Dagblaðið - 19.08.1978, Qupperneq 16
16
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978.
„Verzlunarlýðurinn að honum
óð, ofstopafullur og móðs”
— Spjallað við Skúla Magnússon um gömul, söguleg hús í Keflavík
Það var hann Tugason tyrrinn og grár,
tók hann á Bátsendum fisk.
Bændunum veitir hann brennivinstár
og býður þeim inn fyrir „disk”.
„Svo hefst kvæði Grims Thomsens
Bátsendapundarinn, en þar greinir frá
viðureign Skúla nafna míns landfógeta
og danskra einokunarkaupmanna.
Skúli kom hingaðsuðureftir frá Bessa-
stöðum að hirta Dani, kaupmenn og
verzlunarlýð,” segir Skúli Magnússon
fræðaþulur i Keflavík okkur Dag-
blaðsmönnum. En þar áttum við leið
um rigningardag einn fyrir skömmu,
að fræðast af Skúla um gamlar sögu-
legar byggingar i bænum.
,,....og búðina
ruddi hann skjótt"
Og Skúli heldur áfram: „Eins og
kvæði Gríms ber með sér varð Suður-
nesjamönnum lítill akkur i viðskiptum
við einokunarkaupmenn: „En reizlan
var bogin og lóðið var lakt, og létt
reyndist allt, sem hún vó.” Ekki fengu
vikinni 1412 en um það bil segir fyrst
frá Keflavik í heimildum. Þó má telja
vist að verzlun hafi hafizt nokkru fyrr
og er því Keflavík með elztu
verzlunarstöðum á landinu sem enn
eru við lýði.
Annars áttust Hansamenn, þ.e..
Þjóðverjar og Englendingar, löngum
við, kom til átaka millum þeirra um
verzlunina hér á Suðurnesjum. Lauk
viðureign þeirra með sigri Hansa-
manna og héldu þeir verzluninni þar
til veldi Dana á úthöfunum óx svo að
þeir treystust sjálfir til þess að taka
verzlunina i eigin hendur 1602 þá er
einokun komst á. Hélzt svo til 1787 að
verzlun var gefin frjáls öllum þegnum
Danakonungs.
Engar minjar finnast hér um kring
frá þessum tima, þær elztu eru reynd-
ar frá síðustu öld, verzlunarhús
danskra kaupmanna og þá helzt Duus.
En danskir kaupmenn voru löngum
rikjandi í viðskiptum hérlendis, þrátt
fyrir að einokun lyki, fjármagnið var
þeirra.”
hinum megin við götuna, i líkum stíl
og Gamla-Búð?
„Þetta er svokallað Bryggjuhús en
þar fyrir neðan var bryggja Duus-
verzlunar. Húsiðer reist 1877 sem lag-
er og geymsluhús Duus. Þar var
komið fyrir ull, hún tæfð og kornmat.
Allt var þetta hift inn í húsið upp af
bryggjunni, sem nú er að mestu leyti
horfin. I húsi þessu hélt Duus jólatrés-
skemmtanir, þangað var öllum börn-'
um i plássinu boðið, en epli etin úr
tunnum. Á húsinu var einnig flaggað
þá er menn skyldu mæta til þess að
breiða og þurrka saltfiskinn.
Síðar eignaðist Keflavík h/f fisk-
verkunarfyrirtæki, húsið og nýtir nú í
þágu sjávarútvegs. í eigu Duus var
þaðallttil 1920.
Meðan deilt var um
húsverndun grotnaði
„menningarverð-
mætið" niður
Hér skammt frá stóð hús nokkurt
Skúli Magnússon Iræðaþulur I Keflavfk, grúskari m.m., sögumaður okkar I
þessari blaðagrein, undir húsvegg Ungós hins landskunna. DB-mynd Bjarnleifur.
Tvö elztu húsin I Keflavlk, þau Gamla-Búð og Bryggjuhúsið. Minnisvarðar voldugrar Duus-verzlunar, þess tlma þá er
danskir kaupmenn réðu lögum og lofum I fslenzku viðskiptalffi.
