Dagblaðið - 19.08.1978, Side 1
stjórn fyrír Benedikt?
— stefnir frekar að minnihlutastjórn en vinstri stjórn þriggja flokka
Lúðvik Jósepsson kann að mynda
rikisstjórn „fyrir Benedikt Gröndal”
með svipuðum hætti og Ólafur
Jóhannesson myndaði stjórn fyrir
Geir Hallgrimsson fyrir fjórum árum.
Líkiegast er talið að takist sam-
komulag milli Alþýðubandalags og
Alþýðuflokks, muni það verða Bene-
dikt fremur en Lúðvík, sem verður for-
sætisráðherra.
Lúðvík er frekar að reyna að mynda
minnihlutastjórn Alþýðubandalags og
Alþýðuflokks en vinstri stjórn þriggja
flokka með Framsóknarflokknum.
Alþýðubandalagsmenn telja að erfitt
verði að hemja alþýðuflokks- og fram-
sóknarmenn saman i rikisstjórn. Þá sé
betra að hafa hlutleysi Framsóknar
utan stjórnar. Þetta er þó enn óráðið
eins og fleira í stjómarmynduninni og
formlegar viðræður flokkanna þriggja
hefjast klukkan tiu árdegis i dag.
Mikið var um fundarhöld i gær.
Lúðvík og Benedikt ræddu við fulltrúa
flokka sinna hjá Alþýðusambandinu
klukkan tvö og Bandalagi starfsmanna
ríkis og bæja klukkan hálf þrjú.
Samtímis voru aðrir flokksmenn
þeirra á fundum annars staðar og
hlýddu á Jón Sigurðsson forstöðu-
mann Þjóðhagsstofnunar, sem fjallaði
um lausnir efnahagsvandans og eðli
hans. Síðan hélt Alþýðubandalagið
miðstjórnarfund í gærkvöldi.
-HH.
Fyrstu
kartöflurn-
arúr
Þykkva-
bænum
komu í gær
— horfuráaö upp-
skera verði í
meðallagi í sumar
Sigurður Tryggvason verkstjöri med nýju
kartöflumar úr Þykkvabænum. DB-mynd
Bjamleifur.
Fyrstu íslenzku kartöflurnar í
sumar bárust Grænmetisverzlun
landbúnaðarins í gær úr Þykkva-
bænum. Það voru fjögur tonn og
verður þeim dreift i verzlanir, náist
samkomulag um verð. Ekki liggur
enn fyrir verðákvörðun sexmanna-
nefndarinnar, það er haustverð.
„Uppskeran í sumar ætti að
verða nokkuð svipuð og i
meðalári. Tið var erfið i. vor en
batnaði verulega í júlí og ágúst
hefur verið hlýr þó ekki hafi hann
verið sólarmikill. Kartöflugrösin
hafa tekið vel við sér og stefnir i
þokkalegt kartöfluár,” sagði Páll
Guðbrandsson, bóndi í Hávarðar-
koti í Þykkvabæ, i viðtali við DB i
gær.
Fyrstu kartöflur í sumar i
Þykkvabænum voru teknar upp á
fimmtudag og fóru á markað i
gærmorgun. Nú eru á markaðnum
italskar kartöflur en birgðir af
þeim eru nú litlar, um vikubirgðir.
Haustverð sexmannanefndarinnar
mun liggja fyrir um mánaðamótin.
H. Halls.
Kvaðzt í flugskýli
,,....og vinir berast burt með tfmans straumi...” Hér er kveðjustund i flugskýli á
Keflavikurflugvelli. Karl Bernstein sem verið hefur yfirmaður varnarliðsins á
Vellinum f tvö ár kveður Geir forsætísráðherra og Einar utanríkisráðherra. Ekki
er vitað hvað fór þeim á milli. DB-mynd Ari.
Hvað er í
pokanum,
Lúðvík?
„Þetta verður allavega stjórn sem
hefur meirihluta þjóðarinnar að baki,”
sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Verkamannasambandsins, þegar
DB hitti hann i þann mund er fundur
ASÍ-manna með Lúðvik Jósepssyni og
Benedikt Gröndal hófst í gær. Þannig
svaraði Guðmundur spurningunni um
hvort vænta mættí vinstri stjórnar
þriggja flokka eða minnihlutastjómar
Alþýðubandalags og Aiþýðuflokks. —
DB spurði nokkra þingmenn um gang
mála og horfur.
Sjá bls. 5
Fótboltaliðiðá
hafréttar-
ráðstefnunni:
Kostnaður-
inn a.m.k.
$-6 milljónir
króna
— baksíða
Áskrift
getur
gefið
hnatt-
ferð
— efþúgerist
áskrifandi að
DB um helgina
Áskrifendum Dagblaðsins hefiir
fjöigað til muna i sumar og mun
það styðja og styrkja útgáfu
blaðsins. Eftir helgina verður
dregið um stœrsta ferðavinning
sem sögur fara af hér á landi,
hnattferð í 30 daga fyrir tvo
farþega, auk einkafararstjóra sem
er ferðalöngunum til reiðu. Tölvan
okkar mun um helgina hafa œrinn
starfa við að koma nýjum áskrif
endum inn I kerfið. Dregið verður
úr nöfiium áskrifenda sem berast
fyrir lokun á sunnudagskvöld.
Áskriftasíminn okkar verður
opinn til kl. 141 dag, en frá kl. 14
til 22 á morgun. Og áskrijtasiminn?
Hann er 2— 70—22.