Dagblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 18
22
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978.
Ólafsfjörðnr
Birna Friðgeirsdóttir
húsmóðirD-lista:
Stórmál
fyrir
okkur
konur...
Birna Friðgeirsdóttir húsmóðir: „Da)>-
vistunarmál hér eru stórmál fyrir okkur
konur.”
„Ég vil ekki blanda pólitik i þetta
framboð mitt, — ég fer i framboð vcgna
áhuga mins á bæjarmálum og skipa mér
í flokk með þvi fólki sem ég treysti."
sagði Birna Friðgeirsdóttir. annar maður
á lista sjálfstæðismanna á Ólafsfirði.
„Mitt áhugamál er að lokið verði við
byggingu Heilsugæzlustöðvarinnar sem
fyrst og starfsemi hennar skipulögð. Svo
eru náttúrulega eilífðarmálin eins og
hafnarmálin, þeim verðum við að sinna
af miklum krafti."
Birna taldi litið gert fyrir eldra fólkið á
Ólafsfirði og nefndi í því sambandi að
heimilishjálp væri engin. Þá þyrfti að
skipuleggja tómstundastörf fyrir eldra
fólkið.
„Tannlæknaþjónusta hefur legið niðri
hér i tið vinstri flokksins. Úr því ófremd-
arástandi þarf að bæta hið bráðasta,"
sagði Birna ennfremur. „Þá munum við
leggja mikla áherzlu á framhaldsmennt-
un, sem er litil hér. Af öðrum félagsmál-
um vil ég nefna leikskólamálið sem er
stórmál fyrir okkur konur hér á Ólafs-
firði.”
Bætt þjónusta við ferðamenn er einn
ig eitt af baráttumálum Birnu og nefndi
hún í því sambandi nauðsyn þess, að
Ólafsfjörður hefði upp á allt að bjóða
sem ferðamannastaður. Það þyrfti að
kynna fólki og gera það vel og vandlega.
—HP.
TVEGGJA FLOKKA KERFI
Utgerð og fiskvinnsla ásamt
smáiðnaði eru aðalatvinnuvegir Ólafs-
firðinga og er varla gert ráð fyrir þvi, að
miklar breytingar verði þar á í náinni
framtið. Er skiljanlegt að fiskurinn spili
stóra rullu á staðnum, þvi að stutt er á
góð mið en slæm hafnaraðstaða hefur
löngum verið þeim erfiður þröskuldur.
Hefur þvi verið gert mikið átak í
hafnarmálum á staðnum á undanförn-
um árum og er hugur i mönnum að bæta
aðstöðu smábátaútgerðarinnar sem er
mikil.
Tveir skuttogarar eru gerðir út frá
Ólafsfirði auk fjölda smábáta og þar eru
tvö frystihús og ein fiskimjölsverk-
smiðja. Þá eru éin tiu til tólf smáfyrir-
tæki, sem vinna saltfisk og skreið.
Iðnaður er aðalle'ga tengdur
byggingariðnaði, svo sem trésmiðaverk-
stæði, en gert er ráð fyrir að iðnaðar-
hverfi risi á Ólafsfirði i framtíðinni enda
vilja þeir eftir megni auka léttan smá-
iðnaðóháðan útgerð.
Við síðustu bæjarstjórnarkosningar á
Ólafsfirði misstu sjálfstæðismenn meiri-
hluta eftir rúmlega þrjátíu ára setu að
völdum. Atkvæðamunurinn var mjög
litill en nægði samt til. Vinstri
flokkarnir stóðu þá í fyrsta skipti saman
að framboði og þykir samstarfið hafa
gefizt vel, alla vega standa þeir að fram-
boði saman nú, svo segja má, aðtveggja
flokka kerfi sé að festast I sessi á
Ólafsfirði.
Dagblaði heimsótti Ólafsfjörð á
dögunum og ræddi við nokkra fram-
bjóðendur um baráttumálin.
-HP.
