Dagblaðið - 18.09.1978, Side 10
10
DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR 18.SEPTEMBER 1978.
ÍMjálst,úJiád dagblað
Skrtfstofusljöri ritsljómar
Atli Stsinarsson og Óm«
Útgefandi DegblaðkPhf. _
Fromkvœmoastjóri: Sveinn R. Eyjóifsaon. Rkstjiri: J6nasl<
Fróttastjóo. Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfuttrúl: Haukur Helga
Jóhannot. KeykdaL íþróttin Halur Sknonarson. Aðstoíari
Valdimarssoii. Handrit: Ásgrimur Póisson.
BÍaöamenn Árina BjámasorirAsáeÍrTSRtásson, Bragi Slgurósson, Dóva Stefánsdóttir, Gbsur Sigurðs-
son, Guðmundur Magnússon, Halur HaAsson, Helgi Pétursson, Jónqs Haraldsson, Ólefyr Geirsson
Ólafur Jónssor^ Ragnar Lér., RagnhaiQur Kristjónsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pélsfon
Ljósmyndu Ari Krístkisson Ámi PéH Jóhannsson, Bjamieifur Bjamleifsson, Hörður Vlhjéimsson,
Ragnar Tli. Sigu^össon, Sveinn Þormóðssdn.
Skrifstofustjórii'ólafur Eyjólfsson. Gjaidkeri: Þráinn Þorieifsson. Söiustjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing
arstjóri: Már E.M. HaSldórsson.
Ritstjóm Síðumóia 12. Afgreiðsla, éskriftadeild, augtýslngar ogskrifstbfur Þvertiohi 11.
Aðalsími blaðsins er 27022(10 Ifnur). Áskrift 2000 kr. é ménuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagbiaðið hf. Síðumúia 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúia 12. Prentun:
^Aprgjturhf SkeifunnMO.
Einkum til ills
Ríkisstjórnin telur sig hafa unniö þarft
verk, er hún hækkaði skatta þeirra, sem
báru hæsta skatta fyrir. Enda er trúlegt,
að greiðendur hárra skatta séu fjöl-
mennir í hópi þeirra, sem breiðust hafa
bökin.
v
Hinu má ekki heldur gleyma, að greiðendur lágra og
engra skatta eru fjölmennir í þessum hópi. Hinar nýju
skattabreytingar koma ekki lögum yfir skattsvikara. Til
dæmis er engin tilraun gerð til að ná skatti af rekstri
heimila á kostnað fyrirtækja né af óframtöldum tekjum,
sem eru afar miklar hér á landi.
Rikisstjórnin hefði unnið mun þarfara verk, ef hún
hefði reynt að koma lögum yfir hin breiðu bök, sem tekst
að koma tekjum sínum framhjá skatti. Þar eru gífurlegir
möguleikar á auknum skatttekjum ríkisins, sanngjarnari
en auknar álögur á þá, sem gefa nauðugir eða viljugir
upp allar sínar tekjur.
Nú er auðvitað ekki sanngjarnt að gera ótakmarkaðar
kröfur um kerfisendurbætur á fyrstu vikum óreyndrar
ríkisstjórnar. Kannski ættu Dagblaðið og aðrir gagn-
rýnendur að gefa ríkisstjórninni betri frið fram á önd-
verðan vetur til að sjá, hvort ekki fari að kræla á
raunverulegum umbótum.
Ekki verður samt framhjá því gengið, að þeir, sem
ekki stela undan skatti, mundu bera hinar auknu byrðar
með meira jafnaðargeði, ef þeir treystu því, að ríkis-
stjórnin mundi koma skattalögum yfir þá, sem lifa í vel-
lystingum praktuglega án þess að taka þátt í að halda
uppi ríkisbákninu.
Enn alvarlegra mál er hin grófa afturvirkni nýju
skattabreytinganna löngu eftir álagningu. Þar með hefur
ríkisstjórnin rambað háskalegar en fyrri ríkisstjórnir út á
yztu nöf laga og réttar. Siðferði af því tagi er illur fyrir-
boði.
