Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 11.09.1978, Blaðsíða 16
'á ——— DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11.SEPTEMBER 1978. PAGBLAÐID. MÁNUDAGUR ll.SEPTEMBER 1978. . 17 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir ■n FORUSTA ÖSTER EYKST öster frá Vaxjö, liðiö, sem Teitur Þóröarson leikur með I Sviþjóð, vann enn einn sigurinn i Allsvenskan I gær. Hefur nú orðið fjögurra stiga forustu i keppninni og stefnir greinilega á sænska meistaratitilinn. öster lék á útivelli í gær við Átvidaberg og sigraði 1—2. Ekkert mark var skorað í fyrri hálf- leik en á 55. mín. tókst Teiti að skora fyrsta mark leiksins fyrir öster. Fimm mín. síðar kom Peter Svensson Öster i 2—0 en rétt fyrir lok leiksins skoraði Leif Johannsson fyrir Atvidaberg. Öster hefur nú 28 stig eftir 18 umferðir —er fjórum stigum á undan Kalmar, sem er í öðru sæti með 24 stig. Kalmar gerði jafntefli við Malmö í gær 0—0 — og um næstu he'lgi leika Öster og Kalmar í Vaxjö. Gautaborg leikur í kvöld og gæti komiztí 24 stig. íþróttir Teitur er annar markahæsti leikmaðurinn í All- svenskan. Hefur skorað 10 mörk en efstur er Per Olaf Ohlsson hjá Nörrköping með 12 mörk svo ekki munar miklu. Umferðir í Allsvenskan eru 26. Öster leikur í Stokkhólmi gegn Hamnmerby 20. september eða sama dag og tsland leikur i Hollandi í Evrópukeppninni. Það hefur verið reynt að fá Teit lausan í þann leik— en Öster vill ekki sleppa honum, svo Teitur getur ekki leikið þar. Hins vegar getur hann tekið þátt í Evrópuleiknum við Austur-Þjóðverja 4. október í Þýzkalandi. Sama dag leika Sviar í Evrópukeppninni. Hins vegar leika Jóhannes Eðvaldsson og Ásgeir Sigurvinsson ekki 20. september með liðum sínum. Ekki leikið þá á Skotlandi og Belgíu og þeir geta því leikið gegn Hollandi. Dankersen vann Göppingen Keppnin 11. dcild handknattleiksins hófst I Vestur-Þýzkalandi á laugardag. Dankersen lék þá á heima- velli gegn Göppingen og sigraði 14-12. Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson léku með Dankersen og Gunnar Einarsson með Göppingen. Þorbergur Aðalsteinsson, sem verður með Göppingen I vetur, tók ekki þátt I leiknum en var á varamannabekk. Jafnt var upp I 3-3 en þá kom góður kafli hjá Dankersen. Liðið komst I 7-3 og þar réðust úrslitin. Göppingen minnkaði muninn I 7-5 fyrir hálfleik. í s.h. hafði Dankersen 2-3 marka forustu, 13-10 og 14-11 en Göppingen skoraði siðasta markið I leiknum. Waltke var markahæstur hjá Dankersen með fjögur. Axel skoraði eitt mark úr viti og Gunnar tvö mörk úr vitum. Þá lék Björgvin Björgvinsson sinn fyrsta ieik með nýliðum Grambke i 1. deild. Var ekki mikið inn á — en Grambkc gerði jafntefli á heimavelli við Hiittenberg, 16-16. Hafði tvö mörk yfir, þegar tvær mín. voru eftir en Hiittenberg tókst að jafna. Skoraði siðasta mark leiksins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Ágúst Svavarsson leikur með Spenge I 2. deild. Þar hafa þrjár umferðir verið háðar. Spenge tapaði fyrstu tveimur leikjunum. Fyrst heima 8-19 og síðan á útivelli 15-16. Á laugardag vann liðið hins vegar heima 24-22. Ágúst hefur skorað 4—5 mörk I sfðustu leikjum liðsins. Úrslit I öðrum leikjum í 1. deild á laugardag