Dagblaðið - 18.09.1978, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1978.
Camp David viðræður:
Stefna að friðarsamning-
um innan þriggja mánaöa
Svo virðist sem árangurinn sem
náðist á fundi Jimmy Carters Banda-
ríkjaforseta með Sadat Egyptalands-
forseta og Begin forsætisráðherra ísra-
els hafi orðið mun meiri en flestir
gerðu ráð fyrir. Samkvæmt fyrstu
öruggu fregnum, sem bárust af fundin-
um í gær, virðist sem verulega hafi
þokazt I friðarátt í Miðausturlöndum
þó aðilar séu sammála um að mikið
verk sé óunnið þar til friðarsamningar
verði undirritaðir.
Bæði Sadat og Begin sögðu á blaða-
mannafundi í Hvita húsinu i Washing-
ton að þeir mundu reyna að ganga frá
formlegum friðarsamningum milli
landanna innan þriggja mánaða.
Þjóðarleiðtogarnir flugu I gærkvöldi
frá Camp David i Maryland til
Washington en þar gáfu þeir opinbera
skýrslu um árangur viðræðnanna.
Undirrituðu Sadat og Begin tvo
samninga en samkvæmt öðrum þeirra
er lagður grundvöllur að friðarsamn-
ingummilli Egyptalands og ísraels og
þar aö samkomulag hafi
náðs^W^Phöfuðatriði ef undan er
skilin nýhafin búseta israela á Sinai-
eyðimörkinni. Samkvæmt hinum
samningnum er búið að ná í höfuðat-
riðum samkomulagi um Palestínu-
flóttamennina á vesturbakka árinnar
Jórdan og á Gaza svæðinu. Mun þeim
vera ætluð mjög veruleg stjórn sinna
mála innan tiltekins tima og einnig
mun vera gert ráð fyrir að israelskur
her hverfi á brott innan fimm ára frá
svæðum flóttamanna.
Carter Bandaríkjaforseti sagði að
árangur Camp David viðræðnanna
hefði fariö fram úr allra vonum og
hefði verið talinn óhugsandi fyrir ári
eða jafnvel einum mánuði.
Sadat Egyptalandsforseti hrósaði
Carter mjög fyrir stjórn viðræðnanna.
Atburðurinn þegar þeir þrir gengju frá
samningaborðinu eftir þrettán daga
væri söguleg stund sem minnzt yrði i
framtíðinni. Skoraði Sadat á Carter að
taka áfram þátt í friðarviðræðunum.
Sagði hann það vera nauðsynlegt þvi
þörf væri á frumkvæði hans og aðstoð
bandarisku þjóðarinnar.
Begin forsætisráðherra israels sagði
að þetta væri dagur Carters forseta og
friöarsinnar í heiminum hefðu unnið
mikinn sigur. Sagði forsætisráðherr-
ann frá því að oftlega hefðu þeir leið-
togarnir unnið fram til klukkan þrjú á
nóttunni í Camp David og risið síðan
úr rekkju klukkan fimm að morgni. —
Ég held hann hafi unnið meira en ...
já, jafnvel meira en forfeður okkar, er
þeir reistu pýramídana i Egyptalandi.
Svo virðist sem eina höfuðdeilu-
málið, sem óleyst sé, sé um búsetu
ísraela I Sinaíeyðimörkinni. Hefur
hún reyndar verið mikið deilumál I
ísrael.
í samkomulagi þjóðarleiðtoganna
þriggja segir að ísrael muni hverfa á
brott með her sinn frá svæðum
Palestínuflóttamanna innan fimm ára.
Þó verði þeim heimilt að hafa herlið á
nokkrum stöðum til öryggisgæzlu.
Eiga íbúar vesturbakka Jórdan og
Gazasvæðisins að fá fulla heima-
stjórn. Er ætlunin að fá Jórdaníu-
stjórn til að taka þátt i friðarviðræðun-
um og þá sérstaklega hvað varðar
vesturbakka Jórdanár. Mun Carter
forseti ræða við Hussein Jórdaníukon-
ung. þegar sá síðarnefndi kemur til
Washington innan þriggja vikna.
—grundvelli náð að samkomulagi um
frið ogframtíð Palestínuaraba á
vesturbakka Jórdan og Gaza svæði
— (NV -|
Wb 1 1 1/X X' Q vT X- n log 10-« r~i In e* Q X> Xv> Q
»7** □ hyp ö sítr’ Q cos ' □ tatr’ O
nb/c Er? ■ X-Y.M □ Tí n • • • 6 □ 77 , • ••» o X M m MR Q
l-sac-1
CASIO- umboðið
Bankastræti 8 - Sími 27510
Myndin er tekin i borginni Esteli, sem er norður af höfuðborginni Managua i Nicaragua. Göturnar eru fullar af grjóti, sem
notað hefur verið i baráttunni gegn þjóðvarðliðum Somoza forseta. t fjarska sést reykur úr vindlaverksmiðju sem kveikt
hefur verið i. Mikið var um að götuvigi væru reist til að verjast þjóðvarðliðinu.
Nicaragua:
Ukum brennt á göt-
unum tf/ að forðast
drepsóttir í Leon
þjóðvarðliðar Somoza haf a náð borginni úr höndum
uppreisnarmanna
Borgin Leon i norðurhluta Nicaragua
mun nú vera i höndum þjóðvarðliða
Somoza forseta. Flestir uppreisnar-
mennirnir flúðu til fjalla. Leon er algjör-
lega i rústum eftir þriggja daga bardaga
þar sem beitt var fallbyssum og eld-
flaugum. Í gær komu fyrstu fréttamenn-
irnir á vettvang og að sögn þeirra eru
.flest stórhýsi hrunin og eldur logar enn
víða um borgina.
Töluvert mun vera um að hinir föllnu.
sem munu vera i það minnsta eitt hundr-
að og fimmtiu, séu brenndir á götunum.
til að koma í veg fyrir að drepsóttir
breiðist út. Sjúkrahús í borginni. þar sem
fjöldi særðra leitaði skjóls var rafmagns-
Rauðakrossinum. sem var á leið til Leon
með lyf og hjúkrunargögn varð fyrir
sprengju og eyðilagðist.
Að sögn munu flestir uppreisnarmenn
hafa komizt undan til fjalla og fáir kom-
izt undir hendur þjóðvarðliða. Stöku
skot heyrðust enn i Leon i gærkvöldi en
þó var talið að þeir hefðu full völd i
borginni.