Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.10.1978, Qupperneq 13

Dagblaðið - 23.10.1978, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23.0KTÓBER 1978. — EINOKUN AFSIÐAR í HUGSUN OG VERKI Verða breytingar í „gripdeild" landbúnaðarins? Inngangun Vandamál landbúnaðarins hér- lendis eru óskapleg, og því miður er enn fátt, sem bendir til þess, að þau fari minnkandi. Þvert á móti er líklegt, að áfram verði haldið á núverandi feigðarbraut. Þetta má ráða af nýjustu aðgerðum stjórnvalda, svo og af þeirri staðreynd, að núverandi rikisstjórn er undir forystu Ólafs Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins. Auk þess má benda á, að umræður, sem orðið hafa meðal bænda um vanda- málin, eru að vísu ekki gagnlausar en algjörlega máttlausar. Ýmsar ágætar greinar hafa verið skrifaðar um vanda- mál landbúnaðarins að undanförnu, og ber þar hæst grein dr. Gylfa Þ. Gíslasonar i Vísi 25. 9. sl. Dr. Gylfi kemst m.a. að þeirri niðurstöðu, að trúnaðarmenn bænda hafi með afstöðu sinni staðið heilbrigðri umræðu um vandamál landbúnaðar- ins fyrir þrifum. Þeir hafi tekið það illa upp og skoðað sem óvild, þegar bent hefur verið á mistök í mótun hinnar opinberu stefnu í landbúnaðarmálum. Undirritaður hélt því fram I Dag- blaðinu 11.9. sl., að talsmenn bænda hefðu verið of uppteknir við að slást við gagnrýnendur og fjárveitingavald þjóðarinnar og hefðu vanrækt að upp- lýsa landbúnaðinn um eðli markaðs- lögmála og neytendasjónarmið. Þar sem vandamál landbúnaðarins nú byggjast m.a. á skorti á óþvingaðri umræðu, vill undirritaður enn leggja orð í belg um nokkur atriði, sem bændur og talsmenn þeirra hafa mjög hampað í seinni tíð í tengslum við offramleiðslu vandamálin. Auk þessa er nú komið haust, og um leið er tæki- færi til að staldra við og kanna, hversu margt fé hefur verið sett á nú í haust, þ.e. hve stóra ávisun bændur hafa nú skrifað á þjóðfélagið vegna útflutningsbóta fyrir dilkakjötsfram- leiðsluna 1979. Þessu 'til viðbótar birtist nýlega i Vísi viðtal við land- búnaðarráðherrann nýja, Steingríra Hermannsson, en það er að mörgu leyti athyglisvert. Að lokum má minna á, að fjárlagafrumvarpið er væntanlegt. Það verður spennandi að sjá, hve mikið á að greiða með land- búnaði á næsta ári. Um hagtölur landbúnaðarins Dr. Gylfi og ýmsir fleiri hafa sýnt fram á, að beinir styrkir til land- búnaðarins 1978 eru nokkuð á aðra milljón króna á hvert býli, og er enn óljóst, hve verðjöfnunargjaldið á kindakjöt, sem ríkissjóður ætlar að greiða, verður hátt. Um 40% af dilka- kjötsframleiðslunni er flutt út, og greiða skattborgarar um 300 kr. með hverju kílói I útflutningsbætur auk þeirra styrkja, sem felast I framlögum til stofnlánadeildar landbúnaðarins og I jarðræktarframlögum. Neyzla á dilkakjöti innanlands er auk þessa óeðlilega mikil, og er hún þvinguð fram með fjölmörgum aðgerðum, sbr. grein undirritaðs í Dagblaðinu 11.9 sl. öllum þeim, sem eitthvað vita um hagfræði, er þetta ógnvænlega ástand Ijóst, en gallinn er bara sá, að þetta dæmi verður ekki leyst með hagfræði einni saman. Þótt dr. Gylfa tækist að sanna það, að landbúnaðarstefnan væri alröng og mun hagkvæmara væri að nota fólk og fjármagn til annarra hluta en gert er, myndu