Dagblaðið - 23.10.1978, Síða 25

Dagblaðið - 23.10.1978, Síða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1978. ,25 Missögð sjóslysasagan: UM BOKAFLOKKINN ÞRAUT- GÓÐIR A RAUNASTUND Atburður þessi mun hafa orðið 3. okt. 1920. Arthúr var frá tsafirði 23 ára sjómaður ókvæntur. Drukknun þríggja manna, „skammt frá Grunnavik viö tsafjarðardjúp” (bls. 44—45). Slys þetta varð undir Bjarnarnúp. Þeir sem þar drukknuðu voru: Bjarni Halldór Bjarnason30ára, Pétur Pétursson 39 ára báðir einhleypir á Snæfjöllum og Guðm. Helgi Jósepsson á Sandeyri 49 ára fjölskyldumaður. í bók Ólafs Jóns- sonar um skriðuföll og snjóflóð 2. bindi bls. 386—88 er sagt frá slysförum þessum og sumt nokkuð á annan veg en gert er i bókinni ’ Þrautgóðir á raunastund. Þilskipið Dýri frá Þingeyri fórst vorið 1921 (bls. 56). Einn þeirra er þar fórst var Friðþjófur Guðnason (ekki Guðmundsson) úr Haukadal í Dýra- firði, 19áragamall. Vélbáturinn Valþjófur úr Valþjófs- dal fórs 22. sept. 1921. Með bátnum fórust 4 menn: Kristján Eyjólfsson formaður, kvæntur, Pétur Einarsson mágur hans, ókvæntur háseti og bræðurnir Guðjón og Gisli Jörunds- synir frá Álfadal. Frásögn af atburði þessum er m.a. að finna i timaritinu 4&- Mótorbáturinn Rask frá ísafirði fórst 1 stórviðri í septemberlok 1924. í frásögn bókarinnar (bls. 164) eru taldir 12 menn er fórust með þessum bát og auk þess 2 ónafngreindir, sem þó virðast ekki taldir með í áhöfn bátsins. Isafjarðarblöðin Skutull og Vesturland segja bæði frá þessum atburði og fullyrða að með bátnum hafi farist 15 menn. Nafngreindir eru þar 13 menn og auk þess er sagt að tveir menn hafi komið á bátinn norður 1 Steingrímsfirði, en ekki vita blöðin nöfn þeirra. Augljóst er þvi að í slysi þessu varð meira manntjón en greinir i frásögn bókarinnar. Sá sem ekki er getið í bókinni nefna blöðin Jón og segir annað hann Bjarnason en hitt Björnsson, aö norðan. Sigurður háseti úr Bolungarvík er fórst með Rask segja bæði blöðin Björnsson en ekki Bjarnason. Níunda bindið Á skírdag — 20. april — 1916 fór m.b. Hrólfur frá Reykjavík heimleiðis til ísafjarðar. Á föstudag sá til ferða Hrólfs undan Barða, en báturinn komst aldrei til heimahafnar. Með bátnum fórust sjö skipverjar og tveir farþegar. í bókinni greinir nöfn 4 skipverja. Siðan segir svo: „Ekki hefur tekist að afla vitneskju um nöfn tveggja hásetanna né heldur farþeg- anna, sem voru bræður, synir Benedikts Jónssonar á Hesteyri.” Tímaritið Ægir segir frá þessum skipstapa. Þar er nokkru fyllri frásögn og 5 menn nafngreindir. ísafjörður var heimahöfn bátsins. í dánaskrá lsa- fjarðarprestakalls eru taldir 6 menn er fórust með Hólfi, en eitt nafn vantar þar, matsveininn. í bókinni um Sléttu- hrepp (bls. 375) er getið sona Benedikts Jónssonar á Hesteyri. Segir þar að þeir bræður Jón Finnbjörn Ingimundur og Kristinn Ragúel hafi báðir farist með vélbátnum Hrólfi 21. apríl 1916. Hvar skyldi hafa verið reynt að afla vitneskju um þessa menn? Viggó Jensson frá Þingeyri er sagt (bls. 33) að hafi tekið út af Agli og drukknað 10. sept. 1916. Dánaskrá Sandaprestakalls segir hinsvegar að Viggó V. Jensson hafi drukknað, 14 ára gamall, þann 10. ágúst 1916. Vélbáti bjargað. M.b. Nói kom til Reykjavíkur með vélbát 1 drætti 30. jan. 1917 (bls. 78). Bátur sá var „búinn að vera á hrakningu tæpa tvo sóla- hringa er hann fannst”. Ekki er hrakningabáturinn nefndur með nafni, en látið nægja að tala um hann sem „vélbát frá Vestfjörðum.” Maður drukknar 1 Reykjavfkurhöfn (bls. 85). Sagt er þar að Magnús Einarsson frá Suðureyri hafi drukknað í april 1917. Þetta er alröng tima- setning. Blaðið Visir segir frá slysi þessu 30. janúar 1917 og segir þar m.a. „Snemma 1 þessum mánuði