Dagblaðið - 19.08.1978, Side 24

Dagblaðið - 19.08.1978, Side 24
fslenzka sendinefndin í New York: Kostnaður á sjöttu milljón — lauslega áætlað Útreikningar DB benda til að kostnaður við för .11 manna sendinefndar tslands á hafréttar- ráðstefnuna í New York verði á sjöttu milljón. Þessi tala er byggð á upplýsingum um kostnaðarliði við utanferðina. Sendinefndin er skipuð eftirtöldum mönnum: Hans G. Andersen, for- manni, Jóni L. Amalds, Jóni Jónssyni, Gunnari G. Schram, Guðmundi Eiríkssyni og stjórnmálamönnunum Eggert G. Þorsteinssyni, Eyjólfi Konráð Jónssyni, Jónasi Árnasyni, Magnúsi Torfa Ólafssyni og Þórarni Þórarinssyni. Utanrikisráðuneytið greiðir fargjald þessara manna frá Keflavík til New York og aftur heim. Einnig sér það þeim fyrir dagpeningum sem eru 80 dollarar á hvern mann á dag eða um 21 þúsund krónur. Með dagpeningun- um greiða sendimennirnir hóteldvöl sína og uppihald. Ráðuneytið greiðir ekki fyrir maka. Ellefumenningarnir munu væntanlega allir búa á Rogers Smith Hotel, en það er skammt frá aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna. Ekki hafa fengizt upplýsingar um verð á hótelherbergjum þar en þau munu ekki verulega dýr. Sendinefndarmenn hafa ekki risnu, nema hvað4 formaðurinn, Hans G. Andersen, getur haft risnu i undan- tekningartilvikum og með samþykki utanríkisráðuneytisins í Reykjavík. Tölur um heildarkostnað af ferð íslenzku fulltrúanna eru ekki fyrir liggjandi hjá utanríkisráðuneytinu þai sem enn hafa engir reikningar borizt. GM. Frábær árangur hjá Wilkins — kastaði 69,44 m ílogni og rign- ingu á Laugar- dalsveiliígær Ekki tókst Mac Wilkins að bæta heimsmetið í kringlukasti á Laugardalsvellinum I gær — en hann kastaði þó betur en áður á þeim mótum sem hann hefur keppt á hér, að visu ekki eins langt og á fimmtudag — þá bezt 70.02 m i roki — en i logni og rigningu í gær kastaði hann lengst 69.44 m. Það er frábær árangur við þær að-' stæður sem voru. Þetta var ótrú- lega vel heppnað kasf og ef einhver vindur hefði verið til aö lyfta undir kringluna hefði hún farið langt yfir 70 metrana. Það var ekki veður fyrir kringlukast í gær. Mac Wilkins byrjaði með 67.84 — siðan 68.12 — 69.44 — ógilt — 66.12 og í siðustu tifraun 67.96 m. Erlendur Valdimarsson, ÍR, varð annar, kastaði lengst 56.06m. Sá árangur gefur til kynna hve afrek Wilkins var mikið. í fyrradag kastaði Erlendur 59.88 m í rokinu þá. hsím. Ah.... síi er „sexý”, hugsaði gölturinn. En honum var meinaður aðgangur. DB-mynd Ragnar. Gölturinn á landbúnaðar- sýningunni var orðinn leiður á einlírmu. 1 næsta bás stóð lika þessi girnilega gylta sem bókstaflega virtist bíða eftir honum. Svo hann ákvað að gera eitthvað i málinu. Hann komst við illan leik inn i básinn til gyltunnar og ætlaði rétt að fara að sýna henni hversu vel hann væri af guði gerður, göltur sem valinn er á landbúnaðar- sýningu er sko ekki bara máttlaust flesk. En þá dreif að múg og marg- .. I oppmennirnir prir. I rá linstri er Hcrn stcin scm li'l al stiirl'um. Í niii’liii t r Rit hanl \ Marlini. n\i \tirniaiiurinn a ht'llarikuntJli ii| l.h. hinntr taraaðmiráll st-m annaiiisl \llr mannaskipiin. I)B nnnil \ri í gærmorgun fóru fram yfirmanna- skipti hjá vamarliðinu á Keflavikurvelli að viðstöddum fjölda fólks, m.a. for- sætis- og utanríkisráðherrum Islands og sendiherra Bandarikjanna á Islandi. George E.R. Kinner 2. varaaðmíráll var mættur til að leysa Karl J. Bernstein undirflotaforingja frá störfum en hann hefur verið yfirmaður varnarliðsins frá því i ágúst 1976. í embættið var settur Richard A. Martini, 46 ára gamall undirflotaforingi. Athöfnin