Dagblaðið - 19.05.1978, Page 28

Dagblaðið - 19.05.1978, Page 28
32 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19.MAÍ 1978. KarlG.Sigurtergsson (G-lista): „Ég vil fyrst og fremst leggja áherzlu á að þessar baejar- og sveitarstjómar- kosningar sem i hönd fara eru ekki kosn- ingar um einstaklinga á mismunandi list- um hcldur eru þetta hápólitískar kosn- ingar engu siður en alþin^iskosningar." Þetta sagði Karl Sigurbergsson skip- stjóri en hann skipar efsta sætið á lista Alþýðubandalagsins i Keflavik. „Ég tel að reynt sé að koma þvi inn hjá fólki að pólitisk afstaða bæjarfull- trúa skipti ekki máli. Kosið sé um ein- staklinga sem í sjálfu sér séu vel gerðir menn. Nú er það alveg rétt að i mörgum málum sem fyrir bæjarstjórn korna er full samstaða en þegar raunvcrulegur ágreiningur rís þá eru ákvarðanir teknar eftir flokkspólitískum linum. Hér i Keflavik eins og annars staðar á Suðurnesjum hefur einkaframtakið brugðizt i alvinnumálum. Sá vandi sem á þeim vettvangi er stafar að minu áliti af fleiri orsökunt en aflabresti, svo sent því að þcgar vinstri stjórnin færði út landhelgina voru ráðstafanir gcrðar til að við Islendingar gætunt hagnýtl okkur miðin innan hennar. Aðrir landshlutar urðu sér úti um skuttogara. Utgerðar menn og ráðamenn i atvinnulil'i hér á Suðurnesjum voru hreint og beint and vígir skuttogarakaupum. Augu þeirra Vilja sömu fyrirgreiðslu og aðrir landsbyggðaríbúar Kirkjan i Keflavik er i eldri hluta bæjarins. sniði en setur skemmtilegan svip á umhverfi sitt þ verrandi f iskgengd veldur vanda í atvinnulíf inu sem þarf að leysa Keflavík er stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum. Þar af leiðandi hafa þeir haft vissa forustu í samstarfi sveitarfé- laga þar suður frá en það hefur að flestra sögn gengið mjög vel og árangur af því mikill. Þar ber hitaveituframkvæmdirnar hæst. Er það framkvæmd, sem vafalaust á eftir að spara ibúum Suðurnesja ótald- ar milljónir á komandi árum. Framkvæmdir hafa verið miklar i Keflavík á síðustu árum en þar sem ann- ars staðar á Suðurnesjum er vandinn i atvinnumálum mönnum ofarlega í huga. Vinstrimenn benda á félagslega lausn þeirra mála en ekki eru allir því sam- mála. Háværar raddir eru uppi i Keflavík eins og annars staðar á Suðurnesjum um að svæðið njóti hvorki réttláts hlutar af lánsfé opinberra sjóða né atkvæðisréttar miðaðviðflestaaðralandsmenn. —ÓG. Texti: Ólafur Geirsson Myndir: Jón Birgir Pétursson, Ólafur Geirsson ATVINNUMÁUN VERÐA EKKILEYST NEMA MEÐ BREYTTRISTIÓRNARSTEFNU einkaframtakið hefurbrugðiztí atvinnumálum Suðurnesja opnuðust of seint og þeir standa nú eins og ég hef einhvers staöar sagt eins og nátttröll við sólarupprás. Sumir þeirra virðast ekki hafa skilið það enn að lausn- in er atvinnutæki, sem henta nútima að- stæðum. Við verðum að bregðast við þessum atvinnuvanda með afkastamiklum skut- togurum, sem sjá fyrir samfelldari hrá- efnisöflun fyrir fiskvinnslufyrirtækin heldur en bátarnir cinir eru færir um. Menn eru svartsýnir á að hægt sé að framkvæma þetta vegna fjárhagserfið- leika og tregðu stjórnvalda til að