Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.09.1978, Qupperneq 9

Dagblaðið - 18.09.1978, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18.SEPTEMBER 1978. 9 Erlendar fréttir Egyptaland: Utanríkisráð- herrann segir af sér Mohammed Ibrahim Kamel utanrikisráðherra Egyptalands sem var i fylgdarliði Sadats forseta í Camp David hefur sagt af sér embætti vegna andstöðu við ýmsa liði þess samkomulags, sem þjóðar- leiðtogarnir urðu sammála um. Að sögn bandarískra fréttastofa munu nokkrir aðrir egypzkir embættis- menn sem voru í Camp David hafa sagt af sér af sömu orsökum. Kamel, fráfarandi utanríkisráð- herra, er annar í þeirri stöðu sem segir af sér vegna andstöðu við stefnu Sadats forseta í friðarum- leitunum við ísrael. í nóvember sagði Ismael Fahmi af sér, þegar Sadat ákvað að fara til Jerúsalem til að koma af stað friðarviðræðum milli ísrael og Egyptalands. Bretland: Scotland Yard leitarBaader Meinhof konu Starfsmenn Scotland Yard eru nú að kanna hvort orðrómur um að kona sem tilheyrt hefur Baader-Meinhof hópnum vestur- þýzka sé i felum i Bretlandi hafi við rök að styðjast. Kemur þessi rannsókn í kjölfarið á handtöku Astrid Pröll. sem búið hefur i Bret- landi i fjögur ár undir fölsku nafni. Sú sem nú er leitað mun heita Sus- anne Albrecht og er hennar leitað fyrir tilraun til mannráns og morð á bankastjóra einum vestur-þýzk- um, að nafni Juergen Ponto. í fyrra. Frakkland: FellurServan- Schreiber? Svo virðist sem Jean Servan- Schreiber, franski stjómmálamað- urinn og blaðaútgefandinn þekkti. muni tapa í aukakosningum, sem hófust i gær í borginni Nancy. Kosningarnar voru endurteknar vegna þess að frambjóðandi sósíal- ista vildi ekki una við 22 atkvæða meirihluta Servan-Schreiber í vor. Að þessu sinni fékk hann aðeins 29% atkvæða en Tondon, verka- lýðsleiðtogi I Nancy, fékk 37,5%. Ekki er talið líklegt að Gaulistar verði hrifnir af að kjósa Servan- Schreiber í síðari umferð kosning- anna og hætt við að hann eigi I vök að verjast gegn verkalýðsleið- toganum, sem fær þá mestan hluta fylgis kommúnista. Egyptaland: 29farastí jámbrautarslysi Tuttugu og níu manns fórust og fimmtíu særðust er tvær járn- brautarlestir rákust á í borginni Wasta i Egyptalandi í gær. íran: Borgin þurrkaöist út og aðeins pálmatrén standa — í minnsta ellefu þúsund manns f órust í jarðskjálfta, óttazt að manntjónsé mu Ljóst er að i jarðskjálftanum í íran hafa í það minnsta fimmtán þúsund manns farizt í borginni Tabas og nær- liggjandi þorpum. Óttast yfirvöld að svo geti farjð að tala látinna geti jafn- vel orðið enn hærri. Tabas er algjör- lega jöfnuð við jörðu og ekkert er þar uppistandandi annað en nokkur pálmatré, að sögn sjónarvotta. Allar byggingar hafa hrunið og jafnhliða hafa þúsundir grafizt undir rústunum. Talsmaður rauða Ijónsins og sólarinn- ar, sem jafngilda Rauða krossinum sagði í gær að engan veginn væri hægt að gefa neitt upp um tölur særðra og látinna fyrr en leitarsveitir hefðu lokið verki sínu. Fljótlega eftir jarðskjálft- meira ann á laugardaginn fóru þó að berast fregnir frá Tabas, sem stendur ekki fjarri landamærum Sovétríkjanna og Afghanistan. Svo virðist sem aðeins tvö þúsund af þrettán þúsund ibúum Tabas hafi komizt lifs af úr skjálftan- um< Hinir allir grófust undir rústum húsanna. Björgunarsveitir vinna nú að því að bjarga fólki en erfiðleikar eru vegna líka sem fljótlega rotna í steikjandi sólarhitanum. Jarðskjálftinn, sem varð á laugardagskvöldið þegar ibú- arnir i Tabas og nágrenni ætluðu að fara að setjast að kvöldverði, mældist sjö stig á Richter. Er þetta mesti jarð- skjálfti sem komið hefur í íran síðan 1962. Þá fórust á milli tólf og tuttugu þúsund manns. Var það í Khorassan héraði, en Tabasborg er einnig í þvi héraði. Jarðskjálftans á laugSrdaginn varð vart i Teheran, höfuðborg íran, sem stendur I 700 kílómetra fjarlægð frá Tabas. Byggingar hristust og stór- hýsi sveifluðust til. Upptök jarðskjálft- ans munu hafa verið við Tabas. Auk borgarinnar er talið að að minnsta kosti fjörutiu þorp hafi hrunið til grunna og I sextiu hafi orðið verulegar skemmdir á byggingum. Óttazt er að margir hinna særðu á jarðskjálfta- svæðinu muni ekki lifa af ef hjálp berst ekki fljótlega. Allir læknar sem bjuggu í Tabas munu hafa farizt í skjálftanum. öll fjarskiptasambönd við umheiminn rofnuðu og ekkert vatn né rafmagn var að fá í borginni. Herlið hefur verið sent á vettvang og bæði flugvélar og þyrlur hafa verið sendar til aðstoðar. Nokkrir erfiðleikar munu þó hafa verið fyrir flugvélarnar að lenda vegna skemmda á vegum og flugbrautum I jarðskjálftanum. Tuttugu þúsund jarðskjálftar hafa verið í íran á þessari öld. Þar af hafa um það bil tuttugu verið svo miklir að valdið hafi manntjóni. Hafa nærri sex- tiu þúsund manns týnt lífi I þessum jarðskjálftum. REUTER Ulferts litmynda- listinn Aukin þjónusta Sérpantanir á Ulferts húsgögnum. Hafið þið leitað lengi að réttu húsgögnunum? Farið búð úr búð og ekki fundið það rétta? f vali á húsgögnum ræður smekkur miklu. Nýi Ulferts litmyndalistinn er fullur af smekklegum húsgögnum: Raðstólum, borðum, stólum, rúmum ofl Þið finnið áreiðanlega eitthvað við ykkar hæfi. Skrifið eftir nýja Ulferts litmyndalistanum og veljið síðan eftir ykkar eigin smekk. Eins og áður er úrval Ulferts húsgagna að jafnaði til á lager verslunarinnar. HÚSGRGflflVERSLUn KRISTJflnS SIGGEIRSSOnflR HF. ^ Til Kristjáns Siggeirssonar hf. I Laugavegi 13,101 Reykjavík. | Vinsamlega sendið mér ókeypis Ulferts litmyndalistann. Nafn: Heimilisfang: LAUGAVEG113. REYKJAVÍK. SÍMI 25870

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.