Lögfróðir menn deila um lögmæti hinnar grófu aftur-
virkni. Vel getur verið að Ólafur Jóhannesson hafi rétt
fyrir sér, er hann segir afturvirknina ekki beinlinis
bannaða með lögum hér á landi.
Hins vegar er afturvirknin óumdeilanlega siðlaus,
enda bönnuð með lögum í siðuðum nágrannalöndum
okkar. Það er hörmulegt að sjá forsætisráðherra og fyrr-
verandi dómsmálaráðherra allt að því hælast um
siðferðisgat í landslögum. Viðhorfin, sem hann endur-
speglar, valda mestu hugarangri í þessu máli.
Ætla mætti, að nýir ráðherrar mundu hugsa sitt ráð
vel, áður en þeir ljá máls á grófri afturvirkni skattalaga.
Þeim á að vera vel kunnugt um lög og venjur siðaðra
þjóða og eiga ekki að hefja feril sinn á siðleysi, sem á sér
einstaklega veika lagastoð.
Ríkisstjórn, sem ætti að taka forustu í bráð-
nauðsynlegri siðvæðingu þjóðfélagsins, hefur gerzt
lærimeistari í ferðalögum á breiða veginum. Það er
einkar athyglisvert, að ríkisstjórnin notfærir sér gat í
landslögum með sama hætti og skattsvikarar notfæra sér
göt í skattalögum. Hugarfarið er eitt og hið sama.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru
sumpart þolanlegar, sumpart ófullnægjandi og sumpart
svo siðlausar, að valda hlýtur verulegum áhyggjum. Þær
gefa ekki hið minnsta tilefni til að óska ríkisstjórninni
langra lífdaga.
' BANDARÍKIN:
Carter milli steins og
sleggju í ntálum
Nicaragua og íran
— hagsmunir Bandaríkjanna og mannréttindastefna forsetans
fara illa saman
Liklegast er Jimmy Carter Banda-
rikjaforseti kominn í vanda vegna
þeirrar mannréttindastefnu, sem hann
hefur rekið ötullega frá þvi hann
settist i valdastólinn. Er þá átt við
hvernig hann á að snúa sér í málum
sem varða íran og Nicaragua. Að visu
hefur forsetinn haft heldur hægara um
sig síðari mánuði en fyrst eftir að hann
tók við völdum. Stefna Carters í
mannréttindamálum er þó skýr og
Young, fulltrúi Bandarikjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, hefur verið
ötull við að undirstrika hana hvenær
sem hann hefur haft tækifæri til.
Nú hafa mannréttindamál ekki þótt
til neinnar fyrirmyndar hjá stjórnend-
um i íran og Nicaragua. Þeir eru aftur
á móti hefðbundnir bandamenn
bandaríkjanna og meðal þeirra þjóða
sem sjaldan eða aldrei láta af stuðningi
við stefnu þeirra í alþjóðamálum.
Stjórn Bandarikjanna hefur líka
»
Jimmy Carter leikur erfiöan línudans
varðandi stefnuna í íran og Nicaragua.
Oliu, viðskipta- og hernaðarhagsmunir
Bandaríkjanna fara þar illa saman við
mannréttindastefnu hans.
farið sér mjög hægt í gagnrýni sinni á
aðfarir stjórnar keisarans i íran og
Sómóza forseta i Nicaragua. Á báðum
stöðum hafa verið miklar blóðsúthell-
ingar og barátta gegn stjórnum land-
anna beggja. Ekki mun í sjálfu sér
Fyrir ári fór Geir Hallgrímsson,
þáv. forsætisráðherra, í opinbera
heimsókn til Sovétrikjanna og var
tekið þar með kostum og kynjum. Eins
og fram kom i viðtölum við hann eftir
heimkomuna, ætluðu sovésk stjórn-
völd aö fá ráðherrann til að undirrita
samning um íþróttasamskipti land-
anna meðan á heimsókninni stóð.
Engin skýring fékkst á þessu tiltæki
sovéskra yfirvalda, þessum skorti á
háttvisi mitt i öllum vinahótunum.