hags- munasamtökin senda sina skylmingar- þræla út á örkina til að sýna fram á, að dr. Gylfi kunni ekki hagfræöi (sbr deiluna um mat á vinnuaflsnotkun I landbúnaði) eða að peningar séu ekki allt og byggða- og menningarsjónar- mið verði seint metin með mælistikum hagfræðinnar. Þessi baráttuaðferð hagsmunasamtakanna hefur verið einkar árangursrík, því miður, og segja má, að orðið hagfræðingur sé notað sums staðar sem skammaryrði I sveitum landsins eða beitt í það minnsta I háðulegum tilgangi. í raun hefur ekki verið sýnt fram á, að ekki sé unnt að reka skynsamlega byggða- stefnu með 40% minni dilkakjötsfram- leiðslu. Fjárhagslegur ávinningur af því að minnka dilkakjötsframleiðsluna og færa hana meira yfir á hagkværtí- ustu búin væri svo stórkostlegur, að unnt væri að skapa ný atvinnutæki- færi I stórum stíl I staðinn. Það væri vel athugandi að byggja atvinnutæki- færin upp með svipuð byggðastefnu- sjónarmið í huga og Valdimar Kristinsson viðskiptafræðingur lýsti hér fyrir nokkrum árum. Að þvi er menningarverðmætin varðar er ekki minnsti vafi á því, að sveitamenningin er alveg eins vel geymd, þótt dilka- kjötsframleiðslan verði minnkuð. Það má jafnvel halda því fram, að það muni auka sjálfstraust bænda og um leið menningarlegar forsendur að gera þeim kleift að líta á sjálfa sig sem sjálf- stæða framleiðendur búvara i þökk sinnar þjóðar i stað þess að grafa undan sjálfsvirðingu þeirra með milljarðaframlagi af skattpeningum almennings á hverju ári. Fóðurbætisskattur og kvótakerfi Eitt hefur áunnizt I seinni tíð. Flestir viðurkenna nú offramleiðslu- vandamálin. En þegar umræðan snýst um ráðstafanir til að hamla gegn vandamálunum, bregzt bændum og talsmönnum þeirra algjörlega boga- listin. Svo er að sjá sem umræðan um vandamálin á hinum fjölmörgu bændafundum á síðastliðnu og þessu ári hafi týnzt i deilum um það, hvort menn vilji heldur kvótakerfi á fram- leiðsluna eða fóðurbætisskatt! Miðað við þær hugmyndir, sem settar hafa verið fram i þessum efnum, er hins vegar ljóst, að hvorug aðferðin (og þótt báðar væru notaðar) nægir til að ráða bót á þeim stórkostlegu vanda- málum, sem fyrir liggja. Fóðurbætis- skattur er líklegri til að hafa einhver áhrif á mjólkurframleiðslu en dilka- kjötsframleiðslu, en ekki er einsýnt, að fóðurbætisskattur hafi nokkur umtals- verð áhrif á dilkakjötsframleiðslu yfirleitt. Menn. hafa leitazt við aðyfir- færa röksemdafærslu um stjórnunar- áhrif skattsins á mjólkttrframleiðslu yfir á dilkakjötsofframleiðsluna til þess að þykjast vera að leysa vanda- málin og plata þjóðfélagið til að borga enn einn milljarðareikninginn. Þótt fóðurbætisskattur hefði einhver stjórnunaráhrif á mjólkurframleiðslu, er hann bæði ósanngjarn og óæski- legur og auk þess stórvarasamur. Með fóðurbætisskatti opnast leið fyrir dilkakjöts- og mjólkurframleiðendur til að skattleggja svína- og fuglarækt- endur! 