Dagblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNl 1978. Útgefandi: Dagblaflið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Rrtstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfultrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannas Reykdal. Iþróttir: Hallur Simonarson. Aóstoðartróttastjóran Adi Steinarsson og Ómar Valdimarsson, Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Guflmundur Magnússon, HaHur HaHsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ragnar Lár., Ragnhetflur Kristjánsdóttir. Hönnun: Gufljón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ari Kristinsson Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamle'rfsson, Hörflur VHhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. Skrrfstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorierfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeHd, auglýsingar og skrrfstofur Þverhotfi 11. AOalsími blaflsins er 27022(10 Hnur). Áskrift 2000 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skerf unni 10. Allir eru þeir eins Tilraunir stjórnmálaflokkanna hvers fyrir sig til að hræða fólk með sam- stjórn hinna flokkanna eru dæmdar til að mistakast. Flest bendir til, að ekki skipti máli, hvort hér verður eftir kosningar helmingaskiptastjórn, vinstristjórn eða ____________ nýsköpunarstjórn. Afdrif vísitölumálsins í hinni nýju borgarstjórn Reykjavíkur er gott dæmi um, að því meira sem hlutirnir breytast, þeim mun meira eru þeir eins. Hinn nýi meirihluti treysti sér ekki til að greiða tafarlausar vísitölubætur, heldur aðeins í áföngum á mörgum mánuðum. Þar með voru gerðir hins vinstri meirihluta í borgar- stjórn orðnar mjög svipaðar gerðum hinnar hægri ríkis- stjórnar. Það er rétt svo, að sjónarmunur sést, og er hann fremur til málamynda en raunverulegur. Þeir, sem eru í stjórn, hafa yfirleitt nokkurn veginn sömu stefnuna, hvort sem þeir eru kallaðir kommar eða íhald, eða eitthvað þar á milli. Sama er að segja um þá, sem eru í stjórnarandstöðu. Flokkarnir breytast sjálfir við að fara úr stjórnarand- stöðu í stjórn og úr stjórn í stjórnarandstöðu. í stjórnar- andstöðu eru þeir ábyrgðarlitlir yfirboðaflokkar. í stjórn eru þeir vanafastir, hugmyndasnauðir og bitlinga- gráðugir. Alþýðubandalagið byggði kosningabaráttuna í Reykjavík fyrst og fremst á vísitöluskerðingu ríkisstjórn- arinnar. Að kosningasigri loknum dró bandalagið í land og beitti sér fyrir málamiðlun, sem var miklu nær stefnu ríkisstjórnarinnar en kosningaloforðum Alþýðubanda- lagsins. Þetta bendir til, að vonlaust verði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að hræða kjósendur með nýrri vinstristjórn. Það býst enginn við, að vinstristjórn muni þjóðnýta neitt, né koma hinu svonefnda varnarliði úr landi. Enginn býst við, að vinstristjórn muni eyða sjóðum, því að þeir eru engir til hjá hægristjórn. Og enginn býst við auknum ríkisafskiptum, því að þau eru þegar komin í hámark hjá hægristjórn. Forustumenn stjórnarandstöðunnar geta ekki nefnt eitt einasta hugsjónamál,sem þeir muni standa og falla með í viðræðum um stjórnarsamstarf. Hið sama er auðvitað að segja um stjórnarflokkana. Af öllu þessu leiðir, að vonlaust er fyrir Alþýðubanda- lagið að hræða kjósendur með framhaldi núverandi helmingaskiptastjórnar. Hún mun hér eftir sem hingað til stjórna eins og vinstristjórnin gerði á sínum tíma. Allir eru til í allt, opnir í báða enda. Enda eru þeir allir eins, þegar til kastanna kemur. Hesturinn vard ráðherra Nýlega setti Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráðherra eina umsækjandann, sem ekki uppfyllti kröfur um menntun, í embætti skólameistara menntaskólans á Austurlandi. Þetta minnti dálítið á, að Kalígúla keisari gerði einu sinni hestinn sinn að ráðherra. Sennilega fær Vilhjálmur bezt umtal ráðherranna. Því má spyrja: Ef sá er hinn bezti, hvernig eru þá hinir? í rauninni er þetta allt sama bitlingatóbakið, aðeins mis- munandi þægilegt í daglegri umgengni. .....