Dagblaðið - 23.10.1978, Qupperneq 18
18
i
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1978.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Vestmannaeyjar—Slask, Póllandi, í UEFA-bikarnum 0-2
Leikmenn Slask líkastir
lífvörðum úr páfagarði!
— mættu í svörtum sokkabuxum milli laga í EvrÓDubikarleikinn á Melavelli á laugardag
íklæddir svdrtum sokkabuxum milli
laga liktust pólsku knattspyrnumenn-
irnir frá Slask einna helzt einhvers konar
lifvörðum frá páfagaröi þegar þeir
mxttu til leiks i sunnankaldanum og
suddanum á Melavelli á laugardaginn
gegn Eyjamtínnum í UEFA-kcppninni I
knattspyrnu.
Aðstæður til að sýna knattspyrnu
voru einkar óhagstæðar vestur á gamla .
Melavellinum, og satt að segja er ekkert
gott að vera áhorfandi lengur á þessum
gamla góða velli.
En enda þótt liðin fengju aldrei að
sýna mikla takta, þá buðust stundum
skemmtileg tækifæri, sem þó nýttust
ekki. Mörkin tvö komu bæði fyrir maka-
laus mistök.
Eyjamenn voru nærri að skora i fyrri
hálfleik með rosalegri aukaspyrnu upp í
vinkil marksins. Hinn stórgóði mark-
vörður Kalinowski varði i horn, sem var
raunar kraftaverki líkast. Fleiri góð
tækifæri fengu leikmenn ÍBV. Einnig
áttu Pólverjar góð tækifæri — og þar
var aðallega að verki hinn smávaxni
Sybis, skemmtilegur og leikinn maður
það. En merkilegt nokk — markið virtist
ekki vilja koma, enda þótt það væri
stundum galopið.
61. mínúta: Sending inn miðjuna sem;
tía Pólverjanna fylgir eftir. Vestmanna-
eysk þrenning, tveir varnarmenn og
markvörðurinn Páll Pálmason, „frjósa”
gjörsamlega, Kwiatkowski fylgir send-
ingunni eftir og rétt breytir stefnunni I
hægra horn marksins, 1—0.
73. mínúta: Engin furða þótt Þórður
Hallgrímsson færi að hlæja. Ekki á
hverjum degi að hann skorar svo glæsi-
lega. Fyrirgjöf frá vinstri. Engin hætta á
ferðum. Nema hvað? Þórður tekur við
fyrirsendingunni og skýtur glæsilega I
eigið mark, gjörsamlega óverjandi fyrir
Pál Pálmason i markinu, 2—0.
Fleiri voru mörkin ekki i þessum fyrri
leik liðanna í UEFA-keppninni. Kannski
Þetta hlýtur að vera sárt, er eins og
pólski leikmaðurinn Sybis hugsi, þegar
kntítturinn lendir i andliti Eyjamanns.
DB-mynd Bjarnleifur.
réttlát úrslit. Mér fannst einhvern
veginn gefið mál að pólska liöið væri
snöggtum betra, enda þótt segja megi að
allnokkurt jafnræði væri á með liðunum
tveim í þessari viðureign. Þó verður það
að segjast að enginn leikmaður sýndi
neitt hvað í honum bjó, við þvi var varla
að búast, eins og allt var í pottinn búið.
Helzt sýndu þeir svolitla takta Pólverj-
arnir Snuda, Sybis og Olwsiak og mark-
vörðurinn Kalinowski.
Góður dómari leiksins, R.V. Byrne
frá írlandi: „Jú, aðstæðurnar voru ekki
upp á það bezta. En við dómararnir
megum ekki láta neitt slíkt á okkur fá,
við göngum að hverju sem er i þessum
efnum.”
Aðalfararstjóri Slask, Nawrock: „Að-
stæðurnar — við erum öllu vanir. Við
getum ekki farið að setja neitt út á þær.
En við getum lofað Eyjamönnum að
þær verða á allan hátt skemmtilegri að-
stæðurnar heima hjá okkur, þegar þeir
koma og heimsækja okkur.”
- JBP
ÍBV og UEFA-keppnin:
2-3 millj.
króna tap
„Því verður ekki neitað að við
erum i ákafri fjárþrtíng eftir þessa
þátttöku okkar i Evrópubikar-
keppninni,” sagði Kristinn
Sigurðsson, slökkviliðsstjóri í Eyj-
um, varaformaður ÍBV.
Hann kvað uppgjtír ekki liggja
fyrir vegna leiksins á laugardag-
inna, en þar hefðu þó varla nema
800—1000 manns greitt aðgangs-
eyri. Slíkt hrekkur varla fyrir
meiru en hótelkostnaði vegna
Slask-liðsins.
Kvaðst Kristinn vel geta
Imyndað sér að ÍBV þyrfti að brúa
2—3 milljón króna tap vegna
þessa. Að visu endurgreiddi
Evrópusambandið hluta af hallan-
um, en það fé kæmi ekki fyrr en á
næsta ári.
