Dagblaðið - 03.06.1978, Page 7

Dagblaðið - 03.06.1978, Page 7
DAGBLADIÐ. LAUGARDAGUR 3. JÚNl 1978 7 Útisýningá Hallærisplaninu: Hoppaðá tveggja metra stultum Óhætt er að segja að sýning þýzka leikhópsins Das Freies Theater MUnchen er ólík öllum þeim leiksýningum sem við höfum fram að þessu séð. Ekki er nóg með að hópurinn leiki úti undir berum himni heldur er leikið á tveggja metra háum stultum. Sýningar verða þrjár, tvær á sunnudaginn, klukkan 14 og 19 og ein á mánudagskvöldið klukkan 19. Sýnt verður á Hallærisplaninu. Rétt er að taka fram að sýningarnar byggjast á því að veður verði gott. Sýningar Das Freies Theater MUnchen þykja sérstakir lista- viðburðir hvar sem þær koma. Fólkið leikur eins og áður sagði á stultum, þremur stykkjum hver. Miðstultan er eins konar sæti. Fólkið er siðan klætt I föt sepi falla yfir stulturnar þannig að það litur út eins og risar. Mönnum þykir ótrúlegt hversu mikilli leikni Þjóðverjarnir hafa náð og hversu nákvæmt jafnvægi þeir hafa. Til dæmis taka þeir stór stökk en detta þó Das Freies Theater Munchen. aldrei. Vigdis Finnbogadóttir leikhússtjóri sá um að fá hópinn til að koma hingað en hún sá þá félagana þegar hún var i ferðalagi í Þýzkalandi i fyrrasumar. DS Myndhöggvararsýna saman: Gefast upp á Austurstræti Höggmyndir gefst mönnum tækifæri til að skoða í Ásmundarsal við Mímisveg næstu daga. Sýningin á höggmyndunum vérður opnuð á sunnudaginn og er opið kl. 4— lOalla daga listahátiðar. Það eru 12 félagar i Myndhöggvara- félagi Reykjavikur sem sýna i Ás- mundarsal ásamt einum gesti, Sigurjóni Ólafssyni. Sýndir verða 27 skúlptúrar eða þríviddarverk. Margvísleg efni eru notuð í þetta, svo sem tré, járn, gifs, eir og epoxy. Að sögn Ragnars Kjartans- sonar formanns sýningarnefndar vekur sérstaka athygli hversu mikið er sýnt af eirverkum en islenzkir myndhöggvarar hafa átt í erfiðleikum fram að þessu við að fá verk sín steypt í eir. Nú hafa hins vegar norrænir menn sett upp smiðju sem Islendingar hafa nokkurn aðgang að og þá lagast ástandið strax mikið. Myndhöggvarafélagið hefur sýnt á öllum listahátíðum og þá jafnan veríð með útisýningar. Siðustu tvö skiptin hefur verið sýnt i Austurstneti. En vegna yfirgangs skemmdarvarga hefur orðið að hætta við þess konar sýningar þó gaman sé að þeim. En myndlistar- mennirnir eru ekki búnir að gefast upp á útisýningum. Til þess að forðast skemmdarvargana hafa þeir einungis flutt verkin upp á svalirnar á Ásmundar- sal. Á um 100 fermetra suðursvölum sýna þeir núna 8 verk. Þeir myndhöggvarar sem sýna i Ás- mundarsal eru: Hallsteinn Sigurðsson, Helgi Gislason, Níels Hafstein, Jón Gunnar Árnason, Magnús Á. Ámason, Magnús Pálsson, Ragnar Kjartansson, Rúri, Sigfús Thorarensen, Sigurður Steinsson, Sverrir Ólafsson og Sigurjón Ólafsson. - DS Ragnar Kjartansson virðir fyrir sér uppsetningu i Ásmundarsal. DB-mynd Höröur. Laus staða Staða sérfræðings hjá Veðurstofu íslands er laus til umsóknar. Sérfræðingur þessi á að vinna að hafisrannsóknum og veita forstöðu upplýsingaþjónustu um hafís á íslandsmiðum. Laun samvk. launakerfí starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Veðurstofu íslands, Bústaðavegi 9, Rvk. fyrir l.júlí 1978. Veflurstofa íslands. KAFFISALA Sjómannadagskaffi verður að Hlégarði í Mos- fellssveit sunnudaginn 4. júní kl. 15 til 18. Allir velkomnir. S.M.F.