Dagblaðið - 18.09.1978, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1978.
15
ð
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
8
Jaf ntefli — þrátt fyrir
ákafar vinningstilraun-
ir Kortsnoj í Baguio
23. skákin i heimsmeistaraeinviginu
var tefld á laugardag og lauk með jafn-
tefli eftir 41 leik. Kortsnoj, sem hafði
hvitt, fékk frumkvæðið eftir byrjunina og
reyndi mjög að knýja fram vinning.
Karpov varðist þó öllum skakkaföllum
með nákvæmri vörn og eftir 41. leik,
þegar áskorandinn rétti að honum blað
með orðinu „jafntefli” á, var hann fljótur
að samþykkja. Staðan í einvíginu er þvi
cnn 4—2 (12 1/2—10 1/2) heimsmeistar-
anum í vil, ásamt 17 þýðingarlausum
jafnteflum.
Eftir að skákinni lauk á laugardag sat
Kortsnoj lengi i stól sínum og starði á
skákborðið. Hann var greinilega mjög
miður sín yfir að hafa ekki getað unnið.
eftir að hafa haft betra tafl allan tímann.
Hann kallaði á yfirdómarann, Lothar
Schmid. sem einnig er stórmeistari. og
spurði hann fullur einlaegni: „Hvernig
átti ég að fara að þvi?” Seinna sagðist
hann svo halda að hann hafi misst af
vinningi með því að leika 38. og 39.
leiknjm i vitlausri röð. Það virtist hins
vegar hafa við litil rök að styðjast.
Kapparnir tefldu drottningarbragð
eina ferðina enn og fékk Kortsnoj fljót-
lega betri stöðu. Karpov tefldi eins hratt
og mögulegt var og reyndi greinilega að
þreyta sig sem minnst. Aftur á móti sat
áskorandinn oft löngum stundum yfir
skákborðinu. enda hafði hann það erfiða
verkefni með höndum að breyta
stöðuyfirburði sínum i vinning. Hann
tefldi vel fyrir bragðið og jók yfirburði
sína jafnt og þétt. Karpov varaði sig þó á
þvi að láta þá verða of mikla og varðist
vel. Mikil uppskipti urðu á mönnum og
upp kom hróksendatafl, sem Kortsnoj
gat engan veginn unnið. Þeir sömdu þvi
um jafntefli á sinn sérstaka hátt. eins og
fyrrsagði.
23. einvígisskákin
Hvítt: V. Kortsnoj
Svart: A. Karpov
Drottningarbragö.
1. c4 RÍ6 2. Rc3 e6 3. Rf3 d5 4. d4
Be7 5. Bf4 0-0 6. e3 c5 7. dxc5 BxcS 8.
Dc2 Rc6 9. Hdl Da5 10.a3Be7
10. — He8?! sá fyrst (og síðast?)
dagsins Ijós i 21. einvigisskákinni.
Karpov hverfur nú aftur til þess leiks.
sem hann lék i 9. einvígisskákinni. en
hún fór jafntefli eftir mikinn darraðar-
dans. Þar átti Karpov lengst af i vök að
verjast, svo líklegt er að hann geri
einhverja tilraun lil að endurbæta tafl-
mennskusina nú.
11. Rd2 e5 12. Bg5 d4 13. Rb3 Db6.
Og hér breytir Karpov út af. í 9.
skákinni lék hann 13. — Dd8, sem af
„sérfræðingum” er lalinn betri leikur.
Samt fékk hann erfiða stöðu út úr
byrjuninni og hefur því skiljanlega ekki
áhuga á að fara út i þá sálmana aftur.
14. Bxf6 Bxf6 15. Rd5
Gallinn við 13. — Db6 kemur nú
greinilega í Ijós.
15. — Dd8 16. Bd3 g6 17. exd4 Rxd4
18. Rxd4 exd4 19. Rxf6+ Dxf6 20. 0-
0
Eftir skákina Forintos-Smederevac.
Wijk ann Zee 1970, hefur þetta afbrigði
verið talið mjög hagstætt hvítum.
Smederevac lék nú 20.— Bd7? en
tapaði einfaldlega peði eftir 21. Be4 Bc6
22. Bd5! Had8 De4. Karpov hefur
skiljanlega engan áhuga á slikum enda-
lokum og kemur því með nýjan lcik, sem
gerir svörtu stöðuna skyndilega teflandi.
20. — Be6!
