Dagblaðið - 19.08.1978, Page 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978.
Ritari óskast
Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða
ritara semfyrst.
Upplýsingar um starfið gefur statfs-
mannastjóri.
Rafmagnsveitur rikisins
Laugavegi 116, Reykjavfk.
Starfsmaður
til afgreiðslu
Vinnufatabúðin, Hverfisgötu 26, óskar eftir
góðum afgreiðslumanni. Upplýsingar í
búðinni á mánudag kl. 10—12. Vinnufata-
búðin.
Kennarar
Almennan kennara vantar að grunn-
skóla Akraness. Upplýsingar í skólanum
í síma 93—2012 og hjá yfirkennara í
síma 93—1797.
Skólanefnd.
Lögtaks-
úrskurður
Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjald-
föllnum og ógreiddum þinggjöldum
ársins 1978 álögðum í Hafnarfirði,
Garðakaupstað og Kjósarsýslu, en þau
eru: tekjuskattur, eignarskattur,
kirkjugjald, slysatryggingagjald
v/heimilisstarfa, iðnaðargjald, slysa-
tryggingagjald atvinnurekenda skv. 36.
gr. laga nr. 67/1971, lífeyristrygginga-
gjald skv. 25. gr. sömu laga, atvinnu-
leysistryggingagjald, almennur og sér-
stakur launaskattur, kirkjugarðsgjald,
iðnlánasjóðsgjald og sjúkratrygginga-
gjald. Ennfremur fyrir aðflutningsgjaldi,
skipaskoðunargjaldi, lestargjaldi og vita-
gjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bif-
reiða og slysatryggingagjaldi ökumanna
1978, vélaeftirlitsgjaldi, áföllnum og
ógreiddum skemmtanaskatti og miða-
gjaldi, söluskatti af skemmtunum,
vörugjaldi af innl. framl. sbr. 1.65/1975,
gjöldum af innlendum tollvöruteg-
undum, skipulagsgjaldi af
nýbyggingum, söluskatti, sem í eindaga
er fallinn, svo og fyrir viðbótar og auka-
álagningum söluskatts vegna fyrri tima-
bila.
Verða lögtök látin fara fram án frekari
fyrirvara á kostnað gjaldenda en ábyrgð
ríkissjóðs, að 8 dögum liðnum frá
birtingu úrskurðar þessa, ef full skil hafa
ekki verið gerð.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og
Garðakaupstað.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
17. ágúst 1978.
Fegursti
garðurí
Kópavogi
Samansafn
af ísland i
„Við höfum reynt að hafa garðinn
sem náttúrulegastan og fjölærastan
hann er eins og samansafn af Islandi,”
sögðu hjónin Gunnar S. Þorleifsson og
Hildur Kristinsdóttir sem fengu í
síðustu viku viðurkenningu bæjar-
stjórnar Kópavogs fyrir fegursta garð
honum í Ijós. Jarðýtumanninum leizt
ekkert á málið þegar alltaf kom upp
meira og meira og sagðist vera farinn í
kaffi. Svo við ákváðum að láta stein-
inn vera þar sem hann er.”
Lóðin þeirra Hildar og Gunnars er
um 900 fermetrar að stærð. Hún
gróðurinn stutt á veg kominn og hefur
þroskazt mikið síðan, nóg til þess að
skapa fallegasta garð i Kópavogi. „Það
fer nefnilega að verða lífvænlegt hér í
Kópavoginum eftir að allur þessi
gróður fór að þroskast,” segja hjónin.
DS.
Hildur og Gunnar ásamt Gunnari Má Gislasyni, barnabarni sínu, I fegursta garði Kópavogs. Tröllkona Sigurjóns Ólafs-
sonar nagar neglur áhyggjufull vfir nærveru blaðamanns og Ijósmyndara. Á miöri myndinni aftast er steinninn stóri sem
jarðfastur er I garðinum. DB-myndir Ari Kristinsson
þar i bæ. Garðurinn er við hús þeirra
að Fögrubrekku 47.
„Garðurinn er fjögurra ára og
byggður upp með það i huga að hann
yrði strax fallegur. Það tók okkur 5
mánuði með æsingi að koma
garðinum upp en síðan þurfum við
ekki annað en slá og reyta arfa.
Þegar við byrjuðum voru hér i
lóðinni hundruð tonna af grjóti.
Skaparinn mun hafa safnað saman
öllu grjóti i veröldinni og komið þvi á
einn stað og sá staður er Kópavogur-
inn. Menn héldu lika að við værum
brjáluð þegar við komum með
jarðýtur og fórum að ryðja öllu
grjótinu burt. Reyndar létum við það
ekki allt fara. Þama á miöri lóðinni er
til dæmis stór steinn sem var hérna.
Við héldum fyrst að þetta væri bara
smávala. En eftir því sem mejra var
grafið í kringum hann kom meira af
stendur i hlið og er nærri öll bak við
húsið þeirra. Þau segjast ekki hafa séð
það fyrr en eftir á að svona eigi þetta
að vera. Með því að hafa húsin inni á
miðri lóðskerst garðurinn ísundurog
verður ekki nærri eins skemmtilegur.
Þau hafa verið dugleg að safna saman
gömlum munum sem flestum finnast
líklega verðlitlir en sóma sér samt
mjög vel innan um blóm og tré. Eitt
tréð er um áttrætt. Það var tekið úr
garðinum við horn Suðurgötu og
Garðastrætk. Gunnar segist alltaf
hafa borið sérlega sterkar taugar til
þess garðs en hann frétti það eftir að
tréð var komið suður í Kópavog að í
gamla húsinu við Suðurgötu var pabbi
hans fæddur.
Garður Gunnars og Hildar fékk
viðurkenningu fyrir tveim árum sem
sérlega frumlegur garður. Þá var
Hamraborg 1—3 í Kópavogi
hefur hlotíð viðurkenningu
fyrir skjótan og snyrtílegan
frágang.
Reyndar eru það
aðilarnir sem byggðu húsið
sem viðurkenningu hljóta fyrir
vel unnið verk. Þetta eru fyrir-
tækin Falur, Raffell, Blóma-
höllin og Skóverzlun Kópa-
vogs. DS
Gosbrunnurinn fremst á myndinni er
eins sérkennilegur og gosbrunnar geta
frekast orðið. Vegna sólskinsins er
varla að bunan sjáist á myndinni.
Áskurinn góði úr garðinum við
Suðurgötu er I baksýn.
Gunnar Már við stein sem sóttur var
langt á haf út. „Stundum virðist hann
iða,” segir Gunnar afi.