Dagblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 20
20
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. II árdegis sunnu-
dag. Lesmessa nk. þriöjudag kl. 10.30 árdegis. Beðiö
fyrir sjúkum. Sér;i Karl Sigurbjörnsson.
LANDSFÍ IALINN: Messa kl. lOárdegissunnudag.
NESKIRKJA: Messa kl. II. Samkoma kl.
20.30. Sænski presturinn og söngvarinn séra Artur
Erikson talar og syngur. Séra Felix Ólafsson flytur
ávarp. Allir velkomnir. Séra Frank M. Halldórsson.
LANGHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjóhusta kl. 2.
Séra Árelius Nielsson.
MOSFELLSPRESTAKALI.-messa kl. II árdegis aö
Norðurbrún I. Séra GrimurCiriinsson.
KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐARINS: messa kl. II
árdegis. Séra Emil Björnsson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11 árdegis.
Séra Árni Pálsson.
Stóri messudagur
í Skálholti
Stóri messudagur, sem tiðkazt hefur i Skálholti i
nokkur ár, veröur aö þessu sinni haldinn nk. sunnu-
dag, 20. ágúst, Hefst helgihaldið á staðnum meö
samkomu i kirkjunni kl. 17 laugardaginn 19. ágúst.
Verður þar á ferö 30 manna hópur djáknasystra og
kristniboðsnema frá Danmörku og Noregi undir farar-
stjórn sr. Felixar Ólafssonar, prests við Sankt Lukas
Stiftelsen í Hellerup. Meö hópnum verður kunnur,
sænskur söngvari og predikari, Artur Erikson, sem
bæði mun tala og syngja á samkomunni. Mál hans
veröur túlkað.
Á sunnudaginn veröur dagskrá áþekk þvi sem verið
hefur. Þann dag hefst einnig námskeið organista og
söngstjóra á staðnum á vegum söngmálastjóra. Munu
söngmálastjóri, Haukur Guðlaugsson, og fleiri organ-
istar leika kirkjutónlist i Skálholtskirkju ki. 16. Messur
verða kl. 11, 14 og 17,30. Prófastur Árnesinga, slra
Eiríkur J. Eiriksson á Þingvöllum, predikar við siðustu
messuna. Kl. 20 verður staðurinn kynntur þátttak-
endum í námskeiðinu og öðrum gestum, en Stóra
messudegi lýkur með náttsöng kl. 21 um kvöldið.
Kaffi verður á boöstólum á staðnum.
Sýningar
Landbúnaðarsýningin
Laugardagur, 19. ágúst
Vefnaður. spuni á spunavél. skógerð. tóvinna. renni
smiði. skcifnasmiði. hrosshársvinna. silfursmiði. leður
vinna. nauclspúðasaiii ur. bandvelnaður og fót
vefnaður.
Sunnudagur, 20. ágúst
Vefnaður. spuni á spunavél. skógerð, tóvinna.
rennismiði. skeifnasmiði. hrosshársvinna silfursmiði
og lampaskermasaumur.
íslenzka dýrasaf nið
JJkólavörðustíg 6b er opið daglega kl. 13— 18.
Listasafn
Einars Jónssonar
Opið alla daga frá kl. 13.30 til kl. 16 nema mánudaga.
Kjarvalsstaðir
Sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarval er opin alla
daga nema mánudaga. Laugardaga og sunnuúaga kl.
14 til kl. 22. þriðjudaga til föstudaga kl. 16 til 22.
Aðgangur og sýningaskrá er ókeypis.
Helgi Þorgils
í Gallerí SÚM
Helgi Þorgils Friðjónsson opnar myndlistarsýningu i
Galleri SÚM, Vatnsstig 3b. i dag. Sýningin verður
opin daglega frá kl. 16—22 og lýkur 27. ágúst nk.
Helgi sýnir 19 verk í gallcriinu. sem sum hver eru i
mörgum hlutum. Það eru málverk og teikningar.
stimplaverk. grafík og bækur. Flest verkin eru unnin á
þessu ári.
LAUGARDAGUR
GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Evrópa og Diskótekið
Disa. Unglingadansleikur i kaffiteríunni. Diskótekið
Dísa.