Á. BLAÐBURÐARBÖRN ÚSKAST STRAX: Skjólin Aðalstrœti Hagar Miðbœrinn UppL á afgreiðslunni, sími27022. MMBBUBW Strokkvartett Kaupmannahafnar. FRUMFLYTUR TVÖ ÍSLENZK VERK OG Ein ÚTLENT Strokkvartett Kaupmannahafnar heldur tvenna tónleika I Norræna Bandansk list íListasafninu Á morgun kl. 2 verður opnuð i Lista- safni tslands merkileg sýning á úrvali bandarískra teikninga sl. fimmtiu ár. Orðið teikning kann að vera misvisandi i þessu sambandi því þarna er að sjá margs konar aðferðir og margar myndannaerulitrikar. Það eykur á hróður listahátíðarinnar að tsland er fyrsta landið utan Banda- rikjánna sem fær þessa sýningu en hún á að fara víða um lönd. Listasafnið Minnesota Museum of Art sá um undir- búning sýningarinnar en Jóhannes Jóhannesson listmálari á veg og vanda af uppsetningu sýningarinnar hér. Dr. Selma Jónsdóttir getur þess i grein sém fylgir vandaðri bandarískri sýning- arskrá að Listasafni tslands hafi verið boðið að senda íslenzka listsýningu til Minnesota og er nú verið að kanna hvort safnið geti ekki þegið hið góða boð. A sýningunni eru 75 verk sem komið er fyrir i þremur aðalsölum safnsins. Sýningin stendur út allan júnímánuð. húsinu á listahátið og tekur þátt i þeim þriðju. Fyrri tónleikar kvartettsins eru á sunnudagskvöldið klukkan hálf niu en þeir síðari á fimmtudagskvöldið á sama tíma. Kvartettinn tekur svo þátt í tónleikum þar sem leikin verða verk eftir Jón Þórarinsson. 1 strokkvartett Kaupmannahafnar eru þau Tutter Giskov, Mogens Durholm, Mogens Bruun og Asger Lund Christiansen. Þau stofnuðu kvartettinn 1957 og héldu sína fyrstu tónleika það ár. Síðan hafa þau ekki get- að hætt þvi áheyrendur biðja sífellt um meira. Heimalandið hefur ekki verið látið nægja heldur ferðast kvartettinn um allan heim og spilar bæði einn og með öðrum listamönnum, til dæmis viðs vegar á listahátíðum. Kvartettinn hefur um 125 verk á verkefnaskrá sinni. Mesta rækt leggja þó félagarnir i að leika danska tórtlist og hefur meðal annars orðið fyrstur til að leika tónlist af gömlunt gullaldarhandritum, sem fundizt hafa i Danmörku. Á tónleikum strokkvartettsins hér verða frumflutt tvö verk. Er hið fyrra sem flutt verður á sunnudag eftir Þorkel Sigurbjörnsson og samið sérstaklega fyrir kvartettinn. Hitt verkið sem frumflutt verður, á fimmtudaginn, er eftir Vagn Holmboe og er tileinkað Listahátiðí Reykjavík 1978ogNorræna húsinu í þakklætisskyni fyrir að tónskáldið var gestur hér vorið 1977. Einnig verða flutt klassisk verk gömlu meistaranna. Á tónleikum þeim sem verk Jóns Ásgeirssonar verða fiutt á frumflytur kvartettinn Tvo þætti fyrir strengja- kvartett eftir Jón. •DS. Menntaskólanám í Reykjavík Umsóknum um menntaskólavist í Reykjavík er veitt viðtaka í Menntaskólanum I Reykjavík, við Lækjargötu, mánudaga — föstu- daga kl. 9—17 og laugardaga kl. 10—12. Umsóknarfresti lýkur 10. júní. Menntamálaréfluneytifl, 31. mal 1978.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.