Dagblaðið - 19.05.1978, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978.
almennum vinnumarkaði í Dan-
mörku. en þar er hann talinn um 12 af
hundraði. hefði á ýmsan hátt ekki
möguleika á að lifa eðlilegu lifi sem
almennt væri nefnt sliku nafni.
Sumarleyfi erlendis væri fyrir löngu
orðinn sjálfsagður hlutur i huga flestra
Dana. Aftur á móti hafi margir rekið
sig á að sjúkdómar eða atvinnuleysi
settu strik i reikninginn hvað ferða-
lögin snerti.
Forsvarsmaðurinn sagðist vona að
með þvi að gefa fólki kost á ferða-
lögum erlendis fyrir svo hagstætt verð
sem raun bæri vitni væri vonazt til að
þvi væri ekki útskúfað úr venjulegu
þjóðfélagi þó svo að atvinnuna skorti
um lengri eða skemmri tima.
Þessar væru höfuðástæðurnar fyrir
því að þessar ódýru ferðir væru
boðnar. Rétt væri þó að undirstrika,
að hér væri aðeins um tilboð til
atvinnulausra og sjúkra að ræða. Hins
vegar væri það svo að nægilegt væri
að aðeins einn úr hverri fjölskyldu
teldist til annars hvors hópsins til að
fjölskyldan öll gæti notfært sér þessi
kjör. Fimm manna fjölskylda gæti þvi
skroppið suður i sólina fyrir tæpar 500
krónur danskar eða jafnviröi um
tæpra 22.000 islenzkra króna.
Orlofsstofnun dönsku verkalýðs-
samtakanna hefur um nokkurt skeið
boðið félögum sínum upp á mjög hag-
stæðar ferðir erlendis. Eru þær þá
skipulagðar að nokkru af hverju
verkalýðsfélagi fyrir sig. Mun það
einnig vera ætlunin með ferðirnar
fyrir atvinnulausa og sjúka.
— efSovét-
ríkin
hernæmu
þau
Atlantshafsbandalaginu. Áætlunin
var komin svo langt i vinnslu að farið'
var að huga að hvar félagar i mót
spyrnuhreyfingunni gætu hitzt ef til
hernáms Sovétrikjanna kæmi. Colby
segist hafa verið búinn að komast i
samband við upplýsingaaðila í rikjun-
um fjórum auk þess sem hann hafi eitt
sinn rætt við yfirmann leyniþjónustu
eins þeirra.
William Colby leggur áherzlu á í
bók sinni að aðeins tveir Norðurlanda
búar hafi vitað um áætlunina um mót-
spyrnuhreyfinguna i heild sinni auk
æðstu manna i leyniþjónustum
annarra Atlantshafsbandalagsrikja.
ÞÁ HIÁLPI
OSS ALMÆTTK)
Vonbrigði
þriggja. Jón Sigurðsson starfar sem
blaðamaður við Timann.
Fjórar kellíngar ræddust við i út-
varpi á dögunum. Það var útvarps-
þátturinn Bein lina, og fyrir svörum
sat formaður Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna. Fyrsta kelling hét
Haraldur Blöndal. önnur kelling
Magnús Torfi Ólafsson þriðja kellíng
Áslaug Ragnars og Ijórða kelling Jón
Sigurðsson. Siðustu fimmtán minút-
urnar ræddu kellingarnar um svo-
kallaða rannsóknarblaðamennsku og
voru svo sammála að maöur hefði
getað haldið að maður væri kominn á
fund í uppstillingarnefnd hjá Alþýðu-
bandalaginu.
Efnislega gerðist þetta þannig, að
fyrsta kelling, Haraldur Blöndal. fékk
að hringja og spurði þá sem sat fyrir
svörum hvað henni þætti um svo-
kallaða rannsóknarblaðamennsku.
Ábyrgðin og guðdómleikinn lak af
annarri kellingu, Magnúsi Torfa. Hér
hefði aldrei verið stunduð rannsóknar-
blaðamennska, heldur ofsóknarblaða-
mennska. Þetta var ábyrgðarþrungið
svar hins ábyrga; kerfið á þar hauk i
horni. Þriðju kellingu, Áslaugu
Ragnars, þótti þetta gott svar. Hún
gat meira að segja komið annarri
kellingu til hjálpar. Hún hafði þær
viðbótarskýringar að rannsóknar-
blaðamennska væri ekki rannsóknar
blaðamennska heldur ofsóknarblaða-
mennska, vegna þess. að til eru þeir
sem skrifa i blöð án þess að vera i
Blaðamannafélaginu. Þetta þótti
annarri kellíngu góð kenning og stór-
lega bæta við kenníngu sína. Áslaug
Ragnars er blaðamaður i fullu starfi
eins og hvarvetna sér merki. Þá greip
fjórða kelling inn i umræðuna og lauk
upp lofsorði um skoðanir hinna
Af hverju?
