Dagblaðið - 03.06.1978, Side 23
23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JÚNl 1978
Útvarp
Sjónvarp
Sjónvarpíkvöld kl. 21.00: Frá Listahátíð 1978
v
Oscar Peterson og félagar
leika jazz
Heimsmeistarakeppnin í kna ttspyrnu
FótboltiíArgentínu
Joe Pass er einn virtasti jazzgitar-
leikari heimsins. Hann hefur unniö
lesendakeppni Down Beat og gagn-
rýnendaverðlaun sama rits og hefur
einnig verið útnefndur bezti gítarleikari
heims af lesendum Swing Journal. Hann
er fæddur árið 1929 I New Jersey og var
níu ára gamall er hann hóf að leika á gít-
ar. Hann hafði engan kennara, en með
aöstoð föður sins fann hann hljóma i
gitarnum og seinna fékk hann bækur
sem hann hafði gagn af. Um tvítugt fór
hann til New York og byrjaði að leika
með Dizzy Gilliespie, Charlie Parker,
Coleman Hawkins og Art Tatum. Hann
hlaut Grammyverðlaun 1975 fyrir plötu
sem hann lék inn á ásamt þeim Oscari
Peterson og Niels-Henning Örsted Ped-
ersen.
Heimsmeistarakeppnin i knattspyrnu
hófst í Argentinu sl. fimmtudag, 1. júní
og lýkur henni 25. júní.
Nú mun danska sjónvarpið annast
móttöku á leikjunum um gervihnött og
upptöku þeirra fyrir Island, þannig að
við fáum aðsjá a.m.k. nokkra þeirra.
Verður fyrsti leikurinn á dagskrá
sjónvarpsins i dag kl. 18.15 og munu i
þeim leik eigast við núverandi heims-
meistarar, sem eru Vestur-Þjóðverjar,
og Pólverjar, en þeir urðu í þriðja sæti í
síðustu heimsmeistarakeppni. Svo ef að
likum lætur verður þetta spennandi
leikur.
Miðvikudaginn 7. júní verður siðan
sýndur leikur Brasiliumanna og Svía kl.
18.15 og laugardaginn 10. júni kl. 16.30
sjáum við leik Ítala og Ungverja. Ekki
er þó knattspyrnunni lokið þann daginn.
því kl. 18 verður gert smáhlé fyrir loka-
þátt enskukennslunnar On We Go og kl.
18.15 fáum við aðsjá leik Brasiliumanna
og Spánverja.
Það ætti að auka enn á ánægju
manna að myndirnar eru allar í litum.
-RK.
I kvöld kl. 21.00 verður sjónvarpað
beint frá jazztónleikum Oscars Peterson
i Laugardalshöllinni. Tríó Oscars skipa
auk hans þeir Joe Pass og Niels-
Henning örsted Pedersen. Stjórn út-
sendingar annast EgUI Eðvarðsson og
má geta þess að.þetta er i fyrsta skipti
sem skemmtiefni er sjónvarpað beint
hér.
Sagt er að Oscar Peterson sé bezti
jazzpíanóleikari heimsins og einn mesti
jazzsnillingur sem uppi hefur verið.
Aðdáendur hans skipta milljónum um
allan heim og hefur hann staðið í
sviðsljósinu í um þrjátíu ár.
Hann er fæddur árið 1925 I Kanada.
Hann hóf tónlistamám aðeins sex ára
gamall og byrjaði þá með trompet en
sneri sér ári seinna að píanóinu. Hann
var aðeins 14 ára gamall er hann vann
verðlaun í keppni áhugapíanóleikara og
árið 1944 hóf hann að leika með Johnny
Holmes Orchestra, sem var þá ein
vinsælasta hljómsveit Kanada. Árið
1950 hóf hann að leika inn á plötur fyrir
hinn virta hljómleikahaldara Norman
Granz og eftir það voru honum allar
leiðir opnar.
Peterson hefur hlotið fjöldann allan
af verðlaunum fyrir tónlistarflutning
sinn. M.a. Down Beat verðlaunin fyrir
bezta pianóleik í 12 ár samfleytt,
Playboyverðlaunin og Grammy-
verðlaunin 1975.
Um Peterson hefur Norman Granz
sagt m.a.: „Hann er einn af fáum píanó-
leikurum, sem eru á við heila sinfóníu-
hljómsveit, þótt hann sé einn.”
Sjónvarp í dag kl. 18.15:
Oscar Peterson er sagður bezti jasspianölcikari hcims.
Niels-Henning Örsted Pedersen er
tvimælalaust snjallastí jazzbassagítar-
leikari á Norðurlöndunum. Hann er
fæddur árið 1946 í Kaupmannahöfn.
