Dagblaðið - 19.05.1978, Page 12
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. MAI 1978.
Dýrin okkar
hluti tilverunnar
Oft og lengi hefi ég velt því fyrir
mér hvað valdi því sinnuleysi, sem er
allt of algengt hjá þorra manna í þessu
landi gagnvart dýrunum okkar. Enn
kemur það jafnvel fyrir að það kemst
upp um menn er mjög hrottalega fara
með dýrin sin. Dýraverndunarfélög
eru nokkur i landinu en þvi miður allt
of fámenn, sem best lýsir þessu sinnu
leysi alls þorra almennings. En þeir
fáu sem starfa i þessum félögum vinna
mikið og fórnfúst starf. Þetta fólk er
boðið og búið á öllum tímum að sinna
málum er varða velferð dýranna.
Þcssir eiginleikar eru þeir göfugustu í
manninum. Auðvitað ætti ekki að
þurfa nein dýraverndunarfélög svo
sjálfsagt og eðlilegt ætti það að vera
hverjum manni að sinna dýrunum
eins og þeim ber.
En raunin er sem sagt allt önnur og
trúlega verður seint það ástand aðekki
þurfi að hafa afskipti af neinum. Það
verður áfram aðeins fjarlægur draum-
ur, en maður verður samt að halda
áfram að lifa í þeirri von að sá draum-
ur rætist þrátt fyrir allt. Er ekki líka
margt i lifi okkar mannanna aðeins
draumur og von? Þráum við ekki
raunverulegan frið ' jörðu. að allir
menn geti lifað saman i sátt og sam
lyndi. Ástandið i heimi okkar er orðið
ógnvekjandi. En cl' maðurinn hefur
ekki von innst inni þá er allt búið og
tilgangslaust að halda þessu áfram.
Fagurt og þá auðviiað um lcið
ánægjulegt mann if petur aldrei orðið
að veruleika nema Ijólskrúðugt dýralif
sé fyrir hendi. Sum dýranna verða
okkur auðvitað kærari en önnur.
Kettir og hundar hafa tengst mannin-
um slikum böndum að þeir scm reynt
hafa þctta fullyrða að cf þessum
tengslum væri slitið þá yrði það eins
og hluti af þeim sjálfum væri numinn
burt. hluti sem erfitt væri að lil'a án.
Einkum og sér i lagi á þetta við um
samband mannsins við hundinn sinn.
í nútimaþjóðfélagi er nauðsynlegra en
nokkru sinni að þctta samband vcrði
ekki rofið. að mcnn fái notið samvista
við þetta sérstæða dýr. í návist sinni
við hundinn kemst maðurinn á ný i
bein tengsl við náttúruna og þar mcð
sjálfan sig, og spornar þannig við
þeirri lifsfirringu, sem borgmenning
nútimans óhjákvæmilega hel'ur i för
með sér, ogógnaröllu eðlilegu liferni.
Hundurinn hefur verið óaðskiljan
legur þáttur mannlifsins og þótt lifs
kjör og aðstæður hafi breyst þá mun
hann lifa áfram og aðlaga sig breytt
um lifnaðarháltum cinsog hann hefur
ávallt gert i aldanna rás. Hundurinn er
Guðjón V.
Guðmundsson
eina dýrið undir sólinni sem hefur
getað aðlagað sig svo háttum
mannsins, að án hans getur hann ekki
lifað.
Ég var í upphafi þessarar greinar að
tala um sinnuleysið gagnvart dýrun-
um. Til dæmis kemur það oft fyrir að
hundar finnast ómerktir á flækingi og
einnig að þrátt fyrir ýtarlegar auglýs-
ingar og eftirgrennslan hefst ekki upp
á eigendum þeirra. Það er skömm að
þessu og verður að vinna af mætti
gegn svona furðulegu athæfi.
Kæruleysi yfirvalda gagnvart að-
búnaði dýra. til dæmis í Sædýrasafn-
inu við Hafnarfjörð er og vitavert.
Dýravcrndunarmenn hafa ötullega
unnið að þvi að aðbúð dýranna verði
komið i viðunandi horf eða safninu
lokað ella. Menntamálaráðherra hafa
verið skrifuð bréf um þetta. en þessi
mál heyra undir hans embætti. Ráð-
herrann hcfur ckki látið svo lítið að
svara einu einasta bréfi. Dýravcrnd-
unarsambandið fór fram á hærri styrk
tyrir starfsemi sina. Yfirvöld synjuðu
og er þetta einn liður i þeirri takmarka-
lausu litilsvirðingu er dýrum og dýra-
vernd er sýnd af ráðamönnum lands-
ins. Þeir eru örlátari á almannaféð
þessir herrar þegar þeir halda veislum-
ar fyrir hina og þessa gauka.
