Dagblaðið - 03.06.1978, Síða 12
12.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978
„Art Tatum er
sá albeztr
HallgrímurBjörgólfssoníSan Francisco
ræðir við píanósnillinginn Oscar Peterson
Hitinn var 28 gráður á Celsíus og öll
drykkjarföng löngu þrotin. Milli atriða
mynduðust langar biðraðir dasaöra jass-
unnenda við vatnskranana. Áhorfendur
voru að örmagnast í hitanum, en
þrjózkuðust samt við. Til er fólk sem
leggur á sig ótrúlegt erfiði til að hlusta á
góða tónlist.
Staðurinn er Berkeley, útborg San
Francisco. Árlega gengst háskólinn þar
fyrir mikilli jasshátið I útileikhúsi, eftir-
líkingu forngrísku hringleikahúsanna.
Hátiðin í ár stóð yfir í tvo daga, átta
klukkustundir hvorn dag. Milli fjögur og
fimm þúsund manns létu sig ekki muna
um að koma og hlýða á það sem upp á
var boðið. Meðal þeirra sem fram komu
má nefna Ramsey Lewis, Hubert Laws,
Freddie Hubbard, Richie Pole, Eddie
Jefferson, Noel Painter, Herbie Han-
cock, Tony Williams og Ron Cater.
Áður en kom að hápunkti hátíðar-
innar voru fjórir jassleikarar heiðraðir
fyrir framlag sitt til listagyðjunnar á
síðasta ári. Það voru þeir Ronald Kirk,
sem reyndar er nýlátinn, Charles
Mingus, Eddie Jefferson og síðast en
Áhorfendur á hátiðinni voru milli l'jögur og fimm þúsund og langflestir létu sig hafa það að sitja allar sextán klukkustundirnar
og hlusta. Hér sést hluti áhorfenda.
Hápunktur jasshátiðarinnar i Berkeley var leikur Oscars Pctcrson og félaga. — Það
Einfaldast væri að segja að hann væri upplifun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fat
ekki sízt Oscar Peterson. — Að svo
búnu hófst lokaatriði hátíðarinnar.
Oscar Peterson gekk fram á sviðið ásamt
Louis Bellson trommuleikara og Ray
Brown bassaleikara. Þeir Bellson og
Brown eru báðir frábærir hljóðfæraleik-
arar, þó að þeir komist að sjálfsögðu
ekki i hálfkvisti við „meistarann”.
Áheyrendur fóru ekki dult með að
þeir voru á sömu skoðun og aðstand-
endur jasshátíðarinnar um að trió
Oscars Peterson væri toppurinn á hátíð-
inni. Þeir voru á sviðinu í fjörutíu og
fimm mínútur og þær mínútur liðu með
örskotshraða. Tríóið var umsvifalaust
klappað upp og tók nokkur aukalög. Þar
á meðal var fimm mínútna einleikur
Petersons.
Að koma orðum að píanóleik
„meistarans” er ekki auðvelt, svo stór-
kostlegur er hann. Einfaldast er að segja
að það sé upplifun, sem enginn ætti að
láta fram hjá sér fara, að sjá hann á
hljómleikum, því að snilld hans nær
langt út fyrir annars óljós landamæri
jassins.
Sleipur Ijósmyndari
Oscar Peterson er nú orðinn 52ja ára
gamall og býr í Toronto í Kanada. Hann
er tvíkvæntur og á fjögur börn. Auk
píanóleiksins dundar hann við Ijósmynd-
un og er sagður allvel sleipur í því fagi.
Hann hefur ferðazt eftir frægðarbraut-
inni með miklum afköstum ogán þess að
svalla mikið en æði margir stéttar-
bræður hans eru kunnir nautnaseggir.
Eins og allir meistarar byrjaði Oscar
Peterson snemma að slá nótnaborð.
Fimm ára gamall hóf hann nám i píanó-
.leik. Fyrsta skrefið inn á frægðarbraut-
ina steig hann þegar Norman Granz
bókaði hann í Carnegie Hall I New York
árið 1949. Segja má með sanni að þar
hafi ameriski draumurinn rætzt því að
hann varð heimsfrægur á einni nóttu.
Árið eftir var Peterson fastráðinn hjá
J.A.T.P. Tour’s. Það leiddi síðan til
/Hvernig
vœrí að fá
tvœr? .
... konur eiga
ekkert með
hesta, þá
sérstaklega þúi!
Þú ferð ekki eitt
einasta fet á
hestinum!!
ástæðu fyrir
þvíl!