Dagblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978. DB á neytendamarkaði Hamborgarar á veitingahús- unum eru á ýmsu verði C Sömuleiðis þeir sem fást tilbúnir í verzlunum Stundum freistast maður ti! þess að kaupa hamborgarana tilbúna og mat- reidda á veitingastað. Ef fjölskyldan er stór er það dýrt spaug, en þá losnar maður við allt umstang og síðast en ekki sízt uppvaskið, sem er mörgum þymir í augum. Við kynntum okkur hvað venjulegur hamborgari með brauði kostar á nokkrum veitingastöðum. Gera verður greinarmun á veitinga- húsunum. Sum bjóða gestum sínum að sitja við borð og i öðrum verða gestimir annaðhvort að sitja við lang- borð á baklausum stólum eða geta alls ekki setið á meðan snætt er. Einn veitingastaðurirtn hefur m.a.s. vínveitingaleyfi, en það er Esjuberg. Á Aski við Suðurlandsbraut kostar 100 g hamborgari (helmingi stærri en „okkar” borgari) með brauði 790 kr, ogmeðöllu 1520 kr. Nýgrill við Völvufell selur sína hamborgara, sem vega um 100 g, á 490 kr. með brauði en á 1190 kr. með öllu. í Nesti í Austurveri kostar 50 g hamborgari með brauði 415 kr„ en 1045 kr. meðöllu. Á Halta hananum eru hamborgar- arnir 90 g og kosta með brauði 570 kr„ en 1170meðöllu. í Brauðbæ kostar 100 g hantborgari 690 kr. með brauði en 1390 kr. með öllu. Á kaffiteriunni á Loftleiðum er boðið upp á 85 g hamborgara, sem kosta með brauði 580 kr„ en 1180 kr. meðöllu. Á Esjubergi eru borgaramir einnig 85 g-og kostar 575 kr. með brauði en 1195 kr. meðöllu. „Með öllu" er átt við að skammtur af hrásalati. frönskum kartöflum og kokkteilsósu fylgir með i kaupunum. Á öllum stöðunum kostar sósan 200 kr. nema í Nesti, þar sem hún kostar 170 kr„ ogá Loftleiðum kr. 170. Salatskammturinn kostar 200 kr. á Loftleiðum, Halta hananum og Brauð- bæ. Kr. 150 I Nesti, 250 kr. i Nýgrilli og 210 kr. á Esjubergi. Skammturinn af kartöflum kostar 200 kr. á Halta hananum, 210 kr. á Esjubergi, 220 kr. á Loftleiðum, 250 kr. i Nýgrilli, 300 kr. í Brauðbæ og 310 kr. i Nesti. Þá er enn eftir þriðji möguleikinn i sambandi við hamborgara og það er að kaupa þá tilbúna og grilla þá síðan heima við. 1 Sláturfélagsverzlun á Bræðraborg- arstíg eru til um 50 g hamborgarar sem kosta 262 kr. stykkið. í Matar- deildinni í Hafnarstræti eru borg- ararnir 50 g og kosta 260 kr. og í Víði i Starmýri eru þeir 90 g og kosta 195 kr. stykkið. Í Víði fæst einnig nautahakk á 2.480 kr. kg. -A.Bj. „Þjóðarrétturinn”: Til eru þeir sem vildu helzt lifa á hamborgurum eingöngu. Þeir geta svo sem verið ágætir, en mörgum „matmanni” þykir einkennilegt að sjá alla borða þessa fæðu löðrandi I bleikri sösu! Heimatilbúnir hamborgarar á 146 kr. Reiknað með tveimur borgurumá mann ÞÁ-OGNÚ Margir eiga útigrill og ef nú er ekki tími til þess að nota það er alveg eins hægt að losa sig við gripinn. Annars er það oft svo að stundum viðrar betur á veturna en á sumrin til þess að grilla utandyra. Grillaðir hamborgarar hafa stundum verið kallaðir „þjóðarréttur” Islendinga. Þá er hægt að fá í hvaða „grill-sjoppu” sem er, hringinn i kringum landið. Sums staðar er þetta hinn versti matur