HOLLY WOOD: Ásgeir Tómasson með diskótekið.
HÓTEL BORG: Opið til kl. 11.30. Hljómlist úr
hljómburðartækjum.
HÓTEL SAGA: Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar i
Súlnasal. Gunnar Axelsson á Mimisbar.
INGÓLFSCAFÉ: Gömlu dansarnir.
KLÚBBURINN: Basil fursti og Póker leika. Elvar
Steinn Þorkelsson i diskótekinu.
LEIKHÚSKJALLARINN: Hljómsveitin Skuggar
leikur.
LINDARBÆR:Gömlu dansarnir.
ÓÐAL:Tiny Burton mcödiskótekið.
SIGTÚN: Bingó kl. 3. Galdrakarlar skemmta að
icvöldinu.
SKIPHÓLL: Hljómsveit Jakobs Jónssonar leikur.
ÞÓRSCAFÉ: Lúdó og Stefán leika. Gunnar Guðjóns-
>on i diskótekinu.
SUNNUDAGUR:
GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Evrópa.
HOLLYWOOD:ÁsgeirTómasson meðdiskótekið.
HÓTEL BORG: Opiö til 11.30. Hljómlist úr hljóm-
Durðartækjum.
HÓTELSAGA: Lokað.
LEIKHÚSKJALLARINN: Hljómsveitin Skuggar
leikur.
ÓÐAI :TonyBurton meödiskótckið.
SIGTL N: Galdrakarlar sk .•mmta.
ÞÓRSCAFÉ: Lúdó og Stefán leika. Gunnar Guð-
jónsson i diskótekinu.
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Framhaldafbls. 19
Tökum aö nkkur
allu málningarviniiu. hacði úti og inni.
lilhtxS cl' óskað cr. Málun hf.. simai
76946 og 84924.
Málningarvinna.
Tck aó mcr alls kyns málningarvinnu
I'ilbtxá eóa tímavinna. Uppl. i sini.t
76925.
Tek að mér að hekla
ogstrekkja dúka. Allarstærðiroggerðir.
Uppl. í sima 17718.
Húsaviðgerðir.
Tek að mér ýmiss konar viðgerðir og ný-
verk, bæði innanhúss og utan. Uppl. i
sima 44215.
Bileigendur.
Látið fagmenn sctja hljómtæki og
viðtæki i bilinn el'tir kl. 17 á daginn og
um helgar. Fljót og ódýr þjónusta. Uppl.
I síma 17718 allan daginn.
Húsaviðgerðir.
Mála hús að utan og kýtta upp glugga,
geri við þök og mála, vanir menn. Uppl
,isima 27126.
Tökum að okkur
að hclluleggja. hrcinsa, standsetja, og
breyta nýjum og gömlum görðum. Ut-
vegum öll efni. Sanngjarnt verð. Vcrk-
tak sf. Uppl. hjá auglþj. DB i sínia
27022. H—843
Sjönvörp
Tökum að ckkt r viðgerðir og uppsetn-
ingar á útvarps- og sjónvarpsloftnetum.
Gerum einnig tilboð f fjölbýlishúsalagnir
með stuttum fyrirvara. Úrskurðum
hvort loftnetsstyrkur er nægjanlegur
fyrir litsjónvarp. Ársábyrgð á allri
vinnu. Uppl. i síma 18998 og 30225 eftir
kl. 19. Fagmenn.
Mosfellssveit og nágrenni.
Til leigu hentug jarðýta, Cat D-4, i alls
konar vinnu. T d lóðir, snyrtingu o.fl.
Sími 66229.
Sprunguviðgerðir.
Byggingameistari tekur að sér sprungu-
viðgerðir á steyptum veggjum og
steyptum þökum. Notum aðeins viður-
kennd efni sem málning flagnar ekki af.
23 ára starfsreynsla, örugg þjónusta.
Uppl. i síma 41055 eftir kl. 6.
Hljöðgeisli sf.
Setjum upp dyrasima, dyrabjöllur og
innanhússtalkerfi. Viðgerðar- og vara-
hlutaþjónusta. Sími 44404.
