Dagblaðið - 11.09.1978, Síða 13

Dagblaðið - 11.09.1978, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1978. 13 Hollywood hressti uppá borgarbraginn: BAUÐ UPPÁ KÓKOG SÚKKU- LAÐIKEX FRÍTT —yfirlOOO ungmenniþágu boðið Skemmtileg tilbreyting átti sér stað 1 bæjarlifinu i gær. I staðinn fyrir aðfara í þrjú bíó fóru nokkur hundruð börn i Hollywood, en sá skcmmtistaður bauð börnum upp á skemmtun þar sem allir fengu kók og súkkulaði. Ennfremur skcmmtu þeir bræður Halli og Laddi við mikinn fögnuð áhorfenda. Kynntu þeir lög af nýju plötu sinni, Hlunkur er þetta, og var ekki annað að sjá en að krakk- arnir skemmtu sér hið bczta. Sungu þau og dönsuðu af hjartans lyst, enda ekki á hverjum degi sem þeim býðst að koma á barnaskemmtun af þessu tagi og þar að auki allt ókeypis. Töframaðurinn Baldur Brjánsson setti síðan i lokin skemmtilcg endalok á skemmtunina. Allir krakkar fóru út á stétt og þar sýndi töframaður- inn töfrabrögð og voru börnin alveg hissa á þcssum galdrakarli. Augun urðu stór og munnurinn galopinn þegar Baldur byrjaði að sópa peningum úrhári og höndum viðstaddra. En samt stóð þeim ekki alveg á sama um þennan skritna karl þvi hann gat látið einn strák inn pissa i gegnum trekt þó svo að hann væri í buxum og ekki blotnuðu þær hcldur neitt. Tveir drengir stóðu i vegi fyrir Baldri og sagði annar þeirra við Baldur: „Heyrðu manni, láttu vin minn hvcrfa, hann er svo leiðinlegur.” Baldur var fljótur á sér og bcindi töfrasprotan- um að drengnum og sagði hókus, pókus og ... en sá litli varð hræddur áður er, nokkuð skeði og flýtti sér inn i mannþvöguna svo galdrakarlinn gæti Um eitt þúsund ungmenni fylgdust með töfrabrögðum Baldurs Brjánssonar á tröppum Hollywood. ábyggilega ekki látið hann hverfa. Þá sagði Baldur við hinn sem eftir var: „Ég skal bara minnka þig í staðinn og gera þið aftur tveggja ára,” en sá litli beið ekki boðanna heldur flúði eins og fætur toguðu eins langt frá Baldri og hann mögulcga komst. En hvað sem öllum göldrum líður þá er óhætt að segja að þetta hafi verið gott framtak hjá veit- ingahúsinu Hollywood og mætti vera meira um að slíkt verði gert fyrir þau yngstu á hversdagslegum sunnudögum. ELA. Þá var dansað, sungið og hlegið, enda verið að spila lög með Halla og Ladda. Jmm Wf 01 1 11 i r Æ&m ÆL' > ' ' 9 }/ Æ BK - éS ' * fl p ^ V ■Pf,|B gk 'æ MHhá & 1 ■ ifl \' ; :,'V: til að komast ódýrt til sólarlanda Mallorca Brottför: 17. sept., 2 vikur, verð frá 112.800.- 24. sept, 1 vika, verð frá 87.800.- 8. okt., 3 vikur, verð frá 107.700,- Dvalið á eftirsóttustu ibúðahótelun- um á Mallorca, Royal Magaluf, Torrenova, Trianon og Portonova. Costa del sol Brottför: 22. sept., 2 vikur, verð frá 103.800.- Búið á hinu glæsilega íbúðahóteli Playamar. NYTT Til þess að gera sem flestum fjöiskyldum og starfshópum kleift að njóta glaðra sólskinsdaga i’ sólarlöndum og lengja sumarið getum við i þess- ar ákveðnu ferðir gefið fria ferð fyrir 5. hvern farþega sem ferðast með fjórum. ATHUGIÐ Kanaríeyjar Laugardagsflug í allan vetur, 1. vetrarferðin 13. október. Allir eftirsóttustu gististaðir á Gran Canariaj^og Tenerife. Grikkland Brottför: 3. okt., 1 vika. Verð frá kr. 90.000.- Dvalið á vinsælum hótelum I baðstrandarbæjum við Aþenustrendur eða I Aþenuborg. Gisting og 2 máltíðir á dag innifalið. SUNNA BANKASTRÆTI 10. SÍMI 29322. ■ AKUREYRI. HAFNARSTRÆTI 94. SÍMI 21835.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.