Islenski forsætisráðherrann vísaði til-
mælum Sovétmanna á bug, sín
heimsókn „ætti ekki að vera vettfang-
ur slikrar samningagerðar, heldur ætti
að gera slika samninga eftir eðlilegan
faglegan undirbúning og ætti þá að
taka sjálfstæða afstöðu til þess, hvort
æskilegt væri að á slikt yrði fallist.”
(Mbl. 5. okt. 1977).
Frá sjónarmiði íslenskrar iþrótta-
forystu voru þetta skynsamleg og sjálf-
sögð viðbrögð, og menn væntu þess að
þetta sjónarmið myndi ráða ferðinni.
En raunin varð önnur. Snemma á
þessu ári fóru að kvisast um það fréttir
í blöðum að búið væri að gera
samning um íþróttasamskipti við
Sovétrikin. Þetta kom íslenskri íþrótta-
hreyfingu í opna skjöldu. Hvorki ÍSÍ
né UMFÍ hafði verið kvatt til
ráðuneytis um gerð samningsins né
heldur voru þessi samtök látin vita um
að hann hefði verið gerður. Formenn
þessara landssamtaka iþróttafólks sátu
einn kynningarfund um hugsanlegan
umræðugrundvöll fyrir nokkrurn
árum, þar sém því var heitið að þeir
yrðu kvaddir til undirbúningsfunda
hugsanlegs samnings ef áfram yrði
haldið. Ekki hefur þessum samtökum
heldur verið sendur samningurinn enn
þó að hann hafi verið undirritaður í
febrúar sl. ISI hefur hins vegar að
eigin frumkvæði aflað sér eintaks af
samningnum hjá utanríkisráðu-
neytinu. Mætti ætla að samnings-
aðilar teldu þennan samning iþrótta-
hreyfingunni óviðkdomandi þó að hann
Kjallarinn
Eysteinn
Þorvaldsson
kveði á um samskipti sem henni er
ætlaðaðannast.
Óhagstæður
samningur
Um samninginn efnislega er það að
segja að hann geymir fyrst og fremst
almennar yfirlýsingar um aukin sam-
skipti. I veigamiklum atriðum
er hann afar óhagstæður
tslendingum. Kostnaður af
samskiptum á að greiðast jafnt af
báðum aðilum, og slíkt er afar óhag-
stætt smáþjóð með fjárvana íþrótta-
hreyfingu sem býr fjarri öðrum
löndum, ekki síst Sovétríkjunum.
I sjálfu sér er auðvitað ekki nema
gott eitt um það að segja að millirikja-
samningar um aukin samskipti
iþróttafólks séu gerðir. En það er
aðdragandi og forsaga þessa samnings,
svo og hvernig að honum var staðið.
sem sýna að samningurinn er alvarleg
glöp frá sjónarmiði hinnar frjálsu
íþróttahreyfingar.
Samningurinn er samþykktur af
menntamálaráði Islands og íþróttaráði
Sovétrikjanna. Hann kveður á um
samskipti iþróttasamtaka í þessum
tveimur löndum. Hvers vegna varð
ekkert úr hinum faglega undirbúningi
sem forsætisráðherrann talaði um í
fyrra? Samningurinn er gerður án
nokkurs samráðs við islensk íþrótta-
samtök sem þó er ætlað að annast þau
viðskipti sem hann kveður á um.
• Benda má á að slíka samninga við
Sovétríkin hafa hin Norðurlöndin
gert, en hvergi án hlutdeildar
íþróttasamtakanna, og a.m.k. í
Noregi, Sviþjóð og Danmörku eru
íþróttasamtökin sjálf samningsaðilar,
undirbjuggu samningana og standa að
þeim. Hvers vegna mátti ekki viðhafa
slík fagleg vinnubrögð hér?
Skuggaverk
Vitað er að sovésk yfirvöld sóttu
það fast að þessi samningur yrði
gerður. En hvað knúði íslenska
menntamálaráðuneytið til þessarar