Dagblaðið - 19.05.1978, Side 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19.MAÍ 1978.
13
„Litlir staðir hafa
ekki efni á sundrungu”
— samt verður hart barizt um hvert atkvæði
Íbúafjöldi Grindavíkur hefur senn
fjórfaldazt frá því árið 1950. Þá voru þar
492 menn en nú eru þeir senn komnir á
nitjánda hundraðið. Enda er Grindavík
nú komin i tölu bæjarfélaga og kjörnum
fulltrúum hefur fjölgað úr 5 i 7.
Árið 1962 var þar tveggja flokka kerfi
i hreppsnefndarkosningum, Alþýðu-
flokks og Sjálfstæðisflokks. Það ár hlaut
Alþýðuflokkurinn 242 atkvæði og 3
menn kjörna, sem þá var hreinn meiri
hluti. Sjálfstæðismenn fengu 126
atkvæði og tvo menn i hreppsnefnd. í
næstu hreppsnefndarkosningum 1966
bauð svo Framsóknarflokkurinn fram
lista. Með þvi framboði hjó hann greini-
lega inn i raðir beggja gömlu flokkanna.
Þó hélt Alþýðuflokkurinn hreinum
meirihluta í hreppsnefnd eða þreni
mönnum. Framsóknarflokkurinn fékk
þá 121 atkvæði og einn niann. Sjálf-
stæðisflokkurinn fékk 112 atkv. og 1
mann.
Þá reis sól Alþýðuflokksins hæst á
pólitiskum Grindavikurhimni. Raunar
hefur Alþýðullokkurinn óviða haldið
kjörfylgi jafnmiklu að tiltölu sem í
Grindavik. 1970 fékk Framsóknar-
flokkurinn 182 atkv. en Sjálfstfl. 160.
Alþfl. fékk þá 218 atkv. en varð að láta
sér nægja tvo menn í hreppsnefnd.
Árið 1974 buðu framsóknarmenn og
vinstri menn fram á sameiginlegum
lista. „Vinstri mennimir" voru að
meginhluta alþýðubandalagsmenn.
sem ekki höfðu enn boðið fram sjálf-
stæðan lista. Þessi listi fékk 2 ntenn.
Alþýðuflokkurinn hélt tveim. en Sjálf-
stæðisflokkurinn fékk 3 menn. Flal'ði
Sjálfstæðisflokkurinn bætt við sig 117
atkv. en Alþýðufl. tapað aðeins einu
atkvæði. 1974 var fyrst kosið í Grinda-
vikurbæ. sem var og er ört stækkandi
byggðarlag.
Grindavík hefur löngum verið
einhver t'engsælasta verstöð á landinu.
Þaðan reru um 100 bátar á vetrarvertið i
ár.
Alþýðuflokkur og framsóknar- og
vinstri menn mynduðu bæjarstjórnar-
meirihluta eftir kosningarnar 1974. Eins
og einn þeirra bæjarstjórnarmanna. sem
DB ræddi við. sagði. var samvinna
bæjarfulltrúa góð á kjórtímabilinu.
„Litlir staðir hafa ekki efni á sundr-
ungu," sagði hann.
Nú bjóða fram fjórir flokkar i bæjar-
stjórnarkosningum. Verður fróðlegt að
sjá hvernig þær kosningar fara. auk þess
sem Grindavik vegur æ þyngra i kjör-
dærninu í alþingiskosningum.
- BS
Hverju spáir þú um
úrslit bæjarstjórnar-
kosninganna?
Ólafur Sxmundsson hefilstjóri: Það gct
ég ekki — um það er ómögulegt að spá.
Maður vonar það bezta. cins og hinir.
Flvernig sem þær fara eru það atvinnu
möguleikar og iðnaður. sem hcl/t þarf
að hiijsa um.
Bogi Hallgrímsson kennari (B-lista):
Samvinnan góð og
andstaðan sanngjörn
Heita vatnið frá Hitaveitu Suðurnesja
streymir dag og nótt til Grindavikur.
„Við buðum fram með alþýðubanda-
lagsmönnum og mynduðum siðan meiri-
hluta með Alþýðuflokknum eftir siðustu
bæjarstjórnarkosningar hér i Grindavik.
Samvinnan hefur verið góð og and-
staðan sanngjörn. Litlir staðir hafa ekki
efni á sundrungu,” sagði Bogi Hall-
grimsson kennari i viðtali við DB. Hann
er nú efsti maður á lista framsóknar-
manna.