Jón Sigurðsson skrifar i Timann og
skrifar þar dálkinn sem Alfreð
skrifaði áður. Haraldur Blöndal og
Áslaug Ragnars hafa áður tjáð sig um
svokallaða rannsóknarblaðamennsku.
og hún virðist hafa farið ákaflega i
taugarnar á þeim. En Magnús Torfi
Ólafsson. Hann tilheyrir stjórnmála-
flokki sem upphaflega var stofnaður
til höfuðs samtryggingakerfi stjórn-
málalJokkanna. Nú hefur hann ekki
áhyggjur af launum þingmanna eða
bcinlinis skattsvikum þcirra. Hann
hefur ekki áhyggjur af misnotkuninni
i bákninu. Hann hefur raunar aldrei
tjáð sig eða tekið til máls um Klúbb
eða Kröflu: hann hefur aldrei tjáð sig
um neitt þeirra tuga mála. sem nýir
starfshætlir fjölmiðla hafa drcgið fram
i dagsljósið á undangengnum árum.
Við hefðum viljað að þetta væri
einasta almennur slappleiki, þvi
Magnús Torfi er vel gerður þótt ckki
teljist hann skörungur. En, nei. Það
er ekki ástæðan. Magnús Torli hefur
þvert á móti lifsskoðanir um þessi cfni.
sem hljóta að dilla þeim öllum. Ólafi
Jóhannessyni. Kristni Finnbogasyni.
Magnús Torfi er ánægður með kerfið.
Hann er ánægður með að hanga i
stjórnarandstöðu. Hann gagnrýnir
ckki. Hann er yfirþrútinn af þessari
litlausu ábyrgðartilfinningu sem scgir
ekki neitt og er raunar einskis virði.
Magnús Torfi er upplýstur maður
cða svo hélt ég. Samt fór hann rangt
mcð staðreyndir um svokallaða rann
sóknarblaðamennsku. Hann vék fyrst
að Watcrgate þeirra Bandarikja-
Kjallari á
föstudegi
VilmundurGvlfason
manna. Rétt er að það var upphaf
nýrrar hreyfingar. fyrst annars staðar
og loks hér. Hann sagði að blaða-
mennirnir við Washinglon Post hefðu
margtékkað allar staðreyndir og þess
vegna aldrei farið með rangt mál.
Þetta er rangt með farið. Þvert á móti
gerðist það nokkrum sinnum. að þeir
tóku áhættu og fóru með rangt mál.
og einu sinni svo að þeir héldu að þeir
hefðu klúðrað öllu málinu..Siðan vék
Magnús Torfi að þeim Islehdingum
sem slík vinnubrögð hafa ástundað og
jós yfir þá hæfilegu magni af
ábyrgðarþrungnum fúkyrðum. Þar fór
hann lika með rangt mál. Hann sagði
að þar hali ekki verið farið með stað-
reyndir, heldur ofsótt — og á póli
liskum forsendum. Hann nefndi engin
dænii — þetta var öllu heldur almenn
traustsyfirlýsing við kerfið. Og við-
mælendum hans varskemmt.
Getur veriö?
Þorri fólks, sem fylgist með. vcit
betur. Þorri fólks er ekki bundinn á
þrælaklafa flokka og flokksréttlætis.
Þorri fólks lætur ekki segja sér hvað er
rétt hvað er rangt, heldur metur
upplýsingar. En þá þurfa upplýsingar
að vera fyrir hendi. Kerfismenn allra
tima hafa aldrei verið þvi hlynntir, að
slikar upplýsingar lægju fyrir hendi.
Ég játa að mér varð ekki um sel
þegar ég hafði hlustað á Magnús
Torfa Ólafsson. Látum viðmælendur
hans liggja á milli hluta. skoðamr
þeirra eru þekktar og það hefur aldrei
verið til þess ætlazt að þeir lyfti
björgum. En ég hafði haldið að það
lægi i eðli Magnúsar Torfa Ólafssonar
að blöskra það sem er blöskrunarvcrt.
sækja að þvi sem er rangt. En annað
kemur á daginn. Þetta er þreyttur
kerfismaður. ánægður með breytinga
leysið, verjandi kerfis.
