Dagblaðið - 14.08.1978, Blaðsíða 10
ia
BIABIÐ
frfálst, úháð dagblað
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. AGUST 1978.
Xltgofandi: Dagblaðið'hf.
Framkvœmdaatjórí: Svainn R. Eyjólfsson. Rrtstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfultrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar.
Jóhannes ReykdaL íþróttir HaNur Simonarson. Aðstoöarfréttastjórar. Atli Steinarsson og ómar
Valdimarsson, Handrit: Ásgrimur Páisson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sígurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs-
son, Guðmundur Magnússon, HaNur HaNsson, Helgi Pátursson, Jón^s Haraldsson, Ólafur Goirsson,
Ólafur Jónssortf Ragnar Lár., Ragnhaiður Kristjánsdóttir. Hönnun: Guöjón H. Pólsson.
Ljósmyndir: Ari Kristinsson Ámi Páll Jóhannsson, BjamleHur Bjamleifsson, HörGur VBhjólmsson,
Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Pormóðssðn.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Práinn Porieifsson. SölustjÓri: Ingvar Sveinsson. Dreifing
arstjóri: Már E.M. HaNdórsson.
Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiösla, áskriftadeid, auglýsingar og skrifstöfur Þverholti 11.
Aöalsimi blaðsms er 27022 (10 linur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðiö hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun:
^fVQkur hf. Skerfunni 10.
Ekki sprengja á trimmi
Viðskiptabardagar eru því miður
farnir að blossa upp milii vestrænna
ríkja. íslendingar hafa fengið að kenna á
evrópskum verndaraðgerðum i
japönskum stíl, svo sem Davíð Scheving
Thorsteinsson upplýsti í Sviss í vetur á
þingi Fríverzlunarsambandsins EFTA.
Samhliða þessum verndaraðgerðum er í vaxandi mæli
farið að bera á framboði vöru undir kostnaðarverði.
íslendingar hafa fengið að kenna á einum anga þessara
vinnubragða, er austurlandavörur eru fluttar hingað á
fölsuðum pappírum Fríverzlunarsambandsins.
Vestur-Þjóðverjar eru minnugir kreppunnar og
Hitlers og standa einna harðast gegn þessúm vinnu-
brögðum, sem hljóta að leiða til tjóns fyrir alla. Verndar-
aðgerðir og undirboð eins kalla á hliðstæðar aðgerðir
hinna, svo að um síðir sitja allir málsaðilar með sárt
ennið.
Hin harða alþjóðlega samkeppni þvingar fyrirtæki til
að bæta stöðugt reksturinn og leggja meiri framleiðni til
þjóðarbúsins. Þess vegna er nauðsynlegt að efla frí-
verzlun milli ríkja. Þetta eru Vestur-Þjóðverjar nú að
predika, en því miður ekki með nægilegum árangri.
Það má segja íslenzkum iðnrekendum og samtökum
þeirra til hróss, að fríverzlun hefur átt stuðning þeirra í
áratug. Aðildin að Fríverzlunarsambandinu og samn-
ingurinn við Efnahagsbandalagið hafa líka gert íslenzk-
an iðnað öflugri á þessum áratug. Hann er ekki lengur
sama viðkvæma stofublómið og áður.
Ekki er samt nóg að fagna þvi, er margar greinar
iðnaðar eru farnar að standa sig í harðri alþjóðlegri
samkeppni. Ýmsar blikur eru á lofti, sem stjórnvöld
verða að átta sig á svo að innlendur iðnaður sprengi sig
ekki á trimmi samkeppninnar.
Mesti vandinn er sá, að þrjár ríkisstjórnir i röð hafa
ekki efnt að fullu þau loforð, sem gefin voru, þegar
mnlendum iðnaði var á sínum tíma varpað út í hringiðu
alþjóðlegrar samkeppni.
Iðnaðurinn býr enn við lakari kjör en samkeppnis-
iðnaður annarra landa. Raforka er dýrari í smásölu hér
en í nágrannalöndunum. Opinber gjöld á iðnað eru fleiri
og hærri hér en í öðrum löndum. Og enn eru tollar
lagðir á sum aðföng iðnaðarins.
Þar á ofan nýtur iðnaðurinn enn ekki jafnréttis á við
sjávarútveg og landbúnað, þótt bilið hafi minnkað. Láns-
fjárhæðir eru lægri og lánakjör verri. Launaskattur og
aðstöðugjöld eru hærri. í rauninni hefur í áratug ekkert
verið gert til að láta fjármagn þjóðarinnar finna sjálft
arðbærustu viðfangsefnin.