hvarf maður að nafni Magnús Einarsson úr vélbátnum Tý hér 1 höfninni.” Hinsvegar töldu ættmenni vestra að slys þetta hefði oröið síðast 1 desember — milli jóla og nýárs — 1916. Lik Magnúsar fannst seint i maí og var hann grafinn i Reykjavík 31. maí 1917. Ásigling báta. (bls. 169). Tveir bátar rákust á út af Jökli. Var annar á leið frá ísafirði suður, en hinn var m.b. Úlfur að koma frá Reykjavík. M.b. Úlfur bjargaði áhöfn hins bátsins. Sá er var á suðurleið er „báturinn frá ísafirði”, sem ekki þótti ástæða til að nefna meö nafni, „en að honum kom mikill leki” og dró Úlfur hann því til Reykjavíkur. Varla á sú frásögn rétt á sér að gerð sé misjöfn grein fyrir aöilum eftir útgerðarstað. „Unglingur drukknar i Patreks- fjarðarhöfn: 1 byrjun júlí 1919 drukknaði 14 ára piltur, Stefán Gísla- son að nafni i Patreksfjarðarhöfn” (bls. 170). I dánaskrá Sauðlauksdals- prestakalls segir hinsvegar svo: „1919 — 27. júni, Stefán Gtslason 13 ára fósturbam í Sauðlauksdal. Drukknaöi í lendingu í Kvigindisdal.” Hér ber á milli um aldur, og slysastaö. Trú- verðugri þykir dánarskráin. „Tveir menn farast. 1 byrjun desember fóru þrír menn af bæjum við Mjóafjörð í kaupstaðarferð til Arngerðareyrar.” (bls. 178-79). Tveir mannanna drukknuðu á heimleiöinni er bát þeirra hvolfdi. 1 dánaskrá iVatnsfjarðarprestakalls eru Þórður Guðm. Bjarnason, 61 árs, ekkill, húsmaður 1 Gjörfidal og Sigurður Helgi Þorsteinsson húsmaður i Hörgshlið sagðir hafa drukknað 1. október 1919. Þórðui var fyrrverandi bóndi i Kleifakoti (ekki Klafakoti). Gjörfudalur er við ísafjörð en ekki Mjóafjörð. Prentvillur urðu í greininni i Dag- blaðinu 18. sept. s.l. Flestar er auðvelt að lesa í málið. Tveggja skal þó getiö hér: Sagt er að undir mynd i 9. bindi standi „Skúta á leið inn ísafjarðardjúp með linubát í togi „en auvitað er skútan með léttbát i togi. Maður sá er drukknaði af mótorbát í Faxaflóa 24. marz 1916 hét Ingimundur (ekki Guðmundur) Þorgeir Sumarliðason. Um ætt hans og aldur er getið í Kollsvíkurætt. Hér að framan hefur verið getið tuttugu 'atriða sem missögð eru i tilgreindum bindum bókaflokksins Þrautgóðir á raunastund. Fjarri mun þó að getið sé alls þess er leiðrétta þyrfti af þessum slóðum. Hin vansagða sjóslysásaga þessa tímabils skal ekki gerð að umtalsefni i þetta sinn, en æðimargt mun þar óskráð 1 nefndum bókaflokki þótt falli til þess timabils er þar um ræðir. Ísafirði i septemberlok 1978 EJ. iapanskur verðlaunabíll — Japanskur verðlaunabíll — Japanskur verðlaunabill — Japanskur Daihatsu Charade nýr og rökréttur vaikostur Kynnið ykkur japanska verðlaunabílinn frá Daihatsuverksmiðjunum, Daihatsu Charade 1000, sem kjörinn var bíll ársins er hann kom á markaðinn i Japan seint á síðasta ári. Daihatsu Charade er rökréttur valkostur fyrir þá, sem vilja eignast góðan, traustan og afl- mikinn bíl, sem eyðir innan við 6 lítra á 100 km. Frábæran bíltil aksturs i borgum og bíl sem fjölskyldan getur ferðast í. Daihatsu Charade 1000 er fimm manna, fimm dyra, framhjóladrifinn fjölskyIdubíll knúinn þriggja strokka f jórgengisvél. Daihatsu Charade er nýjasta dæmið um hug- vitssemi japanskra bifreiðasmiða í heimi orkukreppu og hækkandi eldsneytisverðs. Einfaldur, sterkur, fallegur og vinnur verkin með sóma. Fyrsta sending Nœsta sending uppseld. í októberlok. SYNINGARBÍLL Á STADNUM DAIHATSU UMBOÐIÐ BRIMBORG H/F, Ármúla 23. Simi 81733 Slðustu fréttir . • Sunnudaginn 15. október sigraði Daihatsu Charade í Sparaksturskeppni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur en hann ók 99.4 km á 5 lítrum af bensíni. rðlaunabill — JapanskurV'erðlaunabill — Japanskur verðlaunabill

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.