urðu þessi: Gummersbach — Gengunge 25-14, Kiel — Nettelstedt 14-14, Rintheim — Leverkrusen 17-17, Rheinhausen — Grossvallstadt 16-20 og Hofweier — Milbertshofen 20-16. Eins og undanfarin ár munu þeir Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson skrifa um þýzka handknattleikinn fyrir DB I vetur — og ef að likum lætur mun fyrsta grein þeirra á þessu keppnis- timabili birtast á föstudag. ' Sigurlið Selfoss 13. deild. - DB-mynd FAX Magni, Grenivlk, i öðru sæti f 3. deild Selfoss sigraði f 3. deild Selfoss tryggði sér meistaratign 3. deildar með öruggum sigri yfir Magna, Grenivik á Akureyri á laugardag, 3—0. Þegar leikurinn fór fram, var veður afleitt, norðanstrekkingur, rigning og hroll- kalt. Það fór aldrei á milli mála hvort liðið var sterkara á Akureyri — Selfyssingar höfðu tögl og hagldir í leiknum og verðskulduðu sigur sinn. Þeg- ar á 10. minútu skoraði Tryggvi Gunnarsson fyrir Selfoss, skallaði laglega í markið eftir fyrirgjöf. Staðan I leikhléi var 1—0 og í siðari hálfleik bættu Selfyssingar við tveimur mörkum. Sumar- liði Guðbjartsson skoraði á 31. mínútu síðari hálf- leiks og á 40. mínútu bætti Stefán Larsen við þriðja marki Selfoss, 3—0, Selfoss sigurvegari 3. deildar en Magni fylgir Selfoss i 2. deild. -St. A. ' Islandsmeistarar Vals ásamt Halldóri liðsstjóra og Nemes þjálfara veifa til áhorfenda eftir sigurinn gegn í A DB-mynd Bjarnleifur. Valsmenn eru beztir — Sigruðu ÍA1-0 í gær og glötuðu aðeins einu stigi á íslandsmótinu „Þá er úr því skorið hverjir eru bezt- ir,” sagði Pétur Sveinbjarnarson, for- maður knattspyrnudeildar Vals, og brosti, eftir að Valur hafði sigrað Akra- nes 1-0 I síðasta leik íslandsmótsins á Laugardalsvelli I gær. Fjörugur leikur á köflum en datt svo algjörlega niður þess á milli. Greinilegt að leikmenn beggja Jafntefli Standard Standard Liege, liðið, sem Ásgeir Sigurvinsson leikur með I 1. deild I Belgiu, gerði jafntefli við La Louviere á heimavelli I gær. 2—2. Standard hefur fjögur stig eftir fjórar fyrstu um- ferðirnar. Önnur úrslit I gær urðu þessi: Molenbeek-FC Brugge 2—0 Beveren-Beringen 5—1 Winterslag-Anderlecht 1—2 Charleroi-FC Liegc 3—1 Beerschot-Lokeren 3—0 Lierse-Waregem 2—0 Kortrijk-Antwerpen 0—2 Berchem-Waterschei 0—1 Bezti árangur íslands í golf i til þessa — á Norðurlandamótinu iKalmaríSvíþjóð Norðurlandamótinu i golfi lauk I gæi með úrslitum i einstaklingskeppni. Svi- inn Michael Sorling sigraði i þriðja skipti i röð, annar varð Christian Nilson, sem einnig er Svii, og eru Sviar i nokkr- um sérflokki. íslendingar hafa vakiö athygli fyrir góðan árangur og sérstaklega þó viður- eign Björgvins við Jan Rube og sagði Rube eftir keppnina að óheppni Björg- vins hefði bjargað honum. í viðtali við DB sagði Kjartan L. Páls- son að árangur íslands væri sá bezti á Norðurlandamóti til þessa og að næsta skref yrði annaðsætið. Kjartan sat þing golfsambanda Norð- urlanda þar sem ákveðið var að ísland héldi Norðurlandamót 1982 og einnig að tsland tæki þátt I unglingakeppni Norðurlanda en íslandi hefur aldrei verið boðin þátttaka þar. Landsliðið keppti í gær við klúbblið Kalmars og sigraði með fimm höggum. Sex léku en fimm beztu skor töldu og kom island