Dagblaðið - 14.08.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1978.
9
Beirut:
Okunnlr tilræðis-
menn í Beirut
— áttatíu og sjö fórust er byggingin hrundi til grunna eftir sprengingu
Að minnsta kosti áttatiu og sjö
manns fórust í mikilli sprengingu sem
varð í átta hæða byggingu sem var i
eigu samtaka Palestinumanna i
Beirut.
Bygging hrundi nær til grunna
aðeins klukkustundu eftir að sá hluti
Palestínuskæruliða sem styður írak-
sljórn hafði lokið þriggja daga fundi
sínum. Var fundarefnið einmitt
ágreiningurinn innan skæruliða-
samtaka Palestinuaraba milli fundar-
manna og þeirra sem fylgja Yasser
Arafat að málum en hann er foringi
A1 Fatah hreyfingarinnar. Mikið
hefur verið um átök þessara tveggja
arma Palestinumanna og talið er að
minnsta kosti tuttugu manns hafi
farizt i átökum, sem urðu i flótta-
mannabúðum nærri Tripoli í lok
síðasta mánaðar.
Sprenging þessi vakti mikinn óhug i
Beirut þó þar kalli menn ekki allt
ömmu sína eftir sprengingar og borg-
arastyrjöld árum saman.
Byggingin sem sprengd var í
loft upp er algjörlega hrunin og
enn er leitað i rústunum þvi óttazt er
að einhverjir hafi grafizt undir. í
fyrstu var talið að stuðningsmenn
Yasser Arafat hafi staðið fyrir spreng-
ingunni. en síðar sagði í tilkynningu
PLF, sem styður írakstjórn, að engum
hluta hreyfingar Palestínuaraba væri
kennt um þennan verknað. Ekki hefur
neitt verið sagt um það opinberlega
hver ábyrgur kynni að vera en gefið
hefur verið i skyn, að þar geti Ísraels-
menn staðið að baki. Ekki hefur þó
verið gefin nein skýring á því hvernig
andstæðinga Palestinuaraba geti
komið fyrir sprengju, sem hefur verið
allt að 250 kilógrömm. i byggingu sem
gætt er mjög vandlega bæði dag og
nótt. 1 byggingunni voru bæði skrif
stofur samtaka Palestinuskæruliða og
ibúðir fjölskyldna forustumanna
þeirra og starfsmanna.
London:
Magga
komin
með
nýjan
Margrét Bretaprinsessa systir Elísa-
betar drottnmgar virðist hafa sagt
skilið við popparann Roddy Llewellyn
þrítuga. sem hún hefur verið i tygjum
við um skeið. í það minnsta fór hún
frá London í fylgd með Mario Durso
fertugum bankamanni af auðugra
taginu. Munu þau dvelja á setri
foreldra hans sem er á strönd Ítaliu
suðurá Napoli.
Ferð Margrétar til Miðjarðarhafsins
hefur verið staðfest af talsmanni
hennar i Kensington höll en sá fékkst
ekki til að segja frá hvert ferð hennar
væri heitið né hverjir væru samferða-
menn hennar.
Gengið var frá endanlegum skilnaði
prinsessunnar og Snowdons lávarðar í
maí siðastliðnum en þá höfðu þau
verið gift í átján ár og eiga 2 börn. í
fyrra og fram á síðasta vor umgekkst
Margrét prinsessa mikið Roddy
Llewellyn, sem er átján árum yngri en
hún og hefur auk þess ekki haft
nægilega gott orð á sér fyrir
prinsessuna að þvi að mörgum fannst.
Er talið að því sambandi sé nú að
Ijúka.
Erlendar
fréttir
REUTER
Enn
einn
loft-
belgur
reynir
yfir
hafið
Þrír flugkappar i loltbelg voru i
nótt kornnir tæplega þriðjung af 5120
km leið sem þeir hyggjast fljúga. frá
Bandarikjununt til Frakklátids. Allt
gekk eins og í sögu i nótt og ætluðu þeir
upp i 14 þúsund feta hæð með
morgninum. Þeir fljúga bclg sinunt. sem
er álika hár og 11 hæða hús. á vöktum.
einn er alltaf sofandi. Var mcðalhraði
belgsins um 32 kilómetrar i nótt.
Ekki er þó ástæða til fullrar bjartsýni
cnn. því hvorki meira né rninna cn fimm
menn hafa farizt i þeint 13 tilraunum.
sem reyndar hafa verið til loftbelgsllugs
á þcssari leið. Þá hafa flestir hinna lent í
hinum mestu svaðilförum og er þess
skemmst að minnast að tveir Banda-
rikjamenn nauðlentu belg sinum á lsa
fjarðardjúpi i fyrra.
London:
KARL BRETA-
PRINS FER í
VIÐSKIPTIN
Charles Bretaprins, sem nú stundar
laxveiðar i Vopnafirði þessa dagana,
ntun á næstunni hefja störf við
viðskipti samkvæmt fregnum sem
birtust i brezka blaðinu Sun í morgun.
Er þctta haft eftir ónefndum kunn
ingja prinsins, en hann sagði að prins-
inn hefði sagt sér að næstu mánuði
mundi hann taka við einhverjum
störfum Nviðskiptahverfinu i miðborg
London. Að sögn hefur Elisabet
drottning samþykkt ráðagerðir sonar
síns um að hann starfi við og kynni sér
viðskipti um tveggja eða þriggja ára
skeið.
Áður hefur Charles prins verið í
hinum ýmsu deildum brezka hersins.
Bæði i landher. flugher og flota.
Samkvæmt heimildum fyrir þessarri
frétt er ekki liklegt að prinsinn taki við
stjórnunarstörfum á viðskiptasviðinu.
Liklegt er að hann muni fara víða og
kynna sér bæði starfsemi opinberra
fyrirtækja og einkafyrirtækja á þessu
sviði.
Dagblað
án ríkisstyrks