Dagblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ1978. Fjórirbiðu bana íRossario Fjórir argentinskir hermenn biðu bana þegar þyrla þeirra hrapaði rétt við leik- völlinn í Rosario en þyrlan var í öryggis- flugi vegna HM, skömmu fyrir leik Ar- gentínu og Brasilíu. Argentínumadur Bolungarvík sigraði Stefni, 3-1 Bolungarvík sigraði Stefni, Suðureyri, 3—1 í 3. deild íslandsmótsins um helg- ina. Leikurinn taldist heimaleikur Stefn- is en fór fram á Isafirði þar sem völlur- inn á Suðureyri er ekki leikhæfur. Stefnir fékk óskabyrjun gegn Bolung- arvík, skoraði eftir aðeins þrjár minútur. Liljar Hreiðarsson skoraði með skoti fyrir utan vítateiginn. Bolvíkingar sóttu i sig veðrið og Steindór Karvels- son Pálmasonar alþingismanns jafnaði metin með viðstöðulausu skoti, þrumu- fleyg. Bolvikingar sóttu mun meir og það kom ekki á óvart aö Alexander Þórs- son náði forustu fyrir þá og undir lokin skoraði Ingólfur Hinriksson, 3—1. Sanngjarn sigur, sem hefði getað orðið stærri. Karl Gunnarsson átti mjög góð- an leik fyrir Bolvíkinga og lagði upp öll mörkin. emm. FÖTBOLTI SUND pcninGAR msÐ núTímd Hönnun HANDBOLTI er viöúrkenning sem aldrei gleymist. - Ævilöng minning um góöan árangur. Við eigum verðlaunapeninga fyrir flestar íþróttagreinar. Glæsiiega hannaðir verðlaunapeningar, gull, silfur og brons DUGGUVOGI 2 REYKJAVÍK SÍMI 82274 Ramon Quiroga, markvörður Perú, er nú I heldur óþægilegrí aðstöðu. Ramon Quiroga, markvörðurínn, sem vakið hefur svo mikla athygli, er i raun Argentinumaður. Hann fæddist I Rosario, ólst þar upp og hóf að leika knattspyrnu. En hann áleit möguleika sina að að komast i landsliö Argentinu nánast enga, svo að hann gerðist ríkis- borgari i Perú. Þar leikur hann nú i landsliðinu — en i kvöld verður Quiroga milli tveggja elda. Hann ver Perú gegn föðurlandi sinu, Argentínu. Hann á að reyna að koma i veg fyrír, að Argendna komist i úrslit. Quiroga hefur vakið mikla athygli fyrir leiki sína. í S-Ameríku er hann kallaður E1 loco — eða hinn fifldjarfi. Það vakti mikla athygli þegar Quiroga fékk að sjá gula spjaldið fyrir að stöðva einn leikmanna Pólverja við miðju. Pólverjinn var að komast á auðan sjó þegar Quiroga tók í hann. Enginn markvörður i marki Perú, Quiroga var þátttakandi I spili Perú. Hann varði vítaspyrnu Don Masson og þá hófst upphafið að falli Skota. Perú sigraði siðan Skotland 3—1, íran 4—0 og gerði jafntefli við Holland, 0—0. „Ég held að Argentína komist í úr- slit,” sagði hann við blaðamenn í nótt. Quiroga fæddist í Rosario 1950. Hann var 19 ára þegar hann hóf feril sinn, með 3. deildarliði. Árið 1970 lék hann fyrir Rosdario í 1. deild og sama ár lék hann I úrslitum Bikarins gegn Boca Juniors en Rosario beið lægri hlut, 1—2. En Rosario fékk rétt til að taka þátt í keppni um S-Ameríkubikarinn og þá kynntist Quiroga knattspyrnu í Perú. Árið 1971 lék hann enn með Rosario I 1. deild en hann missti stöðu sina fljótlega hjá Rosario og félagið varð argentínskur meistari. Hann fór þá til Perú, lék með Sporting Cristal. Þar lék hann til 1976 en sneri þá aftur til Argentínu og hóf að leika með Independiente, frægu liði í Argentínu, í von um að finna náð fyrir augum Cesar Menotti, þjálfara Argentinu. En hann komst ekki I lands- liðshóp Argentínu og 1977 sneri hann aftur til Perú. Fékk ríkisborgararétt og varð þegar aðalmarkvörður Perú. Hann lék fyrsta landsleik sinn gegn Skotum í HM, og Perú sigraði 3—1. Quiroga varði vitaspyrnu Masson og allur heimurinn spurði: „Hver er þessi Quiroga, með hinn sérstæða mark- mannsstíl?” Það gekk sú saga í Argentinu