Dagblaðið - 19.08.1978, Side 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. ÁGUST 1978.
9
HVAÐ MISSA KONURNAR
IFISKINUM ÞEGAR ÞÆR
MISSA VINNUNA?
Fastakaup á viku fyrir dagvinnu er
33720 krónur en þær hæstu komast
í 109 þúsund yfir vikuna
Nú þegar atvinnuleysið er orðið
staðreynd í fiskvinnu á tslandi á sumum
stöðum og vofir yfir á öðrum vaknar sú
spurning hvað fólk missi í tekjum og
hvað það fái baett.
Eins og fram hefur komið eru
atvinnuleysisbætur 5235 kr. á dag fyrir
fyrirvinnu heimilis og skiptir ekki máli
hvort um er að ræða karl eða konu.
Fyrir hvert barn á framfæri fyrir-
vinnunnar koma að auki 425 kr. á dag.
Bætur til einstaklinga nema hins vegar
4581 krónu.
Langstærstur hluti þeirra sem misst
hafa atvinnuna eru konur sem stundað
hafa fiskvinnu i fiskvinnslustöðvum.
Laun kvenna í fiskvinnu (miðað við eins
árs kaup) eru 843 krónur á tímann eða
33720 krónur á viku. Eftir fjögurra ára
starf hækkar vikukaupið í 34.560
krónur. Hér er einungis miðað við 8
stunda dagvinnu og engar auka-
greiðslur.
Algengasta dagkaupið fyrir konur í
fiskvinnu mun • vera 843 krónur og
verður því dagkaupið 6744 krónur.
Kona sem missir slíka vinnu tapar þvi
1509 krónum á dag við það að færast
yfir á atvinnuleysisskrá og er miðað við
að hún teljist „fyrirvinna” heimilis.
Teljist hún „einstaklingur” en ekki fyrir-
vinna er tap hennar á dag 2163 krónur.
En tap flestra kvenna sem missa fisk-
vinnu sína er í raun miklu meira. Átta
stunda dagvinna er næsta fátíð i fisk-
vinnunni og þar finnast háar eftirvinnu-
og næturvinnugreiðslur og víða allháar
„bónus”-greiðslur.
t stórri vinnslustöð fengum við
upplýsingar um raunverulegt kaup
þriggja kvenna eina viku fyrir stuttu.
Ein ung stúlka fékk 1 vikukaup 73000
krónur. Hún hafði unnið 52,5 tíma þá
vikuna og fékk 24 þúsund krónur í
bónusgreiðslu.
önnur stúlka fékk 78000 krónur.
Hún hafði unnið 56 tíma og fengið 20
þúsund kr. i bónusgreiðslur.
Þriðja stúlkan vann á vél. Hún er 16
ára. Hún fékk útborgaðar 88.000
krónur. Hún hafði unnið í 60,5 tíma og í
vélavinnu er föst bónusgreiðsla 21
þúsund krónur af áðurnefndri upphæð.
Tekið skal fram að þessar stúlkur
voru valdar úr miðjum hópi fjölda
kvenna miðað við krónutölu í umslagi
þeirra eftir vikuna.
Hæstu konurnar hjá þessari stóru
fiskvinnslustöð fengu yfir 100 þúsund í
vikukaup. Ein fékk t.d. 109 þúsund
krónur útborgaðar. Af þvi voru 37
þúsund krónur í bónus og hún skilaði 64
stunda vinnu yfir vikuna. Sliku kaupi ná
ekki nema þær allra hörðustu og
vöskustu í hópnum.
Vinna í frystihúsunum hefur verið
með líkum hætti um þriggja mánaða
skeið. Oft er unnið á laugardögum og
því algengir 16 timar í næturvinnu.
Fyrir konur sem hafa kaup eins og
það sem sýnt hefur verið fram á hér er
því reiðarslag að missa vinnuna og fara á
atvinnuleysisskrá og fá bætur úr at-
vinnuleysissjóði.
-ASL
Siguröur Kristinsson, forseti
Landssambands iönaðarmanna.
Leiðrétting
1 DB sl. miðvikudag urðu þau
leiðu mistök að röng mynd birtist
með viðtali við Sigurð Kristinsson
forseta Landssambands iðnaðar-
manna. Með viðtalinu birtist
mynd af Sigurði Kristjánssyni
tæknifræðingi og fyrrverandi for-
manni Neytendasamtakanna. Eru
hlutaðeigandi aðilar hér með
beðnir afsökunar á þessum
mistökum.
Sigurður Kristjánsson tæknifræö-
ingur og fyrrverandi formaður
Neytendasamtakanna.
Bý ég enn við
brjóstið þitt
Matthias Jochumsson var sem kunnugt er
prestur i Odda, á Rangárvöllum á árunum 1880-
87. Þá voru elstu börn hans ung. Mikið sam-
band var við hið fjölmenna heimili að Selalæk,
bæði milli fullorðna fólksins og barnanna. Eftir-
farandi vísur hef ég ritað eftir 93 ára gamalli
konu, en móðir hennar hafði verið vinnukona á
búi Matthíasar bæði á Móum og i Odda. Hún
segir að þá hafi verið siður á Suðurlandi að
gælunafn drengja, sem hétu Gunnar, væri
Gaui, en ekki Gunni, eins og tíðkaðist annars-
staðar á landinu. Um Gunnar son sinn orti
Matthias:
Kominn er i annað sinn,
álm sá kunni benda
gildan meður geirinn sinn,
Gunnará Hliðarenda.
