Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 11
11 \ DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ1978. Ef vonir Norðmanna rætast verða það óbeint norskar hendur sem knýja munu þessi hjól i framtiðinni. tækniaðstoð við. Hafa þeir þar einnig í huga að dreifa fjárhagslegri áhættu meira en ef allt yrði í eigu Sýrlendinga sjálfra. Auk þess eru Sýrlendingar áhugasamir um að ræða möguleika á tækniaðstoð á sviði olíuvinnslu. Spurt hefur verið hvers vegna i ósköpunum Sýrlendingar snúi sér til Norðmanna, smáþjóðar í Norður- Evrópu, þegar þeir fara að leita eftir frekari tækniaðstoð. Skýringin er talin sú, að Sýrlending- ar vilji fara að öllu með gát, er þeir hefji tæknisamvinnu við vestræn riki. Þeir hafi um langt árabil snúið sér til kommúnistaríkjanna í Austur- Evrópu í þessu tilliti en telji sig nú ekki fá þar nægilega mikla eða góða þjón- ustu. Noregur verði fyrir valinu vegna þess, að þeir hafi ekki sjáanlega neinna hagsmuna að gæta i Miðausturlönd- um og komi tæpast með að gera um fyrirsjáanlega framtið. Helzta vandamálið varðandi hina væntanlegu samvinnu Norðmanna og Sýrlendinga á tæknisviðinu mun vera hvernig fjármagna á starfsemina. Efnahagsástand í Sýrlandi mun vera heldur slæmt. Norska ríkið mun aftur á móti hafa sýnt góðan vilja til að ganga i ábyrgð fyrir þeim verkum, sem norsk fyrirtæki tækju að sér í Sýrlandi. Auðvitað með einhverjum skilyrðum um að greiðsla bærist þaðan einhvern- tíma. Annars virðist svo sem Norðmenn sjái fyrir sér gull og græna skóga er þeir ræða um möguleg Sýrlandsvið- skipti. Telja þeir svo góða möguleika á að þau verði aðeins fyrstu skrefin til frekari útþenslu i arabaríkjunum. Næst munu þeir nema land í hinum ríku olíulöndum og þá fari fjármagnið að streyma heim til Noregs. Næsta skref í málinu mun verða tekið i Osló í september næstkomandi. Þar verður haldin ráðstefna um orku- mál og þar verða allir helztu oliuráða- menn arabalandanna samankomnir. í fararbroddi verður auðvitað Yamani oliumálaráðherra Saudi-Arabiu. Telja Norðmenn víst að Sýrlend- ingar muni þá vilja ræða enn frekar um framtíðarsamvinnu og kannski munu aðrir arabaleiðtogar ræða málin við Norðmenn. Austur þar telja þeir mjög góða möguleika á milljarðasamningum og góðum atvinnutækifærum fyrir sér- fræðinga og tæknimenn. tilhliðrunarsamir við kommúnista um þau mál. En hvað segja Norðmenn, seljendurnir? í fyrsta lagi, þá voru þessir hafrar alls ekki ætlaðir til út- sæðis. Að svo hafi verið gert eru mikil og óskiljanleg mistök, segja Norðmenn. Þrátt fyrir það segja norskir sérfræðingar að illskiljanlegt sé að kornið hafi ekki spirað. Allt korn ætti að spíra ef það kemst i jörð og fær nægilega mikla vökvun. Nú er Noregur ekki eitt þeirra landa sem fyrst koma upp í hugann, er hugað er að komútflutningi. Svo er reyndar með þá að slikur útflutningur er ekki almennur. Vegna góðrar uppskeru í fyrra töldu þeir sig þó ekki hafa nægar hlöður fyrir alla uppskeruna og seldu þvi nokkurtmagn til Portúgalog víðar um Evrópu. /* VEÐURGUÐIR OG VINDGAPAR „ Veðrið erhvorki vontnégott varla kalt og ekki heitt. Það erhvorkiþurt né vott, það ersvosem ekki neitt. ” Jónas Haligrimsson. Þannig kvað Jónas, einn fremsti for- göngumaður veðurathugana á íslandi. Þegar sleppir efnahagstali, afla- brögðum og