Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1978.
3
Óánægður með áfengishækkun:
„REISN” YFIR FYRSTA VERKI
FJÁRMÁLARÁÐHERRA
Lesandi skrifan
Flestir bjuggust við er ný rikisstjóm
skreið hér i valdastólana að þar færu
menn sem hefðu einhverja reisn og
tækju á einhvern hátt fram forverun-
um sem flestir voru sammála um að
hefðu verið heldur rislágir og úrræða-
litlir við stjórn landsins. Nú bregður
svo við að nýskipaður fjármála-
ráðherra (að vísu úr hinum óvinsælli
fyrrum ríkisstjórnarflokki) fær
tækifæri til að sýna vald sitt þ.e. með
klassiskri verðbreytingu á áfengi.
Valdi má beita á margan hátt. Það
má beita þvi þannig að menn finni
vart fyrir því, jafnvel að þeir menn
K
Nýskipaður fjármálaráðherra,Tómas
Árnason. Bréfritari er óánægður með
áfengishækkunina og talar um vald-
beitingu i þvi sambandi.
DB-mynd Hörður.
jsem þvi beita vaxi við valdbeitinguna.
|Því má einnig beita þannig að
valdi andúð, jafnvel klígju. Vald-
beiting fjármálaráðherra í sambandi
við hækkun áfengis þann sjöunda
þessa mánaðar er af síðara taginu.
Henni er skellt á rétt fyrir helgi í stað
þess að koma henni á um helgi þannig
að ekki þurfi að koma til lokunar
áfengisverzlananna.
Það er greinilegt að hið síþyrsta
ráðuneyti mátti ekki missa af
krónunum, sem tapazt hefðu, ef
hækkunin hefði dregizt um tvo daga.
Það hvarflaði ekki að hinum nýja
ríkiskassahirði að áfengisverzlunin er
þjónusta við almenning en ekki
tekjulind sem gripið er til eftir hentug-
leikum rikisvaldsins. Tómasi Árnasyni
er hollt að minnast þess að hinar ýmsu
stofnanir ríkisvaldsins eru fyrst og
fremst þjónustustofnanir sem
almenningur stendur undir, en ekki
tæki í höndum hans sjálfs.
Raddir
lesenda
I
Okur-
verölag
— Brask og
svindl
innflytjenda
Það er alkunna, að verðlag hér á
landi er geysihátt ef miðað er við laun
almennra islenzkra launamanna og
verðlag i nágrannalöndum okkar.
Skiptir þá engu máli hvort um
svokallaðar munaðarvörur er að ræða
eða brýnustu nauðsynjavörur eins og
matvæli. Vinur minn, sem hefur
dvalið i Svíþjóð undanfarin ár, kom í
heimsókn nú i sumar og leizt heldur
illa á verðlagsþróunina í „Guðs vors
landi”. En það sem stakk hann mest í
augun var matarverðið. Hann kvað
mat dýran I Svíþjóð, en honum
blöskraði okrið á matvælum hérna á
skerinu.
Hvernig skyldi standa á þessu okri?
Fyrir nokkrum dögum kom skýring
frá verðlagsstjóra á þvi að innfluttar
vörur til landsins væru um 20% dýrari
en sams konar vörur fluttar til hinna
Norðurlandanna. Þessi verðmunur
mun stafa af ýmislegu braski og svindli
innflytjenda með faktúrur og milliliði,
svo að þeir geti kríað út aukagjaldeyri
og sett í eigin vasa. Svavar Gestsson
nýskipaður viðskiptaráðherra hefur
lýst því yfir, að hann ætli sér að fara i
saumana á verzlunar- og viðskipta-
málum landsins. Ég vona að ráðherr-
ann standi við sín orð og gangi
rösklega fram við verkið, þvi það er
víðar pottur brotinn en í innflutnings-
verzluninni. Launafólk er orðið lang-
þreytt á fjármálaóstjóm þessa lands og
þeirri óðaverðbólgu sem er hennar
tryggi fylgifiskur. Þreyta fólksins
hefur nú breytzt í megna gremju og
almenna reiði við vitneskjuna um, að
nokkrir heildsalar úti I bæ hafa stolið
tugum milljóna af almannafé á undan-
förnum árum og kynnt á þann hátt
undir verðbólgubálið. Smáþjófar og
aðrir smákrimmar sitja undir lás og
slá, en stórglæponarnir ganga lausir.
Það er kominn tími til að taka þessi
mál föstum tökum. Svavar, stattu þig.
TG.
GOD SYNING
H.B. hringdi og sagðist hafa farið
að sjá sýninguna íslenzk föt 1978 og
verið mjög hrifinn. Sagði hann, að
sýningin hefði komið sér reglulega á
óvart og ekki sízt hefði snyrtisýning á
vegum Snyrtistofunnar Klöru verið
vel heppnuð. Þess vegna hefði það
vakið undrun sína að sjá ekkert
minnzt á jressa glæsilegu sýningu.
Vildi H.B. hvetja fólk til að gefa henni
gaum. Hún væri þess virði.
LOFTRÆSTIVIFTUR
A undanfömum tveimur áratugum höfum við byggt upp stcerztu og reyndustu sér-
verzlun landsins með loftrcestiviftur í híbýli, skrifstofur, skóla, samkomuhús,
verksmiðjur, vörugeymslur, gripahús og aðra þá staði þar sem loftrcestingar er þörf.
Veitum tceknilega ráðgjöf vio val á loftrcestiviftum.
/Pskking
feynsla
tyonusi
P Fálkinn
póstsendir
allar nánari
upplýsingar,
sé þess óskað.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Spurning
dagsins
Verður rfkisstjórnin
langlíf?
Þorleifur Guðbjartsson bflstjóri: Ég
mundi álíta að hún yrði skammlíf. Þama
eru þrir flokkar saman komnir, allir eru
á móti öllum. Einnig hefur þeim ekki
komið vel saman að undanförnu.
Hilmar Skarphéðinsson vélstjóri: Já,
hún verður langlif. Þeir eiga eftir að
standa sig vel.
Stefán Hilmarsson bankastjóri: Ég held
að hún sé vonarpeningur.
Rannveig Sigurðardóttir frí Nes-
kaupstað: Ég vona það. Hvers vegna?
Nú, vegna þess að ég kaus hana.
Þór Halldórsson læknir: Það vona ég að
hún verði. Þegar einhverjir byrja á
einhverju er æskilegast að þeir ljúki því.
Svanborg Jensdóttir verkakona: Ég get
sagt þér það að ég hef ekkert vit á stjórn-
malum. Eg veit ekki hvort þessi ríkis-
stjórn er betri en önnur.