Eins og forni fullhuginn
fær i hildargaman,
hefur roða i hvorri kinn
og hafið nef að framan.
En einmitt svo mun Gunnari á Hlíðarenda
vera lýst í Njálu. En þriðja visan er svona
Gráttu ekki, Gunnar minn,
grimm þó sóknin verði.
En nálgast ei sem nafni þinn
neina slæma Gerði.
Hér er auðvitað átt við Hallgerði. Gunnar
Matthíasson fór ungur til vesturheims og ílentist
þar, eignaðist þar góða konu og börn, varð
gamall maður, um margt var hann líkur föður
sínum.
Á Selalæk var telpa er Vigdís hét Stefáns-
dóttir, siðar húsfreyja í Hafnarfirði, gift Ólafi
Thordersen. Þau voru jafnaldra Gunnar og hún.
Einhverju sinni fékk hún eftirfarandi bréf frá
Odda:
Væna besta, Vigga min,
vandi er nó að lifa,
mætti ég vera að vitja þín,
væri ég ekki að skrifa.
Ég á bæði bæ og bú,
bæði slá og róa,
hirða lambiö, kálf og kú,
kríu, hrafn og spóa.
Systirin, sem nefnd er í næstu vísu, hét Elín.
Svo er hún litla systir mín,
sem er kölluð Éla.
Hún er mesta hljóðaskrín
hafi ún ei fullan pela.
Efniö var það Vigga mín,— ,
vantar þig ekki kodda? —
að biðja nú um bliðu þin,
og bjóða þér heim i Odda.
Sykurmola sendi ég þér,
svona rétt í spaugi.
Inní honum ástin er.
— Unnusti þinn Gaui.
Halldóra hét ein dóttir Matthiasar. Um hana
er þessi vísa:
Eina veit ég auðarsnót,
sem eitt sinn var að klóra,
lág og gild með hýrleg hót
og heitir litla Dóra.
Steingrímur, sem síðar varð læknir á Akur-
eyri, bar sig illa vegna tannpínu. Matthías orti:
Kveinar nú með stríðan stun,
Stcini minn með tannamein,
seinna, spái ég, samt hann mun
sveinaprýðin verða hrein.
V
Vísur og
vísnaspjall f-m/
Jön Gunnar Jönsson y V
Enn eru tvær dætur ónefndar frá Oddaárun-
um. Önnur bar móðurnafn Matthíasar og hét
Þóra, en gælunafn hafði hún, er sótt var í aðra
átt og kemur það fram i þessari vísu:
Góð er litla Lolla min,
löngum finnur hún til sin,
segist vera fríð og fin
og fallegasta silkihlín.
Matthea var elsta dóttirin og hér er henni
lýst.
Matta hcitir mærin stutt,
mátulega hýr og kát,
fattan hefur ún fingurputt,
fátöluð og snyrtilát.
Á Akureyrarárunum bættust svo tveir
drengir i hópinn, Brynjólfur, sem dó ungur og
Magnús, sem varð kaupsýslumaður; og ein
dóttir, Herdís. — En vísur um þau bárust ekki
að Selalæk, því nú varð vík milli vina, en
Matthías sendi móður sögukonu minnar Ijóð-
mæli sín, þegar þau komu út, og voru þau lærð
spjaldanna á milli.
Eftirfarandi sagði mér görnul kona, sem nú er
látin fyrir mörgum árum. Ég þekkti móður
Alexanders Jóhannessonar háskólarektors. Hún
flutti ekkja til Reykjavíkur og vann fyrir
börnum sínum og kom þeim til mennta, en
fátæk voru þau. Séra Matthías þekkti hana frá
fornu fari og heimsótti hana oft, þegar hann
kom til Reykjavíkur. Einhverju sinni sýndi hún
skáldinu Alexander, yngsta soninn, ogsagði, að
hann væri nú ekki hár i loftinu, en þá var hann
ekki fullvaxinn. Þá varpaði skáldið fram þessari
vísu:
Langur þráður leynir sér
litlum oft í hnykli,
inndælt væri, ef yrði úr þér
Alexander mikli.
Hér er vísa um Steingrím lækni, líklega ort,
þegar leggja mátti dóm um þaðskáldverk:
Eina stöku orti ég
auðs með hrund i leyni.
Vönduð, slyng og viturleg
visan heitir Steini.
Eins og flestir vita missti Matthias tvær fyrri
konur sinar eftir skamma sambúð. Hann orti
um þær raunir sínar. Og um miðkonu sína orti
hann giftingarárið 1870 eftirfarandi visur:
Kringum ennis yndið mitt
ástar brennur Ijómi.
Bý ég enn við brjóstið þitt,
bjarti kvenna sómi.
Há og grönn og hýr á brá,
horskum mönnum vekur þrá,
bein sem hvönn frá hvirfli að tá,
hrein sem fönn af nýjum snjá.
Seinustu konu sinnar. Ciuðrúnar Runólfs-
dóttur, sem var hans hægri hönd í langri sam-
búð og móðir margra barna, minnisuskáldið
hlýlega í æviminningum sinum, en um hana
mun hann lítið hafa ort. Þessi er þó tH:
Látum liða og bíða, börn,
betur þakka ég vífi,
þegar ég ris eins og örn
aftur i fegra lifi.
J.G.J. — S. 41046.