I gær að Quiroga mundi ekki taka þátt í leiknum gegn Argentínu. Hann gæti einfaldlega ekki hugsað sér að leika gegn heimalandi iínu. En Calderon, þjálfari Perú, sagði: „Við erum allir Perúmenn og Quiroga einnig nú. Við munum leggja okkur alla fram. Þetta er ljótur orðrómur um að Perú muni láta Argentínu vinna.” Hvað verða margarþjóðir í úrslitum HM 1982 á Spáni? Þing Alþjóðaknattspyrnusam- bandsins, FIA, ákvað nýlega að 16, 20, 24 lið gætu tekið þátt i úrslitum HM framvegis. Hins vegar hafa Spánverjar ekki enn tekið ákvörðun um hvað gera skuli, en HM verður næst á Spáni 1982. „Við höfum ekki tekið ákvörðun enn. Það sem við viljum er gæði umfram magn,” sagði Paolo Porta, forseti knatt- spyrnusambands Spánar við fréttamenn i Buones Aires.Og hann bætti við. „HM á að færa saman beztu lið heims i knatt- spyrnu.” Greinilegt er að Spánverjar eru ekki hrífnir af tölunni 24 — hugsanlegt að 20 lið taki þátt I úrslitum HM á Spáni. Ramon Quiroga og Calderon. „Quiroga er nú Perúmaður,” segir Calderon en orðrómur skaut upp kollinum i gær að Perú ætlaði beinlinis að lofa Argentinumönnum að sigra, og sigra stórt. Quiroga er Argendnumaður og hann mun standa i marki Perú. „Ég vona að Argentina komist i úrslit,” sagði hann. BORÐTENNIS RATLEIKUR ARGENTÍNSKUR í HM-LIÐIPERÚ! — mætir Argentínu seintí kvöld ogí marki Perú leikur Ramon Quiroga, Hið glæsilega iþróttahús á Seifossi. Landsm iaraS — verður 21.-23. j keppendumogl Mesta iþróttahátfð tslands I ár verður að Selfossi 21.—23. júli. Þá verður landsmót Ungmennafélags ísalnds og verður keppt í frjálsum iþróttum, sundi, knattspyrnu, körfuknattleik, handknattleik, blaki, borð- tennis, starfslþróttum og glimu. Búizt er við að keppendur á Selfossi i júli verði um 1500 og að gífurlegur straumur fólks verði til Sel- foss þá helgi. Landsmót skipar nú veigamikinn sess í starfi ungmennafélaganna i landinu. Þau eru haldin þriðja hvert ár og sífellt eykst um- fang þeirra. Aðstaða að Selfossi er öll mjög góð þegar. Nýtt íþróttahús verður tekið I notkun, 22x44, glæsilegt hús. Þá er öll frjáls- iþróttaaðstaða. Góður grasvöllur með hlaupabrautum í kring, auk þess er malar- völlur og tvær sundlaugar, inni og úti. Gífurlegur fjöldi áhugamanna mun taka þátt í undirbúningi mótsins svo og starfi mótsdagana. Á mótinu á Selfossi verður í fyrsta sinn keppt í borðtennis og blaki á landsmóti. Starfsíþróttir skipa ávallt vegleg- an sess á landsmóti og nú verður endurvakin ný grein starfsiþrótta. Þaðer starfshlaup en í þvi hefur ekki verið keppt frá á Akureyri, 1961. Þeim er sigraði I starfshlaupinu var þá lýst, sem „handlögnum, fótfimum gáfu- manni”. Þá er keppt I hestadómum, jurta- greiningu, línubeitingu, dráttarvélarakstri Stjörnur álíka skær — jafntefli í stjöi GunnarssonarogM Skin „stjörnuliða" þeirra Magnúsar Torfasonar, iBK, og Hermanns Gunn- arssonar, Val, er álíka skært. Leikur lið- anna I Keflavik á þjóðhátiðardaginn sannar það ótvírætt. Eftir 80 mínútna baráttu í rigningarsúld á blautum gras-. vellinum skildu liðin jöfn, 1:1. Mark H.G.-stjarnanna skoraði eldingin Birgir Einarsson snemma í fyrri hálfleik. Skauzt á sinn gamla máta inn fyrir vörn- ina og sendi knöttinn fram hjá Gott- skálk Ólafssyni markverði. Lengi vel leit út fyrir að markið ætlaði að duga H.G.-stjörnunum til sigurs, þvi Björgvin Hermannsson varði öll skot sem á mark- ið komu frábærlega vel. Stjarna hans hefur þvi litið fölnað, þótt hárið haft eitt- hvað upplitazt eins og á fleirum sem ennþá halda því. Þegar nokkrar minútur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.