Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 24
Blasir rekstrarstöö vun við frystihúsunum? Stjórn S.H. og sjávarafurðadeild SlS hefur ákveðið að lækka núgild- andi verð til frystihúsa um 11 % frá 1. júlí. Ákvörðun um þetta var tekin í gær eftir að Geir Hallgrimsson forsætis- ráðherra hafði synjað tilmælum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sambands frystihúsa um að ríkis- stjórnin ábyrgðist greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði út júlímánuð. Á blaðamannafundi með fulltrúum frá S.H. og Sambandi frystihúsa í gær kom fram að rekstrartap frystihús- anna væri fyrir þessa verðlækkun 3— 4% af veltu og auðsætt að flest þeirra mundu stöðva rekstur að óbreyttu ástandi. Þá var upplýst að við ákvörðun fisk- verðs frá I. júní var áætlað að sjóðseign frystideildar Verðjöfnunar- sjóðs nægði til að inna greiðslur af hendi í tvo mánuði.Nú er komið í Ijós að svo er ekki. Breytingin stafar m.a. af aukinni framleiðslu og hærri greiðslu fyrir einstakar fisktegundir en ráðvarfyrirgert. Fulltrúar frystihúsanna létu þung orð falla i garð Seðlabankans, sem bæri að nokkru ábyrgð á því hvernig nú væri komið, þvi afurðalán hefðu ekki verið hækkuð, i samræmi við aukið útflutningsverðmæti freðfisks. GM „Reksturinn glórulaus” miðað við r m sr BX nyja veroið — segir Þórarinn Guðbergsson hjá ísstöðinm „Samkvæmt opinberum tölum var 3% halli á rekstri meðalfrystihúsa áður en til verðlækkunar kom á af- urðum frystihúsanna,” sagði Þórarinn Guðbergsson framkvæmdastjóri ísstöðvarinnar hf. i Garðinum I viðtali við DB í morgun. „Núna þegar fyrir- sjánlegt er að 11 % verðlækkun verður þá er heildarhallinn kominn í um það bil 14%. Þýðir það í daglegum rekstri að hægt er að g'reiða hráefni, vinnulaun og umbúðir en ekkert annað af rekstrarkostnaði. Allir sjá að slíkt er glórulaus vitleysa,” sagði Þórarinn ennfremur. Hann var spurður hvort þetta mundi jafnvel stöðva rekstur frystihúsanna á næstu dögum. „Enginn stöðvar rekstur frystihúss nú til dags á einum degi. Vegna togara og báta, sem eru á veiðum og fisks, sem verið er að vinna að ógleymdu þvi starfsfólki sem segja verður upp ef til slíkra örþrifaráða á að gripa tekur i það minnsta fjórar til sex vikur að stöðva reksturinn,” sagði Þórarinn Guðbergsson. Hann sagðist telja að frystihúsin yrðu flest stöðvuð i ágústlok að óbreyttu ástandi. Lausn þessa vanda frystiiðnaðarins hlyti að vera eitt fyrsta og brýnasta verkefni þeirrar ríkisstjórnar sem taka mundi við stjórnartaumunum. ÓG. ALLIR SAMMALA UM FORSENDUR YFIR 200 MANNS KYNTU ELDA SÍNA í VIÐEY „Það var engin ágreiningur milli Þjóðhagsstofnunar, Verðjöfnunar- sjóðs og Sölusamtaka frystihúsanna er þessi áætlun var gerð. Af þeim 1100 milljónum sem talið var að freðfisk- deild sjóðsins hefði til umráða var gert ráð fyrir að 200til 250 milljónir króna færu til greiðslu vegna framleiðsl- unnar fyrstu 5-mánuði ársins en nú er að koma i Ijós, sem ekki sást þá, að sú upphæð verður hærri og þvi eru peningar sjóðsins fyrr á þrotum en áætlað var,” sagði Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar í viðtali við DB í morgun. „Einnig er júnifram- leiðslan meiri en búizt var við.” Jón sagði nákvæma áætlanagerð í svona tilvikum ákaflega erfiða, enda væri markaðsverð ekki fyrir séð né aflamagn og aflasamsetning. Það væri hins vegar ekki kjarni þessa máls, heldur hitt að fjármagn freðfiskdeildar Verðjöfnunarsjóðs væri nú á þrotum hvort sem það reyndist vikunni fyrr eða síðar. GS. 217 manns tóku þátt i Viðeyjarferð Útivistar í gærkvöld. Hafsteinn Sveinsson sá um að flytja fólk milli lands og eyjar. Sigurður Líndal prófessor sagði sögu eyjarinnar og hlaðnir voru einir W S—10 bálkestir. Leiðsögumaður var Örlygur Hálfdánarson og sagði hann að ferðin hefði tekizt vel að öðru leyti en því að aðstaða í Sundahöfn væri mjög bágborin til að taka fólk um eða frá borði. — DB-mynd: Hilmar. Engin barnavemdar- nef nd í Reykjavík 1 Reykjavik mun nú ekki