Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1978.
ARANGUR VIÐRÆDNANNA
UÓSINNAN SKAMMS
— skilningurá milli
leiðtoganna sem gæti leitt
til f rekari f riðarviðræðna
Viðræður Carters, Begins og Sadats
í Camp David í Bandaríkjunum virð-
ast nú á vendipunkti. Samkvæmt
heimildum þaðan sagði að næstu tveir
dagar segðu til um það hvort viðræð-
urnar bæru árangur eða ekki.
Leiðtogarnir þrír áttu rúmlega
klukkustundar langan formlegan fund
i gær. Það var fyrsti fundurinn eftir
helgarhvíld i viðræðunum. Það var
fyrst nú um helgina að leiðtogarnir
fóru frá Camp David, sveitasetri
Bandarikjaforseta, frá því að viðræð-
urnar hófust á þriðjudag i siðustu
viku.
Begin forsætisráðherra Ísraels sagði
fréttamönnum á leið til Gettysburg,
að viðræðurnar hefðu gengið vel.
Egyptar voru ekki eins bjartsýnir.
Aðrir töldu, að enda þótt ástandið
væri enn mjög óljóst og erfitt, þá rikti
skilningur á milli leiðtoganna og sá
skilningur gæti e.t.v. leitt til frekari
friðarviðræðna á milli ísraels og
Egyptalands. Þessar skoðanir fengu
byr undir báða vængi er varnarmála-
ráðherra ísraels, Ezer Weizman, lét
hafa eftir sér að tvo til þrjá daga til
viðbótar þyrfti til þess að ganga betur
frá málunum.
Fundur leiðtoganna i gær var
haldinn með öllum helztu ráðgjöfum
þeirra. Það merkir það að þung
áherzla hafi verið lögð á að þrengja og
afmarka umræðusviðið. Siðasti
fundur þeirra þar á undan var á
fimmtudag. Ekki er vitað hvenær
næsti formlegi fundur leiðtoganna
verður haldinn.
f
Talsmaður Hvita hússins sagði á
laugardag að árangur hefði náðst í við-
ræðunum. Sum erfið verkefni hefðu
verið leyst, en önnur biðu úrlausnar.
Þrjú megin vandamálin, sem um er
rætt, eru kröfur Egypta um algeran
brottflutning Israelsmanna frá her-
numdu svæðunum, öryggi Ísraels og
framtíð Palestinumanna á hernumdu
svæðunum.
Viðræður leiðtoganna þriggja eru nú á vendipunkti og ætti
þær bera árangur innan tveggja daga. — Mynd Newsweek.
að
verða
Ijóst hvort
-
Kampavín
lítið en
gott í ár
Vínræktin í franska héraðinu
Champagne verður til muna minni
i ár en í meðalári að sögn tals-
manna bænda þar. Stafar það af
slæmum veðurskilyrðum og litlu
sólskini að undanförnu. Þrátt fyrir
að magnið verði lítið geta kampa-
vinsunnendur huggað sig við að
samkvæmt sömu heimildum verða
gæði kampavinsins mikil þetta
árið.
HERLÖGÍ
RÓDESÍU
Ian Smith, forsætisráðherra
Ródesíu, tilkynnti i gær að tak-
mörkuðu hernaðarástandi hefði
verið komið á í landinu. Hann
sagði aftur á móti að almennt her-
útboð yrði ekki að svo stöddu.
Talsmaður þjóðernissamtaka
svartra, sem stjórnað er af Joshua
Nkomo, en hann er í útlegð, sagði
að nítján forustumenn samtak-
anna hefðu verið handteknir sið-
ustu daga. Hermenn Ródesíu-
stjórnar hafa fellt i það minnsta tiu
skæruliða á landsvæði nærri þar
sem farþegavélin sem skotin var
niður hrapaði til jarðar. Skæru-
liðar munu hafa myrt alla nema
þrjá þeirra farþega sem komust lifs
af úrflugslysinu.
Tuttugu og
f imm fallnir
íNicaragua
1 það minnsta tuttugu og fimm
manns hafa verið drepnir i átökum
milli þjóðvarðliða Somoza forseta
og andstæðinga hans t Nicaragua
á undanförnum dögum. Þjóðvarð-
liðar hafa beitt skriðdrekum, flug-
vélum og þungum byssum í bar-
dögum við uppreisnarmenn og
segjast nú hafa tögl og hagldir.
Uppreisnarmenn krefjast afsagnar
Somoza forseta en hann segist
ákveðinn i að sitja út kjörtímabil
sittsemertil 1981.
■vn
tífök y
þeir hafa þekkingu, reynslu og þjálfun
Eitthvað á þessa lelð er rabb þelrra um gólflögn frá Gólf hf.:
„Svo eru það gólfln, maður," seglr
elgandinn. „Þau þurfa að hata
töluvert burðar og efnaþol."
„Já, hérna eru þelr elnmitt með
eina tegund sem hentar okkur full-
komlega. Burðarþol 500- 800 kg á
fersentimetra og efna- og slltþol
ettir því. - (Elgandlnn grfpur fram
í og seglr:)
9NSB
,Trúlr arkltektlnn þessu?'
„Nel, en þetta er staðreynd," segir
arkitektlnn. „Þeir hafa lagt gólf-
lagnlr á gömul og slltin gólf, vöru-
afgreiðslur, snyrtlherbergl, blf-
relðaverkstaaðl o. s. frv. Þeir hafa
þekklngu, reynslu og þjálfun og
NÓTA BENE þetta er ódýrara en
fifsalögn.
„Nú," segir elgandinn,
best maður hrlngl í þó.”
S vo taufar hann: „Þelr ættu bara að
fara að leggja á göturnar með
þessu..."
GOLFHF
JJ/; ‘ ^a
k 1 W . r i m ts É íjt * V
■
KÁRSNESBRAUT 32, KÓPAVOGI Símar: 40460 og 76220