Steypum stéttir og innkeyrslur.
Föst verðtilboð. L'ppl. fyrir hádegi og á
kvöldin í sima 53364.
Ökukennsla
D
Ökukennsla—bifhjólapróf.
Kenni á Mercedes Benz. öll prófgögn og
ökuskóli. Litmynd í ökuskírteini ef
óskað er. Engir lágmarkstimar, nemandi
greiðir aðeins tekna tíma. Nemendur
geta byrjað strax. Magnús Helgason,
sími 66660 og hjá auglþj. DB í síma
27022.
H—4908.
Ókukennsla, bifhjólapróf,
reynslutimi án skuldbindinga. Kenni á
Cortinu 1600. ökuskóli og prófgögn ef
þess er óskað. Engir lágmarkstimar.
Hringdu í síma 44914 og þú byrjar strax.
Eiríkur Beck.
Ökukennsla — æfingatimar.
Greiðslukjör.
Kenni á Mözdu 323 árg. 1978 alla daga
allan daginn. Engir skyldutímar. Fljót
og góð þjónusta. Útvega öll prófgögn ef
óskað er. ökuskóli Gunnars Jónassonar,
simi 40694.
Lærið að aka Cortinu Gh.
Ökuskóli og öll prófgögn. Guðbrandur
Bogason, sími 83326.
Ökukennsla-æfingartimar.
Kenni á Datsun 180 B '78, sérstaklega
lipur og þægilegur bill. Útvega öll próf-
gögn, ökuskóli, nokkrir nemendur geta
byrjað strax. Sigurður Gislason öku-
kennari, sími 75224.
Ökukennsla — æfingatimar
og bifhjólapróf. ökuskóli og prófgögn ef
óskað er. Kenni á Mazda 323. Lúðvik
Eiðsson, simi 74974 og 14464.
ökukennsla — æfingatimar.
Kenni akstur og meðferð bifreiða. öku-
skóli og öll prófgögn, ásamt litmynd i
ökuskírteinið ef þess er óskað. Kenni á
Mazda 323 — 1300 árg. 78. Helgi K.
Sessilíusson. Uppl. i síma 81349 og hjá
auglþj. DB í síma 27022.
H—86100.
Ökukennsla, æfingatimar,
hæfnisvottorð.
Engir lágmarkstímar, nemandinn greiðir
aðeins tekna tima. ökuskóli og öll próf-
gögn ásamt litmynd í ökuskírteinið, óski
nemandinn þess. Jóhann G. Guðjóns-
son.Uppl. í simum 21098 — 38265 —
17384.
AA-fundir
eru sem hér segir á sunnudögum: Sunnudagsdeild
Tjarnargötu 5 kl. 11 f.h. L. Sunnudagskvölddeild
Tjarnargötu 3c kl. 9 e.h. L. Kvennadeild Vetrarf.
Tjarnargötu 3c og Tjarnargötu 5 sumarf. 9 e.h. L.
Suðurnesjadeild Klapparstig 7. Keflavik 11 f.h. L.
AA-fundir
cru sem hér segir alla föstudaga: II. deild AA
Föstud. Tjarnargötu 3c kl. 9.00 e.h. L. Mánudags
deild 2. Tjarnargötu 5 kl. 9.00 e.h. O. Nesdeild.
Safnaðarheimili Neskirkju kl. 9.00e.h. L.
AA-fundir
eru sem hér segir mánudaga. Mánudagsdeild Tjamar-
götu 3c 9 e.h. L. Langholtsdeild. safnaðarheimili
Langholtsskóla 9 e.h. O. Unglingadeild. Fríkirkjuvegi
II 9 e.h. L. Hafnarfjarðardeild Austurgötu 10 kl. 9
e.h. L. Vestmannaeyjar Heimagötu 24 kl. 8.30e.h. L.
AA-fundir
eru sem hér segir laugardaga. Langholtsdcild
Safnaðarheimili Langholtsskóla 2 e.h. L. Siðdegisdeild
Tjarnargötu 5 kl. 4 e.h. L. Kvennadeild Vetrarf.