„Hér eru atvinnumálin mjög ofarlega
á baugi. í þeim er ótryggt ástand. Hér er
vaxandi fiskileysi og afkoma atvinnu-
fyrirtækjanna ótrygg." sagði Bogi. „Hér
byggist allt á sjávarafla. Ef hann bregzt
eða minnkar verulega horfir til vand-
ræða.
Af verklegum framkvæmdum má
nefna byggingu iþróttahúss, varanlegt
slitlag á götur og við erum að Ijúka við
holræsagerð. Þá þarf að halda höfninni i
góðu horfi. Hún er góð og þarl' að vera
það. Héðan róa um 100 bátar á vcrtið
enda cr Grindavik einhver bezta vcrstöð
á Suðvcsturlandinu." sagði Bogi.
„i iitaveituframkvæmdir ber mjög hátt.
þegar rælt er um framkvæmdir á loknu
kjörtimabili. Lagt hefur verið i Járn-
gerðarstaðahverfið. Nú þarf að leggja i
Þórkötlustaðahverfið og Eyjabyggð.
sem svo er nefnd vegna Viðlagasjóðs-
húsanna, sem hér voru reist i Vest-
mannaeyjagosinu,"sagði Bogi.
Hann kvað mikla eftirspum eftir hús-
næði. Margl fólk vill flytja til Grinda-
vikur. Nú er verið að hefja byggingu
skólahúss, þar sem rikisframlagið ræður
miklu um framkvæmdahraða. Þá er
Bogi Hallgrimsson kennari (B).
hugsað nokkuð fyrir öldruðu fólki með
aðild að DAS i Hafnarfirði.
Bogi lagði áherzlu á góða reynslu af
frábæru samstarfi byggðarlaganna á
Suðurnésjum. Hún hefði myndað sterkt
afl. scm ntargt gott hcfði leitt af og ætti
cflaust eftir aðgera i enn meira mæli.
• BS
Grindavík er á bannsvæði ríkisvaldsins
— segirSvavar Arnason frkvstj
„Grindavik er. eins og aðrar byggðir
Suðurnesja. á bannsvæði rikisvaldsins
varðandi aðgang að fjármagni til jafns
við aðra landshluta. Með þvi er atvinnu-
öryggi bæjarbúa stefnt i beinan voða."
sagði Svavar Árnason framkvstj., elsti
maður á lista Alþýðuflokksins i Grinda-
vík.
„Við sem skipum A-listann við bæjar-
stjórnarkosningarnar í vor erum þeirrar
skoðunar, að atvirtnuöryggi íbúanna sé
það málið, sem öllu varðar. Éger þeirrar
skoðunar. að bæjarstjórn geti ekki látið
atvinnumálin afskiptalaus. ef sjávarút-
vegurinn yrði fyrir meiri skakkaföllum
cn orðið er." sagði Svavar.
„Sjálfsagt er að laða að iðnfyrirtæki.
Ég er samt þcirrar skoðunar. að cnginn
iðnaður geti komið í stað sjávarútvegs-
ins. Það þarf hugarfarsbreytingu hjá
þeim ötlum i þjóðfélaginu. sent ráð-
stafa fjármagni þjóðarinnar.
í ungu bæjarfélagi i framför biða
óteljandi vcrkefni úrlausnar. Við teljum
ekki fram neinn loforðalista. Fjár-
magnið hlýtur að ráða ferðinni. Öll
viljum við gera okkar bezta. Holræsi og
gatnagerð eru eilifðarmál í vaxandi
byggð. Að öðru leyti verður að mcta
framkvæmdaröð. Við höfum ákveðið að
láta byggingu iþróttahúss fyrir æskulýð-
inn hafa forgang. Við stefnum að þvi að
það verði byggt á næsta ári." sagði
Svavar Árnason að lokum.
- BS
m---------------►
Svavar Árnason frkvstj. (A).
Úrslití
fjórum
síðustu
kosningum
1974 1970 1966 1962
Alþýðuflokkur 217-2 218-2 196-3 242-3
Framsókn og vinstri menn 203-2
Sjálfstæðisfl. 277-3 160-1 112-1 126-2
Framsóknarfl. 182-2 121-1
Jóhannes Guðmundsson sjómaóur: Lg
hefi alltaf verið úti á sjó og f>lgist ekki
rneð. Auk þess er ég að flytja héðan
vestur á lirði i meira atvinnuöryggi.