starfandi nein barnaverndarnefnd. Að sögn Jóns Magnússonar, sem gengdi embætti formanns nefndarinnar siðasta kjörtímabil, er hann ekki lengur formaður. Samkvæmt upplýsingum starfsmanna skrifstofa Reýkjavikurborgar verður ekki kjörin ný barnaverndarnefnd fyrr en á morgun, fimmtudag. Reykjavíkurborg er þvi án einnar mikilvægustu nefndar sinnar í nær 6 vikur. Er blaðamaður Dagblaðsins hugðist hafa t'al af Jóni Magnússyni sem for- manni Barnaverndarnefndar Reykja- vikurborgar, eftir að hafa fengið þær upplýsingar hjá starfsmanni borgar- skrifstofa að Jón gengdi enn því starfi, vildi hann engu svara. Brá Jóni reynd- ar mjög við þá fregn að blaðamaður teldi hann enn formann Barnavernd- arnefndar. Krafðist Jón þegar að fá að vita hvaðan blaðamaður hefði þá frétt, að hann væri formaður nefndarinnar. „Þá er engin barna- vemdarnefnd til." „Hafi Jón Magnússon sagt að hann væri ekki lengur formaður Bama- verndarnefndar Reykjavíkur, þá er engin barnaverndamefnd til.” Svo fórust m.a. orð Matthiasi HaraldssyniJ er hann var inntur þessa máls. Hann var einn nefndarmanna Bamavemd- arnefndar sl. kjörtímabil borgarstjóm- ar Reykjavikur. Matthías kvað þó um það getið i lögum, eftir þvi er hann bezt vissi, að barnaverndamefnd yrði að vera til staðar í hverju sveitarfélagi. Kvað hann undarlegt að manni eins og Jóni Magnússyni, sem er lög- fræðingur að mennt, væri ekki kunnugt um þetta. Matthías sagði nefndina hafa komið saman einum tvisvar sinnum eftir kosningar vegna brýnna verkefna. Þó hún samkvæmt þessu ætti ekki að vera til. Nú vaknar sú spurning hvort fundir þessir tveir á yfirstandandi kjörtima- bili hafi verið ólöglegir, þar sem Jón Magnússon sé, að eigin sögn, ekki lengur formaður nefndarinnar og nefndin þvi, eftir öllu að dæma, ekki starfandi, sem sagt: getur opinber nefnd, sem ekki er til, haldið fundi? JÁ. fijálst, úháð dagblað MIÐV1KLIDAGUR5. JÚLt 1978. Nauðgun- artilraun í Hljóm- skálagarði Nauðgunartilraun var gerð um miðnætti i nótt i Hljómskálagarðinum. Stúlka átti þar stefnumót við vinstúlku sina. Þegar sú síðarnefnda kom á staðinn var vinkonan illa farin eftir árásarmann, nakin og öll blá og marin. Maður sá sem henni vildi nauðga sást hins vegar ekki. Stúlkan var flutt á slysa- deild en meiðsli hennar eru ekki hættuleg. -DS. Skagafjörður farinn Honum brá í brún skemmtiferða- manninum, þegar hann kom niður á bryggju í gær og sá að skipið, sem hann sigldi með, var farið og sást hvorki tangur né tetur af þvi. Þetta var norska skipið Skagfjord sem lá hér á ytri höfn- inni i gærdag, mönnum til furðu í sól- skininu. Lögreglan miskunnaði sig yfir manninn og er hann nú hjá útlendinga- eftirlitinu. IngvarÁs- mundsson í 1-7 sæti á World-Open — íFíladelfíu. Gerði jafntefli við Byasis í úrslitaskák í nótt Ingvar Ásmundsson hafnaði í 1.-7. sæti á World-Open skákmótinu í Fíladelfiu I Bandarikjunum. Hann tefldi við Kanadamanninn Byaser í nótt og skildu þeir jafnir eftir fremur stutta skák. Árangur Ingvars er mjög góður en honum jafnir urðu. Byasis Westerinnen, Georghiu, Saltzmann, Sanz og Seirawan, allir 7 112 vinning. Margeir Pétursson hlaut 6 1/2 vinning, Jón L. Árnason og Helgi Ólafs- son 6 vinninga hvor. Jón L. Árnason tapaði í síðustu umferðinni fyrir stór- meistaranum Benkö en Helgi gerði jafntefli. Á World-Open kepptu 14 tslendingar og vinningaröð þeirra varð, 5 1/2, Benóný Benediktsson, Ásgeir Þ. Árna- son, Bragi Halldórsson, 5 vinninga, Guðni Sigurbjörnsson, Jóhannes Gisla- son, Jóhann Þórir Jónsson, Sævar Bjarnason og Leifur Jósteinsson. 4 1/2 vinning hlaut Guðmundur Ágústsson og Þórir Ólafsson hlaut 4 vinninga. Verðlaun voru rifleg í Filadelfíu, fyrir fyrsta sætið voru verðlaun 1.5 milljónir króna. Þeir Ingvar og Byasis tefldu hreip.a úrslitaskák, en jafntefli varð og því náðu fimmmenningarnir þeim að vinningum I efsta sætið. Jón L. Árnason/H. Halls. BANKASTRÆTI8 KaupiðV TÖLVUR > OGTÖLVUUR M

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.