bregð- ast eðlilega við. Það sem hér þarf til að koma er gjörbreytt stefna á landspóli- tíska visu. Á undanförnum árum hefur verið flutt fjármagn frá undirstöðuatvinnu- greinunum til annarra greina, til dæmis verzlunar og ýmissa þjónustufyrirtækja. sem vegna rangrar skattastefnu skila litlu sem engu til baka af hagnaði sinum. Þarna þarf að verða breyting á með stjórnmálalegum aðgerðum. Þessunt verzlunar- og þjónustufyrirtækjum sem skilað hafa milljarða hagnaði til svokall- aðra eigenda sinna verði gert að greiða sinn hlut til samfélagsins. Þar með yrði stjórnvöldum kleift að verja fjármunum til uppbyggingar at- vinnulifsins. Til þess að þetta verði gert þarf að koma öflugur þrýstingur bæði frá ráða- mönnum sveitarfélaga og almenningi sjálfum hvar sem þvi verður við komið. Stefna Keflavikurkaupstaðar er röng i byggingarmálum. Engar byggingar hafa verið á félagslegum grundvelli undanfar- in ár. Meginstefnan virðist vera sú að brjóta sífellt meira land undir einbýlis- hús i stað þess að nýta þær hugsanlegu byggingarlóðir sem inm i bænum eru. Með þessu háttalagi getum við Keflvik- ingar búizt við að allt byggingarland verði uppurið innan fárra ára og leita verði eftir kaupum á rokdýru landi til viðbótar. Byggingamálum Keflavikur og fleiri atriðum mætti gera mun betri skil en hér er tækifæri til og læt ég þvi staðar numið á þessum vettvangi.” —ÓG. Ef stefnan í byggingarmálum breytist ekki getum við Keflvíkingar setið uppi land- lausir fyrr en varir, segir Karl G. Sigurbergsson, fyrsti maður á lista Alþýðubanda- lagsins. TómasTómasson (D-lista): Allar götur með varanlegu slitlagi á kjörtímabilinu Sjálfstæðismenn leggja höfuðáherzlu á, að Suðurnesjamenn njóti sama réttar og aðrir landsbyggöarmenn hvað varðar rétt til lánsfjár úr opinberum sjóðum og svipað vægi atkvæða, segir Tómas Tómasson, fyrsti maður á lista sjálfstæðismanna. — að Suðurnesin veiði sérstakt kjördæmi „Bættur hagur bæjarbúa, betri bú- setuskilyrði i Keflavik. Þannig hljómar slagorð okkar sjálfstæðismanna og að þessu viljum við vinna i framtíðinni sem hingað til,” sagði Tómas Tómasson sparisjóðsstjóri en hann skipar fyrsta sætið á lista sjálfstæðismanna til bæjar- stjórnar. Á tiltölulega skömmum tima hefur Keflavik vaxið úr litlu sjávarþorpi upp i að verða fimmti stærsti kaupstaður hér á landi. Fjölgun hér var sérstaklega mikil á sjötta áratugnum en á síðari árum hefur hún verið nokkru yfir landsmeðal- tali. Við svo mikinn vöxt verða óhjá- kvæmilega mikil vandamál fyrir bæjar- félag bæði framkvæmda- og fjárhagslegs eðlis. Þessi vandamál þekkjum við Kefl- vikingar vel. Þrátt fyrir það hafa orðið stórstigar framfarir þó margt hafi auð- vitaðmátt beturfara. Hér hafa verið stigin gífurleg fram- faraskref síðastliðin tuttugu og fimm ár en frá 1954 hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið i forustu um málefni bæjarins, ým- ist i samstarfi við aðra fiokka eða með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Samstarf hefur alla tið verið mjöggott innan bæjarstjórnarinnar. Þar hefur lausn bæjarmálefnanna setið i fyrirrúmi fyrir pólitískum