fór að venju fram með hátiðabrag, ræðum og lúðrablæstri. Úrskeiðis fór aðeins að tveir úr heiðurs- verði féllu I ómegin I varðstöðu sinni.Féll annar í gólf flugskýlisins en fánavarðliða var bjargað frá falli af nærstöddum. Að þvi er blaðinu var tjáð lauk athöfninni með hádegisverði fyrir stóran hóp fólks i nærliggjandi klúbbi yfir- manna. ASt. YFIRMANNASKIPTI MEÐ POMPI, PRAKT OG YFIRUÐUM Fánavarðliðinn var að yfirliði kominn en var gripinn i fallinu. Hann jafnaði sig fljótt og tók við sinu starfi aftur. DB-mynd Ari. Landbúnaöarsýningin: Gölturinn fékk nóg af einlífinu menni sem réðist á göltinn með offorsi og dró hann yfir í einlífið á hans bás aftur. Þvílíkt og annað eins! Og á þetta gláptu sýningargestir eins og naut á nývirki, hafa þeir aldrei séð gölt eða hvað? Á landbúnaðarsýninguna komu á fimmtudaginn 5 þúsund manns og voru þá gestir orðnir 42 þúsund. Á þeim þremur dögum sem eftir eru verður því að vera fjölmennt ef 90 þúsund gesta talan hans Kjartans framkvæmdastjóra á að nást. Kvartað var yfir því I lesendabréfi í DB að stærsti og minnsti hestur landsins sem heitið hafði verið á sýningunni væru þar ekki. Nú eru þeir hins vegar komnir á staðinn og vekja mikla furðu þegar þeir eru teymdir um svæðið öðru hvoru. I gærkvöldi völdu gestir sýning- arinnar hest dagsins og um helgina dreifir Páll Sveinsson aftur lukku- miðum. Vakti það mikla lukku er hann gerði þetta um daginn. Sigurður Jónsson blaðafulltrúi segist hafa orðið var við ótta manna um rigningu á Selfossi sem spilla myndi ánægjunni af að skoða sýninguna. En mikill hluti sýning- arinnar er undir þaki þannig að úr- koma kemur ekki að sök. Fyrir nú utan að flestir ættu að vera orðnir henni vanir. -DS. trjélst, nháð dagblað LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978. Náðu 590 þús. kr. úr stolnum banka- bókum Tveimur bankabókum var stolið um síðustu helgi úr herbergi I Reykjavik. í bókunum voru samtals 600 þúsund krónur. Ránsins varð ekki vart fyrr en seint á þriðjudag og kom þá I Ijós að úr bókunum höfðu verið teknar 590 þúsund krónur. ! Rannsóknarlögreglan handtók tvo menn sem viðurkenndu stuldinn. Eru þetta ungir menn og hafa áður komizt úndir lögregluhendur. Hefur annar verið dæmdur i 20 daga gæzluvarðhald en hinum var sleppt. -ASt Vilja að Geir veiti lausn til bráða- birgða Talsmenn frystihúseigenda hafa nú ákveðið að óska eftir fundi með forsætis- ráðherra til að gera honum grein fyrir viðhorfi samtaka þeirra til bráðabirgðar- lausnar á vanda og erfiðleikum frysti- húsanna i landinu. Jafnframt hyggjast þeir leggja áherzlu á að þeim frysti- húsum sem nú hefur verið lokað verði gert mögulegt að hefja rekstur að nýju. Ályktun þessi var gerð á stjórnarfundi SH á fimmtudag. Var þar skýrt frá niðurstöðum funda sem haldnir hafa verið víðsvegar um landið. Taldi fundurinn að óhjákvæmilegt væri að gera ráðstafanir til að tryggja rekstur frystihúsanna þangað til ný rikisstjóm hefur verið mynduð. Annars stefndi í stórfellt atvinnuleysi vegna lokunar húsanna. ASt. Sumargetraunin: Skilaf restur til midvikudags- kvölds Sumargetrauninni okkar lauk i gærdag þegar tíundi hluti hennar birtist. Lesendur eru beðnir að skila sem allra fyrst en skilafrestur er til miðvikudags- kvölds. Dregið verður strax og sýnt er að póstur utan af landi hefur borizt. Þeir sem vilja geta keypt eldri blöð á afgreiðslu blaðsins í Þverholti 11. Dregið verður um vinninginn, Grikk- landsreisu fyrir tvo, siðari hluta vikunnar. Kaupið^ ,3 TÖLVUR. I* OG TÖLVUÚR »] B AN K ASTRÆTI8 ^ÖV|I27§^

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.