Dagblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 27.10.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978. 13 FRAMHALP f NÆSTU MYWD i Af þeim fjölda kvikmynda sem settar eru í dreifingu ár hvert eru aðeins örfáar sem ná að slá í gegn. En ef það tekst verða líka tekjurnar gífurlegar. Það er þvi eðlilegt að reynt sé á allan hugsan- legan máta að auglýsa og kynna myndirnar fyrir áhorfendum áður en þær koma á markað. Oft verður þessi kynningarkostnaður litlu lægri en kostnaðurinn við gerð sjálfrar mynd- arinnar en samt þykir hann góð fjár- festing. Yfirleitt er um að ræða útvarps- blaða- og sjónvarpsauglýsingar, ásamt veggspjöldum, kynningarritum og þess háttar. Áhrifamáttur auglýsinganna Því harðari sem auglýsingabaráttan verður þeim mun oftar verður að krydda með nýjungum i auglýsingatækni. Þeg- ar t.d. Star Wars var frumsýnd í London voru sendir út af örkinni starfsmenn William Friedkin leikstýrt, en nú var margreyndur leikstjóri fenginn til að sitja við stjórnvölinn. Var það John Frankenheimer. Að flestra dómi tókst síðari myndin betur en sú fyrri, þrátt fyrir áðurnefnda annmarka. Superman Kostnaður við kvikmyndagerð eykst ár frá ári. Skiptir kostnaður við gerð stórmynda oft milljörðum. Því hefur færzt í vöxt að taka tvær myndir sam- tímis, þ.e. að eiga til kvikmyndað efni i seinni myndina ef þörf krefur. Þetta er gert vegna þess að aðalkostnaðurinn er þegar kvikmyndatakan fer fram en ekki við tæknivinnuna sem unnin er eftir á. Nú er t.d. í framleiðslu myndin Superman eftir samnefndri teikni- myndasöguhetju. í upphafi var ákveðið að taka upp efni í tvær myndir er settar yrðu í dreifingu með nokkru millibili. Þess er að vænta að fyrri myndin verði sett fljótlega í dreifingu. Eflaust muna flestir eftir hryllings- myndinni The Omen sem Nýja Bíó 1 sýndi ekki alls fyrir löngu. Misheppnuð Fyrir nokkru var svo frumsýnd mynd númer tvö og samtímis gaf fram- leiðandinn út yfirlýsingu þess efnis að hann væri tilbúinn að setja þriðja hlutann á markað. The Omen II gekk ekki eins vel og framleiðendur höfðu vonað enda flokkast hún undir mis- heppnaða framhaldsmynd. Það sama er ekki hægt að segja um Jawsilsem nýlegavarfrumsýndí Banda- ríkjunum og verður líklega sett í dreifingu um áramótin í Evrópu. Yfir- leitt fær myndin frekar neikvæða dóma en samt sem áður flykkjast áhorfendur í þau kvikmyndhús sem sýnda myndina. Er þetta gott dæmi um myndir sem lifa á frægð forvera sinna. Það verður gaman að fylgjast með hvernig öllum þessum framhalds- myndum vegnar. Sjaldan hefur eins mikill fjöldi verið í framleiðslu og núna. Eflaust munu sumar þeirra slá í gegn en ef að líkum lætur mun meirihlutinn falla fljótlega í gleymskunnar gröf. -B.H. Marlon Brando i hlutverki föður Superman. Baldur Hjaltason kvikmyndahúsanna, íklæddir búningum vélmenna. Það sama var upp á teningnum við frumsýningu á nýjustu myndinni um bleika pardusinn. Þar sást hann sjálfur á stjái meðal tilvonandi áhorfenda og gerði mikla lukku. Sem betur fer er nú áhrifamáttur auglýsinganna ekki algildur. í flestum tilfellum er því ekki lagt út í auglýsinga- herferð nema talið sé að myndin höfði til fjöldans og uppfylli ákveðnar lágmarks gæðakröfur. Þekktar kvikmyndir En yfirleitt vill mikið meira. Því er það rík tilhneiging kvikmyndafram- leiðenda að gera aðra mynd í framhaldi af þeirri sem hefur slegið í gegn. Nafnið er orðið svo þekkt að miklar líkur eru á að áhorfendur sjái síðari myndina af einskærri forvitni. Nú þegar er hafm undirbúningur að framleiðslu á Star Wars II því nú skal grípa gæsina meðan hún gefst. Einnig má nefna myndirnar Godfather III, Sting II, Airport 79/80 (sem mun bera heitið Concorde), Smokey and the Bandit II og svo mætti lengi telja. Það er yfirleitt töluvert lagt í þessar myndir en oftast er útkoman léleg. Þó eru til undantekningar og þá helzt ef góðir fagmenn fást til verksins. Oft vilja þeir ekki taka þátt i þessu vegna þess að þeim er of þröngur stakkur skorinn með því að verða að fylgja þeirri fastmótuðu línu sem fyrri myndin lagði. Framhaldið betra 1 þessu sambandi má nefna Godfather II, sem er ekki talin siðri en fyrri myndin. Að vísu er sami leikstjórinn í báðum myndunum sem telst frekar sjaldgæft. Tókst F. Ford Coppola að halda athygli áhorfenda vakandi í báðum myndunum en nú er spurningin hvernig myndin Godfather III verður. French Connection, sem fjallaði um baráttu lögreglunnar við eiturlyfja- smyglara, gekk mjög vel. Því var ákveðið að gera aðra mynd í framhaldi af þeirri fyrri. Fyrri hlutanum hafði FLUGLEIÐIR fföMÍfrakt átján tonn í einu takl austur og vestur Nokkrum sinnum í viku hverri lyftir Slíkarfraktferðireru ívetur, sem hérsegir: Boeing 727 sér af heimavelli, lendir í helstu viðskiptaborgum okkaraustanhafs og vestan, losar og lestar frakt og er aftur Kaupmannahöfn, þriðjudaga og sunnu- hér heima nokkrum klukkustundum síðar. daga. Þannig flytjum við stórar fraktsendingar yfir hafið á nútímavísu. Allt að 18 tonnum í einu. London, sunnudaga. New York, miðvikudagafram aðjólum78

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.