Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.08.1978, Qupperneq 8

Dagblaðið - 15.08.1978, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978. I Járnblendið með úrelta Í5isrnl_ gerð af bræðsluofnum? Klippið miðann út og gcymið þar til allir tíu hafa birzt. - Senn liöur aö lokum Sumarf-et- raunar Dagblaösinx aö þessu sinni. Lesendur okkar allir f>eta tekiá þátt og reynt aö krœkja í sumaraukann í Grikklandi of> um borö i skemmti- feröaskipinu La Perla. Feröaskrifstof- an Sunna hefur séð um skipulag feröarinnar sem farin veröur í næsta mánuöi. Heraklion er ein prísku eyjanna og þanpaö veröur komiö i fcröalayinu, sem heppinn vinninyshafi hreppir, en hann yetur boöiö með sér einum tilsvo ekki vcróur hann einmana á ferðalap- inu. Myndin sem hérfylyir er einmitt af tveim unffum og sætum dömum um borö I fiskibát í hafnarmynni eyjarínn- ar. Ná er bara aö klippa út seólana og skrifa niöur blaösiöunámeriö á fyrir- söftninni. Þessa fyrirsögn er ad fínna íDBidagábk._ HÆGT AÐ FARA BIL BEGGJA. BÍLASALA Seljum í dag: Renault 16TL Renault 16TL Renault 16 TL Renault 12TL Renault 12TL Renault 12 Station Renault 12TL árg. '74 verð 1.650þús. árg. '73 verð 1.400þús. árg. '72 verð l.lOOþús. árg. '74 verð 1.450þús. árg. '74 verð 1.450þús. árg. '74 verð 1.550þús. árg. '73 verð l.lOOþús. Suðuriandsbraut 20. Sími 86633. Ung stúlka varð fyrir tilfinnan- legu tjóni á fimmtudaginn var. Hún var að koma frá Höfn i Hornafirði, þar sem hun hafði stundað sjómennsku. Var hún með launatékka að upphæð 243.391 kr. og var ætlun hennar að nota hluta af fénu til að bregða sér út fyrir pollinn. Þegar til Reykjavikur kom upp- götvaði hún fljótlega að tékkinn var týndur. Hefur hann ekki komið fram síðan. Lét hún bank- ann vita hvers kyns var en engu að siður getur bankinn ekki gefið út nýja ávisun fyrr en að nokkrum tima liðnum. Eru það tilmæli stúlkunnar að sá sem fann lékkann hafi samband við Dagblaðið og mun blaðið fús- lega gefa upplýsingar um hver eig- andinn er. Mun það að sjálfsögðu verða stúlkunni léttir. enda þarf hún þá ekki að fresta utanlands- ferðinni sem hún hefur beðið eftir meðóþreyju. -JBP — „Nýja gerðin enn á þróunarstigi,” segir fjármálastjóri jámblendifélagsins Þótt ný og betri gerð af ofnum sé komin fram mun járnblendiverksmiðjan á Grundartanga nota eldri gerð. „Varla boðleg nema í þróunarlöndum,” segir Iðnaðarblaðið um gömlu gerðina, en John Fenger fjármálastjóri járnblendi- félagsins er á öðru máli. Hann sagði í viðtali við DB, að gamla gerðin væri fullboðleg. Fyrst og fremst væri þó nýja gerðin enn ekki komin á það stig að við gætum tekið hana til notkunar. Norska fyrirtækið Elkem Spieger- verket hefur kynnt nýja gerð bræðslu- ofna, sem talin er bylting á sinu sviði. Fyrirtækið á eins og kunnugt er járn- blendiverksmiðjuna ásamt íslenzka rík- inu. Það hefur fengið einkaleyfi á nýju gerðinni. Hugmyndin byggist á því að ofninn er gerður í tveimur hlutum sem geta snúizt sjálfstætt hvor um sig i gagn- stæðar áttir. Þannig má losna við að hafa ofnana opna, þar sem ekki þarf að hræra upp i þeim með jöfnu millibili. Þessi nýja gerð hefur ekki einungis i för með sér orkusparnað, heldur