En getur verið. að svona lari lyrir
fleirum? Getur verið að þetta verði
örlög sjálfs min? Að aó Ijórum árum
liðnum eigi ég eftir að sitja sem
freðinn kerfiskall, verjandi þess scm er
ogsammála Áslaugu Ragnars um lifið
og tilveruna? Þá hjálpi oss almættið.
Pólitík er kannske óskemmtilegur
lcikur. Kannske höfum við öll tilhneig
ingu. þegar leikurinn er hafinn. til þcss
að hætta að hugsa um fólk og fara að
hugsa um atkvæði. Kannske höfum
við öll tilhneigingu til þess að hætta að
hafa skoðanir nema þær gefi eitthvað
pólitískt i aðra hönd. Kannske er
ógerlegt að koma nálægt póluik
öðruvisi en að verða innlyksa i flokki.
meta réttlæti á mælistiku hans og
glata lokssjálfsvirðingu.
Ég veit það ekki. En það eru
djúpstæð vonhrigði þegar Magnús
Torfi Ólafsson reynist hafa skoðanir
sem þessar. Það eru djúpstæð
vonþrigði. (Þvi má svoskjóta hér afian
við, að á minni orðabók hefur orðið
kellíng ekkert að gera með kynferði og
þvi siður aldur. Orðið kelling visar til
skoðut.ar iað eru til kellingar beggja
kynja og a öllum aldri. Og af þeim er
of mikið, þvi miðurl.
VilmundurGylfasun
Púkinn á fjósbitanum
Fleiri munu nú óákveðnir en oft
áður hverja skuli kjósa nú til að ráða
málum höfuðborgarinnar næsta kjör-
timabil. Orsakir þessa tel ég margar og
skal nú minnzt á nokkrar þeirra. Að
minu áliti stendur þjóðin nú á mjög
merkum timamótum og mikilvægt
hverjum verða falin stjómarstörfin á
næstu árum. Það niunu verða mikil
átök um það, hvort haldið skuli áfram
að fila hinn ógnvekjandi fjósbitapúka
sem Riki nefnist og er á góðri leið með
að brjóta hvern raft. sem enn er
ófúinn i hinni islenzku þjóðarbygg-
ingu.
Ég get varla trúað að nokkur maður
með fullu viti sjái ekki þennan aug-
Ijósa sannleika. Ég fullyrði. að ef
draugur þessi verður ekki kveðinn i
kútinn á næstunni, þá munu kjör
„hinna lægstlaunuðu" eða þeirra sem
ennþá vinna við hinar lifsnauðsynlegu
undirstöðugreinar þjóðarinnar stöðugt
versna. Hálaunabákn ríkisins mun þá
á næstu árum hrifsa til sin blómann af
afrakstri vinnandi laglaunafólks i
landinu. Benda má á hið gifurlega mis-
rétti milli opinberra starfsmanna og
allra hinna i tryggingamálum, sem1
stöðugteykst.
Tvö dæmi úr
ríkisbákninu
Norðan- og austanlands hefur rikt
sú óáran að heimta stöðugt margs
konar stóraðgerðir i orkumálum
(Kröfluvirkjun og tugmilljarða lang-
hunda frá Árnessýslu og norður og
austur um land). Á sama tima neila
þessir landshlutar um það að virkja
helzt nokkurn foss eða flúð, sem þeir
hafa nóg af við túnfótinn hjá sér.
Þessir menn eru siskammandi Reykja
.vik og rikisvaldið. en leggjasl þó svo
lágt að vera sífellt knékrjúpandi fyrir
þessum aðilum um að „koma með"
bæði rafmagn og fleira til þcirra á
silfurdiski.
Hitt dæmið er úr menntabákninu.
Forystumenn fiölmennrar byggðar
eigi langt héðan gerðust svo ósvifnir
að óska þess að ráða að mestu ylir
menntamálum sínum. Þetta fer svo i
taugarnar á æðsta yfirmanni mennta-
mála. að hann hefur við orð að segja
af sér, en hann elskaði „stólinn” meir
en kollegar hans i rafmagnsbákninu.
sem sáu sér ekki annað fært en að yfir
gefa þetta mikla rafskip sökkvandi i
stórskuldaöldum eyðslu og óstjórnar
bæði fyrrogsiðar.
