Dagblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNt 1978. 9 TOLF SINNUM REIS HALFUR SALURINN Á FÆTUR OG HRÓPAÐI: „HERRA FORSETI” ÍDB á blaðamannafundi með Jimmy Carterf Hvíta húsinu Fram og aftur um gangstéttina fyrir framan Hvíta húsið í Washington D.C. gekk maður með skilti, sem á var letrað: „Engin vopn til Tyrklands” og „Frjáls Kýpur”. í næstu byggingu við hliðina, Executive Office Building, var að hefjast blaðamannafundur með Jimmy Carter forseta. Búizt var við yfirlýsingu hans um að aflétta vopnasölubanninu til Tyrklands. Þótt enn væri hálftími þar til blaða- mannafundur forsetans ætti að byrja var hitinn af Ijósum sjónvarpsmann- anna orðinn griðarlegur i herbergi 450 á þriðju hæð þessa gamla, fallega húss. Ætlunin var að sjónvarpa fundinum beint um öll Bandarikin. Ljósunum var ekki einasta beint að ræðupúlti forsetans, heldur um allan salinn, enda átti þjóðin að fá að sjá fullmektuga fulltrúa „fjórða stjórnvaldsins” — press- unnar. Fimm sjónvarpsmyndavélar voru i salnum — sem er heldur minn.i en fundarsalurinn á Loftleiðum — og snúrur þeirra og leiðslur lágu um hann allan þvers og kruss. Leyniþjónustumenn gengu um salinn strangir á svip, nikkuðu til gamalla kunningja í hópi fréttamanna og skimuðu haukfránum augum til þeirra, sem þeir ekki þekktu. Fljótlega varð straumur fólks inn í salinn nokkuð stöðugur og allir báru nafnspjald í barmi, nema hvað að óvæntir gestir eins og ykkar einlægur voru með nafnlausa gestapassa. Það kom á óvart hversu margar konur voru i hópi fréttamanna og ungt fólk i meiri- hluta. Inn á milli voru þó veðraðir fréttahundar, sem höfðu séð marga forseta koma og fara og lengi skrifað um forsetaembættið. Fremstu sex-sjö sæta- raðirnar voru fráteknar fyrir fasta Hvíta húss-blaðamenn sem fylgja forsetanum eftir hvert sem hann fer. Siðustu 2—3 sætaraðirnar voru ómerktar. Kliðurinn í salnum fór vaxandi eftir því sem fleiri komu inn. Ljósmyndarar komu sér fyrir til hliðanna, tæknimenn óðu um salinn með tæki sín og snúrur, starfsmenn for- setaembættisins voru á þönum og leyni- þjónustumenn skófu undan nöglunum með eldspýtnabréfum. Þegar klukkan nálgaðist þrjú kyrrðist I salnum, sem var orðinn troðfullur og fengu ekki nærri allir sæti. Trúlega hafa verið nær tvö hundruð manns i allt þarna samankomnir. Talsverður munur á þvi og fjögurra-fimm manna blaðamannafundum hér heima. Andrúmsloftið var eftirvæntingarfullt, rétt eins og eitthvað afskaplega mikil- vægt væri um það bil að eiga sér stað. Þveginn og strokinn starfsmaður forsetaembættisins kom i fylgd með öðrum eins og báru þeir innsiglismerki forsetans á milli sin og komu fyrir framan á púltinu. Allt var tilbúið. Svo birtist forsetinn, hnetubóndinn Jimmy Carter, í gegnum hliðardyr á sviðinu. Allir risu á fætur. Forsetinn brosti sínu fræga, breiða. Hann virtist talsvert lægri og grennri en kosninga- myndirnar höfðu gefiö til kynna. Hann bauð fólki að fá sér sætiafturog sagðist vilja lesa tvær stuttar yfirlýsingar áður en hann svaraði spurningum frétta- manna. Á utanríkismálasviðinu hvatti Carter þingið til aðaflétta vopnasölubanninu til Tyrklands og til að styðja áætlun sina um vopnasölu til bæði Tyrkja og Grikkja, efnahagsaðstoð til Tyrkja og frekari neyðarhjálp við flóttamenn á Kýpur. i þjóðmálum talaði forsetinn um verðbólguna og hvatti til sparnaðar, einkum í opinberum framkvæmdum. Það er regla meðal blaðamanna sem skrifa um forsetann og Hvita húsið, að stóru fréttastofurnar, UPI og AP, fá að spyrja fyrstu spurninganna á fundum forsetans. Þegar Carter hafði lokið við að lesa