Hann hóf ungur tónlistarnám og byrjaði
á píanóinu, en fljótlega heillaði bassinn
hann. Aðeins 15 ára gamall lék Niels
með Bud Powell inn á plötu. Fljótlega
var hann ráðin til Radioens Big Band og
hefur starfað þar síðan með hléum.
Hann var árið 1977 kosinn jazzleikari
ársins af lesendum Melody Maker.
Hann er mjög eftirsóttur bassaleikari og
hafa margir af þekktustu bazzaleikurum
heims sótzt eftir samstarfi við hann.
Ekki er endir þessa dagskrárliðar
ákveðinn, en að honum loknum mun
Dave Allen láta móðan mása.
-RK.
Laugarásbíó: Bílaþvottur
MÁ HLÆJA EN ÞESS ÞARF EKKI
Laugarásbió: Bílaþvottur (Car Wash). Leikstjóri
Mkhael Schultz, tónlist Norman Whitfield, aöal-
hlutverk Franklyn Ajaye, Sully Boyar, Richard
Brestoff, Ivan Dixon, Antonio Fargas, Mkhael
Fennal og Arthur French.
Það væri rangt að tala mikið um
söguþráöinn í Bílaþvotti. Hann skiptir
hvort eð er minnstu máli er horft er á
myndina. Aðalatriðið eruhinar ýmsur
ólýsanlegu uppákomur. Þó má geta
þess að mvndin gerist á einum degi í
bilaþvottastöð i Los Angeles. Eins og
verkstjórinn bendir á má skipuleggja
stöðina þá arna mun betur því mestur
tími strákanna fer i að slæpast og
skemmta sér. Hvilíkur hressileiki og
það strax og mætt er til vinnu á
morgnana.
Þegar skrifað er um Bílaþvott er
ekki hægt að fara eftir neinu nema
eigin áliti á þvi hvort myndin var
skemmtileg eða ekki. Mér fannst hún
mjög fyndin á köflum og svona la-la
þess á milli. Aftur á móti heyrði ég
aðra fussa og sveia á leiðinni út og
skildi ég þá að sumu leyti vel. 1 þýðing-
unni á tali myndarinnar fór líka
fyndnin nokkuð í vaskinn, hana var
einfaldlega ekki hægt að þýða.
Myndin er byggð upp'líkt og Am-
erican Graffiti að því leyti að útvarps-
Kvik
myndir
tónlist glymur á bak við flest atriðin.
Bæði tónlistin og myndin eru þó að
flestu leyti mjög ólík.
Mesta athygli mina vakti hversu
þeir leikarar sem fram komu virtust
skemmta sér með afbrigðum vel. Mér
meira að segja datt i hug að myndin
hefði verið gerð með þá fyrst og fremst
í huga en ekki áhorfendur. En hvað
um það, af myndinni má hafa verulegt
gaman, en það þarf ekki, mönnum get-
ur lika leiðzt vilji þeir það heldur.
DS.
Eins og sjá má fer mikill timi í hina
ýmsu skemmtan á meðan bílarnir
renna i gegnum vélarnar.
Staða forstöðumanns
fjármáladeildar
Rafmagnsveitna ríkisins er laus til umsóknar.
Umsækjendur skulu hafa viðskipta- eða hagfræði-
menntun eða starfsreynslu í stjórnun og meðferð fjár-
mála.
Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna.
Umsóknarfrestur er til 23. júní.
Nánari upplýsingar um starfið veitir rafmagnsveitu-
stjóri ríkisins.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi116
Reykjavík.
Starf bæjarritara
hjá Dalvíkurbæ er laust til umsóknar, enn-
fremur hálfs dags starf á skrifstofum bæjarins.
Umsóknir sendist bæjarstjóra fyrir 20. júní
nk., sem jafnframt veitir nánari upplýsingar.
Bæjarstjórinn á Dalvík.
Símar 96-61370,61371.
Staða
tryggingalæknis
Hjá Tryggingastofnun ríkisins er laus hálf
staða tryggingalæknis.
Laun samkvæmt samningi fjármálaráðherra
og Læknafélags íslands.
Umsóknir sendist Tryggingastofnun ríkisins,
Laugavegi ll 4, Reykjavík, eigi síðar en 15.
júní 1978.
Tryggingastofnun ríkisins.
Starf deildarstjóra
við rafmagnsdeild tæknideildar Rafmagnsveitna rikisins
er laust til umsóknar.
Áskilin er menntun í raforkuverkfræði eða raf-
orkutæknifræði.
Umsóknarfrestur er til 23. júní 1978. Allar nánari upp-
lýsingar veitir forstöðumaður tæknideildar.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi116
Reykjavík.