afkomuhorfum mun tor- velt að benda á umræðuefni er sé almennara en veðurfar og hefir svo lengi verið. Fyrrmeir hittust menn undir húsveggjum, himdu við gafla, rýndu á haf út, litu til fjalla og horfðu til himins í því skyni að segja fyrir um veður. Auðvitað voru sumir i hópnum öðrum fremri í því að spá í ferðir skýjanna, kunna skil á klósigum, fjall- sperringi, austantórum, blikum á lofti og öflum þeim er réðu táknmáli þvi er birtist á norrænum himni, skyggnum augum til glöggvunar. Á seinni árum heyrist oft rætt um veðurguði er ráði fyrir sól og regni, stýri þiðvindum og hnúkaþey eigi síður en hryssingi og hraglanda. Margur hefir velt þvi fyrir sér hvað við séátt. Þá er rætt er um veðurguði hafa menn ekki orðið á eitt sáttir um það og tilnefnt ýmsa í þau heiðurssæti. Nú hafa verið tekin af tvímæli. Það gerðist í aprílmánuði sl. Varafulltrúi Framsóknarflokksins í útvarpsráði, Markús Á. Einarsson fulltrúi í veðurfarsdeild Veð- urstofunnar gaf sig i ljós sem umbi lægðanna. Lýsti hann óánægju vegna umræðu i hljóðvarpi um veðurfar og hitastig á íslandi. Kvaðst mæla fyrir munn „margra starfsmanna Veðurstofunnar” er væri ami að „masi morgunþula” og lét bóka um það at- hugasemd i fundargerð útvarpsráðs. Að loknum „reiðilestri Péturs” er hann svo nefnir i grein í Visi, lét hann strika út bakhjarl sinn, „marga starfs- menn Veðurstofunnar” og stóð nú einn að mótmælum sínum. Síöar kom þó í Ijós, að hann átti hauk í horni þar sem var 13. maður á lista fram- sóknarmanna við borgarstjórnar- kosningar i Reykjavík. Er leitað var álits veðurstofustjóra reyndist hann sama sinnis. Mun hafa talið kosninga- horfur ískyggilegar en þó sýnu verra ef rætt væri um veðurhorfur i vor kuldum. Var helst að skilja, að það skyldi varða skóggangssök að minnast á hrafnagusu, svo ekki sé nú talað um sumarmálahret. Varð snemma Ijóst í viðræðu við veðurstofustjóra að hann leit á sig sem fulltrúa háþrýstings og veðurbiskup Vindheimastiftis. Kom það fram i máli hans að engum nema starfsmönnum Veðurstofunnar væri fært að fara með vindgapa og væru þeir reyndar hinir einu sönnu veðurvitar, enda með bréf uppá það. Hér voru þá komnir 2 veðurguðir, þeir er áður höfðu sveipað sig skýja- hjúpi og dulist í hógværð en birtust nú i mekt sinni. Kom þá viðmælanda í hug saga er höfð var eftir séra Bjarna Jónssyni þá er hann vitnaði i blessað barnið er sagði við móður sína: Mamma. Maðurinn i útvarpinu varað tala um lægð yfir Grænlandi og biskupinn yfir íslandi. Kemur þá ekki vont veður? Svo sem fram hefir komið höfum við morgunþulir nú um skeið fellt niður fyrri lýsingar er við sóttum í fregnir Veðurstofunnar. Auk þess fróðleiks er þar birtist jukum við gjarnan við fáorðum athugasemdum um það er við blasti á leið til vinnu, eða líta mátti úr gluggum Útvarpsins við Skúlagötu. Þóttumst við með þvi ganga til móts við fjölmennan hóp hlustenda er á allt sitt undir sól og regni. Við töldum þetta sjálfsagða þjónustu við hlustendur og þótt eigi hvíldi nein kvöð á herðum okkar um þessar upplýsingar varð það sá þáttur í starfinu er við töldum koma mörgum að gagni. Er þarflaust að rökstyðja það. Forn vinátta er með starfsfólki Veðurstofunnar og Útvarpsins. Má minna á það að lengi voru þessar stofnanir í nánum tengslum og greiður gangur milli starfsmanna þá er