Dagblaðið - 27.10.1978, Side 12
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
FRUMSÝNIR í AUSTURBÆJARBÍÓI:
RUMRUSK
—áöllumaldri
Þetta nýja miönæturleikrit
Leikfélagsins fjallar á spozkan hátt um
sambúð fjögurra hjóna og hvernig þau
bregðast viö óvæntri uppákomu eina
nótt. Höfundurinn er brezkui.heitir Alan
Ayckbourne, og hefur verið sýndur við
grfðarlegan fögnuð siðan, bæði i heima-
landi sinu, i Danmörku og víðar.
Hann fjallar um vanda sem margir
kannast við: hvernig á að varöveita
hamingjuna i hjónabandinu án þess að
glata öllum spenningi.
Hann skrifar um Jón og Gunnu,
hjónin á næstu hæð, hvernig þau þrá og
geta ekki verið án.hvors annars, en geta
samt ekki hætt að láta sig dreyma um
ástarsigra bak við næsta horn, þó ekki
væri nema til að hressa upp á sjálfs-
traustið.
TrevorogSusanna:
HJÓNAERJURNAR
í HÁPUNKTI
Allt hefði sjálfsagt gengið með friði og
spekt þetta kvöld hefðu ekki Susanna og
Tevor verið með. Þessi ágætu hjón eiga
við ýmis vandamál að stríða sín á milli og.
hafa djúpstæða þörf til aö ræða þau við
sálfræðinga, nágranna og vini og yfirleitt
alla þá, sem með nokkru móti nenna að
hlusta. Og leit þeirra að skilningsríkum
áheyrendum vekur mikinn öldugang hjá
öllum hinum hjónunum þessa nótt.
Því ástríöuhitinn — eða sálfiækjurnar
— hjá Trevor og Susönnu láta engan
ósnortinn, enda viðureign þeirra allt að
því lifshættuleg á stundum. Hér hefur ást
bóndans á konu sinni ýtt honum til-
finningalega fram á yztu nöf:
„Ég var stakasta Ijúfmenni,” æpir
hann, „alveg þangað til ég kynntist þér.”
(Susanna: Soffia Jakobsdóttir, Trevor:
Kjartan Ragnarsson).
Kateog Malcolm:
ER ÉG MEIRA
SEXÝEN
SMÍÐATÓLIN?
Pari í kvöldsins er haldið hjá hjónun-
um Kate og Malcolm. Þau eru oftast
beztu vinir. Það er þó eitt sem angrar
Kate. Bóndi hennar hefur
takmarkalaust yndi af smíðum, sér-
staklega að setja saman ýmsa timhur-
vöru, sem maður kaupir hálfsmíðaða í
pökkum. Því verður ekki neitað, að Kate
finnst stundum, að hann eyði óþarflega
miklum tíma í „gerðu-það-sjálfur”
pakkana sína. Og þegar gestirnir eru
farnir, trúir hún honum fyrir því, að hún
hafi stolist til að.
Kate: „....skoða blöðin, þessi sem þú
faldir í sokkaskúffunni.”
Malcolm: sver allt af sér: „Það var
náungi, vinur niinn, sem vildi endilega
gefa mér þau.”
En Kate gefst ekki upp: „Ég skoðaði
þau.
Mér datt í hug — sko — að ég mætti
vera svolítið meira æsandi — þin vegna
— ég vil alls ekki, að þú fáir leið á
mér...”
(Kate: Helga Stephensen, Malcolm: Jón
Hjartarson).
Texti: Ljósmyndir:
Inga Huld Hörður
Hákonardóttir Vilhjálmsson.
NickogJenny
Bóndinn fær þursabit
Vesalings eiginmaðurinn er veikur og
þráir hjúkrun og aðhlynningu, en það er
nú eins og það gengur og allir þekkja, að
misjafnlega stendur á.
Frúin vill ekki missa af partí i hjá ná-
grönnunum. Þegar hún snýr heifn liggur
hann á gólfinu viðþolslaus af þursabiti.
Hún er að hjálpa honum upp í rúmið
þegar óþolandi grunsemdir blossa upp í
huga hans:
Nick: Stattu kjur!!!
Jenny: Ó, Nick minn, elskan ...
(Jenny: Edda Þórarinsdóttir, Nick:
Pétur Einarsson).
Leikstjóri Rúmrusks er Guðrún
Ásmundsdóttir.
ErnestogDelia:
i bólinu
Ernest og Delia eru foreldrar Trevors.
Eftir langt Kjónaband eru þau komin yfir
verstu skerin og inn á lygnan sjó. Þau
eiga saman góðar ánægjustundir, eins og
núna þegar Delia fær Ijómandi hugmynd:
„Eigum við að vera ægilegir prakkarar
og fá okkur sardínur i rúmið?”
Ernest er auðvitað til I það. Þegar til á
að taka finnst ekki annað sjómeti I
búrinu en kvenloðna I eigin legi. Það er
það, sem þau eru að borða um hánótt I
mestu huggulegheitum uppi í rúmi, þegar
allt I einu er hringt harkalega við
dyrnar...
(Delia: Guðrún Stephensen, Ernest:
Karl Guðmundsson).
Brugðið
áleik