Ófreskja
menntabáknsins
Menntabáknið er nú orðið svo fer-
legt að óliklegt er að þjóðin geti staðið
undir þvi ef ekki verður fljótlega farið
að huga að sparnaði og hagsýni i
menntakerfinu meðöllu hinu rándýra
grunnskólafyrirkomulagi, scm margar
þjóðir eru nú að gefast upp á. Það þarf
að byrja ofan frá. Ráðuneytið mætti
að mestu leggja niður og fela hinum
ýmsu landshlutum stjórn menntamála
sinna. Rikisútgáfu námsbóka meðöllu
sinu gífurlega bóka- og pappirsflóði
ætti algerlega að leggja niður. Náms-
bókaútgáfu ætti að bjóða út. það yrðu
áreiðanlega nógir um boðið. Mikið
mætti spara með þvi að láta hluta
kennslunnar fara fram i sjónvarpi og
útvarpi.
Þegar hugaðer að þessum málunt er
augljóst að talsmenn þessara breyttu
viðhorfa verða áreiðanlega að halda
vel á öllu sinu i næstu kosningum.
Kjallarinn
IngjaWurTómasson
ekki sizt hér á Reykjavikursvæðinu.
Andstaðan (rikisaðdáendur) mun
áreiðanlega beita kjafti og klóm gegn
þeint flokki, sem einn berst fyrir stór-
minnkun rikisbáknsins. Það er vitað
að menn úr öðrunt flokkum hafa í
mörg ár kosið Sjálfstæðisflokkinn í
borgarstjórn cn aðra flokka i ríkis-
stjóm. Ég hef aldrei skilið þá menn
sem telja Sjálfstæðisflokk lifsnauðsyn
legan í Reykjavik. en vinna af alefli
gegn meirihluta hans i rikisstjórn.
Annars er það furðulegt. að nokkur
ntaður nteð heilbrigða skynsemi óski
eftir vinstri rikissljórn. eftir þær
hörmulegu slaðrcyndir sem við blasa
þegar þessir furðufuglar detta úr
valdastólunum, oftast eftir skamman
tima eyðslu og lullkominnar óstjórnar.
Allir sjóðir þjóðarinnar hafa þá verið
tæmdir til fulls og þá byrjar rifrildið
um siðustu bitana eins og hjá hröfnum
um æti. Svo eru spunnar út ýmsar
sögur um einhverja stjórnarmenn og
þeim kennt um stjórnarfallið.
Ég trúi þvi ekki, að þjóðina hendi sú
ógæfa að innbyrða oftar þennan
óstjórnarlýði sljórnarskútu þjóðarinn
ar. hvorki i borgar eða rikisstjórn.
Þessi vinstri viðundur þykjast vilja
vcrðhjöðnun en magna verðbólgu upp
í sextiu prósem þegar þeir eru i stjórn
sjálfir. Stefnan er augljóslega að kynda
undir sem mestri verðbólgu. svo að
hin sósialísku niðurrifsöfl geti gralið
sem fyrst sundur rætur núverand
þjóðskipulags og stofnað sitt lciguliða
og undirokunarriki á rústum þess aí
austrænni fyrirmynd.
Þótt bæði mér og öðrum liki ekki
allt i stjórn borgarinnar þá held ég aC
það sé ekki um annað að ræða er
stuðla að þvi með öllum tiltækun
ráðum að núverandi meirihluti tialdisi
og helzt eflist til muna i næstu kosn
ingum. Og i trausti þess að sjálfstæðis
menn leggi aukna áherzlu á‘áð fram
fylgja kjörorðinu „báknið burt" bæði.
hjá ríki og borg legg ég til að aljir þjpij ,
hollir menn kjósi þá i borgarstjórn i
kosningunum nú.
Að lokum vil ég benda á þá stað
reynd, að hvergi eru lífskjör almenn
ings jafngóð og hér í Reykjavik oj
hvergi á heimskringlunni er gert ein
mikið fyrir það fólk sem hefur al
ýmsum ástæðum orðið undir í lífsbar
áttunni og áreiðanlega verður ýmsi
kippt af þessu fólki sem öðrum e'
vinstri vandræðastjórn fær völdin hé
í borg. Vonandi kemur almenningur
veg fyrir að svo hörmulega takist til.
Ingjaldur Tómasson
verkamaður