inná 396enSviarnirá 401. Ragnar lék bezt á 77 en Björgvin á 78 höggum. Landsliðið kemur heim í dag. HBK. iiða voru talsvert með hugann við Evrópuleikina á miðvikudag. Þá leikur Valur við Magdeburg á Laugardalsvelli — Akranes við Köln I V-Þýzkalandi. Eftir leikinn I gær var mikill áhyggju- svipur á þjálfara Akurnesinga — George Kirby. „Það er útilokað að segja nú hvort Árni Sveinsson getur leikið á mið- vikudag. Það eru takkaför á hné hans og við vitum ekki hvort beinin hafa skadd- azt,” sagði Kirby. Árni var borinn af velii eftir samstuð við Hörð Hilmarsson. Ljótt brot — og eftir fyrri hálfleikinn varð Jóhannes Guðjónsson, Akranesi, að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Vals- menn sluppu hins vegar við slæm meiðsli. Valsmenn höfðu sigrað I lslandsmót- inu fyrir þennan leik — 16. sigur Vals á íslandsmótinu. Úrslit hans skiptu því ekki meginmáli en þó greinilegt að leik- menn lögðu nokkurn metnað í leikinn. Undir niðri „sauð” á ýmsum leikmönn- um. Talsverð harka, þegar á leikinn leið. Valur sigraði — og vann það ein- stæða afrek á mótinu að hljóta 35 stig af 36 mögulegum. Það er glæsilegur árang- ur. Sautján sigurleikir — eitt jafntefli og það stig, sem KA hlaut gegn Val á Akur- eyri, bjargaði liðinu frá falli. Skrítið! Sennilega verður þetta afrek Valsmanna seint jafnað þó svo áður hafi lið sigrað á Íslandsmótinu með fulit hús stiga i mun færri leikjum. Jens Sumarliöason, vara- formaður KSÍ, afhenti Valsmönnum sigurlaun sin eftir leikinn og þeir voru mjög hylltir af áhorfendum. Já, Valur sigraði. Kannski ekki sann- gjarn sigur, þegar á heildina er litið en einn leikmaður Vals átti þó skilið að vera í sigurliði, Sigurður Haraldsson, markvörður. Hann bjargaði hvað eftir annað snilldarlega. Varði allt, sem á mark Vals kom — stundum bókstaflega, þegar ekki var „hægt” að koma í veg fyrir mark. Hins vegar hafði Jón Þor- björnsson, markvörður Akraness, miklu minna að gera og færði Valsmönnum sigurmarkið á silfurbakka. Það var um miðjan s.h. Hálfdán Örlygsson spyrnti knettinum inn í vítateig Akraness. Jón hljóp úr marki sinu — slæmt úthlaup — og það sem verra var fyrir lið hans. Hitti knöttinn illa og sló hann beint fyrir fætur Alberts Guðmundssonar. Markið opið og Albert sendi knöttinn i átt að þvi. Á marklínunni tókst Árna Sveins- syni að slá knöttinn yfir þverslána en knötturinn stefndi efst i markið. Víta- spyrna, sem Ingi Björn skoraði örugg- lega úr — og sigurmark leiksins. Opinn leikur og mikið um færi á báða bóga. Strax á 1. mín. átti Ingi Björn hörkuskot yfir af löngu færi. Þrívegis síðar munaði hársbreidd að hann skoraði — eitt sinn varði Jón vel. Hinu- megin varði Sigurður vel frá Pétri — hreint á undraverðan hátt frá Matthíasi af 2ja metra færi — og glæsilega frá Karli á lokamínútu leiksins. Einnig nokkra skallknetti frá Pétri. Já, Sigurður var maður leiksins. Auk þess fór knött- urinn oft „hárnákvæmt” framhjá báðum mörkum — og það úr góðum færum. Eitt bezta færið misnotaði Al: bert. Stóð einn fyrir opnu marki eftir mikil mistök Jóns markvarQar. En Al- bert hikaði aðeins og það nægði Karli Þórðarsyni til að komast fyrir skot hans og bjarga í horn. Dómari Magnús Pétursson. - hsim. Borg