Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1978. 7 Austurríki: Trukkamir loka landamæmnum — vilja mótmæla nýjum vegaskatti Flutningabifreiðastjórar sem lokað hafa fimmtán austurrískum landa- mærahliðum í mótmælaskyni vegna hækkaðra veggjalda um þau hótuðu í gær að auka aðgerðir sínar og hefja þær annars staðar í landinu. Ferðir til Ítalíu og Vestur-Þýzka- lands frá Austurríki trufluðust mjög í gær af þessum sökum. Talið er að um það bil átta hundruð bifreiðastjórar hafi tekið þátt I aðgerðunum á bif- reiðum -sínum. Umferð til Tékkóslóvakíu og Ungverjalands truflaðist einnig. Sá lögreglan sér á timabili ekki annað fært en koma ferðamönnum yfir á bráðabirgðastöð á akri einum en þangað voru þeir látnir aka i hópum. Einu skoti hefur verið hleypt af í deilunni en það munu hafa verið mistök lögreglumanns. Fjármála- ráðherra Austurríkis hefur tilkynnt að stjórnin muni ekki beygja sig þrátt fyrir þessi mótmæli. Hafa yfirvöld varað ökumennina við og sagt að þeir gætu átt von á sektum fyrir tiltæki sitt. Nýja veggjaldið sem verið er að mótmæla kemur bæði niður á austur- rískum flutningabifreiðum of frá öðrum löndum. Austurrískar flutningabifreiðir sem þyngri eru en fimm tonn eiga að greiða fast mánaðargjald en annarra þjóða aðilar jafnvirði um það bil fimmtíu aura islenzkra fyrir hvert tonn, sem flutt er um austurríska vegi. Danmörk: FULLTRUIIDIAMINS ÁFRÝJAR DÓMNUM í iSTRABLAÐSMÁUNU — vill ekki liggja undir ásökunum um að vera fantur og fjöldamorðingi James Baba, sem fyrir nokkrum dögum var stimplaður fjöldamorðingi fyrir rétti i Danmörku, hefur ákveðið að áfrýja dómnum til hæstaréttar. James Baba er sendifulltrúi Uganda í Danmörku en hefur ekki verið þar að undanförnu og var ekki er Ekstra Bladet danska var sýknað af skaða- bótakröfu hans. Málið hófst á því að í Ekstrablaðinu birtust greinar þar sem fullyrt var að Baba væri einn af böðlum Idi Amins og hefði sézt drepa menn með byssu ogbareflum. Baba sendifulltrúi krafðist þess að blaðið yrði dæmt til að greiða honum bætur en undirréttur sýknaði blaðið, sem leitt hafði fram fjölda vitna máli sínu til stuðnings. Var Baba dæmdur til að greiða Ekstrablaðinu nokkrar milljónir I málskostnað. Sendifulltkrúinn var aldrei viðstaddur fyrri réttarhöldin sjálfur en nú hefur hann skipt um lögfræðing og talið er vist að hann hyggist mæta við málareksturinn fyrir Hæstarétti. Segir nýi lögmaðurinn, að vitnin í málinu hafi verið hlutdræg og til dæmis sé athyglisvert, að enginn af landflótta Ugandamönnum hafi gert eða sagt neitt, þegar tilkynnt hafi verið að James Baba ætti að taka við sendifull- trúastarfi i Kaupmannahöfn árið 1977. Jarðskjálftarnir í Saloniki I Grikklandi 1 lok siðasta mánaðar ollu miklu tjóni og vitað er meö vissu að tugir manna fórust og mikið af byggingum hrundi. Á myndinni sjást björgunarmenn reyna að grafa í rústum fjölbýlishúss sem hrundi til grunna. 28030 LAUGARDAGA KL. 2 5 16180 - OPIÐ KL. 10-6 - Fokhelt einbýlishús í Mosfellssveit ca. 134 fm. m/tvöf. bílsk. 4ra herb. íbúðir við Álfhólfsveg, Hjarðarhaga, Rauðalæk, Kóngsbakka. 3ja herb. íbúðir 'við Týsgötu, Skerjabraut, Loka- stíg, Blesugróf, Spítalastíg, Frakkastig, Skálaheiði, Karfavog og Merkjateig. 2ja herb. íbúðir við Týsgötu, Asparfell, Hraunbæ, Sogaveg, Blesugróf og Frakkastig. Toppíbúð (penthouse) við Krummahóla. Einbýlishús Hafnarfirð:. Vogunt, Vatnsleysu strönd, Stokkseyri. Hvolsvelli og við Laugarásveg. • Esjugrund lóð undir einbýlishús ca. I200fm. SKÚLATÚN SF. Fasteigna- og skipasala Skúlatúni 6,3. hæð Sölumenn Esther Jónsdóttir og Guðmundur Þórðarson, kvöldsími 35130. Lögfræðingur Róbert Árni Hreiðarsson. stillanlegir og tvívirk- höggdeyfar meö ábyrgð. Varahluta- og viðgerðaþjónustan er hjá okkur. SMYRILL HF., Ármúla 7, sími 84450, Verkamannafélagið Dagsbrún Orðsending frá Verkanannafélaginu Dags- brún til verkamanna á steypustöðvum á félagssvæði Dagsbrúnar: Samþykkt hefur verið að banna alla vinnu á steypustöðvum frá kl. 18.30 á föstudagskvöldum til venjulegs byrjunartíma á mánudagsmorgnum. Samþykkt þessi gildir til 17. september nk. Jafnframt itrekar félagið fyrri samþykktir Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Verka- kvennafélagsins Framsóknar um bann á vinnu í fiskvinnslu á laugardögum og sunnudögum. Stjórn Dagsbrúnar. • Klukkustundir. mín. III sek.. ö sek.. «K I sek. • Skeiðklukka. 1/100 úr sek. • Fvrir hád.. eftir hád. • Mánuður. dagur. vikudagur. • Sjálfvirk dagatals- leiðrétting unt mánaðamót. • Ljóshnappur til af- lestrar i mvrkri. • Ein rafhlaða, sem endist ea. 15 mán. • 15 sek. verk að skipta um rafhlöðu. • Ars ábvrgð og við- gerðarþjónusta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.