— 1 Valkostir alþingiskjósenda árið 1978 eru borgaralegt sjálfstæði eða dreggjar bolsévismans. Aðrir flokkar skipta þar ekki máli. Framsóknar- flokkur er að skreppa saman í svipaða stærð og Starfsmannafélag SlS í Reykjavik. Alþýðuflokkur fagnar nú tímabundnum dauðateygjum sem iðu- lega fara um flokkinn á rambi hans á milli grafarbakka. Aðrir smærri undir- verktakar G-listans á vinstri væng eru ekki líklegir til stórræða að þessu sinni. Borgarar gegn bolsévisma Breidd Sjálfstæðisflokksins í þjóðlíf- inu sýnir hann hafinn langt yfir mörk stéttarfélaga og hagsmunahópa. Þang- að leitar fólk sem vill treysta á eigið framtak í stóru og smáu en hafnar rík- isforsjá úndir ráðstjórn. Þeir fram- f~m" Loddaraskapur Alþýðuflokksins Kjallarinn ÁsgeirHannes Eiríksson bjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem máli skipta eru valdir í opnum próf- kjörum en ekki í erlendum sendiráð- um. Sjálfstæðisflokknum berst rekstr- arfé frá islenzkri borgarastétt en hvorki í dularfullum póstpokum eða úr fjarlægum samskotabaukum. Sjálf- stæðismenn útkljá deilumál sín í frjáls- um blöðum og fyrir opnum tjöldum en ekki með földum rýtingum að tjalda- baki. Fylkingamar sem skapa víðáttu Sjálfstæðisflokksins eru ekki alltaf á eitt sáttar um framkvæmd þjóðmála. í því felst styrkur flokksins. Hann hýsir allar skoðanir þótt einangruð minni- hlutasjónarmið hafi tímabundin und- irtök í flokksstjórn þessa stundina. Óánægðir sjálfstæðismenn mega aldr- ei láta slik innanrikismál letja sig til kosningaþátttöku sem varðar heill allr- ar borgarastéttar. Höfuðborgin féll undir ráðstjórn vegna hnefafylli af at- Enginn flokkur hefur mismunað meira fólki eftir pólitískum skoðunum en Alþýðuílokkurinn. Lengi vel var það skilyrði sett meðal verkalýðsfélag- anna, að menn væru flokksbundnir alþýðuflokksmenn, svo að þeir gætu notið réttinda félaganna. Þeir sem ekki vildu gangast undir þessi skilyrði voru annaðhvort reknir úr verkalýðs- félögunum eða fengu ekki inngöngu. Það kostaði margra ára baráttu manna eins og Hermanns í Hlíf að fá þessum ólögum hnekkt. í flokkslögum Alþýðuflokksins seg- ir, eftir þeirri útgáfu sem ég hef undir höndum, að tilgangi sínum hygggist Alþýðuflokkurinn ná með þvi að skipa alþýðuflokksmenn í embætti, ef flokk- urinn hafi aðstöðu til. Og fá stefnu- markmið sín hefur Alþýðuflokkurinn haldið betur en þetta höfuðboðorðsitt, að skipa alþýðuflokksmann í embætti, sé þess nokkur kostur. í Dagblaðinu fyrir nokkrum dögum las ég grein eftir formann Alþýðu- flokksins, þar sem hann reynir að slá Alþýðuflokkinn til riddara fyrir að vilja ekki „njósna” um persónuhagi manna. 1 því sambandi nefnir formað- "------------------------------------ Fáum höfundum hefir tekist það sem Halldór Laxness fer létt með í sögu Ólafs Kárasonar Ljósvíkings: Að lýsa í fáum orðum meginstefnu og lífs- viðhorfi1 margra þeirra er ráða at- vinnutækjum þjóðar vorrar og semja við hjú sín um kaup og kjör. Deilur verkalýðs og annarra launþega við atvinnuveitendur, sem svo eru nefndir, og ríkisvald þeirra, hafa fyllt dálka blaðanna undanfarið. Á vinnu- stöðum, heimilum og veitingastöðum ræða menn viðhorf og marka stefnu sina. Lítum nú á kafla þann i sögu HKL er til var vitnað í upphafi. Þar ræðast viö stassjónistinn Júel J. Júel, eigandi Sviðinsvíkur og framkvæmda- stjóri Viðreisnarfélagsins, Pétur Páls- son Þríhross: „Maður á að neita stað- reyndum ef þær koma sér illa, sagði stassjónistinn."..