en annars staðar prýðis fæða. Rétturinn á þó eitt sam- eiginlegt, hvar sem hann er keyptur, í Reykjavik eða á Akureyri, í Hnífsdal eða á Norðfirði, hann er alls staðar rándýr. Það er enginn vandi að búa sjálfur til hamborgara og grilla á svölunum eða i garðinum, nú eða þá bara á innigrillinu sinu, ef ekki viðrar til matseldar utanhúss. í hamborgara er vanalega notað hakkað nautakjöt og er reiknað með því hér og í þeim verðútreikningi sem við höfum gert. En vitanlega má alveg eins nota t.d. kindahakk eða blanda saman kinda- og nautahakki. Sums staðar má einnig fá nautahakk i II. verðflokki, en það munar 579 kr. á kg í I. og II. flokk af nautahakki, en það rýrnar nokkuð við matreiðsluna. 400 g nautahakk (eða annað hakk), I tsk. salt, 1/8 tesk. pipar, 1/4 tsk. HPsósa, 1 egg. Öllu er hrært saman í skál. Skipt í 8 jafnstórar kúlur sem mótaðar eru I kringlóttar þunnar kökur. Þær eru grillaðar i 3-4 min. á hvorri hlið eða steiktar á pönnu sem áður hefur verið smurðmeðoliu. Hamborgararnir eru bornir fram í þar til gerðum hamborgarabrauðum, en þau eru rándýr, kosta 60 kr. stk. Það má auðvitað notast við venjulegar franskþrauðssneiðar. Hvort sem notað er, þá er brauðinu brugðið aðeins á grillið eða pönnuna og það hitað, áður en hamborgaramir eru látnir inn í það og bornir fram. Með hamborgurunum er borinn fram hrár laukur eða steiktur, sinnep og sósur eins og hver vill. Gott er að hafa hrá- salat með. Búnir til úr I. flokks nautahakki kostar hver hamborgari 146 kr. „fokheldur” en þá er eftir að reikna með einu brauði á mann, 60 kr. Hann kostar þá um 206 kr. með brauðinu. Ef II. flokks hakk er notað kostar hver hamborgari um 117 kr„ eða 176 með brauðinu. Ef hins vegar er notað kindahakk kostar hver hamborgari ekki nema um 93 kr. án brauðsins eða 152 kr. meðbrauðinu. Þessir hamborgarar eru nokkuð litlir en það þykir miklu lystugra að hafa skammtana litla að ummáli. Reiknað er með tveimur hamborgur- um á mann. -A.Bj. Vert að athuga fleira en matvörur fyrir neytendur Margrét Eiríksdóttir hringdi: Hún lýsti ánægju sinni með þessa nýju neytendaþjónustu Dagblaðsins. sem hún kvað mjög þarfa þjónustu. „Mér finnst bara að það mætti svo sannarlega taka fleira til athugunar en matvöruna eingöngu,” sagði Margrét. „Um daginn þurfti ég á likþorna- plástri að halda og fór í apótek. Dr. Scholl-vörurnar eru jafnan hafðar á grind frammi í apótekunum og þeim er mikið haldið á lofti af afgreiðslufólk- inu enda eru þetta víst ágætisvörur. En mér þótti þær allt of dýrar og spurði hvort ekki fengist eitthvað ódýrara. Þá kom í Ijós að ofan i skúffu var Raddir neytenda heilmikið úrval af ágætis likþorna- plástri, miklu ódýrari! Ég hef líka tekið eftir að ef maður fær lyfseðil hjá lækn- inum eru lyfin ódýrari en ef læknirinn hringir i apótekið. Það þarf að greiða sérstaklega fyrir simalyfseðil. Ég er ekki viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir því. Einnig fyndist mér athugandi að DB kynnti sér gúmmistigvél sem til eru hér á markaðinum. Ég á sex börn og þarf því talsvert á gúmmístígvélum að halda. Hér á markaðinum er