Dagblaðið - 27.10.1978, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978.
Óþolandi skattpíning
Ágúst G. Hróbjartsson skrifan
Föstudaginn 20. þ.m. fylgdist ég
með þættinum Kastljósi i sjónvarpi,
en þar ræddu tveir menntamenn um
skattamál, Ólafur Ragnar Grímsson
og Sveinn Jónsson. Sveinn talaði um
að skattpíningin væri orðin óþolandi
hér á landi, en Ólafur R. Grímsson
sagði að menntaðir menn, sem hver
hefði kostað ríkið tugi milljóna, ættu
ekki að færast undan að endurgreiða
sinn hluta til samfélagsins, þegar þeir
væru farnir að njóta hárra tekna.
Hvað má þá segja um þá aðila sem
ekki hafa gengið menntaveginn, t.d.
aðeins lokið skyldunámi og varla það,
en með mikilli vinnu og dugnaði orðið
hátekjumenn? Ekki skulda þessir
menn samfélaginu neitt vegna mennt-
unar. Væri þá ekki sanngjarnt að
menntamenn greiddu 10% I tekju-
skattsaukningu (rányrkju) en hinir
ómenntuðu greiddu t.d. 6%?
Einnig talaði Ólafur R. Grímsson
um bankakerfið og mátti á honum
skilja að þar færu fram stórkostleg
skattsvik, í gegnum bankakerfið. Ég
vil benda á að skattyfirvöld hafa fullan
og lagalegan rétt til þess að fá yfirlit
yfir reikninga einstaklinga og fyrir-
tækja frá bönkum eða öðrum stofnun-
um, ef þeir óska eftir því. Þá er það
eina sem eftir er að athuga hjá bönk-
unum nafnlausar sparisjóðsbækur.
Sumir bankar hér á landi eru ríkis-
bankar og væri hægast að komast hjá
þessum nafnlausu bókum með laga-
setningu, ef hún er þá ekki fyrir hendi
nú þegar, að afnema þær og sekta þá
viðkomandi banka, sem brjóta þessi
lög um t.d. kr. 1.000.000.00 fyrir
hverja þá bankabók, sem sannaðist að
hefði verið nafnlaus í bankanum. Ekki
stendur á því að sekta einstaklinginn.
Með þessu fyrirkomulagi og ströngu
eftirliti af hálfu hins opinbera mætti
komast fyrir þessi skattsvik, sem
virðast vera höfuðverkur núverandi
ríkisstjómar.
í útvarpsumræðum, sem fóru fram
þann 19. þ.m., sagði Tómas Árnason
fjármálaráðherra að þessar nýju tekju-
skatts- og eignaskattsálögur væru full-
komlega löglegar og vitnaði I, að mig
minnir, að 2 eða 3 önnur lönd hefðu
gert slíkt, en útskýrði ekki nánar
vegna hvers það hefði verið eða
hvernig að þvi hefði verið staðið.
Ég er ekki lögfróður maður, en
þegar litið er á málið, og neyðarástand
í landinu er ekki nægjanlegt til þess að
réttlæta slíkar aðgerðir, virðist vera
um að ræða algjörlega ólöglega skatt-
álagningu.
Ef lækkað vöruverð leiðir til þess að
auka skattpíninguna, hver nýtur þá
góðs af. Þar er aðeins verið að færa
t.d. kr. 10 þús. I hægri vasann og taka
síðan úr vinstri vasanum kr. 12 þús-
und. Með þessari aðferð er einungis
verið að falsa visitölu og þessi niður-
greiðsluaðferð hefir verið notuð áður
og hefir aldrei heppnazt.
Ég trúi ekki öðru en einhver skatt-
greiðandi, hvort sem er einstaklingur
eða fyrirtæki eða félag skattgreiðenda,
sem stofnað yrði, láti á það reyna
hvort þetta er löglegt eða ekki. Þyrfti
það mál að fá forgang hjá Hæstarétti,
svo úr því fengist skorið strax. Eða eru
allir með þann hugsunarhátt að árang-
urslaust sé að halda uppi vörnum eða
vinna mál gegn rikisvaldinu.
Ég vil benda á að þegar skattskýrsla
er gerð I byrjun hvers árs gera einstakl-
ingar og fyrirtæki fjárhagsáætlun til
eins árs í senn. Þá er vitað nokkurn
veginn hvað viðkomandi aðilar fá háa
skatta og hve háar tekjurnar verða á
því ári. Bæði fyrirtæki og einstaklingar
segja sem svo að með ítrustu sparsemi
nái endarnir saman, miðað við að eng-
in aukaútgjöld verði, full atvinna hald-
ist og veikindi verði engin. Þetta er
fjárhagsáætlun, sem einstaklingar og
fyrirtæki gera, alveg eins og rikið sjálft
gerir sína fjárhagsáætlun. Ef svo önn-
ur skattálagning kemur á árinu, á þessi
fyrirtæki eða einstaklinga, þá fer allt
úr skorðum. Hvert á þá að sækja þá
peninga, sem á vantar? Við getum
ekki sótt peningana til annarra eins og
ríkið sækir þá til skattgreiðenda eftir
eigin geðþótta. Einstaklingar og fyrir-
tæki eru skattpínd svo hroðalega að
margir leggja niður vinnu í ágúst-sept-
ember og mæta ekki til starfa aftur
fyrr en um áramót því þeim er hegnt
fyrir að vera duglegir með háum skött-
um.