„Við höfum mikinn stuðning af
okkar fólki hér f Eyjum og vonum
að þetta fari allt vel,” sagði Krist-
inn.
ÍBV leikur siðari leikinn i Pól-
landi 2. nóvember næstkomandi.
- JBP
Haukar fóru vel af stað
Haukar fóru vel af stað í 1. deild
íslandsmótsins í handknattleik er þcir
sigruðu Fram, 26—25, í Laugardalshtíll
á laugardag. Það er greinilegt að
Haukar vcrða sterkir í vetur, þó ef til vill
markvarzlan geti verið vandamál.
Gunnar Einarsson, landsliðsmarkvörður
leikur nú með Arhus KFUM, og á
Guðniekki
áfram
með ÍBK
Guðni Kjartansson, þjálfari Kcflvík-
inga f sumar, mun ekki þjálfa ÍBK næsta
sumar. Undir stjórn Guðna hafnaði IBK
f 3. sæti 1. deildar, og komst við það f
UEFA-keppnina. Keflvíkingar eru nú að
leita fyrir sér að nýjum þjálfara og hafa
beint augum sfnum einkum til Englands.
laugardag var Þorlákur Kjartansson
meiddur. Fram hefur ungu liði á að
skipa, efnilegu liði. Þess tfmi er þó ekki
kominn, ef marka má leik liðsins gegn
Haukum — það verður erfiður vetur
framundan hjá Fram.
Haukar stilltu upp fjórum nýliðum
gegn Fram, Herði Harðarsyni, áður
Ármanni en hann lék í Svíþjóð síðast-
liðinn vetur, Árna Sverrissyni áður
Fram, Júlíusi Pálssyni, áður FH og
Herði Sigmarssyni — en hann sneri
aftur til Hauka eftir ár með Leikni.
Hörður Harðarson skoraði flest mörk
Hauka, 9 — og mörg þeirra gullfalleg.
Haukar skoruðu tvö fyrstu mörkin í
Laugardalshöll — þeir Hörður Harðar-
son og Höröur Sigmarsson. En Fram
svaraði meðfjórum mörkum. Fyrri hálf-
leikur var mjög jafn, 5—5, 6—6, 7—7,
8—8 en Haukar skoruðu þrjú mörk í
röð, breyttu stöðunni í 11—8 sér í vil.
Staðan í leikhléi var 14—13. Fram náði
að jafna í byrjun síðari hálfleiks, og
komst yfir, 17—16. En Haukar svöruðu
með fjórum mörkum, og lögðu grunninn
að sigri þá, komust í 20—17. Sá munur
hélzt fram á síðustu mínútur. Þegar
aðeins mínúta var eftir skoraði Andrés
Kristjánsson, 26—23, — en Fram
skoraði tvö síðustu mörk leiksins, 26—
25.
Eins og tölurnar gefa til kynna þá var
varnarleikur liðanna slakur, svo og
markvarzlan. Hins vegar sáust mörg
falleg mörk, skemmtilegur sóknarleikur
—já, leikurinn hafði á sér nokkurn
haustbrag.
Mörk Hauka skoruöu: Hörður
Harðarson 9,2 viti. Nafni hans Sigmars-
son skoraði 6, 4 víti. Andrés Kristjáns-
son og Árni Hermannsson skoruðu 4
mörk hvor, Árni Sverrisson, Sigurður
Aðalsteinsson og Þórir Gíslason skor-
uðu 1 mark hver. Fyrir Fram skoraði
Gústaf Björnsson mest, 8 mörk, 4 víti.
Atli Hilmarsson 7, Birgir Jóhannsson 4,
Pétur Jóhannsson og Sigurbergur Sig-
steinsson 2, Kristján Unnarsson og Er-
lendur Davíðsson 1 mark hvor.
Leikinn dæmdu þeir Björn Kristjáns-
son og Haukur Þorvaidsson — og áttu
þeir ekki einn af sínum betri dögum.
- H Halls.
Tveir tapleikir hjá
Leikni a
KA vann stórsigur á Leikni úr
Reykjavik á Akureyri á laugardag f 2.
deild Islandsmótsins f handknattleik.
Lokatölur. 30—13 eftir 14—6 i hálfleik.
Það var aðeins jafnræði með liðunum
upphafsmfnúturnar en sfðan skildu
leiðir. Alfreð Gfslason skoraði flest
mörk KA eða nfu. Jón Hauksson, 6,
fjögur úr vftaköstum. Guðmundur og
Hafliði Kristinssynir voru markhæstir
Leiknismanna með fjögur mörk hvor.
Akureyri
Á sunnudag lék Leiknír svo við Þór.
Þar var um jafnari viðureign að ræða.
Þór sigraði 17—15 eftir 9—7 f hálfleik
en sigur Þórs var aldrei f hættu. Sig-
tryggur Guðlaugsson skoraði flest mörk
liðsins — sex, fjögur vfti. Sigurður
Sigurðsson skoraði fjtígur. Ásmundur
Kristinsson skoraði meir en helming
marka Leiknis, átta, eitt vfti.
•StA.