erjum. Um nokkurt árabil hefur verið vax- andi samstarf sveitarfélaganna á Suður- nesjum og hefur það tekið til æ fjöl- breyttari verkefna. Má þar nefna sjúkra- hús, heilsugæzlu, elliheimili og uppbygg- ingu framhaldsskólakerfis í þessum landshluta. Siðast en ekki sizt ber að nefna Hitaveitu Suðurnesja, sem er tví- mælalaust langstærsta og merkasta framkvæmd, sem hér er unnið að um þessar mundir. Hitaveitan er stórkost- legt hagsmunamál og kjarabót okkur Suðurnesjamönnum og þjóðhagslega mjög mikilvæg. Þetta samstarf sveitarfélaga á Suður- nesjum í svo ríkum mæli sem raun er á hygg ég að sé einsdæmi hér á landi. Hef- ur það gengið árekstralaust. Næsta stórverkefni í þessu samstarfi er sameiginleg sorpeyðingarstöð. Þegar hefur verið hafizt handa um byggingu Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem hóf starf fyrir tveim árum og þaðan munu fyrstu stúdentarnir útskrifast nú í vor. Veigamesta verkefnið hér í Kefiavik næstu fjögur árin. auk stöðugs undir- búnings og framkvæmda við ný íbúða- og athafnasvæði, verður áframhald á gerð varanlegra gatna. Síðan í framhaldi af þvi fegrun bæjariris og urnhverfismál. Fyrsta gatan var lögð varanlegu slitlagi árið 1955 eða strax árið eftir að sjálf- stæðismenn tóku við forustu i bæjar- stjórn. Siðan hefur verið unnið ósleiti- lega að þeim málum. Vegna mikils jarð- rasks vegna hitaveituframkvæmda hafa þessi mál verið endurskoðuð og slitlag verið endurlagt og lagt á nýjar götur sið- ustu mánuði. Áætlað er að þessu verði haldið áfram i kjölfar hitaveitufram- kvæmda. Stefnt verður að því að allar götur bæjarins verði lagðar varanlegu slitlagi fyrir lok kjörtimabilsins. Við höfum nýverið lokið við myndar- legan gagnfræðaskóla og nýtt og glæsi- legt iþróttahús er risið af grunni. Er áætlað að það verði tekið i notkun á þessu og næsta ári. Siðan er áætluð i t'ramhaldi af þessu bygging barnaskóla i Heiðabyggð og er einnig fyrirhuguð úti- sundlaug. í helztu atvinnugreinum á Suðurnesj- um, sjávarútvegi og fiskvinnslu. blasa nú við vandamál, sem stafa meðal ann- ars af minnkandi fiskigengd undanfarin ár og aflabresti á þessari vertíð, svo og þess skipulega lánsfjársveltis, sem Suð- urnesjum hefur verið haldið i af stjórn- völdum. Hingað til hafa sveitarfélögin ekki þurft að skipta sér verulega af atvinnu- málum en siðustu misserin hafa sveitar- stjórnarmenn látið þau æ meira til sín taka. Hefur verið efnt lil funda með þingmönnum og forsvarsmönnum Framkvæmdastofnunar ríkisins um þessi mál. Beinar lausnir liggja ekki fyrir en sá árangur hefur þó náðst að farið er að hlusta á okkur Suðurnesjamenn og réttur okkar til framkvæmdalána viður- kennduri orði. Við leggjum á það höfuðáherzlu að við njótum sama réttar og aðrir lands- byggðarmenn bæði hvað snertir rétt til lánsfjár úr opinberum sjóðum og svipað vægi atkvæða við alþingiskosningar. Við sjálfstæðismenn leggjum á það áherzlu að Suðurnes verði gerð að sér- stöku kjördæmi. Ég vil að lokum óska Kefivikingum gæfu og gengis á nýbyrjuðu sumri og um alla framlíð. —ÓG.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.