Tjarnargötu 3c og Tjarnargötu 5 sumarf. kl. 2 e.h. L.
Laugardagskvöld Tjamargötu 3c kl. 9 e.h. L.
LAUGARDAGUR
EGILSBÚÐ: Amon Ra.
VALASKJÁLF: Kaktus.
HNlFSDALUR:Gautar.
SKJÓLBREKKA: Upplyfting frá Sauðárkróki.
STYKKISHÓLMUR: Deildarbungubræður og The
Big Balls and The Great White Idiot.
HÚNAVER: BG flokkurinn.
STAPLGeimsteinn.
ARATUNGA: Sumargleði hljómsveitar Ragnars
Bjarnasonar.
MIÐGARÐUR: Haukar meðalmennan dansleik.
HOFSÓS: Brimkló. Halli og Laddi.
SUNNUDAGUR
ÁSBYRGl: Brimkló, Halli og Laddi.
SUMARGLEÐI
Hljómsveitar Ragnars Bjarnarsonar, Bessa Bjarna-
sonar og Ómars Ragnarssonar.
19. ágúst, laugard. Aratunga
20. ágúst, sunnud. Kirkjubæjarklaustur.
LAUGARDAGUR
íslandsmótið i knattspyrnu 1. deild
KEFI.AVlKURVÖLLUR
ÍBK-ÍA kl. lí.
VESTM ANNAEYJA VÖLI.UR
ÍBVKAKL: 15.
LAUCARDALSVÖLLUR
Valur-UBK kl. 16.
2. DEILD
ÍSAFJARÐARVÖLLUR
ÍBÍ-Ármann kl. 14.
IIVAI.F.YRARitOLTSVÖLLUR
Haukar-Þór kl. 14.
NESKAUPSTAÐARVÖI.LUR
Þróttur-KR kl. 14.
HÍISAVÍKURVÖLLUR
Völsungur-Austri kl. 15.
3. DEII.D
CRINDAVÍKURVÖLLUR
Grindavík-Þór kl. 16.
BOLUNGARVÍKURVÖLI.UR
Bnlungarvik-Stcfnir kl. 14.
BORGARNESVÖI.I.UR
Skallagrímur-Snæfcll kl. 16.
SAUÐÁRKRÓKSVÖLLUR
Tindastóll-Lcifturkl. 16.
SLEITUSTAÐAVÖLLUR
Höfðastrengir-Svarfdælir kl. 16.
DACSBRÚNARVÖLLUR
Dagsbrún-Reynir kl. 16.
LAUGALANDSVÖLLUR
Árrudinn-HSÞ kl. 16.
SUNNUDAGIJR
íslandsmótið i knattspyrnu 1. dcild.
LAUGARDALSVÖLLUR
Vikingur-Framkl. 19.
KAPLAKRIKAVÖLLUR
Fll-Þróttur kl. 19
íslandsmótið i knattspyrnu pilta
VESTMANNAEYJAVÖLLUR
lBV-UBK2.fl.Akl. 15.
Sumarferðalag Verka-
kvennafélagsins
Framsóknar
verður 19. ágúst. Farið um Borgarfjörð. Allar
upplýsingar á skrifstofunni, simar 26930 og 26931.
Útivistarferðir
Sunnud. 20«ágúst.
1. kl. 10.30. Hrómundartindur, gengið af Hellisheiði
um Tjamarhnúk og Hrómundartind í Grafning.
Fararstj. Haraldur Jóhannssor. Verð 2000 kr.
2. kL 13: Grafningur, ekið og gengið um Grafning.
Verð 2000 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Farið frá
BSÍ, bensínsölu.
Ferðafélag
íslands
Sunnudagur 20. ágíist
Kl. 09.00. Gönguferð í Brú arárskörð, en í þeim
gljúfrum eru upptök Brúarár. Verð kr. 2500 gr. v.
bílinn. Fararstjóri: Jörundur Guðmundsson.
Kl. 13.00 Gönguferð í Hólmana, út i Gróttu, um
Suðurnes og á Valhúsahæð. Verð kr. 800 gr. v. bilinn.
