Dagblaðið - 23.10.1978, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1978.
3
k
SÉU HERMENN RÓDESÍU ÓARGADÝR,
Maria Sigurðardóttir hringdi:
Það skal tekið fram í upphafi að ég
er móðir hermannsins sem nýlega
skrifaði bréf til DB og birt var i
blaðinu. Vegna þeirra blaðaskrifa sem
orðið hafa í Dagblaðinu og Þjóðviljan-
um um son okkar, sem er hermaður i
liði Ródesiuhers, viljum við taka eftir-
farandi fram:
Það er alrangt sem fram kemur í
Þjóðviljanum, að sonur okkar sé mála-
liði. í lesendabréfi í DB þann 12.
október sl. kallar „Móðir”, son okkar
óargadýr. En ef líkja má hernaðar-
aðgerðum Ródesíuhers við aðferðir
óargadýra, hvað kallast þá framkoma
skæruliðanna, þegar þeir myrtu
trúboðana með bareflum, konur börn
og gamalmenni? Og hvað um fram-
komu þeirra þegar þeir skutu á varnar-
laust fólk sem komst af úr flugvélar-
flakinu, á dögunum, eftir að þeir
höfðu áður skotið flugvélina niður.
Þetta var einmitt tilefni fréttarinnar,
sem DB birti.
SfrUDA^^.
HVAÐ MA ÞA SEGJA UM
SKÆRULIÐANA?
íóarg
MrsWr'Pr-
Sveinn Hall
grímsson
svarar
3098-7500
Gönguleiðir ekki
meðfram
3098—7500 hringdi:
„Ég vil beina þeirri spurningu til
Sveins Hallgrímssonar nefndarmanns
í markaðsnefnd landbúnaðarins,
hve’rnig sú hálsstunguaðgerð sé, sem
hann lýsir i DB 18. þessa mánaðar.
Þar segir að skepnan missi þegar í stað
meðvitund og blaeði kvalalaust út.
Spyrjandi sagðist hafa unnið i
áraraðir við slátrun, bæði sauðfjár og
stærri gripa. Hann vissi þó ekki dæmi
þess að skurður eða stunga væri
kvalalaus fyrir -skepnuna. Förgun
væri það ekki nema skepnan væri
svæfð fyrst. Hann sagðist vita mörg
dæmi þess að skepnur stirðnuðu svo af
hræðsiu fyrir slátrun, að illa blæddi og
seint úr skrokkunum, þar sem blóðið
nánast hlypi.
DB hafði samband við Svein og
skýrði frá innihaldi bréfsins: hann
segir:
„Miðað við aðrar aðferðir aflífunar
þ.e. skot þá er hálsstunguaðferðin ekki
kvalarfyllri ef hún er gerð rétt og vel al
fagmönnum, hún tekur sekúndur.
Þegar milljónir múhameðstrúar-
manna slátra fé sinu með hálsstungu-
aðferðinni og telja góða þá treysti ég
mér ekki einn að dæma um hvað er
bezt. Þeir telja okkar aðferð ekki
mannsæmandi.”
«■ imiiiii ■!■■■■ r — ...............„,1^
Geirharður Þorsteinsson hringdi:
Kjallaragrein Jónu Jónsdóttur í
Dagblaðinu 16. október sl. gefur
tilefni til að gangbrautarmál Breið-
holts verði kynnt nánar þar sem
nokkurs misskilnings gætir hjá Jónu í
sambandi við fyrirhugaðar gang-
brautirog gönguleiðir.
í stuttu máli sagt er kerfið þannig i
mestöllu Breiðholti, að gönguleiðir eru
ekki meðfram akbrautum heldur
einmitt inn á milli húsa með það fyrir
augum að draga úr því að börn freist-
ist til að fara út á götuna.
Ennfremur hefur verið lögð áherzla
á það, að þar sem gangbrautir og ak-
brautir mætast séu gerðar ráðstafanir
til að tryggja öryggi fótgangandi fólks.
Þessar ráðstafanir eru ýmist undir-
göng, upphækkaðir stígar yfir ak-
brautina eða merktar gangbrautir. Á
nokkrum stöðum er gert ráð fyrir
brúm sem þó hafa .ekki verið byggðar
ennþá. Þessu vil ég koma á framfæri
til bráðabirgða en ítreka að mér sýnist
verulegt tilefni til að gangbrauta-
áætlanir borgarinnar verði kynntar.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Sendum
bæklinga,
ef óskað er.
Þessi gangbraut er ekki 1 Breiðholtinu
heldur hjarta borgarinnar. Bréfritara
sýnist verulegt tilefni til að kynna
gangbrautaráætlanir borgarinnar.
LITSJÓNVARPSTÆKI
Úrvalstæki, búin öllum tækninýjungum, svo sem línulampa og
viðgerðareiningum. Varahluta- og viðgerðarþjónusta á staðnum.
Hagstæðir afborgunarskilmálar.
akbrautum
Hlakkar þú til þegar
snjórinn kemur?
Berglind Jónsdóttir, 10 ára: Já, ég
hlakka til. Ég fæ kannski skíði frá
mömmu og pabba. Þá fer ég upp í
Bláfjöll og renni mér þar. Nei, ég hef
aldrei farið á skiði.
Helena Rannveig Guðjónsdóttir, 10 ára:
Já, vegna þess þá getur maður skautað
og farið á skiði. Ég hef einu sinni komið
á skíði. Þá renndi ég mér svona niður
hólinn sem er heima hjá mér.
Jóhann Björn Eliasson, 7 ára: Já, ég leik
mér alltaf í snjónum. Ég bý til snjókarla
og kerlingar. Stundum fer ég á skauta.
Éger pinulítið flinkur.
Styrmir Jónsson, 4 ára: Já, þá renni ég
mér á snjóþotunni sem er heima. Það er
svona stór hóll bak við húsið, sem ég á
heima í, þar renni ég mér niður.
Baldur Bragason, 10 ára: Já. Ég fer til
Austurríkis með fjölskyldunni minni á
skíði. Jú, ég hlakka mikið til. Svo fer ég i
Bláfjöll, bý til snjókarla og kerlingar og
margt fleira sem hægt er að gera úr snjó!
Kristján Ólafsson, 9 ára: Já, það geri ég.
Ég fer á skíði upp i Bláfjöll. Svo bý ég
lika til snjókarla og hús úr snjónum.
Stundum erum við strákauiir að henda
snjóboltum í stelpurnar.