Vegna vanefnda stjórnvalda á ýmsum slíkum sviðum
er nú nauðsynlegt að verða við tilmælum samtaka
iðnrekenda um tveggja ára lengingu á aðlögunartíma
iðnaðarins gagnvart erlendri samkeppni. Þessi ósk er í
hæsta máta hófsamleg og felur ekki í sér minnsta frá-
hvarf frá stefnu fríverzlunar.
Iðnaðurinn hefur á einum áratug breytzt úr stofu-
blómi í harðgerða útijurt. Slik breyting getur ekki gerzt í
einu vetfangi, því að þá er voðinn vís. Um þessar mundir
er hætta á ferðum, sem stjórnvöld verða að taka tillit til.
Nokkur lenging á aðlögunartíma getur ráðið úrslitum
um framtíð iðnaðarins og um leið framtíð ört vaxandi
i ijóðar.
Vestur-Þýzkaland:
Sonur Rommels á
möguleika sem arf-
taki Hans FHbingers
—margir hægri menn álita hann tækifærið til að sýna
f ram á að foringjar þeirra séu ekki allir fyrrverandi
nasistar
Margir þeirra sem heimsóttu Þýzka-
land eftir lok síðari heimsstyrjaldar-
innar veittu athygli og höfðu orð á
þeirri reiði og sárindum, sem þeir
töldu sig verða vara við hjá mörgum
Þjóðverjum. Þessi tilfinning virtist
vera mjög almennt útbreidd og einnig
meðal þeirra sem ekki höfðu neina
ástæðu til að reiðast. Niðurstaða
sumra var sú að þessi reiði stafaði af
kenningunni um santeiginlega sök
allra Þjóðverja á hryðjuverkunt nas-
ista á valdatima þeirra. Sú kenning
hafi aftur á móti ekki verið annað en
örvæntingarfull tilraun þeirra sem
raunverulega báru ábyrgðina til að
losa sig við sem niest af henni.
Tilraun Hans Filbinger forsætis-
ráðherra i Baden Wúrttemberg til að
sleppa við sinn hluta hefur mistekizt.
Rúmlega þrjátíu áruni síðar verður
hann að gjalda fyrir verk sin.
Maðurinn sem byggt hefur upp
stöðugt vaxandi fylgi Kristilega demó-
krataflokksins i Baden Wúrttemberg
og talinn var einna líklegastur flokks-
bræðra sinna til að hljóta útnefningu
til forsetakjörs I Vestur-Þýzkalandi er
fallinn. Hann varð að segja af sér emb-
ætti. Enn er hann þó formaður
flokksins i sínu heimalandi. Hæpið er
þó talið að þvi embætti gegni hann
lengi. Nasistísk fortið þykir ekki
ntönnum né flokkunt í Vestur-Þýzka-
landi til framdráttar, í það ntinnsta
komist slikt i hámæli.
Hans Filbinger hefur þó alls ekki
gefizt upp sjálfur við að verja gerðir
sínar. Hann hefur talið upprifjunina á
gerðum sínum sem dóntari í Noregi
vera ofsóknir gegn sér. Þar starfaði
Itann á vegum þýzka hernántsliðsins
og dæmdi nokkra þýzka herntenn til
dauða fyrir liðhlaup. Aðeins einum
dómnunt var þó fullnægt enda aðrir
hinna dæmdu flúnir til Svíþjóðar
undan Itendi þýzka hersins. Filbinger
hefur sagt að þessa dónia hafi hann
kveðið upp samkvæntt kröfu yfir-
boðara sinna og aðeins verið að gegna
skyldu sinni. Hann hafi auk þcss verið
búinn að gleyma því að hafa kveðið
nokkra þeirra upp.
Filbinger segist þvi aðcins hafa
verið samvizkusamur embætlismaður
að sinna sinum störfum. Aðrir sam-
þykkja ekki þessa skoðun forsætisráð-
herrans fyrrverandi. Kontið hefur i
Ijós að siðasta dauðadóntinum sem
Filbinger kvað upp var fullnægt að
hans kröfu eftir að Þjóðverjar höfðu
gefizt upp í Noregi. Lagði hann sér-
staka áherzlu á að honunt yrði full-
nægt og var meira að segja sjálfur við-
staddur.
Upphafsmaðurinn að vanda Hans
Filbinger var rithöfundurinn og blaða-
maðurinn Rolf Hochhuth. Sá maður
hefur lagt sig sérstaklega frarn um að
draga frant gamla nasista i áhrifastöð-
um og óþægilegar sögur frá timum sið-
ari heimsstyrjaldar.
Maðurinn sent segist hafa gleyrnt
dauðadómununt sent hann hafði
kveðið upp fyrir rúmlega þrem áratug-
urn hefur aftur á móti staðið vel í
stykkinu í starfi sínu i Baden Wúrt-
temberg. Ekkert vestur-þýzku ríkj-
anna hefur gengið jafn hart frant i þvi
að framfylgja atvinnulögunum
Iberufsverbot) gagnvart þvi fólki sem
ekki hefur sömu skoðanir á trú-
ntennsku við stjórnvöld og hann.
