Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.10.1978, Qupperneq 21

Dagblaðið - 23.10.1978, Qupperneq 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1978. 21 óttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir iðasta mark Vals i leiknum við Refstad i gær — ákaflega þýðingar mikið mark eins og staðan var orðin. DB-mynd Bjarnleifur. »menn áf ram á fleiri ;um skoruðum í Osló! na í Laugardalshöll f gær, þegar Valur sigraði Ref stad 14-12 f Evrópukeppninni hraðaupphlaupi og skoraði. Norski landsliðsmaðurinn Trond Ingebrigtsen svaraði með þrumuskoti, gífurleg vinstrihandarskytta. En Þorbjörn Jens- son svaraði fyrir Val með góðu skoti, og Þorbjörn Guðmundsson bætti við tveimur mörkum 4—1 Val í vil og 12 mínútur liðnar af leiknum. Jon Oberg svaraði fyrir Refstad, en þeir nafnar og félagar Þorbjörn Jensson og Guðmunds- son svöruðu fyrir Val — 6—2, þeir nafnar höfðu skorað 5 af 6 mörkum Vals. Jón Karlsson kom Val i 7—2 á 20. mínútu fyrri hálfleiks en skömmu síðar svaraði Terja Hallen fyrir Refstad — 7— 3 og níu mínútur til loka fyrri hálf- leiks. En þessar mínútur liðu án þess að mark væri skorað, og Valsmenn fóru illa að ráði sínu, þeir Jón Karlsson og Þor- björn Guðmundsson misnotuðu báðir vítaköst. Jón Pétur skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks, kom Val i 8—3, en þeir Inge- brigtsen og Oberg svöruðu fyrir Refstad, 8— 5. Stefán Gunnarsson kom Val í 9— 5, Valsmenn fengu víti á 9. mínútu — þriðja vítið, en Jóni H. Karlssyni mis- tókst, þriðja vitið forgörðum. Þrátt fyrir það áttu Valsmenn þrjú næstu mörk, Þorbjörn Jensson, Þorbjörn Guðmunds- son og loks Jón Pétur — víti, loksins skorað úr viti, en skömmu áður hafði Jón Pétur komizt einn upp í hraöaupp- hlaupi en látið verja frá sér — ekki í fyrsta sinn að slíkt hendir, og Jón Pétur beinlínis verður að fara að læra að stökkva inn í teiginn undir slikum kring- umstæðum. Tíu mínútur eftir, 7 marka forusta Vals — já, Valur virtist stefna í öruggan Evrópusigur. Vörnin hafði verið þétt, gífurlega þétt, og í 50 mínútur hafði Valur aðeins fengið á sig 5 mörk — en þær tíu mínútur er eftir voru bein- línis hrundi leikur Vals, þeir virtust slappa af, og í kjölfarið fóru taugar Vals- manna alveg úr sambandi. Jon Oberg skoraði tvívegis fyrir Refstad, 12—7, Þorbjöm Guðmundsson svaraði á 33. mínútu með marki, en þeir Jorn Ormaa- sen, 2, og Terja Hallen minnkuöu mun- inn i 13—10, fjórar mínútur eftir og spennan í hámarki. Mistök, mistök á báða bóga. Valsmenn reyndu mjög að halda knettinum, og tókst það vel. Þegar um ein og hálf minúta var eftir brauzt Stefán Gunnarsson i gegn, og skoraði 14—10, nú virtist farseðillinn í 2. um- ferð í höfn. En Refstad var ekki á að gefa sinn hlut, Trond Ingebrigtsen svaraði með þrumuskoti, — og enn misstu Valsmenn knöttinn. Steindór Gunnarsson skaut framhjá í dauðafæri og aftur svaraði Ingebrigtsen með þrumuskoti, 14—12, 18 sekúndur eftir. Maður á mann, Norðmenn reyndu mjög að ná knettinum. Sekúndurnar tifuðu hver af annarri, — Jacobsen vísað af velli, og þrjár sekúndur eftir, aukakast á ■ Refstad. Sigurinn i höfn, það