„Ef peningar eru einskisvirði og manneskjur eru einskis- virði og ekkert er nokkursvirði, hvað er þá einhversvirði? spyr fram- kvæmdastjórinn. Fiskur. Fiskur. Fiskur. Fiskur, endurtók fram- kvæmdastjórinn grátandi. Fiskur — og svo ekkert meira? Ekkert meira? Jú, auðvitað, sagði stassjónistinn. Hrogn og lifur er lika mikilsvirði. Slor og grútur er mikilsvirði. Jafnvel skítur er mikilsvirði. Það eru bara manneskjur sem eru einskisvirði. Og peningar ef þig vantar kvenmann. Grimur Loðin- kinni vill ekki hafa neinn helvítis sósíalisma.” Samningum rift Rikisstjóm Geirs Hallgrímssonar hefir nú um skeið, í kjölfar lagasetn- ingar, lokað fyrir allan útflutning á afurðum. Með riftun sinni á samning- um er launþegasamtök gerðu á liðnu ári, samkvæmt heimild i vinnulöggjöf og lögum um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna, hefir ríkisstjórnin gengið þvert á þá samninga og raskað „vinnufriði” er svo er nefndur þegar rætt er um þau samskipti „verkalýðs” og „vinnuveitenda” er hafa að markmiði að framleiöa vöru með gróða i þágu síðarnefndra! Hungraður lýður heimsþyggð- arinnar býður þess í ofvæni að verða mettaður. Geymslur fyllast af fiski, kjöti, mjöli og öðrum afurðum. Allt kemur fyrir ekki. Tindátarnir staðföstu í Garðastræti Vinnuveit- endasambandsins senda ræningja sína, með fulltingi ríkisstjórnarinnar, og neita að standa við gerða samninga. Þeir sitja fyrir gjaldkerum á út- bcrgunardegi, rífa upp launaumslög hvers vinnandi manns og skammta sér eftir forskrift Grundartangagrósserans er ákvað vinnulýðnum laun sam- kvæmt kveðlingi er Björn „daskur” kvað: „Margur ágirnist meira en þarf.” Þrjár líf haf nir Þó hafa þeir stjórnarherrar gert undantekningu frá útflutningsbanni sínu. Áfram er leyfður útflutningur til Kjallarinn Pétur Pétursson þriggja lífhafna: Freeport, Portúgal og Hundaeyja. Hvað ræður þvi? Jú, Flugleiðir mega ekki missa spón úr aski sínum. Mitt í öllu frelsis- tali og skrafi um frjálsa samkeppni býr félag þeirra við einræði og sjálfdæmi, að heita má, í flugi á Atlantshafs- leiðum til og frá íslandi. Ótalinn er milljónagróði er Flugleiðir tryggðu sér með kaupbindingu starfsmanna sinna og annarsverkalýðs. Árið 1976 hafði félagið þó skilað hundruðum milljóna króna tekjuafgangi, auk afskrifta. Túkall sem kom í leitirnar Lítum nú á lög þau er ríkisstjórnin lét setja á alþingi og verðbótaviðauka er ákveðinn er í reglugerð útgefinni hinn 7. marz 1978 og birt er i Stjórnar- tiðindum B 7 Nr. 104. Þar segir i töflu um vikulaun: Heildarvikulaun kr. 39000 — 39249 Verðbótaviðauki kr.2. Ekki vantar nákvæmni í niður- stöðum dæmanna. Hér er nú ekki slumpareikningur viðhafður. öllu rétt- læti skal fullnægt og frú Jústitiu skipað að vega uppá gramm það sem launaþrælum ber af „afrakstri at- vinnuvega og þjóðarbús.” Urskurður Hérastubbs bakara þjóðhagsst. var svolátandi: „Á vikulaun er nema kr. 39.000,00 skal greiða 2 krónur.” Hér er semsagt kominn túkallinn hans Péturs Þríhross. „Var ég búinn að gefa barninu túkallinn” sagði sá' frægi framkvæmdastjóri á dögum efnahagsviðreisnar Sviðinsvíkur. Innhverf íhugun Það dettur náttúrlega engum í hug að draga í efa svo visindalegar niðurstöður sem renna stoðum undir túkallinn i verðbótareglugerðinni. Enda liggur allt Ijóst fyrir. Ríkisstjórn- in á jafnan greiðan aðgang að öllu bókhaldi er varðar samskipti „laun- þega” og „vinnuveitenda”. Einkum þegar sanna þarf taprekstur. Allt annað verður uppi á teningnum ef rannsaka þarf bókhald þeirra fyrir- tækja er dregið hafa milljónatugi úr rekstri sínum og undan skatt- greiðslum. Þá skortir jafnan bókhalds- sérfræðinga til að fjalla um þessháttar. Málin söltuð árum saman. Engin þörf skjótra viðbragða, hvað þá laga- setningar. Nýlegt dæmi er það er Landsbankinn kvaðst ætla að leggja stund á innhverfa íhugun og baðst undan afskiptum yfirvalda, en gaf út

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.