Björn Þór Ólafsson íþróttakennari H-lista:
íþróttahús er á döfinni
„Samstarf okkar vinstri manna hefur
gengið vel enda ekki. mörg mál til þess
að rífast um,” sagði Björn Þór Ólafsson,
annar maður á lista vinstri manna á
Ólafsfirði i viðtali við DB. „Það hefur
helzt verið röðun verkefna, en ekki verk-
efnin sjálf, sem deilt hefur verið um í
bæjarstjórh."
Björn sagði framkvæmdir i
heilbrigðismálum vera það, sem meiri-
hlutinn gæti hvað mest státað sig af á
kjörtimabilinu, en hafnar voru fram-
kvæmdir við byggingu Heilsugæzlu-
stöðvarinnar á Ólafsfirði. Byrjað var á
byggingunni fyrir 10 árum, en því hætt
er grunnurinn var kominn upp úr jörðu.
„Það var m.a. hætt við frekari byggingu
skólahúss gagnfræðaskólans til þess að
rýma fyrir þeim framkvæmdum," sagði
Björnennfremur.
„Hér á Ólafsfirði er iþróttaáhugi
gífurlega mikill,” sagði Björn. „Vegna
starfs míns eru þau mál mér nærri og ég
mun beita mér fyrir frekari framþróun á
þvi sviði."
-HP.
Ármann Þórðarson útibússtjóri H-lista
Stórbæta þarf
samgöngur
Ármann Þórðarson útibússtjóri á skrif-
stofu sinni.
„Á kjörtímabilinu hefur verið unnið
mikið verk við hafnarframkvæmdir,”
sagði Ármann Þórðarson, efsti maður á
lista vinstri manna á Ólafsfirði. „Hún
hefur verið dýpkuð mikið og gr'afið út úr
Vesturhöfninni. Eins hefur verið rekið
niður stálþil og höfnin tekin i notkun.”
Ármann upplýsti, að i sumar yrðu
hafnar framkvæmdir við gerð viðlegu-
kants við hlið frystihússins, svo að
togarar gætu lagzt þar að og landað
beint.
„Þá eru i smiðum hér sjö íbúðir á
vegum bæjarins, en mikill skortur hefur
verið á leiguhúsnæði hér í bænum. Er
vonazt til, að þær íbúðir verði tilbúnar
undir haustið,” sagði Ármann enn-
fremur.
Ármann nefndi framkvæmdir við
nýja aðveituæð fyrir kalt vant úr Bursta-
brekkudal og nýjar borholur nær bæn-
um fyrir hitaveituna, en hitaveitan
hefur verið á Ólafsfirði siðan árið 1945.
„Fyrir utan áframhaldandi fram-
kvæmdir við Heilsugæzlustöðina vil ég
nefna nauðsyn stórbættra samgangna
við Ólafsfjörð,” sagði Ármann. „Bæta
þarf samgöngur við Skagafjörð og ég er
mjög fylgjandi bættum flugsamgöngum
hingað, sem nú eru á döfinni." _HP.
Gísli M. Gíslason framkvæmdastjóri D-lista:
Við skipulögðum þau mál
sem nú hefur verið unnið að...
„Stærstu verkefnin eins og bygging
Heilsugæzlustöðvarinnar hafa gengið
vel,” sagði Gísli M. Gíslason þriðji mað-
ur á lista sjálfstæðismanna á Ólafsfirði.
„Þá hefur verið gert mikið i hafnarmál-
um, sérstaklega i Vesturhöfninni og i
heild má segja að nokkuð vel hafi verið
unnið að þeim málum, sem skipulögð
ö
voru á kjörtimabilinu þar á undan.
Ég legg áherzlu á, að fjölbreytni verði
aukin hér í skólamálum og nefni sérstak-
lega framhaldsmenntun,” sagði Gísli
ennfremur. „Hér hefur verið rekin deild
úr Iðnskólanum á Akureyri, en allt virð-
ist vera á huldu um framtið þess máls."
Þá nefndi Gisli að bæta þyrfti aðstöðu
barnaheimilisins og ennfremur þyrftu
Ólafsfirðingar að gera mikið átak i að
efla þjónustu við ferðamenn, sem hann
sagði vera fjölmarga yfir sumartimann.
