Dagblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978. Samhjálp á sjó og landi við undirbúning Sjóralls’78: Keppendur og stjómendur bræða saman reglumar í sameiningu Samhjálp á sjó eru einkunnarorð stjórnarmenn Snarfara nokkurs konar Snarfaramanna. Að undirbúningi ramma fyrir keppnisreglur og fyrir- Sjórallsins unnu fulltrúar DB og komulag, en að því unnu voru væntan- Hópfundirnir hafa verið haldnir að Hótel Loftleiðum og svo skemmtilega vill til að I bæði skiptin hafa þeir verið I Leifsbúð, sem nefnd er eftir þeim foma Sægarpi, Leifi Eiríkssyni. Myndina tók Hörður af fyrri fundinum. legir keppendur kallaðir saman til skrafs og ráðagerða. Voru allar hugmyndir ræddar og reynt að kalla fram sem flest sjónarmið. Á grundvelli þessara umræðna hafa reglur svo verið mótaðar ein af annarri og er nú heildarmyndin nær alveg Ijós. Þetta fyrirkomulag var valið með tilliti til þess að sem flestir gætu sætt sig við endanlegar reglur og gætu a.m.k. komið á framfæri gagnrýni. Búið er að halda tvo slika hópfundi og hafa umræður verið líflegar og menn þar kynnzthverjiröðrum. G.S. Keppnin öllum Margir keppnisbátanna ekki komniráflot: Smíðað og lag- fært af kappi opin Blaðinu hefur verið bent á að ef til vill hafi ekki komið nægilega fram að Sjórallið er öllum opið til þátttöku, uppfylli þeiröll þátttöku- skilyrði. en ekki einskorðað við Reykvikinga eða Snarfaramenn. Nokkur dráttur hefur orðið á að kynna væntanlega keppendur í Sjórallinu eftir að Baldur og Hermann Jóhannssynir og Hafsteinn Sveinsson og Runólfur Guðjónsson voru kynntir. þvi veldur fyrst og fremst að flestir keppnisbátanna eru enn í smíðum eða til gagngerra endurbóta svo sem á vélar- búnaði. Þau mistök slæddust inn í frásögnina af Hafsteini og Runólfi að bátur þeirra, Flugfiskur 22, var sagður 24. en er 22 fet. Hér með eru tvö fet skorin af honum og sömuleiðis er hann hér með mjókkaður úr 3,5 m að breidd, sem allir kunnáttumenn hafa þegar séð að var prentvilla,niðurí2,5m. G.S. Unnið að smíðí keppnisbáts Gunnars Gunnarssonar hjá Flugfiski. Þessi bátur verður væntanlega sjósettur í vikunni. — DB-mvnd: R.Th. 36 ÖRYGGISATRIÐIFYRIR SJORALLIÐ Nú hefur verið gengið frá öryggis- reglum fyrir Sjórall Dagblaðsins og Snarfara og eru flest eftirtalin atriði sett sem skilyrði en nokkur upptalin sem æskileg um borð. Af eftirtöldu og með hliðsjón af því að bátarnir verða væntanlega að verulegu leyti í samfloti, hafa fróðir menn látið í Ijós ánægju með þessa hlið málsins. Á lista keppenda eru hvorki meira né minna en 36 atriði og var ekki örgrannt á því að sumum væntanlegum keppend- um yrði um og ó er þeir sáu listann og fóru að reikna kostnað við að fullnægja honum, en með samhjálp allra ætti það að takast og enginn að verða eftir fyrir það eitt að hafa ekki haft efni á einhverju. Eftirtalin atriði eru á listanum: Réttur áttaviti, bjargbelti fyrir alla um borð, slökkvitæki, bjarghringur, hnifur, sjó- kort, krókstjaki, lyfjaskrin, rekakkeri, neyðarblys, radarspegill, CB-talstöð, austurtrog eða skjólu, handdælu, báru- fleygur, neysluvatnskútur, vasaljós, góður hlífðarfatnaður, verkfæri og vara- hlutir, vara eldsneyti og olíur, þokulúður eða flauta, siglingaljós, ankeri af viður- kenndri stærð, gúmmibátur, fangalina og kaðlar, varmapokar, a.m.k. tveir á hverjum báti við upphaf keppni, keppnisbátar verði ekki undir 17 fetum, læknisskoðun fyrir ferðina, nýrnabelti, friholt, neyðarmatur, sjónauki, sjó- mannaalmanak, útvarpsmiðunarstöð og tékklisti til að fara örugglega yfir öll atriði. G.S. Island r I augum útlendings UM HÚSIN Reykjavík er hrein borg, enginn reykur i loftinu, ekkert rusl á götunum. Næstum öll húsin eru máluð í einum eða fleiri sterkum litum. Á vandri minu um borgarstrætin hef ég tekið eftir lita- samsetningum, sem engin borg getur státað af nema kannski Paris. En hvar eru annars allir íslenzku listmálararnir og arkitektamir? Reykjavik er annars mjög kassalaga borg. Öll nýrri húsin hafa þetta kassalag. Borgin i heild minnir mig á ægistórt safn af kubbum. Innan i hverjum kubbi er aragrúi af bókum. Kannski er hér fólginn leyndar- dómur kassabygginganna, — þær eru byggðar utan um bókasöfn fjölskyldn-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.