verður mengun minni og mikið sparast í hreinsi- búnaði, segir i Iðnaðarblaðinu. Sparnaður i hreinsibúnaði einum getur numið milljörðum króna. John Fenger viðurkenndi að rétt væri að með þessum ofnum sparaðist mikið fjármagn, ef þeir reyndust eins full- komnir og tilraunir bentu nú til. En þeir voru „á algeru þróunarstigi” enn. Einn ofn væri i notkun i Noregi, um níu Sænski söngvarinn og presturinn Artur Erikson á íslandi: Eini presturinn sem lent hefur á vinsældalistanum Artur Erikson. Föstudaginn 18. ágúst er væntanlegur hingað til lands sænski presturinn og söngvarinn Artur Erikson scm kunnur er í heimalandi sinu og nágrannalöndum þess fyrir söng sinn. Artur Erikson mun koma fram á nokkrum samkomum á meðan hópurinn dvelur hér. Fyrsta samkoman verður i Skálholtskirkju laugardaginn 19. ágúst kl. 17.00. Sunnu daginn 20. ágúst og miðvikudaginn 23 ágúst verða haldnar samkomur í Nes kirkju i Reykjavík og þriðjudaginn 22 ágúst mun Artur Erikson syngja i Akur eyrarkirkju. Artur Erikson byrjaði ungur að syngja við guðsþjónustur og samkomur föður sins en hann starfaði fyrir Svenska Misjonsförbundet, og söngurinn og tón listin hefur fylgt Artur Erikson alla tíð síðan. Árið 1960 kom hann fram í hin- um sænska sjónvarpsþætti Hylands hörna og varð þá þjóðkunnur fyrir túlkun sina á andlegum söng og tónlist. Eftir 1960 hefur hann komið fram í fjöl- mörgum útvarps- og sjónvarpsþáttum og i mörg ár hefur oft mátt heyra rödd hans í óskalagaþáttum sænska útvarps- ins. Það var raunar lítil þjóðvísa sem kom honum í það hefðarsæti, sem Sviar nefna svensktoppen”, og hélt hann því sæti í 12 vikur samfleytt. Það hefur víst enginn annar prestur leikið eftir honum. Fimm gullplötur og tvær demantsplötur eru sýnilegur vottur um vinsældir hans meðal sænsku þjóðarinnar. enda hafa selst meira en 600 þús. eintök af hinurn 20 LP-plötum hans. Sjálfur segir liann að sönggáfan sé aðeins gjöf sem honum hafi verið trúað f.yrir, til þess að undir- strika hið eiginlega hlutverk hans, sem er að boða fagnaðarerindi Krists. Ættu flestir sem unna góðum trúar- legum söng og andlegri tónlist að nota tækifærið sem nú gefst til þess að hlýða á söng hans. - GAJ megavött, meðan við hefðu þrjátíu megavatta ofn. Þessa dagana væri þó verið að klára ofn af þeirri stærð sem við þyrftum. Við værum búnir að byggja hreinsibúnað fyrir eldri gerðina og mengun yrði mjög litil. Til mála kæmi að annar ofn járnblendiverksmiðjunnar yrði af nýju gerðinni, ef hún reyndist eins góð og vonir stæðu til. Fylgzt yrði með þróuninni og ákvörðun tekin í sam- ræmi við hana. - HH Fór of hratt íbeygju Þarna lá við að illa færi og heppni að ekki hlauzt tjón af. Vörubifreið hlaðin stórum trjá- viðarplötum fór heldur hratt i beygjuna hjá JL-húsinu á Hring- braut. Farmurinn allur kastaðist af bílnum. En hvorki mannvirki né fólk varð fyrir. Fá varð á vettvang vörulyftara og mannskap til að safna byggingarefninu saman og koma afturá bilinn. DB-mynd Sveinn Þorm. Viljum ráða réttingamenn, bilamálara og aðstoðarmann á málningarverkstæði. Bílasmiðjan Kyndill, símar 35051 og 85040. © Sumargetraun Dagblaðsins

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.