Ymsir vinstri menn I þeint hópi sem
Filbinger hefur talið hættulega hafa
óspart fengið að kenna á túlkun for-
sætisráðherrans fyrrverandi á þessum
untdeildu lögum.
Ekki bætti það stöðu Filbingers
þegar það var grafið upp að hann
hafði þegar á fyrri hluta fjórða ára-
tugsins verið farinn að líta hýru auga
til nasismans og meðal annars ritað
hólgrein um þá stefnu í kaþólskt tima-
rit. í þvi efni hefur Filbinger þó bent á
sér til varnar að margir þeirra sem þá
sáu nasismann i hlutverki bjargvættar-
ins hafi verið I góðri trú og séð að sér
síðar meir. Hann hafi lika ekki verið
nema tuttugu og eins árs er greinin
birtist. Ekki er annað sanngjarnt en að
fallast á þessa skýringu Filbingers þó
sá Ijóður^sé á henni í hans tilviki að
ekki verður séð að. hann hafi skipt um
skoðun á neinn hátt fyrr en við lok
heimsstyrjaldarinnar.
Þá er það spurningin um hver taka
rnuni við af Filbinger sem forsætisráð
herra og jafnvel formanns Kristilegra
demókrata i Baden Wúrttemberg.
Tveir eru taldir koma til greina.
Annar er innanríkisráðherrann.
Lothar Spáth flokksmaður frant I
fingúrgónta og löngunt hægri hönd
Filbingers við störf. Þykir nokkuð Ijóst
að við hugsanlega valdatöku hans
yrðu litlar breytingar. Hann er tálinn
ntunu fylgja flokkslinunni fram og þá
frentur hálda sig á ytri kantinum til
hægri.
Hinn vonbiðillinn I starfið er Man
fred Rontmel sonur eyðinterkurrefsins
gantla sem Hitlcr neyddi til að fremja
sjálfsmorð eftir að tengsl hans við
santsærismenn sem reynt höfðu að
rnyrða foringjann höfðu komið í Ijós.
Sonurinn flúði yfir til franska hersins
snemrna á árinu I945. Manfred hefur
verið framarlega í flokki frjálslyndari
flokksmanna kristilegra demókrata.
Hann er borgarstjóri í Sluttgarl, geysi-
vinsæll og hefur verið framarlega i
hópi þeirra sem gagnrýnt hafa Fil-
binger fyrir dauðadómana. Einnig
hefur hann gagnrýnt stefnu kristilegra
demókrala í málum sem varða öfga-
hópa og baráttu gegn þeim. Hann
hefur ekki stutt þá stefnu flokksins
ttt/7
ÓLAFUR
GEIRSSON
gegn sliku fólki sent byggzt hefur á
undantekningarákvæðum frá venju-
legum lögum.
Kunnugir segja að Manfred
Romrnel sé hið stóra tækifæri kristi-
legra. Með því að velja mann af hans
tagi gæti hægri sinnaðri flokkurinn í
Vestur-Þýzkalandi komið sér upp
„huggulegra andliti” gagnvart alheim-
inum. Þetta er það sent hinir
frjálslyndari i Hokki kristilegra dentó-
krata vilja. Þeir eru margir alls ekki
ánægðir rneð þá harðlínustefnu sem
flokkurinn rekur undir stjórn
Helntuth Kohl, formanns hans.
Flokksapparatið er aftur á móti með
Lothar Spáth fyrrverandi aðstoðar-
ntanni hins fallna forsætisráðherra og
líklegt er að hann sigri í keppninni.
Greinilegt er þó að hægri sinnaðir
Þjóðverjar eru farnir að vænta þess
tima þegar litið verði á þá sem heiðar-
lega ntenn en ekki fyrrverandi nasista.
Timaritið Die Zeit birti meðal annars
grein'til stuðnings Manfred Rommel
fyrirskömmu.
í umræðum urn mál Hans Fil
bingers og svipuð mál má þó aldrei
gleyma þvi að þar er verið að ræða unt
fortiðina. Ekki eru allir þó vissir unt að
andinn frá nasistatímanum sé dauður
og eru því enn hræddir. Samkeppnin
ntilli Rommels og Spáth er þess vegna
áhugaverð og þó svo sonur gamla
eyðinterkurrefsins tapi kannski að
þessu sinni er hann aðeins tæplega
fintmtugur og hefur tíntann fyrir sér.
Hans Filbinger var búinn að gleyma þvi smáræði að hann dæmdi nokkra þýzka
hermenn til dauða i Noregi rétt um það leyti sem síðari heimsstyrjöldinni var að
Ijúka mcð uppgjöf Þjóðverja.