Fararstjóri: Þorgeir Jóelsson. Farið í báðar ferðirnar
frá Umferðarmiðstöðinni aðaustanverðu.
Miðvikudagur 23. ágúst kl. 08. Þórsmörk (Hægt að
dvelja þar milli ferða).
Sumarleyfisferðir: 22.-27. ágúst. 6 daga dvöl i Land-
mannalaugum. Farnar þaðan dagsferðir i bil eða gang-
andi m.a. að Breiðbak, Langasjó, Hrafntinnuskeri o.
fl. skoðunarverðra staða. Áhugaverð ferð um fáfamar
slóðir. (Gist i húsi allar nætur). Fararstj. Kristinn
Zophoniasson. 31. ágúst — 3. sept. ökuferð um
öræfin norðan Hofsjökuls. Farið frá Hveravöllum að
Nýjadal. M.a. farið i Vonarskarð, í Eyvindarkofaver
og víðar (Gist í húsum).
Nánari uppl. á skrifstofunni.
Jöklarannsóknafélagið
Ferðir sumarið 1978:
19. ágúst: Farið inn á Einhymingsflatir.
8. sept.: Farið í Jökulheima.
Upplýsingar á daginn í sima 86312, Ástvaldur, og
10278, Elli. Upplýsingar á kvöldin i sima 37392,
Stefán,og 12133, Valur.
Þátttaka tilkynnist þremur dögum fyrir brottför.
Aðaifundir
Aðalfundur
NAUST
veröur á Fáskrúðsfirði helgina 19.—20. ágúst.
Kvöldvaka fyrir almenning og opinn umræðufundur
með Jakob Jakobssyni fiskifræðingi eru liðir í dag-
skrá fundarins.
Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST)
halda árlegan aöalfund sinn að þessu sinni á Fáskrúðs-
firði 20. ágúst, en undanfari fundarins er skoðunar-
ferð laugardaginn 19. ágúst, og verður farið að morgni
frá Egilsstöðum um Breiðdal og Stöðvarfjörð til Fá-
skrúðsfjarðar undir leiðsögn jarðfræðinga og fleiri
fróðleiksmanna. Sveinn Sigurbjamarson sérleyfishafi
á -Hskifirði tekur við óskum um far i þessa ferð (simi
6299) og skráir þátttakendur.
Að kvöldi laugardagsins er kvöldvaka fyrir almenn-
ing með fjöibreyttu efni i félagsheimilinu Skrúð og á
sunnudag er auk aðalfundarstarfa opinn umræðu-
fundur með Jakob Jakobssyni fiskifræðingi um ástar^
og verndun fiskstofna og nýjungar i fiskveiðum. Hefst
hann i Skrúð kl. 13.30 og er öllum opinn. Eru útvegs-
menn og áhugamenn um sjávarútveg sérstaklega
hvattir til að koma og hlýða á erindi Jakobs, sem
einnig mun svara fyrirspurnum.
Minningarspjöld
Minningarkort
Flugbjörgunarsveitarinnar
fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Braga.Laugavegi
26, Amatörverzlunin. Laugavegi 55. Húsgagnaverzl.
Guðmundar Hgkaupsþúsinu, sími 82898. Sigurður
Waage, simi 34527. Magnús Þórarinsson, simi 37407.
Stefán Bjarnason, simi 37392. Sigurður Þorsteinsson.
simi 13747.
Minningarkort
Hallgrímskirkju
í Reykjavík
fást i Blómaverzluninni Domus Medica, Egilsgötu 3,
Kirkjufelli, verzl. Ingólfsstræti 6, verzlun Halldóru
Ólafsdóttur, Grettisgötu 26, Emi & örlygi hf. Vestur-
götu 42, Biskupsstofu, Klapparstig 27, og i Hallgrims-
kirkju hjá Biblíufélaginu og kirkjuverðinum.
Minningarspjöld
Styrktarsjóðs vistmanna á Hrafn
istu, DAS. fást hjá Aðalumboðinu DAS
Austurstræti, Guömundi Þórðarsyni. gullsmið.