1 raun er það að hengja bakara fyrir smið. Neytendur þessa lands eiga að brjóta allar slíkar tilraunir á bak aftur. Engin deila stendur um það, að notkun á innfluttum fóðurbæti hefur verið talin hagstæð fyrir bændur. Neytendur I þessu landi eiga líka að fá að njóta notkunar á innfluttum fóður- bæti með hagstæðu verði á búfjár- afurðum. Það á að vera arðsemin fyrst og fremst, sem á að stjórna notkun bænda á fóðurbæti, en ekki offram- leiðsluvandamál I einstökum greinum búfjárframleiðslu. Það er aðeins hagkvæmt að setja skatt á inn- fluttan fóðurbæti, ef með þvi næst þjóðhagslegur ávinningur, en þá þarf að taka tillit til miklu fleiri atriða í útreikningum en minnzt hefur verið á af hálfu bænda. 1 þessu sambandi má geta þess, að sífellt er nú klifað á þvi, að innfluttur fóðurbætir sé stórlega niðurgreiddur erlendis. Þetta er enn eitt áróðursbragðið, sem notað er til að rökstyðja fóðurbætisskatt á Islandi. Látið er I veðri vaka, að ekki sé sann- gjarnt, að niðurgreiðslur í EBE á fóðurbæti auki offramleiðsluvanda- málin hér heima. Auk þess er þetta notað til að benda á, að víðar séu land- búnaðarafurðir greiddar niður en á íslandi. Um þetta er að segja, að al- menna reglan er sú, að fóðurbætir er ekki niðurgreiddur erlendis. Það munu þó hafa verið töluverðar niður- greiðslur í Danmörku siðastliðinn vetur, en þær hafa nú fjarað að mestu út. lslenzkir bændur munu nota áfram innfluttan fóðurbæti, sem seldur er á heimsmarkaðsverði og er óniðurgreiddur. Einhverjar tíma- bundnar niðurgreiðslur í undan- tekningartilvikum eru ekkert tilefni til að setja fóðurbætisskatt á hér heima. Kjallarinn Dr. Jónas Bjamason Það væri frekar tilefni til að gripa glóðvolga gæsina, þegar útsala er á fóðurbæti, og eiga neytendur að njóta hennar um hæl í hagstæðu vöruverði. Það er eins og einokunarsala afsiði alla, sem að henni standa, en eins og kunnugt er, er innflutningur á kjöti og mjólkurafurðum bannaður. Þær hugmyndir, sem heyrzt hafa um kvótakerfi, eru að mestu gagns- lausar til að draga úr dilkakjötsfram- leiðslunni. Hinn stighækkandi skattur, sem menn ræða um að settur yrði á framleiðsluna umfram ákveðið magn, yrði að hækka alveg gífurlega með vaxandi framleiðslu. Annars myndu menn bara bregðast þannig við skatt- inum, að þeir ykju framleiðsluna til að greiða kvótaskattinn. í reynd er líka sams konar hætta á ferðum, ef fóður- bætisskatti yrði beitt. Þegar ákveða ætti reglur um kvótakerfi, er hætt við að bændasamtökin myndu leysast upp í einu allsherjar rifrildi. Flestir bændur myndu náttúrulega vilja, að þeir sjálfir fengju fullt verð fyrir sína framleiðslu, en hinir, sem framleiða meira, eða búa annars staðar á landinu, fengju skert verð! Þar sem flestir menn I land- búnaði líta á sauðfjárrækt sem lifnaðarhátt en ekki framleiðslu, eru engar líkur á því, að unnt sé að sætta þau sjónarmið, sem móta munu afstöðu meirihluta bænda annars vegar og neytenda og allra annarra hins vegar til reglna fyrir kvótakerfi. Bændur munu væntanlega flestir vilja skattleggja stærri sauðfjárbúin, því þeir líta á alla styrkina, sem þeir fá, sem eyrnamerkta tilveruávísun, og menn eigi ekki að geta hækkað styrkina til sjálfs sín með því að fram- leiða meira! Þeir munu semsé berjast gegn hagræðingu. Neytendur aftur á- móti munu aðeins geta sætt sig við kvótakerfi, ef þaö I raun sker niður út- flutninginn á dilkakjöti niður undir núll og byggist auk þess á þannig reglum, að framleiðslan færðist sem mest yfir á hagkvæmustu búin, þ.e. stuðluðu að sem lægstu afurðaverði. Umræðan um þessi mál