Ekki voru Íslendingar þeir menn að
koma upp húsi fyrir dýralækningar og
hjúkrun. Nei. það þurfti erlendan
mann til. Englendingurinn Mark Wat-
son, sá mikli og trúlega einn veglynd-
asti núlifandi íslandsvinur, varð til
þess. Hann hefur gefið íslendingum
ágætari menningarverðmæti en
nokkur annar útlendingur, hefur
meðal annars unnið að hreinræktun
islenska hundsins á búgörðum sínum
bæði i Englandi og Bandaríkjunum og
gefið út bók. „The Icelandic dog
874—1956”. þar sem rakin er i fyrsta
sinn saga og einkenni íslenska hunds-
ins. Og svo þessi stórgjöf, sem spital-
inn er. Þvi er það móðgun við þenna
ágæta mann að ekki skuli enn hafa
fengist islenskur dýralæknir til starfa
þar og ekki siður móðgun að neita
landa hans, dýralækni, um atvinnu-
leyfi hér að minnsta kosti mcðan ekki
fæst innlendur maður. Og að það skuli
vera dýralæknir sem mestu ef ekki öllu
ræður hér um, er hörmulegt.
En sem betur fer, eins og allir dýra-
vinir að minnsta kosti vita, er þó rekin
hjálparstöð í húsi Watsons og stjórnar
henni dýrahjúkrunarkonan okkar
Sigfrið Þórisdóttir af miklum dugnaði.
Þessi stúlka hefur ekki siður unnið
mikið starf við alla uppbyggingu þess-
arar stöðvar svo og til fjáröflunar
starfseminnar þar. Hefði hennar ekki
notið við væri þarna alls engin hjálpar-
stöð í einni eða neinni mynd. Þeir sem
eru að amast við stúlkunni og starfi
hennar ættu að hafa vit á þvi að þegja.
Eitt er vist að þær raddir þjóna á
engan hátt hagsmunum dýranna.
Ein slík óánægjurödd rekur upp ná
gaul i grein i Visi hinn 5. mai sl. Þeir
Vísismenn hafa verið óvenju iðnir við
að birta i blaði sínu greinar sem gætu
orðið til þess að spilla fyrir þvi enn
frekar, að menn geti notið samvista
við hunda, samanber allar orma-
ihlaupsgreinar þeirra fyrir ekki alls
löngu. ) þessum greinum úði og grúði
af ýmsum rangfærslum og heimsku-
legum getgátum. enda ef eitthvað væri
til i þvi sem farið var með þá ættum
við hundaeigendur fyrir löngu að vera
dauðir úr htindapestum eða að
minnsta kosti kaunum hlaðnir. Íhlaup
þessara greinarhöfunda hlýtur að
flokkast undir nokkuð sem heitir
„Cynophobia”, hundafælni. en það er
sérstök tegund af taugaveiklun. Við
skulum vona að þeir læknist fljótlega
af þessum leiða kvilla. Eins vonum við
að allir fari að gera sér ljóst að dýrin
eru hluti tilverunnar. Maðurinn,
dýrin, trén, blómin, allt hlekkir i lífs-
keðjunni sjálfri.
Guðjón V. Guðmundsson.
Þnr listar í framboði á Flateyri
Á Flateyri eru þrir listar i framboði
til sveitarstjórnarkosninganna, D-. E- og
C-listi. Á D-lista. Sjálfstæðisllokksins
eru eftirtaldir menn:
1. Einar Oddur Krtstjánsson fram
kvæmdastjóri, 2. Hinrik Kristjánsson
sjómaður, 3. Kristján J. Jóhannesson
svcitarstjóri. 4. Eirikur Guðmundsson
trésmiður. 5. Garðar Þorsteinsson fiski
matsmaður. 6. Bergþóra K. Ásgeirs-
dóttir húsmóðir. 7. Gisli Valtýsson vél-
stjóri, 8. Kristin Guðmundsdóttir hús-
móðir, 9. Reynir Traustason sjómaður
og 10. Aðalsteinn Vilbergsson
verzlunarmaður.
Á E-listanuni sem boðinn er fram af
nýstofnuðu Framfarafélagi Flateyrar
eiga eftirtaldir menn sæti:
I. Hendrik Tausen formaður verka-
lýðsfélagsins. 2. Guðvarður Kjartans
son skrifstofumaður. 3. Kristbjörg
Magnadóttir húsmóðir, 4. Halldóra
Helgadóttir sjúkraliði, 5. Hjálmar
Sigurðsson sjómaður, 6. Böðvar Gisla
son múrari, 7. Björn I. Bjarnason sjó-
maður. 8. Friðrik E. Hafberg sjómaður
9. Þorsteinn Guðbjartsson sjómaður og
10. Sigmar Ólafsson vélstjóri.
Á C-listanum. sem boðinn er fram af
Framsóknarflokki. Alþýðuflokki og
óháðum eru þessir menn:
1. Steinar Guðmundssoo járnsmiður,
2. Árni Benediktsson trésmiður. 3.
Guðmundur Jónsson trésmíðanteistari
4. Guðni A. Guðnason verkamaður. 5.
Áslaug Ármannsdóttir kennari. 6. Emil
R. Hjartarson skólastjóri, 7. Þórarinn
Helgason trésmiðameistari, 8. Halldór
Mikkaelsson bóndi. 9. Lilja Jónsdóttir
húsmóðir og 10. Gunnlaugur Finnsson
alþingismaður.
