Dagblaðið - 18.09.1978, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 18.09.1978, Blaðsíða 32
Eyjólfur Konráð í viðtali við útvarpið um fulltrúafjöldann á Hafréttarráðstefnunni: Handboltalið staö fótboltaliðs Srjálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 18. SEPT. 1978. Heimdallur: — þýddi nærri helmings fækkun fulltrúa „Ég er þeirrar skoðunar nú sem fyrr að fulltrúarnir séu óþarflega margir. sex til sjö menn gætu annazt þessi störf að mínu mati,” sagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður í við- tali við fréttamann rikisútvarpsins úti I New York á föstudaginn. Frétta- maður hafði áður spurt hann hvort fulltrúarnir væru ef til vill of margir. eins og margir vilja vera láta. Nú eru fulltrúarnir 12, eins og DB skýrði frá er þeir héldu utan. eða jafn- margir og leikmenn knattspyrnuliðs auk eins varamanns. Eyjólfur virðist sætta sig við fjölda handboltaliðs, sem í eru sjö leikmenn. Eyjólfur sagði ennfremur að kostn- aðurinn af þessum fulltrúafjölda væri i sjálfu sér hverfandi, ef tillit væri tekið til hversu mikið hagsmunamál íslend- inga bæri þarna á góma og væru jafn- vel afgreidd. Þá ræddi fréttamaður við Þórarin Þórarinsson alþingismann sem taldi nauðsynlegt að halda þessari háu full- trúatölu, þannig að allir stjórnmála flokkar gætu sem bezt fylgzt með mál unum af eigin raun. Þannig væri unni að koma í veg fyrir hugsanlega tor tryggni. —G.S. ÞEIR TRYLLA OG TÆTA... Það er ekki tekið út með sældinni að björgunarsveitin þekkta i Grindavík, var tekin við það tækifæri, — einn bíl- um keppnina í blaðinu á morgun. vera keppandi i torfæruakstri. Stakkur, efndi til slikrar keppni i gær. Þessi mynd anna öslar gegnum drullupytt — Nánar DB-mynd Ragnar Th. Sig. Oddur og félagi hans Helgi Backmann halda hér á minkaparinu og hádegis- verði þess igær. DB-mynd: H.V. ÓBOÐNIR GESTIR í SUNNU- DAGSSTEIKINA við Elliðaárnar Tveir minkar veiddu sér stokkönd í sunnudagsmatinn við ofanverðar Elliðaárnar i gær og voru að byrja að gæða sér á henni er óvænta og óboðna gestibaraðgarði. Voru þar tvær þjálfaðar minka- veiðitikur, Stúlla og Stulta. minkaban- ans Odds Magnússonar. en Oddur og hundar hans hafa unnið fjölda minka við Elliðaárnar, þótt ótrúlegt sé svona nánast inni i borginni. Minkurinn er . hinn mesti skaðvaldur, bæði gagnvart fugla- og fiskilífi umhverfisins. Alls hafa Oddur og félagi hans Helgi Back- mann veitt um 240 minka með aðstoð hunda sinna það sem af er árinu. en heldur er afraksturinn þó lélegur þvi verð fyrir unninn mink hefur verið óbreytt- i þrjú ár, 1500 krónur. Þannig tók það Odd, Helga og tikurnar tvær átta tíma að hafa uppi á minkunum í gær. sem aðeins gaf 3 þúsund krónur i aðra hönd. —G.S. Fagnar kaup- tilboði í Víðishúsið Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, sem haldinn var i gær samþykkti ályktun þar sem framkomnu kauptilboði i Víðishúsið að Laugavegi 166 er fagnað. Jafnframt var skorað á rikisstjómina að ganga til samninga um sölu á húsinu. GM. Þjófnaðurinn komst upp við líkamsárás Ráðizt var á mann á Ránargötunni á föstudagskvöldið. Voru þar að verki tveir piltar sem lögreglunni tókst að ná. Við leit á piltunum fannst þýfi úr inn- brotisemþeirhöfðuframið. jjs. Innbrot víða í fyrrinótt: Skemmdir og peninga- þjófnaður Talsvert var um innbrot i fyrrinótt og var meðal annars brotizt inn i tvær byggingarvöruverzlanir í Ármúla. Litlu var þó stolið þar sem annars staðar enda litið um lausafé á glámbekk en það virt- ist hið eina sem innbrotsþjófarnir höfðu áhuga á. Þó var stolið myndavél á einum stað og útvarpi á öðrum. Víða urðu tals- verðar skemmdir af innbrotunum. DS. Ólæti á Hallærisplani: 40 unglingar færðirheim 40 unglingar voru teknir og færðir til síns heima á föstudagskvöldið eða for- eldrarnir látnir koma og sækja þá á lög- reglustöðina. Þessir fjörutíu voru meira og minna drukknir og með ólæti á Hall- ærisplaninu í Reykjavik. Er þar yfirleitt mikið um að vera á föstudagskvöldum og gerir lögreglan þá jafnan „rassiu”. DS. Velti bílíBlesugróf: Stakk af upp íÁrbæ Bíl var velt um þrjúleytið í fyrrinótt í Blesugróf i Reykjavík. Ökumaðurinn, sem var ölvaður, hugðist stinga af en lögreglan náði honum i Árbænum. DS. Þa«0\ y Kaupið^X 5 TÖLVUR. £ BAIMKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.