimilum.
Þá má nefna ferðir sem kallast
„Ferðist og fræðist" til Júgóslaviu.
skipulagðar i samráði við verkalýðs-
hreyfinguna hér.
Þá bjóða skrifstofurnar tvær upp á
ýnisar ferðir aðrar. ekki siður nýstárleg-
ar. Má þar til nel'na ,.Í sólina i Sovét". en
þá verður Moskva heimsótt og
baðslrandarbærinn Sochi. Einnig verður
komið við i Kiew og Leningrad. Þá er
boðið upp á tiu daga ferð unt Rinarlönd
og Möselsvæðið og septemberdaga á
Ítaliu.
Þá hafa skrifstofurnar tvær lagt
áher/lu á ferðir til nágranna okkar á
Norðurlöndum óg að sögn Evstcins
Helgasónar. framkvæmdastjóra Sam-
vinnuferða. og Sigurðar Haraldssonar
sölustjóra getur skrifstofan boðið
ódýrustu Norðurlandaferðirnar i suniar.
þ.e. fyrir l'élaga i Landssambandi isl.
samvinnumanna.
JBP
MORGUNN í MAÍ
ný Ijóðabók Matthiasar
Johannessen ritstjóra
Morgunn i mai er heiti niundu Ijóða-
bókar Matthiasar Johannessen sem
nýkontin er út hjá Almenna 'bóka-
félaginu. Ljóðabókin flytur einn ljóða-
flokk og er sviðið æska skáldsins og
striðsárin i Reykjavík.
Listamaðurinn Erró hefur gert i
bókina 25 litmyndir í sinum sérstæða
stil. Myndirnar undirstrika á óvenjuleg-
an hátt tema Ijóðanna og sýna reykviskt
yfirbragð striðsáranna og upplausnar
þeirra.
„A þessurn árum hrundi veröldin i
kringum okkur," segir skáldiö i viðtali
um þessa Ijóöabók. „Það gamla stóðst
ekki þau átök. sem þarna urðu og
fæðingarhriðirnar urðu meiri en áður.
þegar nýr timi helur fæðst. Þessi nýi
timi spratt úr óhugnanlegasta harmleik
sem mannkynssagan þekkir... Nú höfum
við Erró leitað saman að þessum tinta..."
segir skáldiðog ritstjórinn i viðtalinu.
-ASt.
Rangur
listabók-
stafur
Rangt var farið með listabókstal
Alþýðubandalags og annarra
viustri manna i Mosfellssveit i
blaðinu i gær. Þessir aðilar standa
að H-lista en ekki G-lista. Er beðizt
velvirðingará þessum mistökum.
Nú um helgina sýnir Myndlisia .kól-
inn í Rcykjavik verk nemenda smna.
Sýningin hclur verið árlegur viðburður.
cn er að þessu sinni umfangsmciri en
nokkru sinni fyrr. Tilcfnið er 30 ára af-
ntæli skólans á siðasta ári.
Sýnt verður á þrentur stöðum. í skól-
anum sjálfum. Ásntundarsal, verða
einkum verk yngstu nentendanna.
Framhaldsdeild skólans sýnir i C'asá
Nova. Itúsi Menntaskólans i Reykjavík.
og i Klausturhólunt. Lækjargötu 3.
verða teikningar og ntálverk.
Dagblaðið ltitli að máli Valgerði
Bergsdóttur kennara. Hún sagði aöskól
inn stæði uppi húsnæðislaus mcð haust-
inu og ekki lægi Ijóst fyrir ennþá ltvar
hann yrði starlræktur i franttiðinni.
Standa yfir untræður við riki og borg unt
það ntál.
Eldri nentendur My.tdlista \ólans
eru staddir i Paris unt þcssar ntundir i
námsferð. Mikil gróska lielur verið i
skólanunt i velur. Nemendur hala verið
250 og kennarar 10.
-GM
Sérhæfum okkur í
SÍMI81530
Seljum í dag:
Auto Bianci árg. '78 Ijósrauður, ekinn
11 þús. km, sparneytinn bæjarbíll.
Saab Combi, sjá/fskiptur, árg. '76,
ekinn 23 þús. km.
Saab 99 L 2,0 sjátfskiptur, árg. '74,
mjög fallegur bíll.
Látið skrá bíla, höfum kaupendur
að ýmsum árgerðum.
BJÖRNSSON
BÍLDSHÖFÐA 16 SlMI 81530 REYKJAVÍK
E VINRUDE
Fullkominn
utanborðsmótor
á vægu verði