var gefið á línuna á Steindór, sem kastaði sér inn, skaut, en er knötturinn var á leiðinni í netmöskvana gall flautan, það skipti ekki máli — Valur hafði tryggt sér sæti i Óvænt úrslit íBelgíu: Anderlecht tapaði í leik Bríissel-liðanna Óvænt úrslit urðu i 1. deildinni belg- isku 1 gær, þegar Anderlecht tapaði á heimavelli fyrir Molenbeek 1—3. Greini- legt að þar sat leikurinn við Barcelona I Evrópukeppninni í leikmönnum Ander- lecht. Leikurinn var spennandi og Molenbeek betra liðið i þessarí viður- eign Briissel-liðanna. Standard vann góðan sigur á útivelli en úrslit urðu þessi: Beerschot — Standard 1-3 Staða efstu liða: Winterslag — Courtrai 1—0 Anderlecht 9 7 0 2 25-11 14 Anderlecht — Molenbeek 1-3 Beerschot 9 5 13 15-4 11 Charleroi — Lierse 1-4 Waterschei 9 3 5 1 7-5 11 Beríngen — La Louviere 4—1 Bevern 8 4 3 1 15—6 11 Lokeren — Berchem 1-0 Standard 9 4 3 2 17-12 11 Antwerpen — Waterschei 0—0 Beringen 9 4 3 2 12-12 11 Waregem — FC Brugge 1 — 1 Lierse 9 5 13 14-11 11 FC Liege — Beveren 1-2 2. umferð í þriðja sinn, 14—12 sigur. Samanlagt 28—28, en mörkin á útivelli, í 16—14 ósigri Vals, fleyttu liðinu áfram. „Taugarnar brustu alveg i lokin hjá okkur. Og enn fórum við illa með víti, dauðafæri. En við komumst áfram og það gilti. Nú er draumurinn að fá lið af Norðurlöndum,” sagði Hilmar Björns- son, þjálfari Valsmanna, eftir leikinn, og hann bætti við: „Ég tel að við eigum að minnsta kosti þrjú lið hér heima, sem eru sterkari en Refstad. Hins vegar er mjög erfitt að leika gegn liðinu, vörnin er sterk, markvarzlan frábær og mjög er teygt á sóknarlotum,” bætti Hilmar við. Norska liðið gaf aldrei þumlung eftir, byggir mjög á góðri markvörzlu og sterkri vörn. Hins vegar er sóknarleikur- inn einhæfur, leikfléttur sáust vart, og lítið gert til að opna fyrir stórskyttunni Ingebrigtsen, mjög góður leikmaður. Valsmönnum tókst vel að koma í veg fyrir hornaspil Refstad, en hins vegar reyndist Oberg erfiður — sérstæður skotstíll hans kom vörn Vals iðulega í opna skjöldu. Þasð var fyrst og fremst sterkur varnarleikur sem kom Val áfram. Það er gífurleg hæð í vörn Vals, og hréyfanleik- inn góður. Markvarzla Ólafs Benedikts- sonar var stórsnjöll — 50 mínútur af leiknum. Hann virtist þreyttur í lokin, þó á engan hátt sé hægt að saka hann um mörkin. Sóknarleikur Vals var ekki nógu beittur, eða öllu heldur að binda endahnútinn á sóknarloturnar. Þrjú viti forgörðum, og enn fleiri dauðafæri — slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. En leikreynsla Vals kom liðinu áfram, og þar var fremstur Stefán Gunnarsson. Þeir nafnar Þorbjörn Guðmundsson og Jensson voru sterkir. Þorbjörn Jensson vex með hverjum leik, og nafni hans sterkur. Hann var markhæstur Vals- manna með 5 mörk, Þorbjörn Jensson 3, Jón Pétur og Stefán Gunnarsson 2, Bjarni Guðmundsson og Jón Karlsson 1 mark hvor. - H Halls. Iþróttir Heimsmeist- arar V-Þýzka- lands sigruðu Heimsmeistarar Vestur-Þýzkalands i handknattleiknum sigruðu i fjögurra landa keppni i Hamborg um helgina. í gær sigruðu þeir Tékkóslóvakiu 24—16 (10—7) í síðasta leik mótsins. Áður sigruðu V-Þjóðverjar