Hér er hótel í smíðum, en við þurfum að
gera meira og þá sérstaklega að bæta
samgöngur við Skagafjörð."
—HP.
Bjöm Þór Ólafsson íþróttakennari:
„Samstarfid hefur gengið mjög vel.”
Gfsli M. Gislason framkvæmdastjóri:
Sjálfstæðisflokkurinn lagði drögin að
þeim framkvæmdum sem unnar hafa
verið.”
Bæta þarf aðstöðu
fyrir smábátana
Sigurður Jóhannsson húsvörður vill
bæta aðstöðu fyrir smábátana.
SiguröurJóhannsson
húsvörðurH-iista:
„Hafnargerðin hér er eilífðarmál en
framlag rikisins til framkvæmda hér
hefur verið skert verulega eins og annars
staðar, þar sem féð hefur farið til lands-
hafna," sagði Sigurður Jóhannsson
þriðji maður á lista vinstri manna i við-
tali við DB. „En með tilkomu skuttogar-
anna hafa kröfurnar til fiskihafnanna
aukizt og við verðum að gera verulegt
átak til þess að koma höfninni i viðun-
andi horf.”
Sigurður sagði að framundan væri að
dýpka höfnina enn frekar og mikið
þyrfti að gera til þess að bæta aðstöðu
fyrir smábátana, t.d. kaupa sérstakan
löndunarkrana.
„Þá vonumst við til þess. að hægt
verði að halda áætlun við byggingu
Heilsugæzlustöðvarinnar, sem er okkar
stóra mál," sagði Sigurður ennfremur.
„Aukin öflun á vatni bæði heitu og
köldu er mikið nauðsynjamál og haldið
verður áfram við gatnagerð.
Varðandi samgöngur við Ólafsfjörð
vil ég lýsa mig eindreginn stuðnings-
mann þess, að reynt verði að konia
á áætlunarflugi hingað i samstarfi við
Vængi," sagði Sigurður. „Þá er það von
mín, að rikið veiti aukið fé til jtess að
bæta veginn til Skagafjarðar þvi ómæld-
ar upphæðir fara í snjómokstur þar ár-
lega.”
—HP.
Úrslit ífyrri
kosningum
1974 1970 1966 1962
Sjálfstœðismenn 283-3 251-4 237-4 228-4
Vinstri menn 303-4 86-1 176-2 194-3
Alþýðuflokkur 108-1 111-1 48-0
Framsóknarflokkur 123-1
Tveir listar í kjöri
Framboðslisti
sjálfstæðismanna
1. Kristinn G. Jóhannsson skólastjóri
2. Birna Friðgcirsdóttir húsmóðir
3. Gisli M. Gíslason framkvstj.
4. Ásgeir Ásgeirsson bæjargjaldkeri
5. Garðar Guðmundsson skipstjóri
6. Gunnar Þór Magnússon framkvstj.
7. Sigurður Bjömsson lögregluþjónn
.8. Július Magnússon sjómaður
9. Klara Ambjömsdóttir húsmóðir
10. Gunnlaugur J. Magnússon framkvstj.
11. Guðni Aðalsteinsson bilasmiður
12. Svavar B. Magnússon framkvstj.
13. Jakob Ágústsson rafstjóri
14. Ásgrimur Hartmannsson framkvstj.
Framboðslisti
vinstri manna
1. Ármann Þórðarson útibússtjóri
2. Bjöm Þór Ólafsson íþróttakennari
3. Sigurður Jóhannsson húsvörður
4. Gunnar L. Jóhannsson bóndi
5. Stefán B. ólafsson múrarameistari
6. Bragi Halldórsson skrifstofumaður
7. RikharðurSigurðsson bifreiðastjóri
8. Guðbjörn Arngrimsson verkamaður
9. Sumarrós Helgadóttir húsmóðir
10. Gisli Friðfinnssonsjómaður
11. Jónína Óskarsdóttir, starfm. Einingar
12. Sveinn Jóhannesson verzlunarmaður
13. Ásgrimur Gunnarsson verkamaður
14. Bjöm Stefánsson fyrrv. skólastjóri.