Dagblaðið - 19.05.1978, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978.
írjálst, nháð dagUað
Útgefandi Dagbladið hf.
Framkværodastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson.
Fréttastjón: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfuiltríji: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar
Jóhannes Reykdal. íþróttin Hallur Sfmonarson. Aðstoóarfróttastjóri: Atfi Steinarsson. Handrít:
Ásgrímur Póisson.
útaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Sigurðs-
son, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar
Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndin Ámi P6II Jóhannsson, Bjamle'rfur Bjamleifsson, Hörður VithjólmsSon, Ragnar Th. Sigurös-
son, Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkerí: Práinn Þoríeifsson. Sökistjórí: Ingvar Sveinsson
Drerfingarstjórí: Már E. M. Halldórsson.
Ritstjóm Síöumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðsíl-
slmi blaðsins 27022 (10 línur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síðumúla 12.
Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skerfunni 10.
Danmörk:
Atvinnulausir og sjúk-
ir á sólarstrendur fyrir
ríutu og fimm krónur
Sérkennileg barátta
Meirihlutinn í Reykjavík segist vera
að falli kominn. Stærsti flokkur minni-
hlutans segist vonlaus um að bæta við sig
manni. Annar flokkur hans segir það sér
að þakka, sem vel sé gert. Og minnsti
flokkurinn hefur tæpast haldið úti blaði
né baráttu að undanförnu.
Kosningabaráttan í Reykjavík er vægast sagt sér-
kennileg í þetta sinn. Hún virðist vera rekin sem fræði-
grein fremur en hin blindu og stjórnlausu slagsmál, sem
áður tíðkuðust. Langskólagengnir og langreyndir sér-
fræðingar gæta þess vandlega, að allt sé á lágum nótum
og fari ekki úr böndum.
Kosningabaráttan var líkust þessu árið 1966, þegar
flestir flokkarnir komu fram eins og þeir væru með
hálfan huga við þær. Árið 1970 hófst baráttan á svipað-
an hátt, en þá biluðu taugar sumra á endasprettinum.
Hin gamla harka lét á sér kræla í lok kosningabaráttunn-
ar.
Ekkert bendir til, að neinar taugar muni bila í þetta
sinn. Sérfræðingar flokkanna telja reynsluna mæla með
lágum nótum í kosningabaráttu. Og ráðamenn flokk-
anna taka mark á sérfræðingum sínum að þessu sinni.
Efnisatriðin eru léttvæg í kosningabaráttunni. Meiri-
hluti Sjálfstæðisflokksins býður ekki upp á neitt sérstakt
höfuðmál að þessu sinni, hvorki gula, rauða né bláa bylt-
ingu. Og allt bendir til, að þetta sé með ráðum gert.
Svipað er uppi á teningnum hjá minnihlutanum.
Hann kristallar ekki andstöðu sína í neinu höfuðmálefni,
né beinir hann spjótum sínum að neinum aðalveikleika
stjórnarfars meirihlutans. Flokkar minnihlutans vilja
greinilega ekki, að fólk telji skörp skil milli hans og meiri-
hlutans.
Tölfræðilegir útreikningar á fylgisprósentum og full-
trúafjölda eru ær og kýr kosningabaráttunnar. Það eru
hingað til einu atriðin, sem flokkarnir hafa reynt að
hamra á. Þar af leiðandi er ekki von, að almenningur
hafi mikinn áhuga.
Morgunblaðið sannar með tölum, að oft hafi munað
sáralitlu í næstu kosningum á eftir velgengniskosning-
um. í slíkum tilvikum hafi meirihlutinn nánast rambað á
barmi falls. Þjóðviljinn sannar aftur á móti með tölum,
að Alþýðubandalagið vanti svo mörg þúsund atkvæði í
viðbótarfulltrúa, að vonlaust sé að fella meirihlutann.
Til þess að kóróna gamansemina birtir Tíminn svo lof-
greinar um ýmsa þætti borgarmálanna, að því er virðist
aðeins til að koma því á framfæri, að framsóknarmenn
hafi átt hugmyndirnar og síðan stutt framgang þeirra hjá
Reykjavíkurborg. Öðruvísi okkur áður brá, þegar allt var
teiknað í svarthvítu!
Sérfræðingarnir virðast telja, og sennilega með réttu,
að hinir óvissu kjósendur hafi hvorki áhuga á oflofi um
gerðir meirihlutans né ósanngjarnri gagnrýni á þær.
Ennfremur hafi þeir ekki áhuga á stórkarlalegum lof-
orðum fram í tímann, hvorki af hálfu meirihluta né
minnihluta.