Hið fornfræga Ungó I Keflavik, fyrrum áfengis- og tóbakssölubúð, siðar krambúð
þá leikhús og dansstaður. Þar munu leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Helgi
Skúlason hafa átt sin fyrstu spor á fjölunum.
Suðurnesjamenn því mikið fyrir ull
sína eða fiska af Ijóðinu að dæma.
En Skúli fógeti vildi rétta hlut
fátækra suður með sjó gagnvart
girugu kaupmannavaldi. Svo segir af
viðureign hans við Dani I kvæðinu:
„Af pundara snögglega leysti hann lóð
og lýsti það konungsins góðz.
Verzlunarlýðurinn að honum óð, of-
stopafullur og móðs.... Hann varðist
með lóðinu og vó eigi lagt, en vel
útilátið og fljótt, svo búðsetuliðið varð
bráðlega spakt, og búðina ruddi hann
skjótt.”
Að lokum segir um fógetann:.af
Miðnesi reið ekki fógetinn fyr en
fátækra hluta gat rétt.”
Þetta gerðist á Básendum var það
ekki Skúli?
„Jú, það er rétt, eins og nafn
kvæðisins ber reyndar með sér.
Básendar eða Bátsendar en svo
nefndist verzlunarstaðurinn einnig,
lagðist af sem slíkur eftir svonefnt
Básendaflóð 1799. En þá brotnuðu
verzlunarhús öll I veðurofsa er sjór
flæddi á land.”
Náttúruöflin hafa þá ekki síður
verið Básendakaupmönnum reið en
Skúli fógeti?
„Já, það má nú kannski segja það.
En sumir hvcrjir kaupmennirnir fengu
þó aldrei sina refsingu. Ástæðan fyrir
þvi að ég vitnaði í Básendapundarann
hans Grims er einmitt sú, að hann á
ekki siður við um Keflavíkur
kaupmenn.”
Enskir höndlarar,
Hansakaupmenn og
danskir einokarar
Hvenær var annars byrjað að verzla
í Keflavík?
„Fyrst er getið Hansakaupmanna i
Og börnin í
plássinu borðuðu
jólaeplin úr
tunnum Duus
Blaðamaður og Ijósmyndari halda
nú á vettvang með Skúla að virða fyrir
sér hin öldnu verzlunarhús, staðsett I
flæðarmálinu norður undir Hólms-
bergi við Keflavík. Fyrst verður á
vegi okkar svenefnd Gamla-Búð.
Hve gamalt er hús þetta og I hvaða
tilgangi varð það reist, Skúli?
„Gamla-Búð er elzta húsið í
bænum, reist 1871 á vegum H. P.
Duus, danskrar kaupmannafjölskyldu.
Hlaðan gamla 1 Keflavik. Sú mun
brátt, þrátt fyrir sannað menningar-
sögulegt gildi, ef ekkert verður að
gert, verða ryði og fúa jafnt sem ill-
gresi að bráð.
Duus var með verzlun hér i Keflavík
allt frá 1848 til 1920, I Reykjavik
verzluðu þeir allt til 1930.1 fyrstu eða
fram til aldamóta var það nýtt sem
verzlunarhús, krambúð upp á gamla
móðinn, upp frá þvi hefur það verið
lager og geymsla. Nema vað eitthvað
mun hafa verið verzlað þar á
kreppuárunum.”
Hvaða hús er svo þetta hérna
allt til ársins 1965 sem, til þess tíma,
var langelzta húsið i bænum, svo
nefnt Gamla Duus-hús, reist 1766.
Það var rifið.”
Var hér ekki um ótrúlega skamm-
sýni að ræða?
„Jú, það má nú segja, en slíkt vill
nú alltof oft brenna við. Það er reynd-
ar fyrst og fremst undir eigendum við-
komandi húsa komið hvað um þau
verður. Hér í bæ deildu menn t.d.
lengi og hart um hvað gera skyldi við
hús Stjána blá, lítið snoturt sjómanns-
hús. Meðan deilt var um hvort vernda
skyldi húsið eða rifa, grotnaði það
niður og var að lokum rifið fyrir 2 til ?