Við siðustu kosningar fékk Sjálf-
stæðisflokkurinn 87 atkvæði og 2
fulltrúa i hreppsnefnd. Framsóknar-
flokkurinn og vinstri menn buðu fram á
E-lista og fengu 66 atkvæði og tvo full-
trúa og Frjálslyndir og vinstri menn.
buðu fram F-lista og fengu 57 atkvæði
ogeinn fulltrúa i hreppsnefnd.
Formaður hins nýstofnaða Framfara-
félags Flateyrar er Benedikt Vagn
Gunnarsson.
A.Bj.
: A
BILASALAN
Flestar gerðir
bifreiöa
Opiðfhádeginu
VITATORGI
Z Sfmar29330 og29331
)!
Ólína G. Ragnarsdóttir (S).
HVAfl
VILJA
ÞEIR?
/
FRAMBOÐ '78 ,
Grindavík
Ólína G. Ragnarsdóttir húsmóðir (D-lista):
Félagslegum þörfum
verðurað sinna meira
„Draumurinn er ibúðir fyrir aldraða
hér heima í Grindavik," sagði Ólina G.
Ragnarsdóttir húsmóðir, sem er í öðru
sæti á lista sjálfstæðismanna i bæjar-
stjórnarkosningum i Grindavik. „í þvi
sambandi má nefna vaxandi þörf fyrir
heimilisaðstoð við aldrað fólk, sem þá
gæti verið lengur á heimilum sínum,"
sagði hún.
„Ég tel að almennt sé félagslegum
þörfum ekki gefinn nægilegur gaumur.
Hér þarf að auka tómstundaiðju fyrir
unga fólkið og ungmennafélagið hér
vinnur ágætt starf, en að þvi þarf að búa
betur en gert er. Við eigum hér tápmikla
æsku. sem í engu er eftirbátur annarra
staða. Hér vantar t.d. aðstöðu til þess
að hægt sé að bjóða hingað til iþrótta-
keppni," sagðiólina.
Hún sagði að þörfin fyrir leikskóla
hefði í raun verið viðurkennd á síðasta
kjörtimabili og leikskóli reistur. „Hann
fullnægir ekki lengi þörfinni og við
þurfum nú þegar að hyggja að frekari
framkvæmdum i þvi efni,” sagði Ólina.
Hún gat þess, að brýn þörf væri fyrir
iþróttahús. Þar kæmi rikið inn í dæmið
eins og i fleiri tilvikum, svo sem vega-
gerð, sem aftur snerti svo lagningu hita-
veitu, t.d. í Þórkötlustaðahverfið.
Hún sagði. að nú væri stefnt að þvi að'
Ijúka holræsalögnum og gatnagerð.
„Verkefnin eru ótal mörg i ört vaxandi
byggðarlagi og þau verða ekki unnin
nema með samstilltu átaki. Að því mun
ég stuðla af fremsta megni," sagði Ólina
að lokum.
- BS
Minna málæði
— meiri framkvæmdir
— fleiri borgarfundir
— meira aðhald
— segir Kjartan Kristófersson (G-lista):
„Við, sem stöndum að framboði G-
listans i Grindavík, álitum að hver sá
maður. sem kosinn er i bæjarstjórn,
verði að hafa alhliða áhuga á málefnum
bæjarins en einblíni ekki á einn eða tvo
málaflokka," sagði Kjarlan Kristófers-
son sjómaður og formaður i Sjómanna-
og vélstjórafélaginu.
„Við teljum það skyldu okkar að hafa
yfirsýn yfir heildarmynd af viðfangsefn-
um og vandamálum og gera siðan raun-
hæfar tillögur til úrlausnar i hverju
máli," sagði Kjartan.
„Verkefnin eru vitanlega'mörg i vax-
andi byggðarlagi." sagði Kjartan. „Það
er siður margra þegar dregur nærri
kosningu að draga upp langan lista verk-
efna, lofa bót og betrun og gefa alls
konar loforð, sem allir vita að ekki
vcrður staðið við nema að litlu leyti.
G-lista menn hafa ekki áhuga á
slikum vinnubrögðum Við getum tínt
til verkefnin. Samneyzlumál okkar allra
eru mörg beint og óbeint." sagði Kjart
an. Hann bætli við: „En við teljum eðli
legt og viljum að ibúar Grindavikur
fylgist náið með málefnum bæjarins allt
kjörtimabilið. Ekki bara rétt fyrir kosn-
ingar. Við viljum að þeir tjái skoðanir
sínar á framkvæmdaröð verkefna i sam-
ræmi við fjárhagsgetu bæjarins á hverj-
um tíma.
í þvi sambandi viljum við. að haldnir
séu borgarafundir. meðal annars fyrir
gerð fjárhagsáætlunar hverju sinni., Og
umfram allt viljum við að almenningur
haldi þessum 7-menningum að verki."
Kjartan Kristúlersson sjómaður(G).