Dagblaðið - 14.08.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 14.08.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1978. Hvað vita? Vinningar 10 liísjón- varpstœki Hvert litsjónvarpstœki að verðmceti kr. 400.000,- heildarverðmæti vinninga KR- 4.000.000.- Gleymdu kratar happdrættinu? „Einn af nýju krötunum” sagöi 1 slmtali: „Ég er einn þeirra sem yfirgaf Sjálf- stæðisflokkinn í tveim síðustu kosningum. Ég arkaði á fundi kratanna og kaus þá. Gott og vel, á fundinum í Háskólabíói seldi ung og. aðlaðandi stúlka mér happdrættis- miða. Dregið 14. júlí, lofuðu kratarnir á miðanum. Nú hélt ég að flokkurinn lofaði miklum bótum á siðferði almennt. Og loforð er jú loforð, hvort heldur það er á happdrættismiða eða einhvers staðar annars staðar. En þá bregður svo við að hvergi virðist minnst á happdrættið. Síma- númer á miðanum svarar aldrei þegar ég reyni. Eru kratarnir búnir að gleyma happdrættinu? Kannski eru þeir svo önnum kafnir við að mynda nýja stjórn, blessaðir mennirnir. Það er nú gott og blessað. En hvað um það. Ég keypti nú miðann aðallega til aðstyrkja flokkinn til dáða og kannski kom þúsund kallinn sér vel. Það vona ég einlæglega. Hitt er annað mál að mér finnst einhvern veginn að vinnings- númerin ætti að birta hið snarasta, annað sæmir ekki hinum nýja flokki sem skipaður er fjórtán fóstbræðrum með svo ótrúlega mikla kennd fyrir réttlætinu.” Svar: Eftir áreiðanlegum heimildum fengum við þær upplýsingar að vegna slæmrar innheimtu á seðlum sem sendir voru til stuðningsmanna flokksins var fenginn frestur til 15, september n.k. Sími 29244 er opinn frá kl. 9 til 17 alla virka daga. Skallinn, -þaó er staðurinn Ótal tegundir af ís. Gamaldags ís, shake og banana-split. Mjólkurís meö súkkulaöi og hnetum. Ummm.... í í-> Sögurnar um ágæti þessarar sendnu akrýlmálningar, HRAUN-málningarinnar frá Málningu h/f magnast með árunum,og hróður hennar eykst með hverju árinu, sem líður. Nú, eftir að HRAUN hefur staðið af sér íslenska veðráttu í rúmlega 10 ár, er enn ekki vitað um hinn raunverulega endingartíma þess, sé það notað rétt í upphafi. Þess vegna gerir þú góð kaup, þegar þú velur HRAUN á húsið. HRAHi málning'f Lækjargötu 8 Reykjavikurvegi 60 Hf. / :__________——■■ "Haflð þið heyrt um hjónin sem máluðu húsið sitt með HRAUNI fyrir 12 ánun, og ætla nú að endutrmála þáð í sumar bata lil að bieyta um lit.” Guðjón H. Pálsson Enginn kotbúskapur í Koti Hvað er veriðað byggja hér? Dettur stundum upp úr okkur þegar við ökum eða löbbum framhjá einhverjum nýbyggingum. Þess vegna ^ Það verður enginn kotbúskapur á kvikmyndagerðinni Koti þegar hún verður flutt inn í nýbygginguna sem kvikmyndagerðin Víðsjá er nú að reisa við Skipholt 31 í Reykjavík. Kot er sameign 16 kvikmyndagerðarmanna sem ætla að opna og reka stúdió í þessu húsi. Fyrsti áfangi kemst væntanlega i gagnið í haust, ef allt gengur eftir áætlun húsasmíða- meistarans Helga Valdimarssonar, múrarameistarans Grétars Kristjáns- sonar og pípulagningarmeistaranna Karls Samúelssonar og Guðjóns Jóns- sonar. Ómar Þór Guðmundsson og örnólfur Hall teiknuðu húsið með aðstoð verkfræðinganna Gunnars Rósinkranz, Steindórs Haarde,. Hallgríms Sandholt og Kristjáns Flygenring, sem önnuðust burðarþols- teikningar og loftræstiteikningar. Húsið er 5639 rúmmetrar, tvær hæðir og kjallari, samþykkt í Byggingarnefnd 11. marz 1976. — datt okkur það snjallræði í hug að kynna eða segja frá I stuttu máli hver byggir og hvað verið er að byggja á tilteknum stað í Reykjavík. Fyrsta Ljósmynd Ari. húsið sem sagt verður frá er Skipholt 31. O Ökukennsla Kennslubifreiðin er Toyota Cressida ’78 ógannað ekki Geir P. Þorvnar ökukannari. Stmar 19896 og 21772 (simsvari). ÍBÚAR í HJALTABAKKA 2- 32 EKKIÁNÆGÐIR ENN Ingibjörg I Hjaltabakka 2 hringdi og sagði, að blaðaskrifin um Hjalta- bakka 2—32 hefðu þróazt á annan veg en ætlazt hefði verið til. „Ég bjóst við að þeir hjá Miðfelli hf. gætu upplýst mig um hvenær þeir mundu ganga frá planinu þeim til sóma. ég hélt að þeirra sérgrein væri alls kyns steypu- vinna en ekki hvernig mæður í Hjalta- bakkanum gæta barna sinna. Annars get ég upplýst þá um að síðan þeir losuðu stífluna og settu ristina í hefur þetta verið í lagi en þá er bara að Ijúka við það sem á vantar svo allir verði ánægðir.” Ingibjörg sagði að Miðfell hf. ætti eftir að setja ristar í öll hin niðurföllin, mála bifreiðastæðin og hreinsa steypu- hrúgur. Þessu verki hafi átt að vera lokið 15. september i fyrra skv. samningum en því væri enn ólokið. Freyr Guölaugsson, gjaldkeri I Hjaltabakka 18—32 hringdi og vildi gera athugasemd við þau svör Miðfellsmanna sem birtust í DB fyrir nokkrum dögum, þar sem allri skuld- inni er skellt á börnin í Hjalta- bakkanum og talað um allt grjótið sem komið hafi upp úr niðurfallinu. Freyr sagði að þessi svör Miðfells- manna væru algjörlega út I hött. Það væri fráleitt, að allt það grjót sem sýnt er á myndinni hafi komizt ofan i niðurfallið eins og þeir væru að gefa í skyn. Hið rétta væri að þetta væru leifar af því grjóti sem Miðfellsmenn hefðu átt að hreinsa á sínum tíma en aldrei gert. Freyr sagði að mjög illa hefði verið staðið að þessu verki á allan hátt. Eyjarnar væru t.d. allar hornskakkar og varla gæti Miðfell hf. kennt börnunum um það. En fyrst og fremst væru íbúarnir óánægðir yfir að verkinu hefði aldrei verið lokið. „Þeir svara því alltaf til að þetta stafi af því að undirverktakar hafi séð um fram- kvæmdirnar,” sagði Freyr og bætti því við að þeir hefðu gert samninginn við Miðfell hf. og þá varðaði ekkert um undirverktakana. Það væri Miðfell hf. sem ætti að sjá um að samningurinn væri haldinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.