árum.”
Ungó, hús víns
ogásta,
stjórnmála og
líkamsræktar
Eitt er það hús hér í Keflavik sem
flestir landsmenn munu þekkja, þó
ekki sé nema af afspurn, Ungó, er það *
ekki hér skammtfrá?
„Jú, ekki ber á öðru, enn stendur
Ungó, og enn hoppa menn og skoppa
um gólfin þar, ekki þó í dansi eins og
til skamms tíma, því nú er þetta
leikfimihús. Þó Ungó sé ekki jafnaldri
Gömlu-Búðar og Bryggjuhússins, en
það er reist 1888, þá á það þó öllu lit-
ríkari sögu. En þar hefur bæði, á mis-
jöfnum tíma þó, verið verzlað með á-
fengi og stúkufundir haldnir. Að sjálf-
sögðu var Ungó. i fyrstu. í eigu Duus,
eins og flest hér i plássinu, segja má að
Duus hafi átt Keflavík. Frá 1888 til
1896 var þar krambúð verzlunarinnar
undir stjórn Ólafs Norðfjörðs og hún
því stundum nefnd Norðfjörðs-
verzlun. Ólafur nokkur Ólafsson
keypti síðan húsið og rak þar áfengis-
og tóbaksverzlun. Ekki var það nú
samt lengi og brátt tók Duus við á
nýjan leik.
Það er svo vorið 1920 að Ung
mennafélag Keflavikurhrepps, eins og
1
það hét nú þá, kaupir húsið fyrir starf-
semi sína. Hefur það síðan verið í eign
þess félags. Var þar margt brallað,
jafnt efnt til leiksýninga sem
stúkufunda- og framboðs. Var þá oft
hart deill og hnefarétturinn stundum
látinn skera úr í pólitiskum deilu-
málum. Hér komu Ólafur Thors,
Guðmundur í„ Emil Jónsson, Sigfús
Sigurhjartarson og fleiri, landskunnir
menn, ekki voru spöruð raddböndin,
en pólitiskir andstæðingar látnir heyra
það.”
Tvö hús —
eitt dæmi
Þegar við höfum virt fyrir okkur
Ungó. er þá nokkuð fleira merkilegt
að sjá hér, hvað sögulegum
byggingum viðvíkur?
„Jú, vissulega er hér margt fleira
merkilegt að skoða, en það sem mig
myndi langa til að sýna ykkur svona í
lokin eru tvö hús, bæði gömul, annað
þó nokkuð eldra. Hús þessi eru
skemmtilegur vitnisburður þess hvað
gera má þegar menn beita hugviti sínu
og tækni til þess að varðveita það sem
gamalt er og hefur menningarsögulegt
gildi, annars vegar, hins vegar hvað
gerist þegar slik verðmæti eru virt að
vettugi og látin grotna niður.
Annað húsið er gamalt ibúðarhús,
byggt nokkuð fyrir aldamót kallað
Eldhús, í því er enn búið, og það hið
snyrtilegasta. Hitt er gömul hlaða, nú
nær að hruni komin, byggð einhvern-
tíma á árunum 1915 til ’20. Merkileg
sakir sérstæðs byggingarlags.”
Við kveðjum Skúla að lokum og
horfum eftir honum er hann gengur
hugsi milli aldargamalla verzlunar-
húsa Duus. Af fúnum fjölum þeirra
má lesa sögu liðinna kynslóða, hvar
þau standa i suðvestanvindum og
sævarroki Suðurnesja. -JÁ.
Lldhúsið eins og það mun heita, þetta snotra hús i Keflavfkinni, steinsnar frá
gamla Ungó. Þar munu útihlóðir Keflavfkurkaupmanns, Duus, hafa staðið f fyrnd-
inni. Þó hús þetta sé nærri aldargamalt er það svo sannarlega til fyrirmyndar
mörgum nýrri hvað útlit og allan frágang snertir.