Júgóslavlu 17—15 (8—8) og Danmörku 18—16 (7—9). Samkvæmt frétt Reuters hafa þýzku heimsmeistararnir sett heimsmet. Sigrað i 28 leikjum í röð eftir aö þeir urðu heimsmeistarar. Júgóslavia varð i 2. sæti í mótinu i Hamborg. Sigraði Danmörku í gær 16—13 (11—7) og hafði áður sigrað Tékkósióvakiu 19—16(11—9). Tékkóslóvakia varð i þriðja sæti. Vann Danmörku 16—13(11—7). ÍRvannVal ÍR sigraði Val örugglega í Úrvalsdeild- inni í körfunni á laugardaginn. Lokatöl- urnar urðu 102—79. Frekar óvænt úrslit eftir slaka frammistöðu ÍR-inga i Reykjavikurmótinu. Úrslit á Spáni Urslit i 7. umferð í 1. deildinni á Spáni urðu þessi i gær: Zaragoza-Sociadad 4—0 Espanol-Vallecano 2—1 Atl. Madrid-Sevilla 2—2 Sporting-Racing 1—0 Celta-Valencia 0—0 Recreativo-Salamanca 1—2 Burgos-Real Madríd 2—2 Hercules-Las Paimas 1—0 Júgóslavneski þjálfarínn Miijan Miljanic hélt frá Lundúnum í gær til Bel- grad án þess að ákveða nokkuð um hvort hann tekur við þjálfun hjá Chelsea. Mil- janic var 10 daga hjá félaginu og sagði við brottförina: „Ég hef fengið tilboð Chelsea en hvað sem ég ákveð kemur það ekki i Ijós fyrr en eftir jól. Ég er samningsbundinn þangað til.” Bandaríski golfleikarínn frægi, Lee Trevino, lék bezta golf, sem hann hefur sýnt um árabil, á golfmóti i Frakklandi um helgina. Setti met á St. Mon La Bretache-golfmótinu. Lék á 272 höggum. 16 undir parí vallaríns. í gær lék hann á 66 höggum — sex undir parí. Tom Watson, USA, og Gary Palyer, Suður-Afríku, léku á 70 i gær og urðu jafnir i öðru sæti á 276 höggum. Nitjánda heimsmeistarakcppnin i fim- leikum var sett f Strassborg f Frakklandi f gær. Keppendur á mótinu eru frá 33 þjóðum þar á meðal Klna, sem tekið hefur sæti Formósu f alþjóðasamtökum fimleikamanna. Formósa á ekki keppendur i Strassborg. Keppnin hefst i dag og meðal keppenda er Nadia Comaneci, Rúmenfu. Fyrsta skipti, sem hún keppir á HM. Bill Rodgers, USA, sigraði i gær í þriðja sinn i röð i maraþonhlaupi New York borgar. Hann hljóp vegalengdina á 2:12.12. Ian Thompson, Bretlandi, varð annar á 2:14.11 og landi hans Trcvor Wright þriðji á 2.14.35. Björn Borg, Sviþjóð, sigraði Wojtek Fibak, Póllandi, 6—1 og 6—1 f úrslitum á tennismóti f Hamborg f V-Þýzkalandi á laugardag. Hlaut 40 þúsund dollara fyrir sigurínn. Bandaríkjamaðurínn Bob Wadkins sigraði á opna Evrópumeistaramótinu f golfi í Tadworth á Englandi i gær eftir aukakeppni við Gil Morgan, USA, og Bernard Gallacher, Skotlandi. Þeir léku allir á 283 höggum. Wadkins hlaut 18 þúsund sterlingspund i fyrstu verðlaun. Nick Faldo, Englandi, sem forustu hafði eftir tvo fyrstu keppnisdaganna, lék á 284 ásamt Mac Mclendon, USA, Malcolm Gregson, Englandi og Greg Norman, Ástraliu. Faldo sló út fyrir völlinn á 2. holu i 3. umferðinni og lék á átta höggum. Hins vegar sló hann holu f höggi síðar um daginn og komst við það aftur i fremstu röð. Tom Weiskopf, USA, sem var meðal fyrstu manna lengi vel, hvarf alveg f lokin og mikla athygli vakti, að Scriano Ballesteros, Spáni, komst ekki áfram i keppninni. Féll úr eftir tvo fyrstu keppnisdagana.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.