Ríkis- útvarpið og Veðurstofan voru til húsa hjá Landsimanum. Jón Eyþórsson var um langt skeið formaður Útvarpsráðs og tiður gestur og heimamaður i útvarpi. Þá varð Kjallarinn Pétur Pétursson síðar vináttu-og veðursamband á fjar- rita. þannig að Veðurctofan sendi fregnir sínar beint til Útvarpsins. Kom þá í hlut þula að lesa þær fregnir og var svo til skamms tima. Þurfti þá oft að senda leiðréttingar við spár og athuganir. Var þeim jafnan komið á framfæri. Stundum var þá skipst á gamanyrðum og glettni og má minn- ast þess með ánægju og þakklátum huga. Ter.esia Guðmundsson veður- stofustjóri sýndi mikinn áhuga á lestri veðurfregna. Hlutaðist hún til um að starfsstúlkur væru prófaðar í lestri og raddir þeirra hljóðritaðar svo velja mætti til útvarps veðurfregna. Fylgdumst við útvarpsmenn með þvi af áhuga. Máltækið segir að nýir siðir komi með nýjum herrum. í sparnaðarskyni var fellt niður fjar- ritasamband Veðurstofunnar við út- varpið og komið á beinum lestri veður- fregna frá Veðurstofunni. Um svipað leyti tók Markús Á. Einarsson veður- fræðingur sæti í útvarpsráði sem varafulltrúi Framsóknarflokksins. Auðvitað vildi hann hlutast til um veðurfregnir. í stað þess að koma að máli við morgunþuli og ganga gagnvcgi til góðvina og samstarfs- manna með vinsamlegum ábendingum kaus hann að koma aðfinnslum sinum á framfæri á út- varpsráðsfundi og kvarta undan „masi morgunþula”. Það er nú mjóg í tr-ku að ræða at- vinnulýðræði og að leggja beri stund á góða samvinnu starfsmanna og stofnana. Við lestur fundargerðar útvarpsráðs þótti okkur morgunþulum að óþarft væri að flokkspólitískir fulltrúar bæru fram kvartanir erunnt vat að koma á framfæri innan samstarfshóps og af- greiða þar i bróðerni. Við tókum þvi þann kost að láta reyna á það hvort menn væru sam- mála veðurfræðingnum er talar i umboði lægðanna. í sambandi við bókun MÁE í fund- argerð útvarpsráð vaknar sú spurning hvorl Veðurstofai hafi jafnframt borið fram kvörti n ' .i útvarp Banda- rikjahers á Íslandi er „masar” daglega um veðurfará Íslandi. Markús veðurfræðingur ritar grein í „Vísi” hinn 30. júni sl. „Ég fékk hálf- tíma reiðilestur frá Pétri” segir hann. Reiðilestur minn var efnislega það sem nú hefir verið rakið um fyrri samskipti starfsmanna Veðurstofunnar og þula Rikisútvarpsins. Það var nú allt og sumt. Eg sagði Markúsi i „reiðilestri" minum að ég saknaði jólakortaandan'- og góða samstarfsins er hann hefði þakkað okkur fyrir á hverri hátíð fyrir hönd Veðurstofunnar. Hægt hefði verið með éinu símtali að ræða um tilhögun veðurfregna og nema brott agnúa ef einhverjir voru. Af grein hans kemur fram að honum var annað i huga. Hann ætlaði „að blása” á okkur þuli. Ekki list mér nú samt þanmg á að hér sé hvitur stormsveipur. Miklu fremur tikargjóla. Útvarpshlustendur hljóta að fagna þvi að nú er loks orðið Ijóst hverjir eru veðurguðir á Islandi. „Þú skalt eigi aðra guði hafa” segir á öðrum stað. Sólguðirnir ráða ríkjum i Vind- heinii. Pétur Pétursson útvarpsþulur. UTVARPSMÁLI. Mér hefur borist til eyrna álit nokk- urra fulltrúa i útvarpsráði á masi morgunþulanna, Jóns Múla og Péturs, um veðrið. Ég gleðst yfir því að stjórnendur stofnunarinnar skuli ein- mitt láta sig skipta atriði eins og þessi, þvi að það er hægt að horfa fram hjá þeim — og margir