er niður- lægingin uppmáluð. Bændur gera það sumir að tillögu sinni, að tekið yrði fyrir búvöruframleiðslu manna, sem ekki búa á lögbýlum! Guð minn góður, þetta er einhver alvarlegasta tímaskekkja, sem heyrzt hefur I seinni tíð! Sumir vilja einnig hefta fram- leiðslu á tilraunabúum hins op- inbera! Almennt má segja um stöð- una nú, að menn rífist um það, hvor sé fallegri, rauður eða brúnn, á meðan Róm brennur! Bústærðir og búksorgir Það hefur víða komið fram hjá tals- mönnum bænda, að ekki sé hagkvæmi að stækka búin. Búreikningar sýni nefnilega, að millistærðar búin séu hagkvæmust. Steingrímur Hermanns son landbúnaðarráðherra segir orðréti í Visi 10.10. sl.: „Ég tel tvimælalausl eigi að hverfa frá þeirri stefnu aö auka tekjur bænda með því að stækka búin umfram meðalbúið.” Síðar segir Steingrímur einnig: „Það hefur sýnt sig, að tekjur bænda aukast ekki við stækkun búa umfram vísitölubúið, sem er miðað við 400 fjár. Ég tel því óæskilegt að stækka búin umfram það.” í ályktunum bænda er viða komið inn á svipað og gjarnan lagzt gegn stórbúum. Tilgangurinn með þessu er auðsær! Stundum er jafnvel gengið svo langt að leggja til, að hamlað verði gegn verksmiðjubúskap. Gerðar eru sem sagt tilraunir til að út- víkka vafasama reikninga um sauðfjárbú yfir á aðrar búgreinar I því skyni að hamla gegn framförum á öðrum sviðum. Ef framfarir verða I alinauta-, svína- og fuglaframleiðslu, litur sauðfjárbúskapurinn illa út og missir markað. Að reyna að stöðva framþróun er álika gáfulegt og að reyna að stöðva árnar, sem renna niður fjallshlíðarnar! Vitanlega hefur stækkun býla um allan heim aukið hagræðingu og lækkað vöruverð. Þótt útreikningar á tekjum sauðfjárbænda (framlegð) virðist sýna, að stærstu búin gefi ekki meira af sér en svokallað „vísitölubú”, þá er það ekki reiknings- leg útkoma bænda heldur þjóðhagsleg niðurstaða I þessu dæmi, sem skiptir máli. Sauðfjárbúið er rekið I dag sem litið fjölskyldufyrirtæki, sem ein- kennist af vissum lifnaðarháttum, en segja má, að verðlagning á bæði aðföngum og afurðum búsins sé yfir- leitt pólitísk fyrir tilstilli hagsmuna- samtakanna. Stækkun býla steytir á alls konar óhagræði og aukinn til- kostnað, sem til er orðinn til verndunar lifnaðarháttanna I þeirri mynd, sem þeir eru. T.d. má nefna, að menn fá lán til bygginga upp að ákveðinni stærð. Ef þeir byggja stærri byggingar, verða jxir að bera kostnaðinn sjálfir. Menn búa sér til ákveðinn ramma fyrst og reikna svo út á eftir, að hagstæðast sé að vera innan rammans. Um „gripdeild" landbúnaðarins Haft var viðtal við Steingrím Hermannsson landbúnaðarráðherra í öðru siðdegisblaðanna skömmu eftir að hann tók við embætti. Hann sagði um verkefnin í landbúnaðarráðu- neytinu, að þar væri fyrst og fremst verið að fjalla um kjaramál einnar stéttar, þ.e. bænda. Þá hefur maður það! Þá er Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra væntanlega kjaramálaráð- herra kaupmanna og verzlunarfólks! Hvaða ráðuneyti er kjaramálaráðu- neyti verkamanna eða neytenda? Að ástandið I landbúnaðarráðuneytinu væri þannig, hefur menn lengi grunað, en nú er það svart á hvítu. Vitanlega er þetta ástand, sem ekki er unnt að sætta sig við. Landbúnaðarráðuneytið á líka