Dagblaðið - 27.10.1978, Page 17

Dagblaðið - 27.10.1978, Page 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978. 21 Fáöu þér sköll- óttan mann — hann sóar ekki peningum í tízkuhárskurð — sovézkar ráðleggingar í léttum dúr Annaö slagið berst okkur upp í hendurnar eintak af blaðinu Fréttir frá Sovétríkjunum. Það rit er gefið út i samvinnu við fréttastofuna APN og ef nota á greinar úr þvi riti verður að rit- skoða það gaumgæfilega. 1 nýjasta tölublaði Sovétfréttanna er þó grein, sem ekki þarf neinnar umsnúningar við. Hún fjallar um ráðleggingar fyrir konur sem vilja gifta sig. Þar segir m.a. að konan verði að standa klár að því hvers konar fyrir- bæri karlmaðurinn er. Og ekki stendur á því, gefin er lýsing á fyrirbrigðinu: „Karlmaðurinn er lifandi vera af hryggdýraætt, sem auðvelt er að hæna að sér og temja. Hægt er að kenna honum að þvo upp, bóna gólf og draga í búið kartöflur og peninga.” Þá segir og að allar konur geti eignazt mann, hvort heldur þær séu fallegar, ekki fallegar, snotrar, ósnotrar eða beinlínis ljótar. Feitar konur, horaðar konur og heimskar konur ganga allar út, en gáfuðum konum er erfiðara um vik, þar sem enginn karlmaður vill gáfaðri konu en hann ersjálfur. Þá er konum ráðlagt að velja sér lítinn mann, því þeir séu arðgæfir og þægilegir i notkun. Stórir menn taki meira til sín en þeir gefa af sér. Þá geta augun i karlmönnum verið blá, grá, græn, brún, svört og ósvifin án tillits til litar. Þeir sem sækja „allt um lifið” fyrirlestrana eru gjarnan rauðeygðir. Ljóshærðir menn eru hógværir, einlægir og, barnalegir. Þeir afhenda konunni sinni kaupið sitt. Dökkhærðir menn eru uppstökkir og afbrýðisamir. Þeir verða fyrir- ferðarmiklir þegar þeir gruna konuna um framhjáhald og hóta að skjóta bæði hana og sjálfa sig. En hvort á að skjóta fyrst, vita þeir ekki. Þeir rjúka því út án þess að leysa málið og koma aldrei aftur — fyrr eii um kvöldmat. Rauðhærðir menn eru góðir, vingjarnlegir, frakkir og eyðslusamir. Þeir líta gjarnan á sig sem Ijóshærða. Giftist þú rauðhærðum manni, þá skaltu ekki hefja rifrildi ef hann er fastandi. Rauðhærðir menn eru hættulegir hungraðir. Að lokum má geta .beirra albjörtu, þ.e. hinna sköllóttu. Þeir eru alvörugefnir og fyrirhyggjusamir. Þeir sóa ekki peningunum í tízkuhárskurð, greiðslu eða permanent. Alþýðuspekin segir að skallinn að framan sé af gáfum kominn, en sé hann í hnakkanum sé hann kominn af annarra manna koddum. En sé hann jafnt að framan og aftan, þá fer þar gáfaður kvennamaður. Ef þú ætlar að fá þér mann, fáðu þér þá sköllóttan og ekkert annað. Slíkur maður er fundinn fjársjóður. Af honum mun stafa hlýju og birtu um húsið. íslenzkar konur geta því borið smekk sinn saman við hinn sovézka. Þeir hávöxnu og vel hærðu lifa þó enn í voninni, að einhver veiti þeim athygli. -JH. Ný vökulög: Lágmarks- og hámarkslaun, takmörkun yfirvinnu „Þá er löngu orðið tímabært að setja skorður við þeirri óhóflegu yfirvinnu sem nú tíðkast í vissum vinnugreinum, setja eins konar ný vökulög,” segir Bragi Sigurjónsson í greinargerð með tillögu til þingsályktunar sem hann hefur lagt fram á Alþingi. „Alþingi skorar á ríkisstjórnina að setja í samráði við launþegasamtökin lög um lágmarks- og hámarkslaun og skal munur þeirra eigi vera meiri en einn á móti tveimur og hálfum til þremur, þ.e. hámarkslaun í hæsta lagi þreföld við lág- markslaun," segir í tillögunni. Þá er gert ráð fyrir því að í sömu lög- um verði sett takmörk um lengd yfir- vinnu, þar sem daglega er unnið um virka daga, þannig að hún verði ekki lengri en tveir tímai hvern vinnndag, nema! undantekningarleyfi sé veitt af viðkomandi launþegafélagi. „Það er alkunna að skipting launa milli hinna mismunandi starfshópa þjóð- félagsins er ein viðkvæmasta og vand- teknasta ákvörðun í launamálum. Sífelld spenna og ókyrrð á launamarkaði veldur hins vegar slíkri óvissu að þróun at- vinnulífsins biður tjón af,” segir í grein- argerðinni. Þá segir að löngu sé Ijóst orðið að aðil- ar vinnumarkaðarins, atvinnurekendur og vinnuseljendur, hafi ekki reynzt þess umkomnir að skapa festu og jafnvægi í þessum málum. Hér þurfi því löggjafinn að setja rammalöggjöf sem haldi þessum málum innan vissra marka en að sjálf- sögðu leita samvinnu og samráðs við þau samtök sem þetta snertir mest. Þá er vikið að óhóflegri yfirvinnu sem engar skynsamlegar skorður séu settar við. Loks segir: Vinnuafköst minnka, heilsu manna er stefnt í tvísýnu og menn eru sviptir tíma og næði til að njóta nokkurs nema vinnu og aftur vinnu. Jöfn og stöðug vinna er að sjálfsögðu þakkarverð en vinnuþjökun er allt ann- aðogber aðhindra. BS. DIMMER minnkar eöa eykur lýsinguna, eftir því hvað við á RAI=VÖRUR Sli LAUGARNESVEG 52 - SlMI 8641 1 Til sölu Skipasund 3 herb. íbúð, 90 ferm efri hæð, allt sér. íbúðinni fylgir 50 ferm bilskúr. Háaleitisbraut 80 ferm, 2—3 herb. íbúð í kjallara. Bilskúrsréttindi. Asparfell 2 herb. íbúð. Laus fljótlega. Bókhaldsþjónusta Bjarna Garðars Austurstræti 7,2. hæð. Uppl. í síma 82768. jgFUNNYfc %ðbsign9 KYNNINGÁ SKRAUTPOSTULÍN/ LJÚSAKÚLA úr þunnu postulíni, sem kertíð lýsir í gegnum og lífgar fallega skreytingu. Eykur rómantískt andrúmsloft i hlýlegu herbergi á haustkvöldi. öruggt og fallegt kvöldljós i gjafapakkningu. KIRSUBERIÐ „Handa þór elskan” — og hún niun elska þessa fallegu gjöf. Kirsubcrjalaga kerti litill fagurlega skreyttur stjaki er rétta gjöfin við flest tækifæri. Þetta er fallega pökkuð lítil gjöf. MARGT ANNAÐ SPENNANDI FRÁ FUNNY DESIGN Einkaumboð á Islandi _______KIRKJUFELL__________________J Kiapparstíg 27, simar 21090.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.