Dagblaðið - 27.10.1978, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978.
9
Erlendar
fréttir
Svo virðist sem Danmörk og
Frakkland séu að hefja heljarmikið
skinkustríð. Sú gæti auðveldlega orðið
niðurstaðan af margþættum mót-
mælum franskra bænda á Bretagne
skaga gegn innflutningi dansks svína-
kjöts að undanförnu.
Fyrstu aðgerðir frönsku bændanna
voru á mánudaginn var. Þá stöðvuðu
þeir stóran danskan kælibíl, í útjaðri
bæjarins Pontivy. Að sögn sjónar-
votta tóku þeir bifreiðastjórann í
gíslingu og óku síðan bifreið hans vitt
um bæinn og köstuðu dönskum svina-
lærum þar og á nærliggjandi þjóðvegi.
Áöur en lögregla gat stöðvað frönsku
bændurna var búið að kasta rúmlega
átta tonnum af svínakjöti út úr
kælibifreiðinni.
Bifreiðarstjórinn er sagður hafa
fengið snert af taugaáfalli í átökunum.
Hann slapp þó óskaddaður og einnig
er taliö að bifreiðin hafi ekkert verið
skemmd.
Talið er líklegt að framhald verði á
mótmælaaðgerðum frönsku bænd-
anna gegn svinakjötsinnflutningi
frá öðrum löndum Efnahagsbanda-
lagsins. Landbúnaðarmál hafa alveg.
frá byrjun verið eitt helzta deilumálið
i Efnahagsbandalaginu. Hafa franskir
bændur talið sig fara illa út úr þeim
reglum, sem bandalagið hefur sett um
flutning og sölu landbúnaðarvara á
milli ríkja.
Ekki er að fullu ljóst hvers vegna
frönsku bændurnir létu reiði sína
bitna á Dönum og dönsku svínakjöti.
Ýmis önnur lönd Efnahagsbanda-
lagsins svo sem Belgía og Holland
flytja mun meira af þeirri vöru til
Frakklands en Danmörk.
Eins og sjá má þá hefur verið gcngið
rösklega fram við að dreifa danska
svinakjötinu um göturnar og lærin
jafnvel hengd á girðingar.
Svínalærín eíns og
hráviði út um allt
—f ranskir bændur reiðir og eru nú í skinkustríði við Dani
Frakkland:
KORSIKA ENN
EINANGRUÐ
VEGNA VERK-
FALLS SJÓARA
Leiðtogar þeirra frönsku sjómanna,
sem verið hafa í verkfalli síðan um
síðustu helgi sökuðu stjórn landsins í
gær um að hafa afboðað samningafundi
þar sem reyna hafi átt til þrautar að
leysa verkfallið. Fulltrúar stjórnvalda
bera þó á móti þessu.
Sjómennirnir frönsku hafa lagt niður
vinnu til þess að mótmæla síauknum
ráðningum erlendra manna, aðallega
Asiubúa, á frönsk kaupskip.
Verkfallið hefur nær því alveg
stöðvaö flutninga á matvörum og
öðrum nauðsynjum til eyjarinnar
Korsiku. Hefur verið gripið til þess ráðs
að láta franska flugherinn og flotann
flytja brýnustu nauðsynjar til
eyjarinnar.
Verkfall sjómannanna er aðeins eitt
af þeim vandamálum, sem franska
stjórnin á við að glíma í samskiptum
sínum við rikisvaldið. Póstmenn og
sjónvarpsfólk lagði niður vinnu í byrjun
þessarar viku. öll stærstu verkalýössam-
tök landsins hafa boðað til eins dags alls-
herjarverkfalls í næsta mánuði. Á þá að
mótmæla harðri stefnu stjórnarinnar i
launamálum, verðbólgunni og aukningu
á atvinnuleysi.
Júgóslavía:
SEX LÉTUST AF
SVEPPAÁTI
Sex manns létust og sex aðrir voru börn yngri en sjö ára. Atburður þessi
alvarlega veikir i Júgóslavíu eftir að varð i Bosníu,en fyrr í þessum mánuði
hafa neytt eitraðra sveppa í gær- létust þar þrír eftir að hafa neytt
kvöldi. Nokkur fórnardýranna voru sveppa.
Páfinn til Chicago
Jóhannes Páll annar hyggst bráðlega
bregöa sér til Chicago I Bandarikjunum
en það er sú borg I heiminum, sem flest
fólk af pólsku bergi brotið býr I fyrir
utan sjálfa Varsjá. Páfa var boðið til
Chicago strax að loknu páfakjöri en ekki
er ákveðið hvenær hann muni fara.
Jóhannes Páll annar hefur einu sinni
áður komið til Chicago. Það var í
Ameríkuför hans árið 1976. Talið er að
hátt á aðra milljón manns af pólsku
betgi brotiö búi i Chicago.
tommu
með fjarstýringu
aðeins kr. 464 þús. Til afgreiðslu STRAX.
Snertirásaskiptíng — spennuskynjari — In-line myndlampi — katt
kerfi 2 — möguleiki fyrir plötu — og myndsegulband — Aðeins 6
einingar í stað 14 sem eru i öðrum tækjum sem auðvektar aiia
þjónustu — stór hátalari sem gefur skýrt hljóð
RANK—MERKIÐ ER HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA
SJÓNVARP og RADÍÓ, Vitastíg 3. Sími 25745.