Dagblaðið - 19.08.1978, Síða 23

Dagblaðið - 19.08.1978, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978. 23 Sjónvarp Útvarp Útvarp kl. 13.30: Út um borg og bý Ferðalög og frönsk tónlist Út um borg og bý nefnist þáttur er hefur göngu sína í útvarpinu á laugar- dag og er hann i umsjá Sigmars B. Haukssonar. Helga Jónsdóttir og Gunnar Kristjánsson voru með þenn- an þátt áður og hét hann þá Á sveimi. Sigmar sagði að þessi þáttur yrði ekk- ert frábrugðinn öðrum laugardágsþátt- Sigmar verður með ýmislegt skemmti- legt i pokahorninu 1 þxtti sínum i dag. um. Þátturinn yrði með léttu efni við allra hæfi hvort sem fólk sæti heima eða væri úti að keyra. í þættinum ætlar Sigmar að ræða við ýmsa aðila og má þar fyrst nefna Baldvin Hall- dórsson leikara en hann er nýkominn frá London og ætlar hann að segja okkur frá leikhúsum þar. Birna Bjarn- leifsdóltir er formaður leiðsögumanna og ætlar hún að segja okkur frá leið- sögumannsstarfinu. Guðni Þórðarson forstjóri ferðaskrifstofunnar Sunnu segir okkur frá ferðalögum til sólar- landa bæði á sumrin og veturna. Tryggvi Jónsson skáti segir frá skáta- starfinu og starfsfólk í minjagripa- verzlunum segir okkur hvað sé helzt verzlað hjá þvi og fl. Rætt verður við starfsfólk hjá Slysa- varnafélaginu um slysahættur og lítil- lega verður siðan rætt um stanga- veiðar. Sigmar ætlar síðan að hringja út á landsbyggðina á ferðamannastaði og athuga hvort mikið ferðafólk sé á ferðinni. Létt lög verða leikin inn á milli atriða og að þessu sinni verður einungis spiluð frönsk tónlist. Þátt- urinn mun sem sagt ganga að mestu út á ferðalög og franska tónlist. Þáttur- inn stendur yftr í tvær og hálfa klukkustund. - ELA Sjónvarp annað kvöldkl. 21.00: Gæfa eða gjörvileiki Falconetti kemurWes íhættu Gæfa eða gjörvileiki er ♦ dagskrá sjónvarpsins annað kvöld og þykir ntörg- um spenna vera að komast i leikinn i þáttunum. 11. þátturinn er á dagskrá á sunnudaginn en þættirnir eru 21 i allt. í siðasta þætti gerðist það helzt að Billy og söngkonan Annie Adams fara til Los Angeles þar sem hún kemur fram i sjón- varpsþætti og vekur hrifningu mikla. Rudy kemur fram fyrir þingnefnd og óskar eftir rannsókn á starfsemi Esteps vegna gruns um misferli en nefndin hafnar kröfu hans. Estep lætur leysa Falconetti úr fangelsi. Diana. dóttir Maggie. reynir að hugga Wes i sorg og verður vel ágengt. Rudy verður æfa- reiður við Wes og hann hleypur að heiman. í næsta þætti verður það helzt að Wes ræður sig á bát hjá Roy Dwyer. fyrrum bátsfélaga föður síns. Fyrrver- andi fjármálastjóri Esteps býðst til að hjálpa Rudy að fletta ofan af fjármála- starfsemi kaupsýslumannsins. Falco- netti sprengir siðan upp bát Roys og Wesleys I loft upp og verður siðan Roy að bana. Ekki er að efa að þessi þáttur verður hörkuspennandi en hann er fimmtíu min. langur og sendur út í lit. Þýðandi er Kristmann Eiðsson. - ELA f, ........... Utvarp á morgun kl. 13.30: Fyrir ofan garð og neðan Rætt við Guðmund Arnlaugsson rektor auk margra annarra Fyrir ofan garð og neðan nefnist þáttur sem er á dagskrá á morgun kl. 13.30 og er hann i umsjá Hjalta Jöns Sveinssonar. Hjalti ætlar að byrja á þvi að kynna okkur hænsnarækt og siðan verður langt og mikið viðtal við lljalti Jón Sveinsson stjórnar þættin- um Fvrir ofan garö og neðan. ' ««m Guðmund Amlaugsson rektor og skákmann og kemur þar ýmislegt fram. Guðmundur hefur verið í skák- inni siðan árið I930og var m.a. i skák- landsliðinu. H.inn var kennari við Menntaskólann i Reykjavik i yfir 20 ár en byrjaði siðan i Hamrahliðarskól- anum sem rektor cr sá skóli var opnaður. Guðmundur er einn braut- rvðje.ida i svokölluðu áfangakerfi. í þættinum ætlar hann að segja okkur leril sinn sem kcnnara og skákmanns og hel'ur hann frá mörgu skemmtilegu að scgia Snjólaug Bragadóttir rithöf- undur kcmur í heimsókn og ætlar Fljalti að ræða við hana um hana sjá;'a og ásuna en eins og flestum er kunnugt þá skrifar hún einmitt mikið um ástina. Við fáum að kynnast sam- tökum SÁÁ og hvað þar er á döfinni en það er vist æði margt. Fritz Hendrik Berndsen, ungur maður. mun segja okkur frá starfi samtakanna. Lagaval verður að þessu sinni valið af starfsfólki dagskrárdeildar útvarpsins og sagði Hjalti að það yrði mikið um djass. sem spilað yrði. Þátturinn er i cinn og hálfan tíma. Framundan bíða: London • Róm • Karachi • Bangkok • Manila • Tokio Hong Kong • Honolulu • San Fransisco • New York. Frœnka passar blómin, amma börnin og lyklana í Keflavík kemst fiðringurinn í hámark. Þið leggið fram farseðla og vegabréf... Svo eruð þið flogin. Umhverfi8 jörðina á 30 dögum á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu. - Verðlaun í áskrifendaleik Dagblaðsins.- Allir 8em eru áskrifendur þann 20. ágúst eru Sértu ekki áskrifandi nú þegar, þá hringdu með í leiknum 8trax og pantaðu áskrift. Opið til kl. 10 öll kvöld nema laugardagskvöld. EMEBIADID Áskrifendasími 27022 Lœrðu númerið utanað. Um það verður spurt þegar þú vitjar vinningsins.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.