Kortsnoj virtist liða illa eftir þennan
leik og átti í mestu erfiðleikum með að
einbeita sér. Sjálfsagt hefur cinnig urið i
taugarnar á honum hvað Karpov lék
hratt. en þegar hér var komið sögu
hafði hann aðeins notað 4 minútur.
Kortsnoj hafði hins vegar eylt 25
minútum. Skyndilega kallaði hann á
yfirdómarann Schmid og kvartaði sáran
yfir þvi að Karpov truflaði einbeitni sína
með því að rugga sér i stólnum. Siðan
sfóð hann upp og gekk inn í hvildarher-
bergið. Þaðan horfði hann á stöðuna á
Kortsnoj, tefldi stift til sigurs en dugðl
ekki tU.
sýningarborðinu i nokkrar mínútur, rétt
eins og Spassky forðum. Á meðan spurði
Schmid Karpov kurteislega að því hvort
hann gæti ekki teflt svolítið hljóðlegar.
Karpov hætti þá rugginu. Kortsnoj sneri
aftur að borðinu og allt féll i Ijúfa löð.
21. Hfel Hac8 22. b3 Hfd8 23. Be4
Hc7 24. Dd2
Kortsnoj hefur greinilega náð betri
stöðu eftir byrjunina, en eins og oft áður
var timi hans verri. Hann átti nú um 50
mínútur eftir á 16 leiki.en Karpov meira
-en 2 klst!
24,—Bg4 25.13 Be6 26. a4!
Peðameirihluti hvits fer nú af stað og
svartur má hafa sig allan við ef ekki á
illa aðfara.
26. —b6 27. a5 b5 28. cxb5 Bxb3 29.
Hbl Bd5 30. b6 axb6 31. Hxb6 Hc6.
Allt að þvi þvingað. 31. — Dg7?? 32.
Bxd5 Hxd5 33. He8+ hefði leitt til
skjótra endaloka.
32. Hxc6
32. Bxd5 Hxd5 33. He8+ Kg7
34. Hbb8h5! leiðir ekki til neins fyrir
hvítan. Eftir t.d. 35. Hh8? Dg5 36.
Hgb8+ Kf6. er svarti kóngurinn mun
öruggari en sá hvíti.
32. — Bxc6 33. Bd3.
Hvítur forðast biskupakaup, því
biskup hans stendur vel á d3, þar sem
harin hindrar framrás svarta d-peðsins.
Svartur er hins vegar ekki á því að leyfa
honum að komast upp með það og
beinlínis þvingar fram biskupakaup.
33. - Bd7! 34. a6 Bf5 35. Df4 Kg7 36.
38. Hal
Eftir skákina var Kortsnoj mjög
óhress með þennan leik og sagðist hafa
átt vinning með 38. Kf2. Eitthvað
virðist það nú vera vafasöm fullyrðing.'
Svartur leikur samt sem áður 38._^-_d3!
íþróttir og útivist
eru líka fyrir fatlaða.
Styðjum
jafnréttisbaráttu
fatlaðra.
íþróttasamband íslands
JÓN L. ÁRNAS0N
SKRIFAR UM SKÁK
og ætti auðveldlega að ná jafntefli Eftir
t.d. 39. Hbl (39. Hal He8! leiðir til
sömu stöðu og í skákinni og 39. Ke3! d2!
40. Hdl Ha8 er einnig jafntefli). He8!
40. Hb6 d2 41. Hd6 He6! er jafnteflið
staðreynd.
38. — d3! 39. Kf2 He8!
Hvíti kóngurinn kemst nú- ekki að d-
peðinu og jafnteflið er gulltryggt.
40. Ha2 He7! 41. Hd2
Ef4l.a7,þád2!
41. — He6
Kortsnoj sá nú fram á að frekari
barátta var tilgangslaus. svo hann
skrifaði orðið „jafntefli” niður á blað.
Karpov var fljótur að skrifa nafnið sitt
undir og fór samstundis út. — Sem sagt:
jafntefli.
Alsuðu
handbókin
er komin út
Álsuóuhandbókin er gefin út af
samtökum norræna áliðnaðarins
sem kennslu- og handbók fyrir
málmiðnaðarmenn.
Álsuðuhandbókin fæst hjá
íslenzka Álfélaginu Straumsvík
sími 52365 og kostar aðeins 600
krónur. ^
viTpós^sendum. skon^\luminium
NORDISK ORGAN FOR ALUMINIUMINDUSTRIEN
NORRÆN SAMTÖK ÁLIÐNAÐARINS