Laugavegi 50, Sjómannafélagi Reykjavikur. Lindar
götu 9, Tómasi Sigvaldasyni, Brekkustig 8. Sjómanna
félagi Hafnarfjaröar, Strandgötu 11 og Blómaskálan
um við Nýbýlavegog Kársnesbraut.
Kiwanismenn
íslenzkir Kiwanismenn munu haliií
áttunda umdæmisþing Kiv\anishreyfingarinn
ar að Uugum i Reykjadal. Suður-Þingeyjar
sýslu.dagana 18., 19. og20. ágúst.
Á umdæmisþingum eru rædd innri málefni Kiwanis
hreyfingarinnar, undanfarandi starf og það sem fram
undan er i starfi Kiwanismanna. Meðal annars verðui
ákveðið á þessu umdæmisþingi, hvernig nota skuli
söfnunarfé frá siðasta K-Degi, sem haldinn var i
október 1977 með mjög góðum árangri. Fé þetta
verður notað fyrir aðstoð við geðsjúka en eftir á aé
ákveða á hvern hátt. Kiwanishreyfingin hefur fyrr
framkvæmt landsöfnun meðal þjóðarinnar, til styrkt
argeðsjúkum.
Umdæmisþingið. sem nú verður haldið i fyrsta sinn.
siðsumars frekar en á vori. verður fjölskylduhátið urr
leið og munu um 500 Kiwanismenn. eiginkonur og
böm þeirra verða á þingstaðnum.
Vilmundur f opinskáu
viðtaii f Vikunni
„Ég vil heldur vera stutt á þingi og vera þar með
svolitilli reisn," segir Vilmundur Gylfason alþingis-
maður i viðtali við Jónas Haraldsson blaðamann i
nýútkomnu tölublaði Vikunnar. í viðtalinu greinir
Vilmundur á hreinskilinn hátt frá uppvaxtarárum
sínum og ber margt á góma um menn og málefni.
Þá ritar Jóhanna Þráinsdóttir blaðamaður grein um
náttúrulaus kaffihús í Reykjavik og tekur „fastagesti"
og aðra tali. í blaðinu er rætt við nektardansmeyna
Susan sem baðar sig fyrir okkur íslendinga i fritimum
frá námi og Vikan er á neytendamarkaói, sem endra-
nær.
Mini-krimminn eftir Willy Breinholst hefur fengið
góóar viðtökur, eins og við var að búast, og i þessu
tölublaði ber smásagan yfirskriftina Hinsta ökuferð
Berengínu frænku. Þá er í Vikunni önnur smásaga:
Foreldrar brúðgumans, og tvær framhaldssögur að
venju.
Húseigendafélag
Reykjavíkur
Skrifstofa félagsins að Bergstaðastræti 11 er opin alla
virka daga kl. 16—18. Þar fá félagsmenn ókeypis leið-
beiningar um lögfræðileg atriði varðandi fasteignir.
Þar fást einnig eyðublöð fyrir húsaleigusamninga og
sérprentanir af lögum og reglugerðum um fjölbýlis-
hús.
NR. 151 - 17. AGUST 1978.
Eining Kl. 12.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 259,80 260,40
1 Steriingspund 506,75 507,95*
1 Kanadadollar 228,15 228,75*
100 Danskar krónur 4757,15 4768,15*
100 Norskar krónur 4969,85 4981,35*
100 Sænskar krónur 5904,60 5918,20*
100 Finnskmörk 6389,55 6404,35*
100 Franskir frankar 6006,95 6020,85*
100 Belg. frankar 832,70 834,60*
100 Svissn. frankar 15.769,35 15.805,75*
100 Gyllini 12.083,70 12.111,60*
100 V.-Þýzk mörk 13.114,70 13.144,90*
100 Urur 31,24 31,32*
100 Austurr. sch. 1823,80 1828,00*
100 Escudos 574,80 576,10*
100 Pesetar 348,70 349,50*
100 Yen 138,08 138,40*
•Breyting fré síflustu skráningu.
Hljómborðsleikari
Hljómborðsleikari óskast í hljómsveit
sem mun starfa á Akureyri. Upplýsingar
hjá Óla í síma 96—24594 kl. 9—18.