Sæmundur Jónsson hílstjóri: Lg lield að
Sjálfstæðisnokkurinn tapi einurn ntai n,
lai tvo. Framsókn og Alþýðuflokkur lá
lika tvohvor og Alþýðubandalagiðeinn
Guðgeir Helgason sjómaður: Ltli
maður rcikni ekki með tveim sjálfstæðis
mönnum. tveint framsóknarmónnum og
tveim alþýðuflokksmönnum og Alþýðu
bandalagið lái einn.
Kðvarð Júlíusson, skipstj., útgerðarm.
með meiru: Allir vona það bezta l'yrir
sig. Ég er sjálfstæðismaður. Við erunt
með þrjá. Ég held við séunt með góða
von i þcini fjórða.
4 listarí kjöri
A-listi
Alþýðuflokkur
1. Svavar Árnason frvkstj..
2. Jón Hólmgeirsson bæjarritari.
3. Guðbrandur Eiriksson skrifstm.,
4. Sigmar Sævaldsson rafvirki.
5. Sæunn Kristjánsdóttir húsfrú .
6. Sverrir Jóhannsson umboðsmaður.
7. Jón Gröndal kennari,
8. Pétur Vilbergsson sjómaður.
9. Jón Leósson útgerðarm..
10. Lúðvik Jóelsson bifrstj..
11. Þórarinn Ólafsson skipstj.,
12. Hjalti Magnússon verslm..
13. Einar Kr. Einarsson. fyrrv. skólastj..
14. Kristinn Jónsson.
B-listi
Framsóknarflokkur
1. Bogi G. Hallgrimsson kennari.
2. Halldór Ingvason kennari.
3. Hallgrimur Bogason. skrifstm.
4.SvavarSvavarsson múrari.
5. Willard Ólason skipstj..
6. Gunnar Vilbergsson lögregluþjónn.
7. Sigurður Sveinbjörnsson útibússijóri.
8. Helga Jóhannsdóttir húsfreyja.
9. Sigurður Vilmundsson.trésmiður.
10. Gylfi Halldórsson verkstj..
11. Kristján Finnbogason útgerðarm..
12. Kristinn Þórhallsson rafvirki.
13. AgnarGuðmundsson bifrstj..
14. Ragnheiöur Bergmundsd. húsfreyja.
D-listi
Sjálfstæðisflokkur
1. Dagbjartur Einarsson frkvstj..
2. Ólina G. Ragnarsdóttir húsm.,
3. Björn Haraldsson vcrzlm..
4. Guðmundur Kristjánsson verkstj..
5. Eðvarð Júliusson útgerðarm..
6. Viðar Hjaltason vélsm..
7. Jens Óskarsson skipstj..
8. Ástbjöm Egilsson kaupm..
9. Ágústa H. Gisladóttir húsfrú.
10. AlexandcrG. Edvardsson ncmi..
11. Aðalgeir Jóhannsson netagerðarm..
12. Sævar Óskarsson sjóm..
13. Guðmundur Þorsteinsson frkvstj..
14. Jón Danielsson.
G-listi
Alþýðubandalag
1. Kjartan Kristófersson sjómaöur.
2. Guðni ölversson kennari.
3. Helga Enoksdóttir húsm..
4. Guömundur Wium stýrimaður.
5. Jón Guðmundsson pipulagningam.,
6. Unnur Haraldsdóttir hárgreiðsluk..
7. Ragnar Þór Ágústsson kcnnari.
8. Hclgi Ólafsson skipstj..
9. Hinrik Bergsson vélstj.,
10. Bragi Ingvasonsjóm.,
11.SigurlaugTryggvadóttir húsm..
12. Böðvar Halldórsson vélstj..
13. Vilberg Jóhannesson verkam..
14. Ólafur Andrésson sjóm.
Alexander Edvardsson nemi: Þctta
verður svipaðog var. Sjálfstæðismenn fá
3. Alþýðuflokkurinn 2 og Framsókn
lika 2. Framboð Alþýðubandalagsins
gæti drcift atkvæðum þannig. að Fram
sókn tapaði einum og Sjálfstæðisflokk
urinn bætti þá við sig manni.