stjórnendur stofn- ana kjósa þann kostinn. Það er oftast auðveldasta leiðin. Þegar litið er á mál þetta i heild þá er það miklu meira en vcnjuleg að- finnsla, nefnilega: Á starfsmönnum opinberrar stofn- unar, þar sem orð berast jafnhraðan og sögð eru á öldum Ijósvakans til allra sem hlusta vilja, að haldast uppi að masa um allt milli himins og jarðar um leið og dagskráratriði eru kynnt? Ég geng þess ekki dulinn að þeim, þulunum, gengur gott eitt til. Þeir vilja hrista drungann af hálfsofandi fólki. En það getur enginn verið alltaf og ævinlega skemmtilegur í masi sínu, ekki sízt þegar gengið er til sömu verka dag eftir dag. Þetta verður sem árátta sumra að tala og tala, að segja eitt- hvað áður en næsta plata er sett á fón- inn o.s.frv. Til dæmis hefur komiö fram gagnrýni á masi þula í sambandi við „göngur” og verkföll og þeir taldir hlutdrægir. Ég iegg ekki dóm á það hvort hér er urn réttm.eta ásökun að ræða eða ekki og bað þarf ekki að skipta máli því að aðalatriðið er þetta: Þulimir eiga ekki að masa og masa Og meðal annarra orða: Hafa þeir fengið leyfi til þessarar „mösunar” hjá húsbændum sinum? Mikilvægt starf Eitt mikilvægasta starfið í útvarp- inu er þularstarfið. Þar þarf að vera maður, sem margt hefur til brunns að bera og lýsi ég þvi ekki nánar nú. Ef vel á að vera þarf hver þulur að hafa sér við hlið gagnrýnanda og trúnaðar- mann, settan af menntamálaráðu- neytinu, sem þulurinn getur Ieitað til, til dæmis einu sinni i viku, og spurf um frammistöðu sína, hverju megi breyta og hvað laga. Það er ekki nóg aö stofna fyrirtæki og setja það í gang. Það verður að hugsa um framleiðsl- una og hafa hana fyrsta flokks. Stundum heyrir maður hina miklu „þörf’ sumra þula til að tala, eða koma einhverju að með sínum orðum. Það er til dæmis þegar þeir þurfa að leiðrétta eitthvað. Þá er leiðréttingin svo merkilega endurtekin að hún verður æpandi og þrautleiðinleg í eyrum manns. Ekki verður hér rætt um lestrarlag né hvimleiðan mislestur þula, en stundum virðist manni, svo sem eigi sé hægt að vikja manni úi þularstarfi hversu mjög sem lestri er ábótavant, til dæmis um svo auðsættatriði sem mislestur er. Hér má engu breyta né engan móðga heldur verður landslýð- ur að hlusta á og reyna að skemmta sér við næsta mismæli. Þula? Að lokum vil ég minnast á orðið þula sem stundum skýtur upp kollin- um, og ég hef heyrt konur i sjónvarpi nota um sjálfa sig og segja sjónvarps þula. Það var fengur að því þegar gamla orðið þulur var endurlífgað og féll i þá merkingu sem það hefur nú á meðal okkar. Og vissulega má líta á orðið þula svipuðum augum en orði verður sjaldan skipað til sætis i tungunni með rökum — þar ræður fremur smekkur manna. Mér finnst óþarfi að nota orðið þula i þessari merkingu sem ég gat um og auk þess verður það undarlega máttlil- ið, án allrar reisnar. \ Kjallarinn Gunnar Finnbogason Til þess eru tvær megin ástæður: 1. Nauðsynlegt er að gera mun á starfsheiti með þessum orðum þula og þulur. 2. Við höfum orðið þula í öðrum merkingum (algengum). Segja ma að fyrra atriðið samrýmist allra sizt kröfum nútímans og þvi finnst mér einsætt aö nota orðið þulur jafnframt um konur sem karla bæði i sjónvarpi og hljóðvarpi. Gunnar Finnbogason skólastióri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.