Fyrirtæki eru svo fjárvana að þau
geta varla haldið uppi eðlilegum
rekstri og eru svo þurrmjólkuð af rikis-
valdinu með auknum álögum skatta-
w
Ólafur Ragnar Grimsson.
lega, að hvert fyrirtækið á fætur öðru
er nú I gjaldþrotameðferð og stefnir
þessi skattpíning til atvinnuleysis.
Hver vill svo sem bera ábyrgð á rekstri
fyrirtæki, þegar tekjuskattur og önn-
ur gjöld eru orðin 70% af hagnaði
fyrirtækja. Er þá ekki eðlilegt að stefn-
an verði sú, að allir vilji heldur vinna
hjá öðrum, ákveðinn vinnutíma, og
bera enga ábyrgð.
Varðandi 10% skyldusparnaðinn,
sem greiða þarf fari tekjur yfir ákveðið
mark, virðist að með þessu móti sé
verið að svipta fólk fjárræði að vissu
marki, þótt þessi 10% fáist endur-
greidd eftir 4 eða 5 ár með vísitölu-
álagi. Þessi upphæð, hve há sem hún
Sveinn Jónsson
kann að vera, er tekin af fólki með
lagavaldi, hvort sem því líkar betur
eða verr. 1 mörgum tilfellum þarf fólk
á þessari upphæð að halda strax, —
fólk sem er að byggja eða koma upp
atvinnurekstri, þótt það sé ekki fýsi-
legt I dag.
Mér virðist stefnan sú að eigendur
fyrirtækja muni afhenda ríki og bæ
lykla að fyrirtækjum sinum með
þeim skilyrðum að þeir fái vinnu við
fyrirtækin og hirði sín laun áhyggju-
laust. Þá fengi ríki og bær allan
hagnað af fyrirtækjunum, ef hann þá
yrði nokkur eftir að þeir tækju við
rekstrinum og launamaðurinn afhenti
launaumslag sitt til sömu aðila ög riki
og bær sæju svo fyrir honum.
Ef skattpíningar, löglegar eða ólög-
legar, halda svona áfram, leiðir það til
þess að fyrirtæki hætta rekstri sínum
og yfir vofir atvinnuleysi.
Raddir
lesenda
i//;
I
\ \
111
•'T) »
<7 4'
CHRYSLER
m
i \
'w
L* o
4r <-v
nmn T|[Y|
C= J Ju _ JlUu
0 SUÐURLANDSBRAUT 10. SlMAR; 83330 - 83454
AUGARDAGS
MARKAÐUR
/ /
m
á\
D0DGE:
Aspen S/E................1978
AspenS/E.................1977
Custom ..................1978
Aspen station............1976
Charger..................1973
Dart.....................1972
f B300 maxivan sendib. nýr. . 1977
Toyota Celica st 1975
CoronaMkll 1974
DODGE ASPEN 2
dr. deluxe 1978
ónotaður biII í sér- flokki — góð kaup
fyrir vandláta.
Hornet station 1974
Mazda 929 station 1978
Mazda 929 station 1975
Mazda 818 station 1976
Votvo 343 .................. 1977
Volvo 244 sjálfsk...........1977
PLYM0UTH:
Volaire Premier.......1977
Valiant...............1974
Duster................1974
Duster................1970
Simca GLS árg.
1978, gullfallegur
einkabíll sem bíður
eftir kröfuhörðum
kaupanda.
Saab 99 R/S...........1974
Saab 96..............71-74
Sabb 95............. 1971
Chevrolet Concours....1977
Nova..................1974
Bílarnir eru í
okkar bjarta og
glæsilega bílasal
SIMCA:
1508 S.................1978
1508 GT ...............1977
1307 GLS...............1978
1100 ................ 74-77
VW Passat...............1974
VW1300................ 1973
VW 1200L...............1976
Tveir gullfailegir
Chevrolet Con-
cours, 2 dr. og 4
dr. árg. 1977 í boði
hjá okkur í dag.
Datsun 180B 1978
Datsun 160 1977
Datsun 140J 1974
Mustang II 1974
Mustang 1971
Torino station 1971
VILTU SELJA? VILTU SKIPTA? VILTU KAUPA?
i OPIÐ LAUGARDAG 10-18
CHRYSLER
m
SUÐURLANDSBRAUT 10 — SÍMAR 83330 — 83454
Spurning
dagsins
Heldurðu að
veturinn sé kominn
fyrir alvöru?
Auðunn Hermannsson Ufeyrisþegi: Ég
get nú ekki svarað þessu, mér finnst
enginn munur vera á sumri, vori, hausti
eða vetri.
Friðrík Eyfjörð verzlunarmaður Já,
samkvæmt almanaki er hann kominn.
Nei, ég hef ekki orðið var við hann, ætli
hann komi fyrr en eftir áramót.
Ingibjörg Maríusdóttir nemi: Nei, ekki
held ég það. Úlpu? Já, það má alltaf
búast viðhonum.
JúUus Sveinbjömsson stórkaupmaðun
Nei, hann kemur seint i ár, ekki fyrr en
eftir áramót.
Krístln Ragnafsdóttir húsmóðír: Nei, ég
held ekki, en hann kemur væntanlega
bráðlega.
- Elvar Hallgrímsson, vcrkamaður: Já, ég
finn það þegar ég kem út úr húsi á
morgnana.
I