upp yfirlýsingar sínar, bauð hann Helen Thomas frá UPI að leggja fyrir sig spurningu. Myndavélarnar klikkuðu stöðugt og kvikmyndavél á bak við ykkar einlægan suðaði og malaði eins og gamall fressköttur. íWashington Helen Thomas spurði forsetann hvort hann teldi aðCastro væri að Ijúga, þegar hann fullyrti að Kúbumenn hefðu engan þátt átt í innrásinni í Shaba-hérað i Zaire, og hvaða sannanir forsetinn hefði fyrir því að Castro hefði ekki reynt að koma í veg fyrir innrásina, eins og hann hefði sjálfur haldið fram. Carter sagðist ekki vilja munn- höggvast við Castro í fjölmiðl- um....Siðan hellti hann sér yfir kúbanska forsætisráðherrann og skammaði hann eins og óþekkan skólastrák. AP-maðurinn spurði næst um afstöðu forsetans til „skattauppreisnarinnar” i Kaliforniu, þar sem allsherjaratkvæða- greiðsla lækkaði fasteignaskatta um allt að30%. Forsetinn hlustar brosandi á fyrir- spyrjendur — nema þegar þeir verða gagnrýnir, þá stirðnar brosið breiða. Hann svarar reiprennandi og horfir beint á þann sem spurði. Þegar hann var búinn að svara varð allt vitlaust í salnum. Að minnsta kosti helmingur fréttamannanna stukku á fætur og hrópuðu: „Herra forseti!” Carter skimaði um salinn og benti loks ungri og snoturri stúlku i bleikum kjól að bera fram sína spurningi. Hinir settust. Þetta endurtók sig í hvert skipti sem forsetinn hafði svarað; hópurinn stökk á fætur og allir reyndu að ná athygli Carters. Næst valdi hann aftur stúlku á bleikum kjól — kannski er hann skotinn i stúlkum á bleikum kjólum. Spurningar fréttamannanna voru um margvísleg málefni — skatta, útnefningu einstakra embættismanna, hernaðarstöðu Tyrkja, stöðu Bandarikjanna í Afríku, Castro og Kúbu, fjárhagsaðstoð við New York borg, sovézka andófsmenn og eigin skattframtöl forsetans og fjölskyldu hans. „Þér hafið ekki, herra forseti, birt Fréttamenn reyna að ná athygli forsetans á blaðamannafundi í Washington. opinberlega skattframtöl yðar fyrir tvö siðustu árin, þótt þér hafið oft og iðulega talað um nauðsyn þess í kosningabaráttunni,” sagði einn frétta- maðurinn. Forsetinn vakti kátínu fréttamanna þegar hann svaraði því til að þessar upplýsingar lægju nú fyrir hjá blaðafull- trúa sínum en hingað til hefði staðið yfir endurskoðun á skattframtölum sínum. I Ijós heföi komið að hann skuldaði um 160 dollara i skatta af lifeyrissjóðs- vöxtum frá því að hann var fylkisstjóri i Georgíu, en ætti siðan inni 5—6000 dollara, sem hann hefði ofgreitt í skatta. „Við vorum að fá þessar tölur i morgun,” sagði Carter. „Konan mín kom til mín í hádeginu og sagði mér frá þessu. Nú þurfum við að borga þessa 160 dollara og fá siðan hina 5—6000 dollarana aftur.” Fréttamennirnir hlógu dátt. Alls svaraði Carter tólf spurningum og alltaf voru það jafn margir, sem stukku á fætur og hrópuðu: „Herra forseti” með uppréttar hendur. Þegar forsetinn hafði svarað tólftu spurning- unni sagði hann takk fyrir og gekk út. Fundurinn stóð i 33 mínútur. Fyrir utan var glampandi sól og hiti — en þó ekki eins heitt og í salnum. Maðurinn með skiltið fyrir utan Hvita húsiðvarfarinn. ó.vald. VILTU SELJA? VILTU KAUPA? Komdu í Chrysler-salinn. Þar er bílaúrval á boðstólnum. Ef þú vilt ekki notaðan bíl, þá eigum við einnig nýja bíla frá CHRYSL- ER. Við getum einnig selt notaða bílinn fyrir þig i okkar bjarta og glæsilega sýn- ingarsal. Ekkert innigjald. Þvottaaðstaða fyrir viðskiptavini. CHRYSLER ð i IIIOMI K Vhjmoulfi SIMCA | Oodgo Suðurlandsbruui 10. Símur 83330 - 83454 Auglýsing VÖRN GEGN VINSTRI STJÓRN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.