Af baráttunni mætti ætla, að allt snúist um hóp þög-
ulla kjósenda, sem helzt mundu kjósa Sjálfstæðisflokk-
inn, ef þeir nenntu að kjósa. Hinum tölfræðilega menú-
ett sérfræðinga flokkanna virðist helzt beint að slíkum
hópi manna, til að fá hann annars vegar til að kjósa og
hins vegar til að sitja heima.
Vonandi verða stjórnmálaflokkarnir þó ekki svo vís-
indalegir, að hefðbundin barátta deyi alveg út.
Orlofsstofnun dönsku launþegasam-
takanna hefur tekizt að bjóða sjúkum
og atvinnulausum félögum sínum
sólarferðir fyrir ótrúlega lágt verð.
Hefur verið samið við hina þekktu
dönsku ferðaskrifstofu Tjæreborg
Rejser um ferðirnar og verðið fyrir
einstakling fer allt niður í 95 krónur
danskar eða jafnvirði um það bil 4500
íslenzkra króna. Boðið er upp á ferðir
til flestra vinsælustu ferðamannastað-
anna við Miðjarðarhafið og er gert ráð
fyrir að þrjátiu þúsund félagar í
dönskum launþegasamtökum taki þátt
I þeim í sumar. Eina skilyrðið er að
þeir verða að vera sjúkir eða atvinnu-
lausir.
Ekki mun það þó vera svo að
dönsku 95 krónurnar nægi öllum
ferðakostnaði. Hann mun vera greidd-
ur nokkuð niður af sjóðum danskra
verkalýðsfélaga.
Forsvarsmaður orlofsstofnunar-
innar var spurður um ástæðurnar fyrir
því að ákveðið hefði verið að bjóða
Miðjarðarhafsferðir fyrir svo lágt verð
og lengri ferðir fyrir jafnvirði frá níu
þúsund krónum íslenzkum.
Sagði hann að þessi stóri þjóðfélags-
hópur, sem ekki kæmist fyrir á
Gömul kaldastríðs saga:
Áætlun um andspymu-
hreyfingu á Notður-
löndunum var tilbúin
Bandaríkin höfðu uppi töluverðan
viðbúnað til að koma á fót andspyrnu-
hreyfmgum á Norðurlöndunum sem
væru viðbúnar ef Sovétríkin legðu þau
undir sig. Þetta var á tíma þegar kalda
striðið stóð sem hæst og stjórn mála
var í höndum CIA njósnastofnunar
Bandaríkjanna.
Frá þessu er sagt meðal ýmiss
annars í bók, sem nýlega kom út í
Bandaríkjunum og er höfundur
hennar William Colby fyrrverandi
yfirmaðurClA.
Talið er að áætlanir um mótspyrnu-
hreyfingu á Norðurlöndum hafði
aðeins verið einn þáttur aðgérða sem
áætlaðar voru af Bandaríkjunum og
nokkrum Norðurlandanna um 1950.
Vitað er að heildarstörfunum, þar á
meðal njósnum i norðurhluta Sovét-
ríkjanna sem stundaðar voru frá
Noregi og Finnlandi, var stjórnað frá
aðalstöðvum sem voru í Finnlandi.
í bók sinni segir Colby frá þvi þegar
hann kom til starfa i bandaríska sendi-
ráðinu í Stokkhólmi árið 1951. Að
nafninu til var hann sagður starfs-
rhaður bandarisku utanrikisþjónust-
unnar en i raun átti hann að stjórna
uppbyggingu mótspyrnuhreyfingar á
Norðurlöndunum sem viðbúin væri
sovézkri innrás. Töldu Bandaríkja-
menn réttara að falla ekki í sömu
gryfjuna og bandamenn i siðari heims-
styrjöldinni. Þurfti að hefjast handa
við að koma á andspyrnuhreyfingum i
löndum sem nasistar hernámu. Var
þaðauðvitað ýmsum erfiðleikum háð.
William Colby gætir þess að nefna
aldrei nöfn þeirra Norðurlanda þar
sem starfsemi hans var sem mest. En
líklegast er að þau þeirra sem eru og
voru í Atlantshafsbandalaginu hafi
verið auðveldari starfsvettvangur
heldur en ríkin utan þess. Eins og
kunnugt er eru Danmörk og Noregur í
Atlantshafsbandalaginu en Svíþjóð og
Finnland utan þess. CIA foringinn
fyrrverandi viðurkennir að hafa fengið
það sem hann nefnir óformlega aðstoð
leyniþjónusta þeirra rikja sem eru I