tapaði í úrslitum Birni Borg tókst ekki að veröa banda- rískur meistari i tennis — eini meirihátt- ar meistaratitilinn, sem hann skortir i safn sitt. Í úrslitum i gær sigraði Jimmy Connors Björn 6—4, 6—2 og 6—2. í annað sinn sem hann sigrar Björn I úr- slitum bandariska meistaramótsins. Eftir 35 sigurleiki I röð tapaði Bjöm loks i gær — og hann naut sín ekki f leiknum. í undanrúslitum á föstudag, þegar hann sigraði Vitas Gerulaites 6—3, 6—2 og 7—6 fékk Björn blöðrur á þumalfingur hægri handar og háði það honum mjög i úrslitaleiknum, einkum i upphafsgjöf, sterkasta vopni Svians. Hann missti spaðann oftar en einu sinni og átti greinilega i vandræðum með gripið. Það fór Ifka f skapið á honum svo eftir- leikurinn var Connors auðveldur. í einliðaleil^ kvenna sigraði Cris Evert, USA, 16 ára bandaríska stúlku, Pam Shrivers, i úrslitum 7—5, og 6—4. Fjórði sigur hennar í röð. Shrivers er yngsta kona, sem komizt hefur f úrslit á bandarfska meistaramótinu. Capes vann Stahlberg Gcoff Capes, Englandi, varpaði kúlunni 20.68 m f landskeppni Bretlands og Finnlands I gær og sigraði Finnann Reijo Stahlberg, sem varpaði 20.49 m. Bretar sigruðu Finna i landskeppninni, sem háð var á Crystal Palace-leikvanginum í Lundúnum. 111 stig gegn 1011 karlakeppninni og 104 gegn 53 f kvennakeppninni. Heimsmethafinn Henry Rono, Kenýa, keppti sem gestur i 10 km hlaupinu og sigraði auðveldlega á 27:53.79 min. í fimmta sinn, sem hann hleypur vegalengdina innan við 28 mín. f sumar. Finnski Evrópumeistarinn Vainio sigraði i landskeppninni á 28:22.86 mfn. eftir harða keppni við Bernie Ford, Bretlandi, 28:25.30. Hvers vegna? 1. ágúst s.l. voru 5 ár liðin frá sameiningu hlutafélaganna Flugfélags íslands og Loft- leiða, með stofnun Flugleiða h.f. Af því tilefni var ákveðið að þau hlutabréf sem gefin hafa verið út til aukningar hlutafjár, verði boðin öllum landsmönnum til kaups og lögð áhersla á að þau dreifist sem víðast. Hvemig berðu þig að? Það er einfalt. Þú hringir í eða heimsækir næsta umboðsmann, eða skrifstofu Flug- leiða og lætur skrá þig fyrir hlut. Flugleiðir gefa út hlutabréf á nafn þitt og þú innleysir það síðan þar sem þú lést skrá þig. Þá ert þú orðin hluthafi í Flugleiðum h.f. Þú hefur verndað fé þitt gegn verðbólgu. Hefur rétt til að sitja hluthafafundi og að- alfundi með tillögu- og atkvæðisrétt. Þér berast ársskýrslur og aðrar upplýsingar um starfsemi félagsins. Framundan er stór aukning innanlands- flugs og vöruflutninga. Kaup á nýjum millilandavélum og sífelld endurskoðun og aukning leiðanetsins, svo að um nóg er að hugsa og ræða. Gefðu börnunum hlutabréf TFIugleiðum h.f.. í fæðingargjöf, sem tannfé, í skírnargjöf, afmælisgjöf, fermingargjöf, eða af ein- skærri fyrirhyggju. Lítilli stúlku var gefið 1000 kr. hlutabréf í öðru félaginu fyrir 30 árum. Það bréf er nú orðið að 354.000 kr. hlut í Flugleiðum h.f. Útboðið. Alls eru boðin út hlutabréf fyrir U:þ.b. 300 milljónir króna, í stærðunum kr. 10.000, 50.000, og kr. 100.000. FLUGLEIDIRHF Jens Sumarliðason, varaformaður KSÍ, afhendir fyrirliða Vals, Inga Birni Albertssyni, tslandsbikarinn. DB-mynd Bjarnleifurl

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.