Dagblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978. Græn bylting í Galleríinu Um samsýningu í Gallerí Suðurgötu 7 Um þessa Listahátíö vill svo til að Galleri Suðurgata 7 á eins árs afmæli (og til hamingju með það....) og til að halda upp á þessa tvo viðburði hafa aðstandendur sett saman sýningu sem flestir þeirra taka þátt i. Sumartiminn er yfirleitt ekki heppi- legur til sýningarhalds. Almenningur virðist hafa um annað að hugsa og margir ungir listamenn verða að stunda einhverja erfiðisvinnu fram á haustið til að hafa ofan i sig og á. Þessi sumardeyfð setur svip á þessa sam- sýningu Gallerissins — suma duglega menn vantar, aðrir kasta til höndun- um og nokkrir nýliðar eru að þreifa fyrir sér. Á neðri hæð er m.a. Helgi Þorgils Friðjónsson með teiknimyndir sínar, þar sem alvaran er í lágmarki. Helgi litur liklega á listina sömu augum og Duchamp karlinn leit vísindi — þau voru honum „gaman- vísindi”, samsafn af reglum sem umturna mátti og endurskoða eftir þörfum, þar sem Duchamp gat ómögulega litið á þær sem algildar, heldur afstæðar. Spekúlantar Hin heilaga mælieining, meterinn, er t.d. byggð á priki sem er geymt undir lás og slá í Paris og Duchamp fannst hann sjálfur geta búið til aðra mælieiningu sem hann og gerði og lagði til grundvallar nokkrum verkum sinum. Nú, hvað Helga Þorgils viðkemur, þá virðist hann skemmta sér vel og eitthvað er hann að segja um umbreytingu, metamorfósis. Hannes Lárusson sýnir þama i fyrsta sinn, að ég held, en hann er af komseptmannaættum. Ljósmyndir '-hans og klöpp eru svosem lagleg verk tæknilega, en hjakka i sama fari og margir aðrir sem þarna hafa sýnt. Magnús V. Guðlaugsson er spekúlant i Myndlista og Handiðaskólanum og sýnir skrásetningar á ákveðnum viðburðum. Satt að segja eru skýr- ingar verkanna áhugaverðari en verkin sjálf, sem eru á vinsælli bylgjulengd. Gamanlist Þeir Eggert Pétursson og Ingólfur Arnarson hafa með sér „samstarf’ með tilheyrandi stimpli og afrakstur þess er með þvi skemmtilegra á sýning- unni. Gamanið er i fyrirrúmi hjá þeim, en þó fjalla þeir um óvenjuleg mál og tilvitnanir þeirra eru afar persónulegar, eins og i samlíkingunni „nögl-bátur”, beint úr goðafræði. Þeir félagar virðast til alls líklegir í framtið- inni. Yfirbragð verka Steingrims Eyfjörð er gamansamt, en tilgangur r þeirra hins vegar alvarlegri og hef ég áður reynt að lýsa vinnubrögðum Steingrims, sem byggjast á röksemda- leiðslu um pólitisk málefni og hug- myndafræði, með fjarstæðukenndu ivaft. Jón Karl Helgason þekki ég ekki, en hann á stórt verk á efri hæð og átta ég mig ekki á tilgangi þess, en einhvers konar endurspeglun er undirstaða þess. Friðrik Þ . Friðriksson sýnir litla mynd um „L” i orðinu „lýðræði” og allt í lagi með það en hins vegar eru verk Svölu Sigurleifsdóttur i einhverju ólagi fyrir einfaldlega notkun á and- stæðum og ósamkomulagi milli hins „maleríska” og hugmyndafræðilega í verkum hennar. Hátfkæringur Bjami H. Þórarinsson á sömuleiðis nokkra ódýra brandara i innsta her- bergi á efri hæð, þ.e. verk hans eru uppátæki án viðari viðmiðunar og djúprar hugsunar. „Græn bylting” hans er þó undanskilin og er eitthvað að gerast i því verki sem vert er að staldra við. Æ, já, — ég gleymdi verki Áma Páls á neðri hæð sem mér skilst að sé til minningar um Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara — einkenni- legur blendingur af harmi og hálfkæringi það. Myndlist w Framköllun hins ófyrirséða Um sýningu á verkum Kristjáns Davíðssonar íFÍM salnum LISTAHÁTÍÐ H - 1978 Kristján við eitt verkasinna. Gömulkona. Stóll. Landslag Um rætur myndrænnar sköpunar og þær hvatir sem að baki henni blunda eru menn ekki á eitt sáttir. í höfuðatriðum eru þó flestir sammála um það að sköpunin sé tilraun lista- manns til að finna sér fótfestu í sam- timanum, annaðhvort með tilvísun i veruleika hins sjáanlega eða með þvi að smiða sér huglægt stafróf. Þeir sem fara siðari leiðina skiptast í stórum dráttum i tvo hópa, — þá sem álita að rökvísi og kerfisbundin vinnubrögð séu undirstaða sköpunar og þá sem halda þvi fram að öll sköpun sé dular- full og óskiljanleg og lúti ekki neinum reglum öðrum en tilfinningum hvers listamanns. Dæmi um hið fyrrnefnda er hin geómetríska afstraksjón sem gengið hefur í gegnum öldina í mörg- um myndum, allt til Minimalisma og sériulistar. Hið siðamefnda birtist í vatnslitamyndum Kandinskys, i Súr- realisma og svo þeirri frjálslegu af- straksjón sem réði ríkjum i Frakklandi og Bandarikjunum eftir síðara stríð. Sinni hugsjón trúr Af íslenskum málurum hefur, að ég held, enginn verið eins trúr þeirri hug- sjón og Kristján Daviðsson og einnig held ég að engum hérlendum hafi orð- Kjörfundur í Reykjavík við alþingiskosningarnar 25. þ.m, hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 23.00. Talning atkvæða hefst þegar að kjörfundi loknum. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördegi verður í Austurbæjarskólanum. Yfirkjörstjörn Reykjavíkur 17. júni 1978. ið eins mikið úr henni og einmitt hon- um. Það var þvi fagnaðarefni að fá að berja augum litla yfirlitssýningu á verkum hans yfir Listahátiðina, í hin- um nýja sal FÍM við Laugarnesveg. Ber að þakka félaginu fyrir framtakið og óska því jafnframt til lukku með að- stöðuna sem óneitanlega bætir úr slæmri ávöntun. En að einu leyti olli sýningin mér vonbrigðum: mann lang- aði i meira eftir skoðun hennar, því salarkynnin henta varla til meiri hátt- ar úttektar á einum listamanni. Sýn- ingunni fylgdi svo smekkleg skrá ásamt formála eftir Kristján Karlsson sem lýsir ferli nafna síns á þróttmiklu og hnitmiðuðu máli sem hlýtur að vera okkur vesælum „listrýnum” öf- undarefni. Ærslafullur I Allur listferill Kristjáns Daviðsson- ar gengur út á það að frnna sterkum tilfinningum sinum farveg í samspili sterkra lita. I þeim tilgangi hefur hann verið óhræddur við samflot við ýmsa meistara og stefnur, kannski vegna þess að hann hefur fundið að þær voru ekki nema rammi utan um þann lita- skala sem best túlkaði tilfinningar hans hverju sinni. Þegar fyrirmyndirn- ar voru þess ekki lengur megnugar að „stemma af’ hrynjanda litanna, hik- aöi Kristján ekki við að mála sig frá þeim eða kúvenda yfir i frjálslegri form. Náttúran og hlutveruleikinn hefur reyndar aldrei verið langt frá listamanninum. Bak við ærslafyllstu litafantasíur er oftast eitthvað sem Kristján hefur skoðað, — fólk, hús og landslag og maður þarf ekki að vera mikill náttúruskoðandi til að sjá ber- lega skyldleika málverka hans við inn- viði náttúrunnar, hraungrjót, fjöru- borð, þúfur og fen, — en allt upp- tendrað og endurnýjað i öflugu lita- samspili. Stöku sinnum er þó eins og Kristján finni hjá sér hvöt til að byggja myndir sínar fastar, leggja út af „konkret” fyrirbærum. Þá koma til sögunnar borðin, stólamir og komm- óðurnar, glóandi af nýju lífi eða þá hausarnir, misjafnlega þekkjanlegir, oft hreinar ófreskjur i fáránlegum stil. Litur og spuni Með þvi að gefa sér „þekkjanlega” hluti, er listamaðurinn i raun að gefa sér bessaleyfi til enn frjálslegri útlegg- inga en ella með linu og lit, þar eð hann þarf þá ekki að hugsa um form- lega samsetningu samtímis litbrigðun-1 um. En hvað sem Kristján annars fjallar um, er áhorfandinn ávallt I beinu tilfinningalegu sambandi við myndir hans gegnum litina. Það er erf- itt að skýra i hverju „litaskyn” lista- manns felst, — helst verður hver áhorfandi að mennta sig I skoðun sjálf- ur. Kristján hefur óskeikult auga fyrir þvi hvaða litir fara saman til að magna hver annan og hvernig þessum litum þarf aö dreifa til aö þeir spili saman. En það er ekkert útspekúlerað eðai kerftsbundið við þessi vinnubörgð Kristjáns, — hann málar af fingrum fram eins og tónlistarmaður sem spinnur lagb'nur i kringum ákveðið stef. Nánari skrif um list Kristjáns verða að bíða stærri yfirlitssýningar hans, en þó er vert að minnast á nokkrar eldri myndir hans. Upphaf og þróun „Tvö andlit” frá 1934 sýnir hvaðan listamaðurinn fær fyrstu inspirasjónir sinar, — frá Finni Jónssyni og Jóni Stefánssyni. En um 1942 málar hann „Uppstillingu” undir áhrifum Snorra Arinbjarnar og Þorvaldar. Þó er los- arabragur á myndinni, — hin kúbiska beinagrind er líklega of strangleg til að koma honum til góða. Bandarikjadvöl- in 1945-47 veldur timamótum i list Kristjáns, eins og sjá má á myndum nr. 20 og 34. Þá finnur hann innblást- ur I siðari myndum Pikassós og það fer að bera á notkun hans á „frumstæð- um” stilbrigðum, barnateikningu o.s.frv. sem siðan leiddi beint út í „Dubuffet-myndirnar” svonefndu. Vissulega eru áhrif Dubuffets mjög sterk i myndum Kristjáns frá þessum árum, svo mjög að það jaðrar við stæl- ingar. Þó er ávallt að finna liti i þeim myndum sem einkenna Kristján ein- an. Um 1950 byrjar svo langt hlé á listferli Kristjáns, en 1956 er hann aftur koniinn I gang af fullum krafti og er klippimynd frá 1959 tilmarksum að hann hefur ekki staðnað I millitiðinni.. Verk hans eftir 1960 þekkja svo flestir þeir sem sýiílngar sækja. Þau eru flest „innblásin verk i fornri merkingu: framköllun hins ófyrirséða" svo notuð séu orð Kristjáns Karlssonar. Vist er að fáir listmálarar hérlendis koma manni eins skemmtilega á óvart eins og Kristján nær að gera hvert sinn sem hann sýnir verk sin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.