að hugsa um hag þjóðarinnar, neytenda og almenn framleiðslumál, en enginn þrýstihópur á að eiga innan- gengt í ráðuneytið. Að bændasamtök- in skuli hafa með þessum hætti getað haft nánast beinan aðgang að rikisfjár- hirzlunni réttlætir nafngiftina „grip- deild” landbúnaðarins á landbúnaðar- ráðuneytinu. í viðtalinu við Steingrim I Vísi 10.10 sl. kemur fram, að hann er milli steins og sleggju. Mörg orð eru notuð um hagræðingu og arðsemi, en þegar að stefnu og ráðstöfunum kemur, skín yfirleitt hinn barnalegi áróður bænda- fundanna i gegn, t.d. gagnvart bústærðum, kvótakerfinu, fóðurbætis- skattinum, lánamálunum og túlkun- um á niðurgreiðslum í landbúnaði hér og erlendis. Til að afsaka styrkjavit- leysuna hér á landi segir hann, að frjáls markaður sé hvergi til I land- búnaði, og telji hann fráleitt, að við gætum innleitt slíkt kerfi einir! Vitan- lega er styrkjafarganið hér á landi í algjörum sérflokki, og viðast hvar á Vesturlöndum nálgast ástandið að vera frjáls markaður. — Það er erfitt að vera verkfræðingur, en vera háður atkvæðum sauðfjárbænda I litlu kjör- dæmi, þar sem atkvæði vega mörgum sinnum meira en annars staðar. Víða glittir þó I greininni í atriði, sem til framfara horfa, en að bændur semji beint við rikisvaldið um verðlags- og framleiðslumálin er það versta, sem til er við núverandi aðstæður. Land- búnaðurinn þjáist af vandamálum, sem flest hver má rekja til þess, að verðlagning á búfjárafurðum hefur verið pólitísk en ekki mynduð ai markaðslögmálum. Nú virðist eiga að fjarlægja verðlagningar- og fram- leiðslumálin markaðslögmálunum enn meir með þvi að gera bændur að opin- berum starfsmönnum. Stefnubreyting er nauðsynleg, annars verður sprenging Það er alveg sama hvernig menn velta offramleiðsluvandamálunum 'fyrir sér og þykjast vera að leysa þau með þvi að leysa þau ekki. Aðeins fækkun á framleiðendum kemur í raun til greina og á þann veg, að fram- leiðslan færist yfir á hagkvæmustu búin. Að sjálfsögðu verður að leggja niður þau bú, sem ekki geta hafið aðra framleiðslu, nema menn vilji búa þar áfram á eigin kostnað. Þetta virkar að sjálfsögðu sársaukafullt, en rétta leiðin er sú að gera þetta i skipulögðum áföngum. Veita verður bændum, sem hætta búskap eða hefja aðra fram- leiðslu, stuðning og á það að vera nánast eini fjárstuðningurinn. Þvi fyrr sem tekizt er á við þetta vandamál, þeim mun betra. Almennt séð má gera ráð fyrir því, að almenningur í þessu landi sé sáttur við það, að bændur fái sambærileg kjör og ákveðnar viðmiðunarstéttir, en þá aðeins, ef þeir lúta stjórn, þ.e. um hvað þeir fram- leiða, hvað mikið og með hvaða afköstum. Sem stendur vilja bændur framleiða of mikið af sumu og vera of margir um hituna. Það er því eðli- legt, að kjör bænda fjarlægist áfram kjör viðmiðunarstéttanna meðan uppteknum hætti er haldið áfram. Nú ríkir ofsköttunarástand í þessu landi, og því er ekki óeðlilegt að spyrja svona um leið og viðbótarálagningar fara fram, og menn eru að velta því fyrir sér, hvernig á að krafsa saman milljarðana I verðjöfnunargjaldið: Hvað er sett margt fé á nú í haust? Hvað skrifa menn stóra ávisun á þjóð- félagið með 1979 framleiðslunni? Dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.