Dagblaðið - 23.10.1978, Page 27

Dagblaðið - 23.10.1978, Page 27
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1978. 27 FURSTAFRUIN OG TENGDA- SONURINN Á BALLISAMAN Georg Hamilton ásamt syni sínum Hér sjáum við hinn fræga Hollywood leikara George Hamilton ásamt syni sinum sem er aðeins þriggja ára. Sonurinn heitir Ashley. Þeir feðgar voru að koma út úr veitingahúsi í Beverley Hills þegar þessi mynd var tekin. George á þennan son með fyrrverandi eiginkonu sinni Alana, sem sást nú fyrir stuttu með söngvaranum Rod Stewart. Nú fyrir stuttu sáum við i sjón- varpinu mynd um hina sívinsælu Grace furstafrú af Monako. Myndin sú var þó tekin fyrir um einu ári siðan. Margt hefur gerst i Monako slðan t.d. hefur Grace nú eignast tengdason eins og sjálfsagt allir vita. Ekki var Grace of hrifinn af nýja tengdasyninum fyrst um sinn, en nú hefur sennilega allt batnað í þeim efnum a.m.k. dönsuðu þau saman á dansleik einum sem haldin var í Monako nú fyrir skömmu. Ekki er annað að sjá á myndinni en fursta- frúin skemmti sér hið bezta með tengdasyninum alla vega brosir hún út aðeyrum. Hin myndin er tekin af fjölskyld- unni samankominni á dansleiknum, en sagt er að þetta hafi verið fyrsti dansleikur sem öll fjölskyldan mætti á saman. Talið frá vinstri Philippe Junot og eiginkonan Karólína. Því næst kemur Albert prins bróðir Karólínu, þá Grace sjálf og síðan sjálfur furstinn Rainer. Ekki er annað hægt að segja en að þetta sé hin föngu- legasta fjölskylda. ' /£, . '' ', , ,' ' A'y ,,/' '"'"''yM, Wmmmk

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.