m.a. ein tegund af stígvélum sem er með kanti að ofan og siðan önnur tegund sem er ekki með þessum kanti. Á stíg- vélum nr. 42 sem kosta 6000 kr. mun- ar hvorki meira né minna en 3000 kr. á verðinu hvort kanturinn er á stígvél- unum eða ekki! Ég kom í búð um dag- inn með einum syni mínum og ætlaði að sjálfsögðu að kaupa kantlaus stíg- vél handa honum. Afgreiðslumaður- inn hélt þeim með kantinum mjög á lofti og sagði, svo sonur minn heyrði, „Þetta er það eina sem krakkarnir vilja.” Ég varð alveg bálreið að hann skyldi láta barnið heyra þetta. Mér finnst afgreiðslufólkið ýta svona nokkru allt of mikið að krökkunum og hafði orð á þvi við einn afgreiðslu- mann. Harðneitaði hann því og sagði að foreldrar virtust láta börnin stjórna sér algerlega. Það væri alls ekki af- greiðslufólkið sem ýtti undir börnin. Svona er ótal margt í okkar þjóðfé- lagi sem þarfnast athugunar og DB á þakkir skildar fyrir að ríða á vaðið með neytendaþjónustu.” Neytendaþjónustan okkar í DB er eiginlega ekki ný af nálinni, því viðhöfumalltaf af og til, frá upphafi, reynt að kynna ýmiss konar neytenda- mál í blaðinu, bæði gert verð.saman- burð og annað. í ágúst 1976 var gerður saman- burður á verði á hamborgurum á veitingastöðum. Það var fróðlegt að bera þann samanburð saman við verðið á hamborgurum i dag. í Ijós kemur að það hefur orðið mikil hækkun á þessum „þjóðarrétti” okkar, enda hefur kaupgjald í landinu hækkaðeinnig. Hamborgararnir á veitingastöðun- um eru ekki allir af sömu þyngd. Sjá grein hér á síöunni. -A.Bj. Ham- Fransk- Kokk- 5.ág. 1976 borg ar teils Salat Alls Kaffiteria, Loftl., 290 100 100 100 630 Esjuberg, R. 335 115 120 120 710 Askur 300 250 160 | 110 | 110 845 ■755 20. júní 1978 Kaffit. Loftl. 85 g 580 220 180 200 1180 Esjuberg, 85 g 575 210 200 210 1195 Askur, lOOg 790 250 220 260 1520 Nýgrill, Völvuf. 100 g. 490 250' 200 250 1190 Halti haninn 90 g 570 200 200 200 1170 Nesti, Austurv. 50 g 415 310 170 150 1045 Brauðbær, lOOg 690 300 200 200 1390 Ekki nógað koma með uppskriftirnan Hvarfæst nautahakkið? „Nautakjöt er til á allflestum stöðum, kannske ekki í sama mæli og áður, en það er jafnan nokkurt magn af því fyrirliggjandi hjá okkur,” sagði Vigfús Tómasson sölustjóri hjá Slátur- félagi Suðurlands í Reykjavík I samtali við DB. Við hringdum i nokkrar kjötbúðir í borginni — og reyndar í Mosfellssveit einnig. Ekki var nautakjöt alls staðar til, og heldur ekki hakkið. í Kjötbúð Suðurvers var til nauta- hakk á 2.759 kr. kg. Ekkert kjöt var til eins og er en væntanlegt á fimmtudaginn, þannig að það verður til í helgarmatinn, ef einhver ætlar að gera sér glaðan dag. í kjötbúðinni Borg var til alikálfa- hakk á 1940 kr„ en ekkert nautakjöt. í Kjöt og fiski, Seljabraut var til nauta- hakk á 2.261 kr. kg og smávegis af nautakjöti. í kjötmiðstöðinni við Laugalæk er til nautahakk á kr. 2.390. Þar er einnig til nóg af nautakjöti. Einnig er hægt að fá folaldahakk í Kjötmiðstöðinni sém kostar 815 kr. kg. í Kjörbíið Hraunbæjar fæst nautahakk, en ekki neitt nautakjöt. -A.Bj. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.